Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNl 1986 Bent hefur veriÖ á aÖ koma þurfi á sérþjálfaÖri öryggisgœslu í íslenskum listasöfnum og skilyröislaust veröi að vakta söfnin aÖ nœturlagi en svo er ekki alls staÖar. Þá hefur veriÖ vakin athygli á því, aÖ víÖa sé raka- og hitastig í ólagi og valdi skemmdum á listaverkum. Málverk Picásso, sem talin eru milljarða virði og nú eru til sýnis á Kjarvalsstöð- um í tilefni Listahátíðar, eru líklega ein mestu verðmæti, sem hingað hafa verið flutt og komu langleiðina í lögreglufylgd. Þessi miklu verð- mæti leiða hugann að því hvemig öryggis verkanna verður gætt meðan á sýningunni stendur? Að Kjarvalsstöðum verður ör- yggisgæslu þannig háttað, að lög- reglumenn verða í byggingunni allan sólarhringinn. Ifyrir utan gæslufólk borgarinnar verða aldrei færri en tveir lögregluþjónar inni í sýningarsalnum. Verða þeir með þráðlaus tæki, sem eru í sambandi við stjómstöð lögreglunnar, og munu útköll frá Kjarvalsstöðum hafa forgang. Ef sýningargestir em óvenjumargir eða einhveijir gmn- samlegir menn koma á svæðið verður löggæsla efld. Við spurðum Grétar Norðflörð lögreglumann, sem hefur sérhæft sig í öiyggis- gæslu, hvort hann teldi þessa vörslu næga? „Óryggisgæsla á Kjarvalsstöðum sjálfum er mjög vel skipulögð og verður notað sama öryggiskerfi og á Kjarvalssýningunni í fyrra. Því til viðbótar verða vanir lögreglu- menn, sem notið hafa sérþjálfunar. Þetta skipulag er útfært af reynd- um mönnum með sérþekkingu á sviði öryggisgæslu. Ég er ekki í vafa um að þessi gæsla er eins góð og miðað við þær aðstæður sem em á Kjarvalsstöðum. En ekkert er svo gott að ekki megi bæta það. Á Kjarvalsstöðum væri æskilegt að væri viðvömnarkerfí, sem hægt væri að tengja við einstök lista- verk.“ Heldur þú að þrautreyndir þjófar gætu farið í gegnum öryggiskerfið á Picasso-sýningunni? „Það er ekkert til sem er í raun þjófhelt, ef á annað borð er reynt að bijótast inn í sýningarsali eins og á Kjarvalsstöðum. En ég ítreka að þetta er besta skipulag, sem við getum boðið upp á nú.“ Verða löggæslumennimir með skotvopn líkt og í söfnum erlendis þar sem svipuð verðmæti em til sýnis? „Það er ýmislegt varðandi örygg- isgæsluna á Kjarvalsstöðum, sem ekki er hægt að greina frá, vegna innra öryggis á staðnum." Við þessar samræður beinist athyglin að öryggi helstu mynd- listaverka okkar. Hvemig em perl- ur íslenskrar listasögu varðveittar, í Listasafni íslands, Ásgrímssafni, Kjarvalsstöðum, Listasafni ASI, Listasafni Einars Jónssonar og Ás- mundarsafni? Vopnaðir verðir, sjálf- virk öryggisgæsla og sjónvarpsvélar Ýmsar aðferðir em til að koma í veg fyrir þjófnaði. I bandarískum söfnum er öryggisgæsla mjög ströng. Inni í sölunum spígspora vopnaðir öryggisverðir, en þó er töluvert um listaverkaþjófnaði þar í landi. Víða em einnig sjálfvirk öryggiskerfí, sem em með ýmsu móti og em þá í gangi allan sólar- hringinn eða eingöngu á nóttunni. Sumstaðar í sölunum hefur verið komið upp sjónvarpsvélum, sem fylgjast með hverri hreyfingu gest- anna. Æskilegast þykir að hafa bæði sjálfvirkt og mannlegt öryggi- skerfi. En lítum á hvemig öryggisgæslu er háttað i Listasafni íslands. í Þjóðminjasafnsbyggingunni, þar sem Listasafnið er til húsa, er sjálf- virkt öryggiskerfi, sem hringir í stjómstöð öryggisvarða, ef komið er inn í bygginguna eftir að kveikt hefur verið á kerfinu. Aðeins einu sinni hefur mynd verið stolið úr islensku listasafni. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.