Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986
Ég ákvað að afhenda verðmæti
okkar og safnaði skartgripum og
peningum þriggja flölskyldna
saman í poka. Eg hélt að hann
myndi ekki beija mig af því að ég
var enn með sárabindið við augað
og ég vildi ekki horfa uppá hann
beija föður minn. Ég gekk hægt
til hans, horfði beint í augu hans.
Ég var staðráðinn í að komast
undan, gerast skæruliði og ná
mér niður á þessum manni. Ég
henti öllum verðmætum okkar í
körfuna fyrir framan hann. Hann
horfði beint á mig og sló mig
tvisvar í höfuðið. Eg gekk hægt
í burtu og óttaðist hann ekki.“
Körfumar voru fluttar burtu í
hermannajeppa. Liðsforinginn ók
burtu með sama bíl og nokkmm
dögum seinna tók önnur herdeild
við gæslu gyðinganna. Matza
vann við eldhússtörf og gat fylgst
með þeim sem komu með mat í
fangabúðimar. Hann tók eftir að
þeir sýndu varðmönnunum skilríki
þegar þeir gengu út. Hann var
enn með hugann við að flýja.
Faðir hans sagði honum að hann
gæti gert það sem hann vildi og
hjálpaði honum að má gyðinga-
stimpilinn úr skilríki hans með
sojamjöli. Matza komst undan
hinn 1. apríl en fáum dögum
seinna vom gyðingamir frá Io-
annina fluttir tii Auschwitz. Þar
létust foreldrar hans og bróðir.
Viss atvik
gleymast aldrei
Matza segir að hann hafi ekki
þekkt Waldheim aftur fyrr en
hann sá gömlu myndina af honum
af því að hann hafí verið feitari
í andliti á nýrri myndum. „Ég var
aldrei að velta Waldheim neitt
sérstaklega fyrir mér,“ sagði
hann. „En þegar ég sá gömlu
myndina í Maariv vissi ég að
þama var mynd af sama mannin-
um og undirbjó brottflutning fjöl-
skyldu minnar í Auschwitz. Maður
gleymir vissum atvikum í líflnu
aldrei: Nauðgun, barsmíð og ráni.
Ég gleymi liðsforingjanum aldrei
af því að hann sló mig. Af hveiju
þurfti hann að slá okkur? Ég
myndi ekki þekkja hermanninn
sem barði mig þegar ég var að
reyna að komast undan aftur af
því að hann var að gera skyldu
sína. En það var engin ástæða
fýrir Waldheim að slá okkur.“
Hinir mennimir þrír sem segj-
ast þekkja Waldheim á myndinni
em jafn vissir í sína sök og Matza.
Endurminningar Waldheims frá
stríðsárunum em svo gloppóttar
að það er lítið á þeim að byggja.
Hann var í yfírherstjóm Þjóðveija
í Saloniki-borg þegar 45.000
gyðingar vom fluttir þaðan í
Auschwitz en segist þó ekki hafa
haft hugmynd um brottflutning-
ana fyrr en nú í vetur. Hann
stundaði aðallega skrifstofustörf
í höfuðstöðvum Þjóðveija fyrir
utan Saloniki en var með hersveit-
um í Júgóslavíu í júlí 1942 og
maí 1943, svo vitað sé. Skýrsla
um brottflutninga gyðinga frá
eynni Korfu í apríl 1944 og öðmm
stöðum á Grikklandi í júlí sama ár
var send á skrifstofuna sem hann
starfaði á. Brottflutningum gyð-
inga frá Grikklandi var stjómað
frá höfuðstöðvunum fyrir utan
Saloniki.
