Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 131. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugvél ferst í Skotlandi Port Ellen, Skotlandi. AP. FARÞEGAFLUGVÉL frá flug- félaginu Loganair flaug í fjalls- hlíð er hún átti skammt eftir ófarið til flugvallarins á eynni Islay á Suðureyjum. Flugstjór- inn, Christopher Brooks, beið bana, aðstoðarflugmaðurinn og 9 farþegar af 15 slösuðust. í brotlendingunni rifnaði hægri vængur flugvélarinnar af og nefið laskaðist illa, en flakið var heillegt að öðru leyti og stigu flestir far- þeganna, einnig sumir hinna slös- uðu, út úr brakinu og gengu í átt til byggða. Býflugur raska flugi Tókýó, AP. VERULEG röskun varð á flugi er býflugnager, sem i voru um 30.000 flugur, sveimaði inn yfir flugvöllinn í Ósaka í gærmorgun. Starfsemi flugvallarins komst ekki í samt lag fyrr en eftir margar klukkustundir, eftir að skordýrafræðingar höfðu skotið eitri á flugumar. Flugnagerið sveif inn yfír flug- völlin og nam síðan staðar yfir flugbrautinni, nánast beint yfír þeim stað sem flugvélar snertu brautina í lendingu. Til þess að eiga ekki á hættu að flugumar réðust á flugfarþega var skipt um flugbraut og hlutust seinkanir af öllu saman. Sumar þotumar urðu frá að hverfa. Tafir urðu einnig á brottflugi flugvéla þar sem farið var að með mikilli gát er farþegar stigu um borð til þess að styggja ekki býflug- umar. Var spenna mikil í flugstöð- inni og andrúmsloftið magnþmngið því óttast var að flugumar létu til skarar skríða á hverri stundu. Menn önduðu ekki léttar fyrr en sérþjálf- aðir menn úr nærliggjandi borg, Toyonaka, komu á vettvang og stökktu flugunum á flótta. Gæsir á Álftanesi á Mýrum •• Oryggiisráð Sameinuðu þjóðanna: Setning neyðarlaga í Suður-Afríku fordæmd Pretóríu, Lundúnum, Sameinuðu þjóðunum, Róm, AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt setningu neyðar- laga í Suður-Afríku „og handtökur þúsunda manna sem beijast gegn kynþáttastefnunni". Jafnframt skorar ráðið á stjórnvöld að afnema neyðarlögin og láta þá lausa sem handteknir hafa verið, „svo hægt sé að minnast þess að tíu ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Soweto, án afskipta lögreglu eða hers“. Frakkar ætla að leggja til nýjar hömlur á innflutning á vömm frá Suður-Afríku á fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins, sem verður á morgun, mánudag, að sögn Claude Malhuret, ráðherra mann- réttindamála. Sagði hann að bannið myndi einkum ná til innflutnings á landbúnaðarvömm. Ríki Evrópu- bandalagsins hafa samþykkt að loka sendiráðum sínum í Suður- Afríku, 16. júní, en þá verða tíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto, sem kostuðu hundmðir manna lífið. Á blaðamannafundi sem ríkis- stjóm Suður-Afríku boðaði til í gær, sagði talsmaður stjómarinnar að ofbeldi í landinu hefði ttiinnkað um 35% miðað við það sem verið hefði fyrir setningu neyðarlaga á fímmtudag. Kom fram hjá honum að fjórir blökkumenn hefðu látið lífið undanfarinn sólarhring, þar af einn fyrir hendi öryggissveita. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafa bæði lýst sig andvíg efnahagsþving- unum gegn Suður-Afríku, Sagði Thatcher í gær að efnhagsþvinganir gætu aukið á ofbeldið, auk þess sem þær myndu kosta 120 þúsund Breta atvinnuna, án þess að það væri tryggt að endir yrði bundinn á kynþáttastefnuna. Heimsmeistarakeppnin í knattspymu: Sextán liða úrslit- in hefjast í dag SEXTÁN liða úrslit á Heims- meistarmótinu í knattspyrnu í Mexíkó hefjast í dag með leik Mexíkómanna og Búlgara og verður leikurinn sýndur beint í íslenska sjónvarpinu klukkan 18. Annar leikur verður einnig í dag, leikur Sovétmanna og Belga, og verður hann einnig sýndur í beinni útsendingu síð- ar í kvöld. Sérfræðingar em á einu máli um að lið Mexíkó og Sovétríkj- anna séu sigurstranglegri. Sovét- menn hafa komið mjög á óvart í keppninni til þessa og leikið mjög skemmtilega knattspymu og Mexíkómenn leika á heima- velli og em til alls Hklegir. Jafnvel em þeir til sem spá þeim heims- meistaratitlinum. Leikimir í sextán liða úrslitun- um verða allir leiknir fyrri hluta þessarar viku. Á morgun eigast við lið Brasilíu og Póllands og Argentínu og Umguay, á þriðju- dag leika Marokkó og Vestur- Þýskaland og Ítalía og Frakkland og á miðvikudag England og Paraguay og Danmörk og Spánn. MEXÍKÓMÖNNUM tókst naumlega að sigra Belgíumenn í riðlakeppninni 2—1 og er þessi mynd frá þeim leik. Bæði þessi lið keppa í 16 liða úrslitunum. Hart barizt í ná- vígi í Líbanon Beirút. AP. OFSALEGIR bardagar voru háðir á þremur stöðum í Líbanon í gærmorgun og á hádegi höfðu 16 menn fallið og 98 særst. Á sumum átakasvæðunum hefur verið barizt í návígi af linnulausri grimmd í nokkra daga. í borginni Mashgara í Bekadal börðust hersveitir, sem annars veg- ar em studdar af Sýrlendingum og hins vegar írönum. Hefur ekki orðið hlé á skothríðinni í þijá daga og em hermenn sýrlenzkra þjóðemissinna (SSNP) sagðir sækja fram. Barizt var hús úr húsi. Kviknað hefur í sumum þeirra og grúfir biksvart reykjarský yfir borginni. Sveitir shíta úr flokki Guðs, Hezbollah, reyndu að vega upp mannfall í liði sinu með árásum á stöðvar SSNP í nærliggjandi þorpi, Aitanit, en því svömðu sveitir SSNP með því að umkringja og hefja skothríð á borgimar Sohmor og Yohmor í Bekadalnum. Þá héldu amalshítar, sveitir Nabihs Berri, dómsmálaráðherra, uppi hörðum árásum á skæmliða Frelsisfylkingar Palestínu (PLO) í flóttamannabúðum í Beirút 27. daginn í röð. Beittu amalshítar T-54 skriðdrekum og fallbyssum. Féllu 6 menn og 49 særðust. Ennfremur bmtust út bardagar við grænu línuna í morgunsárið, þar sem sveitir krístinna manna og múhameðstrúar skutust á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.