Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986 35 Hundum úthýst Samþykkt hefur verið í borgar- stjóm að banna hunda milli kl. 8.00 og 21.00 á Laugavegi, frá Rauðarárstíg að Pósthússtræti. Þá er einnig bannað að vera með hunda í almenningsgörðum borg- arinnar á sama tíma samkvæmt upplýsingum frá Inga Ú. Magn- ússyni gatnamálastjóra. Á Seltjarnamesi hefur verið sett upp skilti við golfvöllinn, sem bann- ar að hundar gangi þar lausir en nokkur brögð eru að því að hundum sé sleppt lausum þar samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu Seltjarnarnesshrepps. Bannið er vegna fuglanna við völlinn en hund- ar eiga til að ganga hart að þeim. Lögvernd: Mótmælir umfjöllun fjöl- miðla vegna rannsóknar Haf skipsmálsins Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi: „Stjóm Lögvemdar mótmælir harðlega umfjöllun fjölmiðla vegna rannsóknar Hafskipsmálsins.Hvað eftir annað hafa fjölmiðlar birt fréttir af málinu með niðrandi orða- lagi um sakbominga og myndir af sumum þeirra verið birtar aftur og aftur, jafnvel á forsíðu. Sakborningar em í einangmn og geta með engu móti varið réttar- stöðu sína. Að því ber að gæta að enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð og dómstólar haft málin til með- ferðar. Allir geta verið sammála um að spillingu og óheiðarleika þarf að uppræta í þjóðfélaginu. En allir eiga að vera jafnir fyrir lögum. Á meðan rannsókn stendur yfir eiga hvorki íjölmiðlar né almenningur að setjast í dómarasæti eins og gert hefur verið í málum starfsmanna Haf- skips. Fólki er eflaust í fersku minni þegar ríkissaksóknari neitaði nafnabirtingu vegna okurmálsins. Við bendum á að enn hafa ekki sést á sjónvarpsskermi sakbomingar sem ákærðir hafa verið fyrir inn- flutning og sölu eiturlyfja né heldur ofbeldismenn. Það hefur því sann- ast að enn sem fym em ekki allir jafnir fyrir lögum á íslandi. Hlutverk almennings og ijölmiðla er að veita lögreglu og dómsyfir- völdum aðhald til tryggingar eðli- legu réttaröryggi. Stjóm Lögvemdar harmar að við íslendingar skulum vera svo langt á eftir öðmm þjóðum í réttarfari. Við ítrekum fyrri ályktanir okkar að meðan eitt embætti hefur alræð- isvald í opinberum sakamálum get- ur ísiand ekki orðið annað en lög- regluríki. Það hlýtur því að vera kappsmál allra landsmanna að vinna að gjör- breytingu á því kerfí sem nú er unnið eftir í dómsmálum. Ef tala á um lýðfrjálst land verða allir að vera jafnir fyrir lögum. Það er lítilmannlegt að velta sér upp úr óhamingju annarra. Og á meðan heldur spillingin áfram hjá þeim sem eiga sér talsmenn á rétt- um stöðum og siðleysið ræður ríkj- um í skjóli laga sem eiga engan rétt á sér í nútímaþjóðfélagi." Landsmót skólaskákar: Héðinn og Hannes Hlífar skólameistarar Skák Karl Þorsteins Landsmóti skólaskákar, hinu áttunda í röðinni, lauk nú fyrir skömmu. Lokakeppnin var haldin í Reykjavík og varð Hannes Hlífar Stefánsson skólaskákmeistari í eldri flokki og Héðinn Steingríms- son í þeim yngri. Keppnin er gífurlega umfangs- mikil og hefst forkeppnin í hverj- um grunnskóla. Sigurvegarinn þar fær þátttökurétt á kjördæmis- mót og sá hlutskarpasti í hveiju kjördæmi fær loks aðgang að landsmótinu, nema Reykjavík fær þrjá fulltrúa til keppni, svo alls