Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ1986 Sjálfboðaliðar um náttúruvernd láta ekki vatnsveður hamla Myndir E.PA. Þeir Iétu ekki vatnsveður á sig fá félagamir í nýstofnuðum samtökum sjálfboðaliða um nátturuvemd, þegar þeir lögðu í sitt fyrsta verkefni við stíga- gerð á jarðhitasvæðinu i Krýsu- vik sl. laugardag. Sést það vel á myndunum, sem teknar vom af þeim við verkið. Fyrir tveimur árum byijuðu breskir sjálfboðaliðar í samvinnu við stjóm Reykjanesfólkvangs að leggja tréstíga við hverina, svo að gestir gætu gengið þar nokkuð öruggir um og nú tóku nýju ís- lensku samtökin við þar sem frá var horfið, líka í samvinnu við Reykjanesfólkvang, sem lagði til bíla og efhi. En jafiiframt kom Hafnarfjarðarbær til sögunnar og sendi smiði frá áhaldahúsi bæjar- ins til að leggja trébrú yfir lækinn og palla upp eftir leirflagi. Þannig geta gestir nú gengið upp í brekk- una og í hring og fram á brún þaðan sem ágætt er að ná mynd af holunni í blæstri. Merktu sjálf- boðaliðamir með stikum þá leið, jafnframt því sem þeir báru grjót í þrep í hála brekku. Þá voru settar niður stikur til að vísa leiðina í stærri gönguhring, sem hægt er að fara þegar þurrt er, en flag er enn á þeirri leið ef blautt er. Vinnu- skóli Hafnarfjarðar mun halda áfram snyrtingu þama. Sjálfboðaliðamir unnu rösklega í úrhellisrigningu allan daginn, að vísu færri en gert hafði verið ráð fyrir, og sögðu þetta hafa verið hressandi dag. Er mikill hugur í samtökunum að halda áfram og er næsta sjálfboðaliðaferð áætluð í þjóðgarðinn í Skaftafelli 20. juní næstkomandi. Verður þá lagt upp frá Umferðarmiðstöðunni kl. 8.30 og allir velkomnir. Ætlar Austur- leið að veita sjálfboðaliðunum frítt far til baka eftir að þeir hafa fengið skírteini sitt um að þeir hafi unnið þama sjálfboðaliðastarf á vemduðu svæði. Skiptast félag- amir á að vera verkstjórar. Var Helga Edwald verkstjóri í Krýsu- vík. En í Skaftafelli verður það Bjami Guðmundsson og þeir sem vilja fara geta hringt í hann í síma 84582.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.