Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ1986 Minning: Klemenz Guðmunds son - Bólstaðarhlíð Fæddur 14. mars 1892 Dáinn8.júní 1986 Bólstaðarhlíð í Ævarsskarði ligg- ur í þjóðbraut. Bærinn er fyrir enda Langadals, sem er eitt sögufræg- asta svæði í Húnavatnssýslu. Ævarsskarð sést austan við Blöndudal, þá komið er utan Langadal, en vestan Tungufells ber fyrir augu Blöndudal. Einnig sést ofan í skarðið, þegar komið er norðan yfír Vatnsskarð og horft ofan í dalinn af Botnastaðabrúnum. Ævarsskarð er á milli Hlíðarfjalls og Skeggstaðafjalls. Klemenz Guðmundsson, bóndi og póstmeistari og á síðari árum meðhjálpari í Bólstaðarhlíð, sem nú er nýgenginn fyrir ætternisstapa, töluvert á tíræðisaldri, fæddist og óist upp þama á þessu setri feðr- anna. Hann segir frá því í minn- inga- og ævisögubroti sínu, sem hann reit fyrir nokkrum árum, að útsýni yfír Ævarsskarð sé eitt hið fegursta, sem hann hafí séð á landi hér. Hann lýsir því, hvemig Svartá liðast eftir skarðinu í áttina til Blöndu og segir þessa sýn ofan af Botnastaðabrúnum minna sig á út- sýni af fjallsbrún ofan við Konudal (Kvinnesdal) í Noregi, en þar í Austurvegi var Klemenz við nám um hríð til að afla sér fróðleiks og sífellt meiri menntunar. Hann dvaldist í Noregi og Dan- mörku 1912—1915. Aður hafði Klemenz numið í skóla Áma Haf- staðs í Vík í Skagafírði, föður Stein- unnar hótelstým, Sigurðar í utan- ríkisþjónustunni og þeirra systkina. Ámi, sá öðlingur, hafði verið einn vetur í Askov og kynnzt þar lýð- háskólahreyfíngunni, og þegar heim kom setti hann á laggimar unglingaskóla, sem sniðinn var að miklu leyti eftir lýðháskólum Dan- merkur. Þessi skóli hans Áma starf- aði aðeins tvo vetur — þijá mánuði hvom vetur — og var Klemenz þar bæði tímabilin. Hann gekk aldrei í bamaskóla, en naut hins vegar einkakennslu vinnukonu í Bólstað- arhlíð, Guðnýjar Nikulásardóttur, sem var um hríð í sambýli við ævintýramanninn Nikulás Guð- mundsson („— í honum var bæði gull og gijót.“), en hann var einn þessara húnvetnsku karaktera, sem Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli skrifaði þátt um (Sagan af Lása), en Magnús taldi Sigurður Nordal vera einn bezta rithöfund þjóðarinn- ar og mörg ritverk hans bókmen ntir af fyrstu gráðu. Klemenz segir á einum stað: „Hún Guðný kenndi mér bænir og leit eftir mér eins og hún væri móðir mín, þar til hún lézt 6. jan. 1902 — þá var ég tæpra tíu ára.“ Ennfremur segir hann, að þegar Guðný var jörðuð, sátu hann og Lási saman næst kistunni henn- ar. Eftir skólanámið í Skagafírði fór Klemenz í 3. bekk Flensborgarskól- ans og lauk þaðan gagnfræðaprófí 1911 eftir einn vetur. Hann hafði þótt ná árangri í landafræði, sögu og náttúmfræði, en slakari í hinum námsgreinunum. Svo tók Voss við, en skólastjóri þar var Lars Ekland, einn af mestu mælskumönnum Noregs í þá daga. Um hann segir Klemenz: „Nokkuð fannst mér hann hallast að kat- ólsku, enda varð hann að lokum katólskur og varð að hætta skóla- stjóm, en sonur hans tók við ...