Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 9

Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 9 SKANIS HF Laugavegi 59 norræn viðskipti -|01 Reykjavík sími 21800 Innflutnings- og umboðsverslun á sérhæfðum vörum og búnaði í hús og skip, ásamt tækniráð- gjöf við hönnun og uppsetningu á eldvarnarkerf- um og eftirlit og viðhaldsþjónusta þar að lútandi. Sérsvið: Brunaviðvörunarkerfi Halon-1301 slökkvikerfi Vatnsúðakerfi (sprinkler) Eldvarnarmálningar og lökk Brunalokur í loftræstikerfi Sjálfvirkur stýri- og lokunarbúnaður fyrir hurðir Sjálfvirkir lyftiþröskuldar fyrir hurðir Zink-ryðvarnarmálning (Nýgalvi) Skanis hf. gefur bindandi tilboð í verk og veitir ráðgjöf við val á efni frá framleiðendum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir á íslandi. Vapona og Shelltox Lyktarlausu flugnafælurnar FÁST A öllum helstu shell-stöðum og Í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. Blaóburöarfólk óskast! JHwgmiMaMfe ÚTHVERFI Háagerði Breiðagerði Hæðargarður Gnoðavogur 14-42 AUSTURBÆR Skúlagata Hvassaleiti Skólavörðustígur Bjarnastígur NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Vitnað tii þingmanna í dag stiklum við á Staksteinum í ummælum tveggja þingmanna Framsóknarflokksins, sem tvímenna í greinaskrifum á sömu síðu Tímans í fyrradag, og formanns Alþýðuflokksins, sem klappar Alþýðubandalaginu tíðum á vangann með annarri hendinni, þegar hann fjallar um möguleika á nýrri vinstri ríkisstjórn, en gefur því duglega utanundir með hinni, enda hefur slíkt vinnulag verið einkenni vinstri stjórna fyrr og síðar. Haustkosn- ingar Haraldur Ólafsson, eini þingmaður Fram- sóknarflokksins fyrir Reykjavíkur-Reykjanes- svæðið, hvar rúmur helmingur þjóðarinnar býr, kemst svo að orði i grein í Timanum í fyrra- dag-. „Þjóðarsáttin marglof- aða birtist i mörgum myndum. Nú hafa Vinnu- veitendur og leiðtogar Alþýðusambandsins haf- ið mikinn söng og samhljóma um nauðsyn þess að efnt verði til haustkosninga. Segja þeir, sitt i hvoru lagi, að á annan hátt verði ekki gerðir kjarasamningar, sem treysta megi að nái tilgangi sintun, eða eins og foringi atvinnurek- enda lætur hafa eftir sér, að sterk ríkisstjóm verði að vera trygging fyrir nýjum kjarasamningum. Það er vissulega ánægjulegt að launþegar og vinnuveituendur þeirra skuli sameinast á þennan fallega hátt. Hitt hlýtur að vera stjómar- flokkunum umhugsunar- efni, hve litla trú þessir „aðilar vinn umarkaðar- ins“ hafa á ríkisstjóm- inni sem ábyrgum stjómunaraðila. Um nokkurt skeið hafa verkalýðsleiðtogar nokkrir haldið fram þeirri kenningu, að ekki verði vit í islenzkri pólitik fyrr en A-flokk- arnir myndi ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn- um. Hagur launafólks er tengdur því að hinn stóri og mikli Sjálfstæðis- flokkur taki höndum saman við fulitrúa al- þýðunnar í landinu. Þessi þráhyggja um nýja ný- sköpunarastjóra hefur þó ekki hlotið neinn sér- stakan hljómgrunn hjá þjóðinni, en áfrain er klifað á þessu og nú hafa vinnuveitendur byrjað að raula undir“. Þamiig hefjast hug- leiðingar Reykjavíkur- þingmanns Framsóknar- flokksins, sem siðan fjallar um möguleika á haustkosningum, er hann telur litt fýsilegar. Hann lýkur siðan grein sinni á þessum orðum: „Áður en gengið er til kosninga verður að liggja fyrir ákveðin launastefna og ljós markmið í atvinnu- °g byggðamáluin." í grein hans skortir hins- vegar visbendingu i þessu efni. Hlutverk samvinnu- verzlunar Jón Kristjánsson, þing- maður Framsóknar- flokks úr Austfjarðakjör- dæmi, fjallar í sama Timablaði um könnun Verðlagsstofnunar á verði nokkurra vömteg- unda í Glasgow annars- vegar og hér á landi hinsvegar. Þingmaður- inn staðhæfír að verð- munur sé allt að fjórfaldur, okkur i óhag. Síðan vikur hann máli sínu að Verzlunarráði íslands. „Nú er tækifæri fyrir Verzlunarráðið að snúa sér að eigin málum og láta taka saman skýrslu um verzlunina í landinu, skipulag henn- ar, og hvar skórinn kreppir að í þeirri at- vinnugrein." Þingmaðurinn þegir hinsvegar þunnu hljóði um samvinnuverzlunina í landinu, sem saman- stendur bæði af heild- verzlun og smásölu, og fer yfirhöfuð halloka í verðsamanburði við kaupmenn og stórmark- aði, þó kaupfélög skili víða tapi á liðnu ári, ef marka má Tímafréttir þar um. Er ekki tima- bært að SÍS-verzlunin og kaupfélögin „snúi sér að eigin málum og láti taka saman skýrslu" og svo framvegis? Og vel að merkja: er ekki timabært að Jón Kristjánsson, Austfjarða- þingmaður, geri saman- burð á smásöluverði lifsnauðsynja fólks i kaupfélögum í kjördæmi hans og beri saman við vömvcrð hjá kaupmönn- um og stórmörkuðum hér í Reykjavík annars- vegar og við vömverð i Glasgow hinsvegar? Hef- ur samvimiuvezlun á Austfjörðum gefið eitt- hvert eftirdæmi um lægra vömverð til al- mennings en einkaverzl- un í Reykjavík? Stendur ekki þingmanninum næst að huga að vömverði hjá umbjóðendum hans sjálfs? Auglýst eftir flokksforystu! Jón Baldvin Hanni- balsson segir i viðtali við Alþýðublaðið í gær: „Alþýðubandalagið getur vart verið í stakk búið að ganga til kosn- inga, þvi síður að mynda stjóm að þeim afloknum. — Það veit raunverulega enginn hver forysta flokksins er. Er það verkalýðsarmurinn með Ásmund i broddi fylking- ar? Núverandi forysta? Ossur og hippaliðið? — Nei, ég er hræddur um að þeir verði að útkljá sin bræðravig áður en mark verður á þeim tak- andi. — En ef marka má grein í timaritinu Þjóðlífí verða sumir þeirra varla tilbúnir til kosninga fyrr en 1991“! Mfibiib í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Hjartans þakkir sendi ég öllu því vinafólki mínu sem fœrÖi mér aÖ gjöf ferÖ til Þýskalands í tilefni áttrœÖisafmœlis míns þann 2. júní svo og hjónunum sem ég dvaldi hjá allan síÖastliÖ- inn mánuÖ. Hermína Franklinsdóttir. HOSTR Störf við ferðamannaþjónustu Hótel- og ferðaþjónustuskóli, stofnaður árið 1959 í Leysin, frönskumælandi Sviss. Prófskírteini í lok námskeiðs. Kennsla fer fram á ensku. 1. 2ja ára fullnaðarnám í hótelstjórn (möguleiki á að innrita sig annaðhvort á 1. árið á stjórnsýslunámskeið eða á 2. árið í framhaldsnám í hótelstjórn). 2. 9 mánaða alþjóölegt ferðamálanámskeið, kjarnanám, viður- kennt af Alþjóða flugmálastofnuninni og UFTAA. Fullkomin íþróttaaðstaöa einkum til skíða- og tennisiðkunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1986. Skrifið til að fá upplýsingar til: HOSTA; CH-1854, Leysin Tel: 9041/25-34-18-14 Telex: 456-152 crto ch.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.