Það er vitað að Waldheim var
á sjúkrahúsi í Vín vegna skjald-
kirtilssjúkdóms í mars 1944. Á
einu skjali segir að hann hafi
getað hafið störf að nýju hinn 29.
mars. Ekki er ljóst hvort hann fór
þann dag af sjúkrahúsinu eða tók
aftur til starfa í Saloniki. Ef hann
fór af sjúkrahúsinu nokkmm
dögum fyrr þá er ekki útilokað
að hann hafí verið í sjóflugvélinni
sem lenti í Ioannina og mennimir
fjórir muna eftir. En ef hann var
enn á sjúkrahúsin 23. mars 1944
þá átti hann tvífara á þessum
ámm, svo viss er Jesoa Matza um
að það sé sami maðurinn sem sló
hann og er á gömlu myndinni af
Kurt Waldheim, liðsforingja.
„Hann var höfðinu hærrí en hinir, kinn- • • • ogmeð stórtnef.u
fiskasoginn...
„Hann var hjólbeinóttur og hafði
sérkennilegt göngulag. “
Grískur gyðingnr fullyrðir í samtali við
Morgunblaðið að Kurt Waldheim hafi verið
viðstaddur undirbúning brottflutninga
gyðinga í Grikklandi
TEXTIOG MYNDIR: ANNA BJARNADÓTTIR
Gríski gyðingurinn Jesoua
Matza var 19 ára þegar hann
sá sjóflugvél lenda í fyrsta
sinn á vatninu sem f æðingar-
bær hans, Ioannina, stendur
við. Hann hljóp ásamt öðrum
íbúum bæjarins niður að
ströndinni til að fylgjast með
flugvélinni og sá sex eða sjö
þýska liðsforingja stíga út úr
henni. Hann man að einn
þeirra var höfðinu hærri en
hinir, kinnfiskasoginn og
með stórt nef. Sá átti eftir
að safna saman verðmætum
gyðinga og slá þá sem af-
hentu þau í höfuðið með
priki nokkrum dögum
seinna.
Matza sá manninn aðeins
i þessi tvö skipti. En hann
þekkti hann aftur þegar
hann rakst á gamla mynd
af Kurt Waldheim í liðsfor-
ingjabúningi í israelska
dagblaðinu Maariv hinn 6.
mars síðastliðinn. Myndin
var tekin í Júgóslavíu í
heimsstyijöldinni síðari.
Waldheim, fv. aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna og nv. forseta-
frambjóðandi í Austurríki,
segist ekkert hafa haft með
málefni gyðinga að gera í
stríðinu og hann kann að
hafa verið á sjúkrahúsi í Vin
þegar liðsforingjarnir komu
til Ioannina. En Jesoua Mat-
za segist vera „milljón pró-
sent viss“ um að maðurinn á
myndinni af Waldheim sé
hinn sami og hann sá stíga
út úr sjóflugvélinni og i
fangabúðum gyðinga þrem-
ur dögum seinna.
Mæta með sitt hafur-
task eða vera skotinn
Matza er nú 61 árs. Hann flutt-
ist til ísrael árið 1946. Hann býr
í Beersheva og starfaði við verslun
með drykkjarvörur þangað til
hann varð að hætta störfum
vegna hjartaveilu. Hann hafði
samband við blaðamann á Maariv
þegar hann rakst á myndina af
Waldheim og sagðist þekkja
manninn. Blaðamaðurinn trúir
sögu hans og segir að það sé
mjög algengt að ísraelsmenn
þekki aftur fólk sem það sá fyrir
mörgum áratugum þegar þeir sjá
gamlar myndir af því. Þrír aðrir
gyðingar frá Ioannina, Moshe
Mioni, sem er 63ja ára, Michael
Matza, sjötugur frændi Jesoua,
og Nahum Negrin, 68 ára, hafa
tekið í sama streng og Jesoua og
fullyrða að Waldheim sé einn af
liðsforingjunum sem komu með
sjóflugvélinni til Ioannina hinn 23.
mars 1944 og sé sá er hirti verð-
mæti gyðinga í Larisa þremur
dögum seinna.