“ Einn skólabræðra Klemenzar í Voss var Ámi Hallgrímsson, sem síðar varð ritstjóri Iðunnar (þótti gagn- merkt tímarit.) „Hann var gáfaður maður," sagði Klemenz. Næsta sumar var Klemenz á sveitabæ í Harðangursfírði. Þar vann hann að svéitastörfum. Hann var um skeið í verksmiðjubænum Odda og vann þar að gijótmulningi. Síðan tók Lýðháskólinn í Askov í Danmörku við, en þar bjó Klemenz í herbergi með Friðrik Ásmundssyni Brekkan, rithöfundi, sem þá var þegar farinn að skrifa á danska tungu. Einnig vom þar með honum í Askov Sigurður Guðjónsson („Siggi lærer“) síðar kennari við Verzló, móðurbróðir Hauks Óskars- sonar rakara og bróðir konu Láms- ar heitins Jóhannessonar, hæsta- réttarlögmanns; Sveinn Jónsson á Egilsstöðum, lénsherra. Jakob Appel var skólastjóri. Hann hafði verið þingmaður og ráðherra. Hann og aðrir kennarar skólans vom há- lærðir menn. I þá daga vom lýð- háskólar ekkert mehe. Sumarið eftir var Klemenz aftur Klemenz í Bólstaðarhlíð, portrett eftir stgr, gert sumarið 75. við bústörf á eyjunni Langadal og ennfremur á býli við Koldingfjörð. Á kvöldin synti hann í sjónum og stundaði Muellers-æfingar. Muell- ers-æfíngar stundaði hann lengi eftir að heim kom, enda náði hann háum aldri. Áfram hélt hann námi við Askov allt fram á vór, en þá lá leiðin til Kaupmannahafnar, en kom heim þegar líða tók á sumarið 1915. Hann kom í opna skjöldu í Ból- staðarhlíð, hafði komið með skipi til Akureyrar og fengið að fljóta með Siguijóni pósti á Ásláksstöð- um, sem lánaði honum hest og varð honum samferða í póstferð vestur í Húnaþing. Hann gekk í bæinn í Bólstaðarhlíð seint um kvöld. Hon- um var fagnað eins og glataða syninum, sem snýr heim aftur, og tekið á móti honum eins og væri verið að heimta hann úr helju. Það féll í hlut Klemenzar að taka við búinu, enda þótt hann væri ekki hneigður til búskapar, eins og hann sjálfur talaði um. En honum þótti gott og indælt að vera í sveitinni. Þar undi hann sér vel; þar ríkir friður og það er óvenju mikil veður- sæld undir Hlíðarfjalli eins og alkunna er. Og hann festi ráð sitt. Hann hafði kynnzt konuefni sínu í unglingaskólanum í Vík og síðar í Bólstaðarhlíð, en þá hafði hún unnið hjá foreldrum hans. Þegar heim kom skrifaði hann tilvonandi eiginkonu sinni norður í Skagaíjörð. Hann fékk svar. Hún mundi eftir honum. Klemenz sagði föður sínum frá ákvörðuninni. Og búmaðurinn faðir hans, Guðmundur Klemenz- son, spurði: „Er hún forstöndug" Hann vissi að þess þurfti helzt með á þessum stað, Bólstaðarhlíð. Hjónaefnin mættust síðar um sumarið við Gýgjafoss og gengu í festar, settu upp hringana. Elísabet Magnúsdóttir, eiginkona unga bóndans í Bólstaðarhlíð, var með allra glæsilegustu stúlkum. Það er haft eftir Klemenz að Skag- fírðingar sumir hafí sagt við hann: „Þú tókst fallegustu stúlkuna í Skagafírði." En Elísabet var meira en fögur og glæsileg. Klemenz sagði: „Hún varð mikilhæf kona í Bólstaðarhlíð“. Um 100 hross voru í Bólstaðar- hlíð á tímabili, og veturinn 1915—’ 16 sem Elísabet var í hús- mæðraskóla í Reykjavík, þá gerði Klemenz lítið annað en að lesa bækur og líta eftir öllum þessum hrossum í haga. Faðir Klemenzar var sagður snillingur við hrossa- rækt. Löngum hefur gleði fylgt Hún- vetningum. Þeir eru veizluglaðir margir hveijir og njóta skemmtana út í fíngurgóma. Gleðisamkundur voru á hveijum vetri í Bólstaðarhlíð og vöruðu alla nóttina til morguns. Ræður og söngur fór fram í kirkj- unni. Dansinn dunaði í þingstof- unni. Klemenz flutti sitt fyrsta er- indi á einni slíkri samkomu og nefndi það „Uppruna lífsins". Hafði góður rómur verið gerður að. Um það kvað Gísli Ólafsson frá Eiríks- stöðum: Bezt sem kunni kraftfólginn Klemenz Guðmundsonur Greiddi af munni garpurinn guðfræðinnar pistilinn. Elísabet og Klemenz voru pússuð saman 