Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNl 1986 Bent hefur veriÖ á aÖ koma þurfi á sérþjálfaÖri öryggisgœslu í íslenskum listasöfnum og skilyröislaust veröi að vakta söfnin aÖ nœturlagi en svo er ekki alls staÖar. Þá hefur veriÖ vakin athygli á því, aÖ víÖa sé raka- og hitastig í ólagi og valdi skemmdum á listaverkum. Málverk Picásso, sem talin eru milljarða virði og nú eru til sýnis á Kjarvalsstöð- um í tilefni Listahátíðar, eru líklega ein mestu verðmæti, sem hingað hafa verið flutt og komu langleiðina í lögreglufylgd. Þessi miklu verð- mæti leiða hugann að því hvemig öryggis verkanna verður gætt meðan á sýningunni stendur? Að Kjarvalsstöðum verður ör- yggisgæslu þannig háttað, að lög- reglumenn verða í byggingunni allan sólarhringinn. Ifyrir utan gæslufólk borgarinnar verða aldrei færri en tveir lögregluþjónar inni í sýningarsalnum. Verða þeir með þráðlaus tæki, sem eru í sambandi við stjómstöð lögreglunnar, og munu útköll frá Kjarvalsstöðum hafa forgang. Ef sýningargestir em óvenjumargir eða einhveijir gmn- samlegir menn koma á svæðið verður löggæsla efld. Við spurðum Grétar Norðflörð lögreglumann, sem hefur sérhæft sig í öiyggis- gæslu, hvort hann teldi þessa vörslu næga? „Óryggisgæsla á Kjarvalsstöðum sjálfum er mjög vel skipulögð og verður notað sama öryggiskerfi og á Kjarvalssýningunni í fyrra. Því til viðbótar verða vanir lögreglu- menn, sem notið hafa sérþjálfunar. Þetta skipulag er útfært af reynd- um mönnum með sérþekkingu á sviði öryggisgæslu. Ég er ekki í vafa um að þessi gæsla er eins góð og miðað við þær aðstæður sem em á Kjarvalsstöðum. En ekkert er svo gott að ekki megi bæta það. Á Kjarvalsstöðum væri æskilegt að væri viðvömnarkerfí, sem hægt væri að tengja við einstök lista- verk.“ Heldur þú að þrautreyndir þjófar gætu farið í gegnum öryggiskerfið á Picasso-sýningunni? „Það er ekkert til sem er í raun þjófhelt, ef á annað borð er reynt að bijótast inn í sýningarsali eins og á Kjarvalsstöðum. En ég ítreka að þetta er besta skipulag, sem við getum boðið upp á nú.“ Verða löggæslumennimir með skotvopn líkt og í söfnum erlendis þar sem svipuð verðmæti em til sýnis? „Það er ýmislegt varðandi örygg- isgæsluna á Kjarvalsstöðum, sem ekki er hægt að greina frá, vegna innra öryggis á staðnum." Við þessar samræður beinist athyglin að öryggi helstu mynd- listaverka okkar. Hvemig em perl- ur íslenskrar listasögu varðveittar, í Listasafni íslands, Ásgrímssafni, Kjarvalsstöðum, Listasafni ASI, Listasafni Einars Jónssonar og Ás- mundarsafni? Vopnaðir verðir, sjálf- virk öryggisgæsla og sjónvarpsvélar Ýmsar aðferðir em til að koma í veg fyrir þjófnaði. I bandarískum söfnum er öryggisgæsla mjög ströng. Inni í sölunum spígspora vopnaðir öryggisverðir, en þó er töluvert um listaverkaþjófnaði þar í landi. Víða em einnig sjálfvirk öryggiskerfí, sem em með ýmsu móti og em þá í gangi allan sólar- hringinn eða eingöngu á nóttunni. Sumstaðar í sölunum hefur verið komið upp sjónvarpsvélum, sem fylgjast með hverri hreyfingu gest- anna. Æskilegast þykir að hafa bæði sjálfvirkt og mannlegt öryggi- skerfi. En lítum á hvemig öryggisgæslu er háttað i Listasafni íslands. í Þjóðminjasafnsbyggingunni, þar sem Listasafnið er til húsa, er sjálf- virkt öryggiskerfi, sem hringir í stjómstöð öryggisvarða, ef komið er inn í bygginguna eftir að kveikt hefur verið á kerfinu. Aðeins einu sinni hefur mynd verið stolið úr islensku listasafni. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.