„Faðir minn rak litla mjólkur-
stöð í Ioannina og ég vann hjá
honum," sagði Jesoua Matza í
samtali við Morgunblaðið í Ziirich
fyrir skömmu. „Ítalía hertók
Grikkland 1941 og við höfðum
ekkert af Þjóðveijum að segja
fyrr en í lok 1943. Við höfðum
heyrt sögur af brottflutningi
gyðinga frá Saloniki svo að ég
varð óttasleginn þegar ég sá liðs-
foringjana stíga út úr sjóflugvél-
inni. Einn skar sig úr hópnum af
því að hann var höfðinu hærri en
hinir. Fimm, þar á meðal sá langi,
voru með hauskúpumerki á kask-
eitunum og tvær eldingar (SS,
innsk. blm.) á jakkakraganum."
Matza segir að Waldheim hafí
verið klæddur einkennisbúningi
Waffen-SS, bardagasveita örygg-
Jesoua Matza skoðar gamlar myndir af Kurt Waldheim ídagblaði.
isliðs Hitlers, en ekki er vitað til
að hann hafí verið í SS. Gömul
mynd er til af honum með SS-liðs-
foringjum en herskjöl sýna að
hann var í herdeild E sem var
send til Balkanskaga árið 1942.
En Matza stendur fast við sitt og
fullyrðir að „hinn langi“ hafí verið
í SS-búningi þegar hann sá hann.
íbúar gyðingahverfísins í Io-
annina voru vaktir fyrir allar aldir
næsta dag og sagt að mæta með
sitt hafurtask á sjúkrahúsi fyrir
utan borgarmúrana árla morguns
daginn eftir. „Okkur var sagt að
þeir sem myndu ekki mæta yrðu
skotnir," sagði Matza. „Rúmlega
2000 gyðingum var safnað saman
af þessu svæði og okkur var ekið
í flutningabflum til Larisa. Ég
man að þetta var hinn 25. mars
af því að það er hátíðisdagur í
Grikklandi. Það snjóaði mikið
þennan dag og ferðin gekk hægt
og illa. Það var enga liðsforingja
að sjá, bara vopnaða hermenn. Eg
reyndi að komast undan og stökk
út úr bflnum þegar bílalestin
stöðvaðist vegna snjóa. En ég
hægði á mér þegar ég sá frænda
minn í öðrum bfl og þýskur her-
maður tók eftir mér. Hann barði
mig í andlitið, rétt fyrir ofan
augað, með rifflinum og hefði lík-
lega drepið mig ef bflstjórinn, sem
var ítalskur, hefði ekki stoppað
hann. Ég sagðist hafa þurft að
kasta vatni. ítalinn batt um sárið
en ég er enn með ör eftir það.“
Engin not fyrir
verðmæti lengur
„Við komum til Larisa um
miðnætti og vorum rekin inn í
stóran bflskúr. Það var þröngt um
okkur og óþrifalegt. Þama voru
milli 60 og 70 hermenn með
hjálma og keðjur framan á ein-
kennisbúningunum. Næsta dag
birtist langi liðsforinginn. Hann
var kinnfiskasoginn og með stórt
nef. Hann var hjólbeinóttur og
hafði sérkennilegt göngulag.
Fjölskyldum var sagt að standa
saman og okkur var skipað að
afhenda alla skartgripi, peninga
og önnur verðmæti sem við höfð-
um með okkur. „Þið hafíð ekki
lengur not fyrir þessa hluti,“ var
okkur sagt,“ sagði Matza. „Þrem-
ur stórum körfum var raðað fyrir
framan liðsforingjann. Hann stóð
hnarreistur, á svipinn eins og
kóngur, með prik undir hendinni.
Einn úr hverri fjölskyldu varð að
ganga til hans, henda verðmætum
Qölskyldunnar í körfu fyrir fram-
an hann og fara aftur á sinn stað.
Hann sló hvem mann í höfuðið
með prikinu þegar þeir vom búnir
að afhenda eigur sínar. Ég skildi
ekki af hveiju hann þurfti að slá
til okkar.
„Waldheim sló mig
tvisvar í höfuðið“