17. júní 1916 í Hlíðarkirkju, svo að eftir tvo daga á hinn nýlátni sjötíu ára brúðkaupsafmæli. Síra Bjöm Stefánsson gifti unga parið og lagði út af orðunum: „Gefíð guði dýrðina“. Svo tóku búskaparárin við, löng og stundum ströng. Þá voru engar vélar. Fólksstraumurinn úr sveitinni hafði farið vaxandi. Segir Klemenz frá því að sjávarútvegsmenn hafí boðið hærra kaup en bændur megn- uðu að greiða. Fyrir bragðið vildi fólkið heldur vinna við sjóinn en í sveitinni. Dugnaður húsfreyjunnar í Ból- staðarhlíð var rómaður og bjartsýni hennar óbilandi. Og hún unni þess- um sælunnar reit, Bólstaðarhlíð, sem er gæddur ólýsanlegum þokka og tíbetskum friði. Tengdafaðir hennar komst að raun um að hún væri „forstöndug" — já svo sannar- lega. Klemenz hélt uppi andlega lífínu í sveitinni, stofnaði málfundafélag, sem jafnframt var fyrsta ung- mennafélagið í Bólstaðarhlíðar- hreppi. Hann stofnaði og lestrarfé- lag. Bækumar vom til húsa í Ból- staðarhlíð og hann bókavörður. Símstöðin kom 1926 og allt samband við umheiminn fór meira og minna fram gegnum Bólstaðar- hlíð, þetta menningarheimili. Klemenz stundaði kennslu sam- anlagt eina fímm vetur. Hann er sagður hafa notið þess að uppfræða á tímabili, einkum á tímabilinu 1920—25. „Þá höfðu bömin gaman af því að læra,“ sagði hann. Þau hjónin eignuðust Qóra syni. Fyrsta bamið fæddist 18. januar 1918 og var skírt Guðmundur. Hann þótti efnilegur, en dó með skjótum hætti veturinn 1926. Er- t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma HELGA LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR frá Jörfa, Melgerði 15, Reykjavik, lést 12. júní. Soffia G. Sveinsdóttir, Gunnar H. Sigurðsson, Viggó Jörgensson, Sigurður Gunnarsson, Helga Jörgensdóttir, Helgi I. Jónsson, Tinna Björg Helgadóttir. t Móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma MÁLFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hringbraut 13, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þann 18. júní kl. 13.30. Gisli Magnússon, Jóna Bárðardóttir, Sigurður Magnússon, Guðmunda Ólafsdóttir, Jósef Benediktsson, Anna Björgvinsdóttir, Þórður Benediktsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HANNA PÁLSDÓTTIR, Steinum, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavikurkirkju mánudaginn 16. júní kl. 14.00. Jarösett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarfélög njóta þess. Sigurður Rúnar Steingrímsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar og tengdamóður, GÍSLÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Hnjóti, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. júní kl. 13.30. Ólafur Hólm Einarsson, Gyða Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Knútur Jónsson, Þorgerður Grímsdóttir, Sigurður Ingason, Anna Snorradóttir. t Tengdafaðir minn og afi, SKÚLI GUÐMUNDSSON, Skipasundi 81, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Hjördfs Hjörleifsdóttir, Skúli Guðmundsson, Sigriður Jóhannesdóttir. t Útför mannsins mins og föður okkar, HARALDAR S. THORLACIUSAR, fyrrverandi skipstjóra, Bárugötu 9, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Steinunn Þ. Thorlacius, Inga Thorlacius, Haraldur H. Thorlacius. ' * LEÐURSÓFASETT í gráu eða svörtu. Einn 3ja sæta sófi og 2 stólar. Útborgun 8.500 kr. Eftirstöðvar á 6 mán. Vörumarkaðurinn ht. Ármúla 1A, sími 686112.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.