Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 35 Jl regni er enginn annar galli enaðþaðerblautt." Þannig verðum við að hugsa nú um stundir. Hví skyldum við líka vera að væla, uppalin við ís- lensk veðrabrigði af stórtækari gerðinni, nú á dögum pottþéttra vatnsgalla og stígvélatísku og að auki næstmestu bílaeigendur í heimi? Svona skyndiuppákomur eru einfaldlega það sem það kost- ar að búa í þessu stórskoma landi hér í Norður-Atlantshafínu. Því skyldum við líka vera að vorkenna okkur? Flestir heimamenn raunar reiðubúnir til að lifa í sátt við það. Það mátti m.a. sjá laugar- daginn fyrir viku, þegar himnamir höfðu opnast með óaflátanlegu steypibaði allan daginn, á sjálf- boðaliðum um náttúmvemd — mest konur — sem bara hlógu og bám gijót í blauta leirstíga við borholuna í Krísuvík og á þátttöku fullorðins fólks í skoðunarferð um Kópavogsland og upp í mesta úr- komusvæðið í þessum landshluta. En í Bláfjallaskála verður nú í sumar skjól og kaffísala fyrir úti- vinnandistarsfólk. Engin furða þótt málshátturinn„: Enginn er verri þótt hann vökni" sé íslenskur og í stöðugri brúkun hjá þjóðinni. Reyndar var háðfuglinn Storm P. danskur, sá sem sagði hin fleygu orð: „AHir tala um veðrið, en enginn gerir neitt í málinu." Og þrátt fyrir kokhreystina bregð- ur svo við að maður má varla sjá útlending um þessar mundir að ekki sé farið að afsaka rigning- una. „Þið veljið aldeilis veðrið að koma til íslands," segir maður við Englendinginn sem stansaði hér í nokkra daga til að standa úti og skoða fugla (sem vísast húka í skjóli) á leið sinni af ráðstefnu í Kanada, við íslandsvininn frá Ameríku sem ætlaði að sýna strákunum sínum þetta dásam- lega land og sendi þá í rigningunni með tjald á Snæfelisnes meðan hann rabbaði við vinina í höfuð- borginni, við frægt hárgreiðslu- fólk stórborgana sem er að kynn- ast landinu gegnum úðann á bíl- rúðum og hótelglugga á Laugar- vatni og við rithöfundinn breska Doris Lessing, þegar hún var drifín af gestgjöfum sínum í margra klukkutíma skoðunarferð í rigningunni á þeim tíma sem hún hafði ætlað undirrituðum blaða- manni, svo viðtalinu varð að fresta til seinni tíma í London. í sjónvarpinu var einhver að minnast þess að hluti listahátíða hefði fyrrum farið fram úti á götu og lífgað upp á borgarlífíð. Því svaraði formaður listahátíðar 1986 snarlega í útvarpi með því að biðja menn um að líta út um gluggann, þar sem himnabunur lömdu rúðumar og varla sást út um þær. Varla hefði útilist lukkast vel nú. Víst er að ömggara hefði í þetta sinn verið að hafa listafólkið í skjóli. Að þar er að tefla á tæpasta vað mátti raunar sjá á konunum fímm — Jacqueline Pic- asso, hinni dökku aðstoðarkonu hennar, Doris Lessing, og Vigdtsi forseta og menntamálaráðherraf- rúnni Grétu Kristjánsdóttur - sem látnar voru sitja úti undir vegg og beru lofti á opnunarhátíðinni meðan aðrir gestir hlustuðu í góðu skjóli á tónlistarflutning inni í húsinu. Úr þessu bætum við ís- lendingar gjaman með blómum innanhúss á sviði — blóm prýða jafnan sviðið á sinfóníutónleikum — og handa listafólki í sýningar- lok, enda ferskustu og fegurstu gróðurhúsablóm okkar aðal. Ing- mar Bergman vildi víst bara eina rós, að upplýst er, þegar honum brá fyrir á sviði Þjóðleikhússins í heimsókn sinni hér. Og kannski spænski flamengóflokkurinn hafí ekki viljað