eru keppendur tíu. Fulltrúar höfuðborgarinnar röðuðu sér líka í efstu sætin. í eldri flokki var hatrömm barátta milli Hannesar og Þrastar Árna- sonar og þurfti úrslitaeinvígi til að útkljá sigurvegarann og hafði Hannes þá betur. Hannes hefur áður sigrað í Landsmóti, þá árið 1984 í yngri flokki. Þeir félagar höfðu eins og oft áður óheyrilega yfírburði gagnvart öðrum keppi- nautum og unnu þá alla, báðir tveir. Á undanfömum árum hafa þeir bróðurlega skipt á milli sín unglingaverðlaunum í öllum mót- um og munu vafalaust gera það áfram. Sigurður Daði Sigfússon hreppti þriðja sætið. Hér er á ferðinni ágætur skákmaður en ólán hans er fólgið í undraverðum styrk þeirra félaga. Sigurður Gunnarsson frá Siglufírði kom næstur, efstur landsbyggðar- manna. Skortir hann fleiri tæki- færi til að etja kappi við sterka skákmenn. Héðinn Steingrímsson sigraði rétt einu sinni alla andstæðinga sína í yngri flokknum. Lætur nærri að þessi klausa hljómi jafn kunnuglega og hjá glímudómur- um hér áður „Sigtiyggur vann“. Héðinn slær öll aldursmet hvað skákstyrkleika snertir og í raun er eftir litlu að slægjast hjá honum að etja kappi við jafnaldra. Er mikilvægt að hlúa vel að skák- þjálfun hjá pilti og gildir jafnframt um þá félaga í eldri flokki þvi sjaldan hafa hæfíleikar verið meiri hjá drengjum. Helgi Áss Grétarsson hlaut annað sætið, ofar að stigum en Magnús Ármann. Báðir eru þeir efnilegir skákmenn og nýtur Helgi vafalaust góðrar leiðsagnar eldri systkina sem eru vel þekkt á skák- sviðinu. Lokastaðan: Eldri flokkur l.Hannes Hlífar Stefánsson, Hagaskóla, 8 ‘A vinn. af 9 mögul. 2. Þröstur Árnason, Seljaskóla, 8'/2 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon, Selja- skóla, 6 v. 4. Sigurður Gunnarsson, Grunnsk. Siglufj., ö'Av. 5. Magnús P. Örnólfsson, Grunnsk. Bolungarv., 4’A v. Yngri flokkur 1. Héðinn Steingrímsson, Hvassa- leitissk., 9 vinn. af 9 mögul. 2. Helgi Á. Grétarsson, Breið- holtssk., 6 V2 v. 3. Magnús Ármann, Breiðholts- skólat 6 V2 v. 4. Páll Ámason, Kársnesskóla, 5>/2V. 5. Hjalti Glúmsson, Barnaskóla Selfoss, 5 v. Landsmótið stóð nú á þeim tímamótum að lokamótið hefur verið mótum að lokamótið hefur verið haldið í öllum kjördæmun- um. Það hefur fyrir löngu sannað giidi sitt og glætt áhuga á skák- iðkun meðal grunnskólanema um allt land, og er von að vegur þess muni enn aukast um komandi ár. Islandsmót grunnskólasveita í kjölfar Landsmótsins var haldið íslandsmót grunnskóla- sveita. Seljaskóli bar þar sigur úr býtum enda voru helstu burðarás- amir í sveitinni í efstu sæturh á landsmótinu. Sveitina skipuðu: Þröstur Árnason, Sigurður Daði Sigfússon, Sæberg Sigurðsson og Kristinn Friðriksson. Sveitin hlaut 33 vinninga af 36 mögulegum. 18 sveitir tóku þátt í mótinu og varð staða efstu sveita þessi: 1. Seljaskóli Rvk., 33 vinn. af 36 mögulegum. 2. Gagnfræðask. Akureyrar, 251/2 v. 3. Breiðholtsskóli a-sv. 23 v. 4. Varmahlíðarskóli, 2OV2 v. Að lokum kemur þmngin bar- áttuskák frá landsmótinu. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Þröstur Árnason I. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 — c5,4. exd5 — exd5,5. dxc5?! Leiktap. Svartreita biskup svarts kemur nú á leikvöllinn með leik- vinningi í samanburði við 5. Rf3 — Rc6, 6. Bb5 - Bd6, 7. dxc5 5. - Bxc5, 6. Rb3 - Bd6, 7. Rf3 - Re7, 8. Bd3 - 0-0, 9. 