Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 43 Miniung: Þóra Thorlacius Minning: Sigrún H. Pálsdóttir Fædd 22. júní 1934 Dáin 10. júní 1986 Það er alltaf jafnerfitt að taka fregn um lát einhvers sem er manni kær, þótt vitað hafi verið að hverju stefndi. Dauðastríð Sigrúnar Hönnu Pálsdóttur er búið að standa yfir í nokkra mánuði og var erfitt. Fyrsta áfallið kom síðastliðið sumar. Þá fékk hún nýmakast. Síðan kom þrálát flensa og út frá henni að talið var, bólgur í aðra öxlina. Seinna kom svo í ljós að um krabba- mein var að ræða. Við fengum fregnina á gamlársdag og var frek- ar dauft yfir mannskapnum, en það hýmaði samt yfir honum, þegar í ljós kom, að geislameðferðin hafði haft sín áhrif og bletturinn var horfinn. Og ekki dró hún af sér við æfíngar á hendinni, sem hafði lamast og náði töluverðum árangri. En í marz fór hana að kenna til í baki og hægt og rólega lömuðust fótleggimir. Krabbamein í höfði og blettur sást í hryggnum var úr- skurðurinn í þetta sinn. Og úr því var ekki aftur snúið. Ég man ennþá þegar ég var að koma inn í fjölskylduna og hvað mér var vel tekið. Við hlógum að því oft eftir á, þegar að minn tilvon- andi eiginmaður ætlaði að vera riddaralegur og skera fyrir mig steikina, en það tókst ekki betur til en svo að hún flaug út á borð. Þetta var mín fyrsta máltíð á heim- ili Sigrúnar en ekki sú síðasta. Þá um sumarið urðu ferðir hennar margar inn í Reykjavík að sjúkra- beði Rúnars, eiginmanns hennar, og óraði engan þá, að hún ætti eftir að fara á undan. Og síst af öllum hann sjálfan. Hann talaði oft um sjálfan sig sem veika hlekkinn, en reyndist þó sá sterkari, þegar á þurfti að halda. Hans sjúkrahúsvist- ir urðu fleiri og alltaf stóð hún eins og klettur við hliðina á honum. Árin hafa liðið hratt og margt hefur gerst. Þau urðu henni erfið síðustu árin. Samt vom nokkrir sólargeislar, sem komu inn í líf hennar. Þar á ég auðvitað við bamabömin fjögur. Að vísu fékk hún lítið að kynnast því fjórða. Það fæddist ekki fyrr en í byrjun maí. En mikið var hún ánægð, að ég tali nú ekki um þegar að sonur hennar lagði hann í fang hennar tæpri viku áður en hún lézt. Mig langar til að þakka fyrir þessi ár, sem við fengum saman. Ég veit að henni líður betur þar sem hún er núna. Sjálfsagt hefur litla dóttir hennar tekið á móti henni. Rúni minn. Innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég þér. Það er vanda- samt að finna jafn góða stoð og þú varst Rúnu í hennar veikindum. Grétar, Anna, Magga, Sævar, Jenný, Páll og systkinin. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hvíl í friði. OUý Fædd 22. júlí 1898 Dáin 9.júní 1986 Jesús sagði: „Hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja." (Jóh. 11,26). Hann sagði þessi huggunarorð við syrgjandi konu. Hann segir þau enn í dag við þá, sem sjá á eftir ástvinum sínum, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir. Þegar ég því kveð Þóm, móðursystur mína, er ljúft að mega minnast þessara orða Jesú. Þóra Thorlacius var fædd að Fellsmúla í Landsveit 22. júlí 1898. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu og Einars Thorlacius, þá sóknar- prests að Fellsmúla — síðar prófasts að Saurbæ á Hvalíjarðarströnd. Þar ólst hún upp í stómm systk- inahópi, sem öll em nú látin. Því er hún sú síðasta þeirra, sem kveður nú á sínu áttugusta og áttunda aldursári. Að loknu kvennaskólanámi hér í Reykjavík fór hún til Danmerkur. Þar lærði hún karlmannafatasaum og við það vann hún í nokkur ár í Kaupmannahöfn. Að þessari iðn sinni vann hún alla tíð, en lengst hjá Andrési Andréssyni klæðskera hér í borg. Fyrst man ég Þóm frænku, þegar hún kom í sumarfríum sínum heim til foreldra minna vestur í Ólafsvík, hvað hún alloftast gerði. Síðar tókst með okkur Þóm einlæg vinátta, þegar ég var send í skóla á unglingsárum mínum. Þá fékk ég að sofa í herbergi með henni í tvo vetur. Fyrir það er ég henni ævin- lega þakklát. Eftir að ég eignaðist mitt eigið heimili var hún þar tíður gestur og henni og eiginmanni mínum var einkar vel til vina. Sjálfsbjargarviðleitni Þóm var viðbmgðið. Það kom hvað best í Ijós eftir að hún eignaðist sitt heim- ili, en Þóra var alla tíð ógift. Með einstökum viljastyrk og þrautseigju reyndi hún í lengstu lög að bjarga sér sjálf. Óhætt er að segja að hún stóð á eigin fótum næstum því lengur en heilsa hennar og kraftar leyfðu. Þá var gott að eiga góða granna. Vinum hennar á Hjarðar- haga 40, sem reyndust henni umhyggjusamir og góðir meðan hún enn var heima, skulu hér færð- ar þakkir. Sömuleiðis ber að þakka öllum þeim sem önnuðust hana eftir að hún var upp á aðra komin, bæði í Kumbaravogi og á Landspítalanum. Þegar ættingjar heimsóttu Þóm á þessum stöðum, bar þeim öllum saman um það, hve hún var þakk- lát fyrir allt það, sem fyrir hana var gert og hlúð að henni. Hún kvartaði aldrei, þótt auðséð væri að undir lokin hrakaði mjög líðan hennar. Samt megum við muna hana fagna okkur í hvert skipti sem við komum til hennar. Og í síðustu vikunni sem hún lifði hafði húr. yfir með okkur systmm ljóð og vers, enda var hún afar ljóðræn og kunni m.a. mikið af Passíusálmun- um. Því þykir mér hlýða að ljúka þessum minningarbrotum um Þóm frænku með línum úr 45. Passíu- sálmi Hallgríms Péturssonar. IþínumdauðaóJesú er mín lífgjðf og huggun trú. Krístín Magnúsdóttir Möller MALL seiðandi sólskinseyjan ...mmmmm!! 3vikurfrákr.23. 00r SEUUM NÚ SÍÐUSTU 39 SÆTISUMARSINS Á KOSTAKJÖRUM JULI-BROTTFARIR Fjölskyldutilboð Fullt fargjald fyrir einn, aðrir greiðaminna. Verðdæmi kr. 24.797,- á mann miðað við 4ra manna fjölskyidu. Gististaðir í sérflokki Royal Playa de Palma Royal Jardin del Mar RoyalTorrenova KOSTAKJOR Við tryggjum gistingu á hóteli eða í íbúð. Öll gist- ing með baði. Verðdæmi: Kr. 23.100 á mann miðað við 3ja manna fjölskyldu. OTCOVTMC FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 umboö a tsiandi lynf \ DINERSCLUB . - international I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.