Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 1

Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 1
104 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 131. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugvél ferst í Skotlandi Port Ellen, Skotlandi. AP. FARÞEGAFLUGVÉL frá flug- félaginu Loganair flaug í fjalls- hlíð er hún átti skammt eftir ófarið til flugvallarins á eynni Islay á Suðureyjum. Flugstjór- inn, Christopher Brooks, beið bana, aðstoðarflugmaðurinn og 9 farþegar af 15 slösuðust. í brotlendingunni rifnaði hægri vængur flugvélarinnar af og nefið laskaðist illa, en flakið var heillegt að öðru leyti og stigu flestir far- þeganna, einnig sumir hinna slös- uðu, út úr brakinu og gengu í átt til byggða. Býflugur raska flugi Tókýó, AP. VERULEG röskun varð á flugi er býflugnager, sem i voru um 30.000 flugur, sveimaði inn yfir flugvöllinn í Ósaka í gærmorgun. Starfsemi flugvallarins komst ekki í samt lag fyrr en eftir margar klukkustundir, eftir að skordýrafræðingar höfðu skotið eitri á flugumar. Flugnagerið sveif inn yfír flug- völlin og nam síðan staðar yfir flugbrautinni, nánast beint yfír þeim stað sem flugvélar snertu brautina í lendingu. Til þess að eiga ekki á hættu að flugumar réðust á flugfarþega var skipt um flugbraut og hlutust seinkanir af öllu saman. Sumar þotumar urðu frá að hverfa. Tafir urðu einnig á brottflugi flugvéla þar sem farið var að með mikilli gát er farþegar stigu um borð til þess að styggja ekki býflug- umar. Var spenna mikil í flugstöð- inni og andrúmsloftið magnþmngið því óttast var að flugumar létu til skarar skríða á hverri stundu. Menn önduðu ekki léttar fyrr en sérþjálf- aðir menn úr nærliggjandi borg, Toyonaka, komu á vettvang og stökktu flugunum á flótta. Gæsir á Álftanesi á Mýrum •• Oryggiisráð Sameinuðu þjóðanna: Setning neyðarlaga í Suður-Afríku fordæmd Pretóríu, Lundúnum, Sameinuðu þjóðunum, Róm, AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt setningu neyðar- laga í Suður-Afríku „og handtökur þúsunda manna sem beijast gegn kynþáttastefnunni". Jafnframt skorar ráðið á stjórnvöld að afnema neyðarlögin og láta þá lausa sem handteknir hafa verið, „svo hægt sé að minnast þess að tíu ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Soweto, án afskipta lögreglu eða hers“. Frakkar ætla að leggja til nýjar hömlur á innflutning á vömm frá Suður-Afríku á fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins, sem verður á morgun, mánudag, að sögn Claude Malhuret, ráðherra mann- réttindamála. Sagði hann að bannið myndi einkum ná til innflutnings á landbúnaðarvömm. Ríki Evrópu- bandalagsins hafa samþykkt að loka sendiráðum sínum í Suður- Afríku, 16. júní, en þá verða tíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto, sem kostuðu hundmðir manna lífið. Á blaðamannafundi sem ríkis- stjóm Suður-Afríku boðaði til í gær, sagði talsmaður stjómarinnar að ofbeldi í landinu hefði ttiinnkað um 35% miðað við það sem verið hefði fyrir setningu neyðarlaga á fímmtudag. Kom fram hjá honum að fjórir blökkumenn hefðu látið lífið undanfarinn sólarhring, þar af einn fyrir hendi öryggissveita. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafa bæði lýst sig andvíg efnahagsþving- unum gegn Suður-Afríku, Sagði Thatcher í gær að efnhagsþvinganir gætu aukið á ofbeldið, auk þess sem þær myndu kosta 120 þúsund Breta atvinnuna, án þess að það væri tryggt að endir yrði bundinn á kynþáttastefnuna. Heimsmeistarakeppnin í knattspymu: Sextán liða úrslit- in hefjast í dag SEXTÁN liða úrslit á Heims- meistarmótinu í knattspyrnu í Mexíkó hefjast í dag með leik Mexíkómanna og Búlgara og verður leikurinn sýndur beint í íslenska sjónvarpinu klukkan 18. Annar leikur verður einnig í dag, leikur Sovétmanna og Belga, og verður hann einnig sýndur í beinni útsendingu síð- ar í kvöld. Sérfræðingar em á einu máli um að lið Mexíkó og Sovétríkj- anna séu sigurstranglegri. Sovét- menn hafa komið mjög á óvart í keppninni til þessa og leikið mjög skemmtilega knattspymu og Mexíkómenn leika á heima- velli og em til alls Hklegir. Jafnvel em þeir til sem spá þeim heims- meistaratitlinum. Leikimir í sextán liða úrslitun- um verða allir leiknir fyrri hluta þessarar viku. Á morgun eigast við lið Brasilíu og Póllands og Argentínu og Umguay, á þriðju- dag leika Marokkó og Vestur- Þýskaland og Ítalía og Frakkland og á miðvikudag England og Paraguay og Danmörk og Spánn. MEXÍKÓMÖNNUM tókst naumlega að sigra Belgíumenn í riðlakeppninni 2—1 og er þessi mynd frá þeim leik. Bæði þessi lið keppa í 16 liða úrslitunum. Hart barizt í ná- vígi í Líbanon Beirút. AP. OFSALEGIR bardagar voru háðir á þremur stöðum í Líbanon í gærmorgun og á hádegi höfðu 16 menn fallið og 98 særst. Á sumum átakasvæðunum hefur verið barizt í návígi af linnulausri grimmd í nokkra daga. í borginni Mashgara í Bekadal börðust hersveitir, sem annars veg- ar em studdar af Sýrlendingum og hins vegar írönum. Hefur ekki orðið hlé á skothríðinni í þijá daga og em hermenn sýrlenzkra þjóðemissinna (SSNP) sagðir sækja fram. Barizt var hús úr húsi. Kviknað hefur í sumum þeirra og grúfir biksvart reykjarský yfir borginni. Sveitir shíta úr flokki Guðs, Hezbollah, reyndu að vega upp mannfall í liði sinu með árásum á stöðvar SSNP í nærliggjandi þorpi, Aitanit, en því svömðu sveitir SSNP með því að umkringja og hefja skothríð á borgimar Sohmor og Yohmor í Bekadalnum. Þá héldu amalshítar, sveitir Nabihs Berri, dómsmálaráðherra, uppi hörðum árásum á skæmliða Frelsisfylkingar Palestínu (PLO) í flóttamannabúðum í Beirút 27. daginn í röð. Beittu amalshítar T-54 skriðdrekum og fallbyssum. Féllu 6 menn og 49 særðust. Ennfremur bmtust út bardagar við grænu línuna í morgunsárið, þar sem sveitir krístinna manna og múhameðstrúar skutust á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.