0-0 — Rc5,10. Rbd4 — Rxd4 10. — Bg4?, 11. Bxh7+ væri vanhugsað II. Rxd4 — Rg6,12. c3 Markvissara framhald var 12. Dh5!, því þar stendur drottningin vel til sóknar og vamar. 12, —Re5,13. Be2 — Dh4 Svartur hefur nú viðunandi sókn- arfæri fyrir peðið. 14. g3 — Df6,15. f4? Það er ákaflega auðvelt að gagn- - rýna hinn gerða leik enda opnast nú hvíta kóngsstaðan á varasam- an hátt. 15. Rf3 var betra. 15. - Rc6, 16. Rb3 - Bh3, 17. Hel — Had8, 17. - Hfe8!, 18. Bf3 - Bc7 var betra til að hindra ferð biskupsins á miðborðið. 18. Be3 - Bc7, 19. Dd2 - Hfe8, 20. Hadl — h6,21. Bf3 Hvítur er á góðri leið að endur- skipuleggja liðsuppstillinguna eft- ir hinn gáleysislega 15. leik. Ef drottningin væri á f2 væri því lokið en nú kemur taktísk kúvend- ing. 21. - Re5!, 22. Bg2 - Rc4, 23. Df2 — Bxg2, 23. - Rxe3, 24. Hxe3 - Bb6, 25. Rd4 — Bg4 var líklegra til árangurs. 24. Kxg2 — Hxe3, 25. Hxe3 — Bb6, 26. Rd4 - Rxe3, 27. Dxe3 — Bxd4? Ekkert lá á þessum viðskiptum. 28. Dxd4? Mistök. 28. Hxd4 var sjálfsagt. 28. - Ða6!, 29. c4 - Hc8!, 30. Dxd5 — Hxc4 30. — Dxa2 var skeinuhættara. 31. Dd8+ - Kh7, 32. Dd3 - Kg8,33. Df5 Hótar máti. 33. - Dc6+, 34. KhS - De8, 35. Kd7 — b6,36. Dd3 36. Dd5 er svarað með 36. — Hc5, t.d. 37. Hd8 - hxd5, 38. Hxe8+ - Kh7, 39. He7 - Ha5 og jafnteflið blasir við eða 36. Hxa7 — Hc5 er ákaflega vara- samt á báða aðila. 36. - De6+, 37. f5 - Dc6, 38. Hd6 - Dc5, 39. Hd8+ - Kh7, 40. Hd7 - Kg8, 41. Hd5 - Dc6, 42. Hd8+ Kh7, 43. Kd7 - Kg8, 44. Hd8+ - Kh7, 45. f6+ - g6, 46. Dd5 Hvítur finnilr enga vinningsáætl- un enda líklega eftir litlu að slægj- ast. 46. - Dxd5, 47. Hxd5 - Hc6, 48. Hd7 og jafntefli var samið enda til lít- ils að beijast eftir 48. — Hxf6, 49. Hxa7 - Hf2. Tónlistarbandalag íslands: Starfsemi tónlistar- stofnana í hættu AÐALFUNDUR Tónlistarbandalags íslands var haldinn fyrir nokkru. Bandalagið var stofnað í mars 1985 og telur innan sinna vébanda 32 félög og samtök, sem vinna að tónlistarmálum. Félagar eru um 11.000. Formaður TBÍ er Stefán Edel- stein en aðrir í stjóm em Ásdís Þorsteinsdóttir, Halldór Haralds- son, Helga Hauksdóttir og Runólfur Þórðarson A aðalfundinum gerði Jón Öm Marínósson tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins grein fyrir stefnu þess i tónlistarmálum. Einnig var á fund- inum fjallað um starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. Þijár tillögur vom samþykktar á fundinum og em þær efnislega á þessa leið: 1 Fundurinn bendir stjómvöldum á, að starfsemi ýmissa stofnana í tónlistarlífi sé í hættu vegna minnkandi framlaga hins opin- bera og að framlög íslenska rkis- ins til listastarfsemi sé,sem hlut- fall af ríkisútgjöldum með því lægsta sem þekkist á Vesturlönd- um. Skorað er á menntamálaráð- herra að snúa þessari þróun við. 2 Fundurinn telur tónlist og aðra listastarfsemi ekki skipa nógu veglegan sess í fjölmiðlum og skorar á ríkisfjölmiðlana að ráða sérstaka menningarfréttamenn á fréttastofur sínar. 3 Fundurinn vill vekja sérstaka athygli almennings og stjóm- valda á starfi Sinfóníuhljómsveit- ar æskunnar og hvetur stjómvöld til þess að styðja þetta framtak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.