Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
47
Símamynd/AP
• Frönsku leikmennirnir Manuel Amoros til vinstri og Patric Battiston sækja að Alexandr Zavorov í
upphafi leiks Frakklands og Sovétríkjanna í gær.
EVRÓPUMEISTARAR Frakka og Sovétmenn gerðu 1:1-jafntefli í gær
i C-riðli HM. Vassily Rats skoraði fyrir Sovétmenn með hörkuskoti
af tæplega 30 metra færi ó 53. mínútu og sjö mínútum síðar jafnaði
Luiz Fernandez eftir gott samspil Frakka. Leikurinn var harður án
þess að vera grófur og 4 leikmenn fengu að sjá gula spjaldið. Leikur-
inn þótti góður og sérstaklega léku miðvallarleikmenn liðanna vel.
Þegar á heildina er litið áttu Frakkar fleiri færi, en þeir áttu líka í vök
að verjast. „Við gátum og hefðum átt að vinna, en við gátum Ifka
tapað á síðustu mínútunni," sagði Platini eftir leikinn.
Frakkar leyfðu Sovétmönnum | spil eins og þeir fengu að gera á
aldrei að byggja almenninga upp | móti Ungverjum. Á 53. mínútu
Morgunblaðið/SUS
• Systkini Jason sjást hér með verðlaunaskjöld þann sem þau gáfu GR til að keppa um á næstu árum.
Frá vinstri: Chuck, David, Kenneth, Carolyn og John.
Jason Clark-mótið:
urðu þeir samt að sækja knöttinn
í eigið mark eftir þrumuskot frá
Vassily Rats af tæplega 30 m færi.
Fríspörk frá Platini sköpuðu hættu
við mark Sovétmanna og skömmu
eftir mark Sovétmanna skaut Plat-
ini í stöng úr einu slíku.
Eftir klukkustundarleik jöfnuðu
Frakkar. Giresse sendi góða send-
ingu fram á við þar sem Fernandez
kom aðvífandi og skoraöi af öryggi
framhjá markveröinum í hornið
niðri. Skömmu síðar var Papin í
góðu færi en hann skaliaði í fætur
sovéska markvaröarins. Sovét-
menn beittu skyndisóknum og oft
skall hurð nærri hælum. Heldur
dró af leikmönnunum þegar líða
tók á leikinn, en Sovétmenn
reyndu að knýja fram sigur á síð-
ustu mínútunum og fengu þá m.a.
5 hornspyrnur. Á síðustu sekúnd-
um leiksins munaði litlu að Ivan
Varenschuk skoraði frir Sovét-
menn, en það mistókst og góðum
leikvar lokið.
Sovéska liðið var skipað 8 leik-
mönnum frá Dynamo Kiev og Oleg
Blokhin kom inn á sem varamaður.
Þjálfari þeirra sagði eftir leikinn að
.leikmennirnir hefðu ekki fengið
eins mikla hvíld og Frakkarnir fyrir
leikinn og hefðu því verið þreyttir
og spenntir og átt erfiðara um vik
í þessum mikilvæga leik. Fern-
andez, sem jafnaði fyrir Frakka,
sagði að þeir heföu sýnt að þeir
gætu leikið góða knattspyrnu. Og
viljinn væri svo sannarlega fyrir
hendi að ná langt í keppninni.
A-rlðlll:
Búlgaría — Italla1:1
Argentína — Sudur-Kórea 3:1
ftalía — Argentína 1:1
Búlgaría — S. Kórea 1:1
Staöan:
Argentína 2 1 1
Búlgaría 2 0 2
Ítalía 2 0 2
S-Kórea 2 0 1
B-riólll:
Belgfa — Mexíkó 2:1
Paraguay — irak 1:0
Staöan:
Mexíkó 1 1 0
Paraguay 1 1 0
írak 1 0 0
Belgía 1 0 0
C-riöill:
Kanada — Frakkland 0:1
Sovétrfldn — Ungverjaland 6:0
Frakkland — Sovótrfkin 1:1
Staöan:
Sovétríkin 2
Frakkland 2
Kanda 1
Ungverjaland 1
D-rlóNI:
Spánn — Brasilfa 0:1
Alsfr — Noröur-Í rland 1:1
StaÖan:
Noröur-írland 1
Brasilía 1
Spánn 1
Alsír 1
E-rfóill:
Þýskaland — Uruguay 1:1
Skotland — Danmörk 0:1
Staöan: Danmörk 1
V-Þýskaland 1 0
Uruguay 1
Skotland 1
F-riölll:
Marokkó — Pólland 0:0
Portúgal — England 1:0
Staöan:
Portúgal
Marokkó
Pólland
England
Jafnt hjá Frökkum
og Sovétmönnum
Systkinin kepptu hér
í gær lauk minningarmótinu
um Jason Clark hjá GR en það
er árlegt mót sem haldið hefur
verið síðan árið 1959 er Jason
fórst af slysförum hér á landi.
Systkini hans fimm frá Bandaríkj-
unum komu að þessu sinni hing-
að til lands og tóku þátt í mótinu
en öll eru þau áhugamenn um
golf eins og hann var.
Ein systir hans, Carolyn, sagði
eftir keppnina í gær að þau hefðu
notið þess virkilega vel að koma
hingað. Hér væri einstaklega fal-
legt og allar móttökur til mikillar
fyrirmyndar. Hún lagði einnig
áherslu á hve allir væru góðir og
hlýlegir í viðmóti og „æskufólk hér
á landi er alveg einstakt og það
yndislegasta sem ég hef hitt.
Klæðnaðurinn, framkoman og
vinnan sem það stundar bera vott
um gott æskufólk hér“.
Yngsti bróðirinn, Kenneth, kom
hingað fyrir tveimur árum og sá
þá að keppt var í minningu bróður
síns. Hann varð mjög hissa og
ánægður og ákvaö að systkinin
skyldu koma hingað og taka þátt
í mótinu. Hingað komu þau síðan
á þriöjudaginn og fara aftur í dag.
„Það er gott að leika hér og ef
veðrið er ekki hagstætt rétt þegar
þú ætlar að slá þá er bara að bíöa
eitt andartak því veðrið breytist
svo ört hér,“ sagði Chuck hlæjandi
í gær eftir að þau höfðu lent í roki,
rigningu, logni, sól og guð má vita
hvernig veðri á meðan þau léku
18holurnar.
Búlgaría — Kórea:
Enn jafnt
BÚLGARIR og Kóreumenn gerðu
1:1 -jafntefli f gær f A-riðlinum.
Fyrra mark leiksins gerði Plamen
Getov á 11. mfnútu fyrir Búlgara
en f sfðari hálfleik jafnaði Kim
Jung-Boo fyrir Suður-Kóreu eftir
að þeir höfðu sótt mikið. Ausandi
rigning var á meðan á leiknum
stóð og aðeins 16 stiga hiti í
seinni hálfleik.
Fótboltaskór
Markmannshanskar
Margar gerðir. Verð frá
kr. 320.
Malarfótboltaskór
Stærðir: 29-45. Verð frá
kr. 1.098. Margar gerðir.
Grasskór
Stærðir: 38—43. Verð frá
kr. 3.571.
Fótboltar
Teg.: Mitre, Derby, Star,
Komet og margar fleiri
gerðir. Verð frá kr. 710.
Legghlífar
Margar gerðir. Verð frá
kr. 336.
Póstsendum
Veitum magnafslátt.
SPOWÖKMKSWN
INGOLFS
ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 40.
ÁmNIKLAPmSTÍGS
OG GRETTISGðTU
S:117S3