Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 5
5 Fleiri tæki til sundurlið- unar síma- reikninga væntanleg Hægt er að fá tæki sem tengd eru við sima símnotenda, og gefa sundurliðaða simareikninga, ef þess er sérstaklega óskað, eins og kom fram í grein sem Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Pósts og sima, ritaði í blaðið og birtist 11. þessa mánaðar. Hann hefur nú upplýst til við- bótar að þar sem fá slík tæki væru fyrir hendi séu þau fyrst og fremst notuð vegna kvartana um of háa símareikninga, þ.e. til að athuga hvort teljari telji rétt. Þegar um einkasíma er að ræða er gjaldið fyrir skráninguna 60 kr. á dag í minnst 5 daga. Sé um að ræða álagsmælingu á skiptiborð fyrir- tækja er gjaldið 200 kr. á dag, í minnst 5 daga. Gjöld þessi eru í endurskoðun hjá gjaldskrámefnd. Nú eru í prófun tæki sem ná til fleiri notenda en þau tæki sem fyrir eru. Stefnt er að því að í hverri símstöð verði svona tækjabúnaður fyrir símnotendur gegn ákveðinni greiðslu. Verðlagning er ekki fyrir hendi enn sem komið er. Sundurliðaðir reikningar hafa sætt gagnrýni vegna þess að með þeim er símaleynd að vissu marki rofin. Verslun O. Ellingsen sjötug ELLINGSEN HF. á 70 ára afmæli mánudaginn 16 júní, en verslunin var stofnuð þann dag árið 1916. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að Verslun O. Ellingsen hf. hafi verið stofnuð af norskum skipasmið, Othari Ellingsen. Hún var fyrst til húsa í Kolasundi, en flutti í desember 1917 í nýtt húsnæði í Hafnarstræti 15, beint upp af stein- bryggjunni er þá var aðalathafna- svæði Reykjavíkurhafnar. Vorið 1936 var verslunin stækkuð og flutti þá veiðarfæradeildin og vinnufatadeildin í nýtt húsnæði á homi Tryggvagötu og Pósthússtræt- is. _ Árið 1972 keypti Ellingsen hf. fyrrum fiskverkunarhús Alliance ásamt lóð í Ánanaustum á Granda- garði og byggði þar núverandi versl- unaraðstöðu á um 1.500 fermetrum. Árið 1974 var svo öll starfsemin flutt í Ánanaust og var hún þá á ný komin á aðal-útgerðarsvæði hafnarinnar. Að jafnaði eru um 8.000 vöruteg- undir á lager, sem keyptar eru frá yfir 250 erlendum aðilum og um 60 innlendum framleiðendum. Þótt verslunin sé staðsett í Reykjavík em viðskiptavinimir út um allt land og hafa einstaklingar og fyrirtæki á landsbyggðinni, einkum í útgerð og í fiskiðnaði, einatt mikil viðskipti við Ellingsen hf. Starfsmenn em nú um 30 og hafa flestir þeirra starfað iengi hjá fyrir- tækinu. Með langri starfsreynslu hefur skapast mikil vömþekking og persónuleg kynni við viðskiptamenn, sem er gmnnurinn að þeirri þjónustu sem Ellingsen hefur kappkostað að veita síðustu 70 ár. Fyrstu laxarnir komnir í Lárós FYRSTA Iaxatorfan byrjaði að ganga inn í Lárósstöðina á Snæ- fellsnesi á þriðjudag. Voru það bæði eins og tveggja ára laxar úr sjó. Að sögn Áma Páls Jónssonar hjá Lárósstöðinni komu fyrstu laxamir rejmdar í stöðina 1. og 2. júní. Þá komu tveir laxar en síðan ekkert fyrr en nú að fyrsta torfan kom inn. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 Ath.: Miðar eftir mat einnig seldir í forsöiunni í Broadway. Húsið opnað kl. 8 fyrir matargesti. þriðjudagskvöld. The Shadows á ISLANDI Nú hefur loksins tekist að fá hina frábæru hljómsveit The Shadows til íslands. Óhætt er að fullyrða að The Shadows hafi aldrei verið betri en einmitt nú enda hafa þeir félagar haldið hópinn meira og minna í 28 ár. Landsbyggðarfólk athugið: Munið helgarpakka Flugleiða — ótrúlega hagstæð kjör. Matseðill Frönsk ostasúpa Lambahnetusteik meft villikrydduöum sveppum Piparmynturjómarönd Pantið miða og borð tínaanlega í síma 77500 kl. 10-19 PHIUPS Með framtíðina að leiðarljósi, frábæra reynslu og fullkomnustu tækniþekkingu sem völ er á hefur AP fyrirtæki Philips í Danmörku hleypt af stokkunum nýrri kynslóð NMT farsíma. ap NMT 4111 CADCÍIUIAD ■ AAIm^HIVIAMm Tæknilegt meistaraverk. Lítill og léttur lipur og fjölhæfnr. Ný tækni, nútímaleg hönnun. 16 stafa láréttur skjár, stærri stafir. Svo þægilega auöveldur og öruggur í notkun. Farsíminn er ferðafélagi framtíðarinnar. Brautryðjendur í farsímum á íslandi. SALA - ÍSETNING - ÞJÓNUSTA. Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8 - Sími 27500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.