Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986 Símamynd/AP • Altobelli skorar annaft mark sitt í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó. Hann kom Ítalíu yfir gegn Argent- fnu í gær meft því að skora úr vrtaspyrnu strax á 7. mínútu en Maradonna sem sést lengst til vinstri á myndinni jafnafti fyrir leikhlé. Körfuknattleikur: Bandarísk hjón koma og þjálfa hér á landi Heims- meistara- jafntefli Daufur leikur Argentínu og Ítalíu ITALfA OG Argentína gerftu 1:1 jafntefli f A-riftli HM í gær. Leik- menn beggja lifta tóku enga áhættu, sóttu Irtið og sættu sig greinilega við jafntefli frá byrjun til enda leiksins. Alessandro Alto- belli skoraði 1:0 fyrir ftalfu úr víta- spyrnu á 7. mfnútu og Maradona jafnaði leikinn á 33. mfnútu. Fátt markvert gerðist í leiknum og lótu áhorfendur óspart í Ijós óánægju sfna með púi og hnjóðsyrðum. Leikurinn fór rólega af stað en á 7. mínútu handlék Oscar Garre knöttinn innan vítateigs og Alto- belli skoraði úr vítaspyrnunni 1:0 fyrir Italíu. Þetta var annað mark Altobelli í keppninni. Maradona jafnaði á 33. mínútu eftir sendingu frá Jorge Valdano. Markvörður ftalíu, Giovanni Galli, var illa staðsettur og Maradona átti ekki í erfiðleikum með að skora. Skömmu fyrir leikhlé skall- aði Valdano rétt framhjá marki Ital- íu og fleiri urðu færin ekki í fyrri hálfieik. Leikmenn mættu til leiks í síðari hálfleik ákveðnir í að halda fengn- um hlut. Reyndar fengu Argentínu- menn marktækifæri strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Jorge Burruc- haga skaut framhjá eftir auka- spyrnu frá Maradona og Bruno Conti skaut í stöng hinum megin. Eftir þetta fór leikurinn að mestu fram á miðjum vellinum og liðin fengu fá afgerandi marktækifæri. Þó var Jose Brown nærri því að skora með skalla fyrir Argentínu á 68. mínútu og skömmu síðar varði Pumpido, markvörður Argentínu, gott skot frá Antonio Cabrini. Argentína og ftalía eiga nú góða möguleika á að komast áfram. Argentína er með 3 stig og á eftir að leika gegn Búlgaríu og Italía er með 2 stig fyrir leikinn gegn Suð- ur-Kóreu. - West þjálfar Valsara en ekki ákveðið hvert frúin fer Happatala Elkjærs Körfuknattleiksdeild Vals hefur ráðið bandariskan þjálfara fyrir næsta keppnistfmabil. Jon R. West heitir hann og er 36 ára gamall. West er rúmlega tveir metrar á hæð og hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Dubuque f lowa frá árinu 1978. Valsmenn og West gerðu samn- ing til eins árs og mun West koma til landsins í ágúst og hefjast þá æfingar undir hans stjórn. West lék með háskólaliði Dubuque þeg- ar hann var yngri og nam síðan íþróttafræði í háskólanum og lék jafnframt með liðinu. Árið 1974 hóf hann að þjálfa hjá skólanum, fyrst þá yngstu en hefur smátt og smátt unnið sig upp I að verða aðstoðar- þjálfari aöalKðsins. Eiginkona West mun koma hing- að með honum og er hún einnig körfuknattleiksþjálfari og heyrst Golf: Meistara- flokks- menn í GR ÞRÍR meistaraflokksmenn f golfi hafa nýlega gengift f Golfklúbb Reykjavfkur úr öðrum klúbbum. Þetta eru þeir Magnús Ingi Stef- ánsson, sem kemur úr Ness- klúbbnum, Magnús Birgisson, sem kemur frá Akureyri, og Björn N. Björnsson, sem kemur frá Leyni á Akranesi. hefur að einhver íslensk kvennalið hafi mikinn áhuga á að fá hana til að þjálfa næsta vetur. Hvort af því veröur er ekki endanlega frá- gengið en ekki er ólíklegt að þau hjónin þjálfi bæði næsta vetur. Þegar Ijóst var að Torfi Magnús- son ætlaði ekki að þjálfa Valsmenn áfram sendu þeir bréf víöa um lönd og fengu talsvert mörg svarbréf. Eftir að stjórnin hafði athugað málin varð úr að hafa sarnband við West þar sem þeir töldu sig ráða við þær kröfur sem hann setti. [ samtali við Morgunblaðiö í gær sagði einn stjórnarmanna aö þeir hefðu getað valið úr mörgum þjálfurum og jafnvel frægum en þeir hefðu verið svo óhemju dýrir að West hefði verið valinn. Þess má geta í lokin að íslenska landsliðið í körfubolta hefur leikið gegn skóla þeim sem hann þjálfaöi og fékk slæman skell. ÞAÐ má með sanni segja að 58 sé happatalan hans Preben El- kjær Larsen markaskorarans mikla í lifti Dana. Á miðvikudaginn lék hann sinn 58. landsleik fyrir Danl og skoraði þar sitt 34. mark í landsleik og gerði það á 58. mínútu. Á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Skotum sagðist Elkjær, sem er 28 ára gamall, að hann hefði ekki nokkurn áhuga á því að hætta að skora mörk, en hinsvegar hefði hann áhuga á að hætta öðru, nefnilega að reykja, en hann hefur reykt lengi og mikið en segist nú ætla að hætta því. Vonandi að það takist hjá þessum skemmtilega sóknarmanni. Danir ánægðir • Það rílcti að vonum mikH gleði meðal Dana hvar sem þeir voru staddir í heimin- um í gaer, í Danmörku eða Mexíkó. Þeir höfðu Ifka ástœðu til aö vera glaðir því í gœr var þjóðhátíðar- dagur þeirra og að auki unnu Danir sinn fyrsta sig- ur í lokakeppni heims- meistaramótsins í knatt- spyrnu og það yfir Skotum. Dönsk blöð voru full af frá- sögnum af þessum merka atburði og hér gefur að líta fyrirsagnir nokkurra blaða í gœr þar sem myndum er slegið upp á forsíðum og greinilegt að Danir voru, og eru vœntanlega enn, f sjöunda himni. annsMucnuc .....(BSí*« |» itriiHni Símamynd/Wordfoto Badminton! Eftirtaldir tímar eru lausir í sumar: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. 16.20 16.20 16.20 16.200 17.10 17.10 17.10 18.00 18.00 18.00 18.00 18.50 18.50 19.40 19.40 20.30 21.20 21.20 22.10 22.10 22.10 Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, s. 82266. Frjálsar íþróttir: Vormót öldunga ÁRLEGT vormót öldunga verður haldið á frjálsíþróttavellinum f Laugardal þriðjudaginn 10.6. og hefst kl. 20.00, sem er breyting frá mótaskrá FRÍ. Keppt verftur í eftirtöldum greinum f þeim ald- ursflokkum þar sem næg þátt- taka verftur (karlar 35 ára og eldri, konur 30 ára og eldri): 200 m hlaup karla og kvenna, 400 m hlaup karla og kvenna, 400 m grindahlaup, kringlukast karla og kvenna, sleggjukast, hástökk karla og kvenna, 10.000 m hlaup karla og 5.000 m hlaup kvenna. Tímaseðill liggur frammi á skrif- stofu FRÍ, á Laugardalsvelli og hjá mótsstjóra, Ólafi G. Guðmunds- syni (s. 75292).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.