blómaskreytingar á sviðið Broadway, bara auglýs- ingu um Majorkaferðir eins og sjá mátti í sjónvarpsútsending- unni (sem voru víst mistök, að því er ábyrgir upplýsa). En alla vega hefðu blóma- skreytingar gert kolsvartmálað dmngalegt sviðið í Iðnó með ljóta svarta púltinu minna nöturlegt þegar breski rithöfundurinn Doris Lessing flutti sinn afbragðs fyrir- lestur fyrir troðfullu húsi. Alúðleg og kurteisleg orð hefðu kannski líka getað bætt svolítið úr. En skáldkonan heyrði ekki svo mikið sem „welcome" eða „thank you“ á máli sem hún skildi. Kynning dagskrár og langur lestur var á íslensku áður en hún tók til máls og bauð upp á fyrirspumir sem fólk bar fram hjálparlaust úr sal, svo kurteisisorð á öðm máli hefðu vart truflað neinn. Klukkan að ganga sjö lauk því svo með því að miði var réttur upp á sviðið til hennar og hún las af honum að orðið væri nokkuð framorðið, sem táknaði líklega að tími væri kominn til að hætta, kvaddi elsku- lega og byrjaði að paufast niður snarbrattar tröppur niður í dimm- an salinn. Loks áttuðu sig ungar stelpur á fyrsta bekk og réttu henni hendi sfðustu tröppuna, lítil hnáta kom hlaupandi og þrýsti blómvendi í fangið á henni. Er menntamálaráðherra, sem þama sat í gestasæti á fremsta bekk, bjargaði á sfðasta snúningi því sem bjargað varð af íslenskri kurteisi. Reis um leið og skáld- konan gekk hjá úr sæti og þakkaði henni innilega fyrir, svo allir máttu sjá þótt ekki heyrðust orða- skil. Og oftar hefur Sverrir Her- mannsson sést á þessu listasumri sýna skjót viðbröð og þá fumlausu eðliskurteisi sem mörgum okkar finnst við eiga við gesti okkar á íslandi, m.a. með að láta ræsa sig um nótt til að mæta aftur í eigin boði til að bjóða seinbúna gesti velkomna með hlýlegum orðum, sýna þá riddaramennsku að dansa vals í langa stund við Henriettu í tjullkjólnum á sjónvarpskermin- um í auglýsingu fyrir listaklúbb- inn o.fl. Hann ætti skilið mörg blóm í hattinn. Blómin tala og segjatakk! skáldkonunnar Doris Lessing að fá tækifæri til að hlusta á hana, sem tókst fyrir harðfylgi, því allir miðar seldust fljótt upp og miða- sala var engin vikuna fyrir hátíð- ina fyrr en kl. 4 á daginn þegar þessi áhugamaður var alltaf kominn inn á einhvem fundinn. Nú undir hátíðarlok heyrast miðar auglýstir í sölutuminum á Lækj- artorgi. Það minnir á upphaflega hugmynd með tuminum, þegar hann var fluttur niður á Torg, að þar ræki borgin ýmiskonar þjón- ustu við ferðamenn og aðra, m.a. að selja inni og út um gamla lúgu sem á honum er, miða á íþrótta- leiki og hvers kyns listviðburði og skemmtanir félaga í borginni. Kannski það verði gert í framtíð- inni, þrátt fyrir allt, og mundi verða til mikilla þæginda. Annars fór dulítið illa fyrir Gáruhöfundi á þessari listahátfð, sem hann hefur mikið sótt frá upphafi. Hugðist í þetta sinn velja úr það sem hugurinn stæði mest til og eyða ekki úr hófí, enda að fara í langt launalaust leyfi. Valdi svo úr báða stórsöngvarana, rússneska bassann og ítölsku sópransöngkonuna, sem hvorugt kom þegar til átti að taka, en lét niður falla listviðburðinn Claudio Arrau á píanóið eftir að hafa ný- lega hlustað á hann í París. En í íslensku björgunarsveitinni em fleiri en menntamálaráðherra. Sigurður Steinþórsson segir í umsögn í Tímanum að tenórinn Kristján Jóhannsson hafí birst á sviðinu í stað bassans Burchul- adze „eins og Davíð forðum, í fylkingarbijósti listunnenda gegn Golíat sovéskra vélabragða og allt fór á besta veg“. Minnir á orð Carlosar Romulosar, fulltrúa Filippseyja hjá Sameinuðu þjóð- unum og forseta allsheijarþings- ins, þegar fulltrúi Sovétríkjanna kallaði hann einhvem tíma í ræðu litla manninn frá litla landinu. Hann svaraði: „Það er skylda Davíðanna hér að varpa smástein- um sannleikans milli augna Golía- tanna.“ Raunar hefði þessi höf- undur verið sáttur við efni þessar- ar listahátíðar þótt hann hefði ekkert getað nýtt sér af henni nema Fröken Júlíu í uppsetningu Ingmars Bergman og flutningi sænsku leikaranna. Stórkostlegt! í amens-stað á við þennan pistil „bæn til sólarinnar" í búningi Piets Hein og Helga Hálfdanar- sonar: Vermandi sól, sem skín svo skært skín þú á alla nær og fjær. Sé það annað en áform þitt, ættirðu' að skína á landið mitt. Bregðist það líka, bið ég þig bara að skína þá á mig. oo REGI^rNAÐUR 66°N regnfatnaöurinn frá Sjóklæðagerðinni hf. hentar vel til hverskonar útiveru. Ómissandi þar sem allra veðra er von. Hann er léttur, lipur, vatns- og vindþéttur. Vel útbúin í 66°N. Regnfatnaöur á alla fjölskylduna. ÚTILÍF? _______GLÆSIBÆ SÍMI 82922______ Útfltttningur Starfsfólk óskast Við leitum að starfsfólki sem hefur þá reynslu og þekkingu að það geti náð þeim árangri sem stefnt er að og er tilbúið að leggja það á sig sem til þess þarf. Verið er að stofna fyrirtæki til útfiutn- ings á fatnaði með áherslu á prjóna- vöru. Markmið fyrirtækisins er að auka útflutning á fatnaði frá ís landi á þá markaði sem greiða hátt verð fyrir vöruna og bæta þannig afkomu framleiðsl- unnar í landinu ásamt því að ávaxta vel það fé sem lagt verður í fyrirtækið. Lögð verður áhersla á nýja vöru og nýja við- skiptavini og stefnt er að umtalsverð- árangri á Framkvæmdastjórl Leitað er að starfsmanni með menntun og reynslu stjórnun og sem hefur sýnt árangur í starfi. Hann þarf að vera hugmyndaríkur, hafa skipulags- hæfileika, eiga auðvelt með að stjórna fólki og sérstök áhersla er lögð á samskipta- og sam- starfshæfni. Þekking á fataframleiðslu er kostur og málakunnátta krafa. Markadsstj óri Leitað er að starfsmanni með þekkingu og reynslu í markaðsmálum erlendis. Starfsmaður þessi þarf bæði að kunna markaðsfærslu og sölumennsku. Hann þarf að skipuleggja markaðsfærsluna og fylgja henni eftir. Hann þarf að fylgjast náið með markaðnum sem þýðir að starfið útheimtir ferða- lög erlendis og góða málakunnáttu auk þess sem viðkomandi verður að koma vel fyrir. Hönniiðir um skömmum tíma Fyrirtækiö verður sjálf- stætt en að meirihluta í eigu fram- leið- end- / / Leitað er samstarfs við hönnuði sem áhuga hefðu a. / / á að starfa fyrir fyrirtækið sem verktakar (free lance). Áhersla er lögð á ferskar hugmyndir en raunhæfar með tilliti til kostnaðar og framleiðslu- möguleika. Viðkomandi verður að vera tilbúinn að taka tillit til þess ramma sem markaðurinn setur, vera lipur í samstarfi og vinna skipulega. Hér er um að ræða nýtt fyrirtæki og munu því framangreindir starfsmenn koma til með að taka þátt í mótun þess og uppbyggingu. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum. Fyllsta trúnaðar gætt. Hannarr RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Síðumúla 1 108 Reykjavík Sími 687311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.