Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 10

Morgunblaðið - 12.07.1986, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Opið kl. 1-4 Hraunbær 2ja herb. ib. á 3. hæð. Nýtt gler. Verð 1,7 millj. Reykás 2ja herb. íb. nær fullb. Gott útsýni. Verð 2 millj. Rofabær 2ja herb. falleg íb. á 1. hæð ca 65 fm. Gengið út í lóð frá stofu. S-íbúð. Þvottah. á hæöinni. Verö 1750 þús. Reykás 3ja herb. 115 fm + 40 fm í risi. Afh. tilb. u. trév. + rafm. frág. Frábært útsýni. Hraunbraut 2-3 herb. sérhæð í tvibýli. Gott útsýni. Falleg eign. Verð 2,1 millj. Borgarholtsbraut 3 herb. 'b. fullfrág. nýleg m. góðu útsýni. S-svalir. Falleg eign. Möguleiki á bílsk. Verð 2,4 millj. Hverfisgata 3ja herb. 65 fm góð íb. V. 1,6 millj. Orrahólar 2ja herb. skemmtil. eign. Þurrkherb. á hæðinni. Verð 2,1 millj. Kleifarsel Parh., 200 fm + 30 fm bilsk. Verð 4,4 millj. Suðurhlíðar Einbýli í smíöum 286 fm á þremur pöllum með tvöf. bílskúr. Suðurhlíðar Endaraðhús. Afh. fokh. að innan tilb. að utan. M. bílskplötu. Uppl. á skrifst. Álftanes Lóð á noröanveröu Álftanesi. Höfum fjársterka kaupendur í eftirtöldum hverfum: * 3ja og 4ra herb. i Vesturbæ. * 2ja, 3ja og 4ra herb. í Árbæ. * 2ja, 3ja og 4ra herb. í Breiðholti. * 4ra herb. í Fossvogi (í blokk). * 3ja og 4ra herb. í Seljahverfi. Og einnig vantar: * Einbýli í Breiðholti. * Parhús i Seljahverfi. * Raðhús i Árbæ. Sölumenn Reynir Hilmarsson hs. 671158 Hilmar Karlsson hs. 77600 „ Jón Arnarr. Lögmaður Skúli Sigurösson HDL. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM JOH ÞORÐARSON HOL Litið sýnishorn úr söluskrá: Gott raðhús á góðu verði við Engjasel. 177,6 fm nettó. 4 rúmgóð svefnherb. Bílhýsi í sameign. Hagkvæm lán fylgja. Verð aðeins kr. 4,1-4,3 millj. Margskonar eignaskipti möguleg. Glæsileg eign á góðu verði Nýtt steinhús á útsýnisstaö í Selási um 142 x 2 fm með glæsilegri 6 herb. ib. á efri hæð. Á neðri hæð er rúmgóður innbyggöur bilskúr, geymsla og stórt og gott íbúöar eöa skrifstofuhúsnæði. Bjóðum ennfremur til sölu við: Hraunbæ 2ja herb. ib. á 2. hæð. 55,5 fm nettó. Góð sameign. Skuld- laus. Laus strax. Öll eins og ný. Skúlagötu 3ja herb. íb. á 1. hæð. 66,1 fm nettó. Suðursv. Leik- og gæsluvöllur í næsta nágrenni. Verð kr. 1,8 m. Rúmgott hús í Selási óskast til kaups helst við Klapparás, Kleifarás, Lækjarás, Malarás, Mýrarás eða við Hólagöturnar gengt Árbæjarhverfinu. Skipti möguleg á góðu einnar hæðar einbýlishúsi f Árbæjarhverfi. Við Fannborg eða Hamraborg Kóp. Traustir fjársterkir kaupendur óska eftir 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum meðal annars við þessar götur. Opið í dag laugardag kl. 11.00 tilkl. 15.00. AtMENNA FASIEIGNASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Jón L. tefldi af miklu öryggi Með því að sigra á tveimur alþjóðlegum skákmótum á að- eins sex vikum hefur Jón L. Arnason náð stórmeistaratitli í skák. í byrjun júní varð hann efstur á alþjóðlegu móti í Hels- inki og eftir tveggja vikna hvíld hélt hann til Varna í Búlgaríu þar sem hann sigraði örugglega á öflugu móti. Dirfska og bjart- sýni hafa löngum háð Jóni nokkuð, en á mótinu í Varna tefldi hann af mun meira öryggi en nokkru sinni áður, vann fjór- ar skákir, gerði sjö jafntefli og tapaði engri skák. Þar með hlaut hann sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitlinum, sá fyrsti kom á alþjóðlegu móti á Húsavík vorið 1985 og sá næsti í Helsinki. Það er sjaldgæft að skákmenn vinni öflug alþjóðleg mót með svo stuttu millibili og má búast við að þessi tvöfaldi mótasigur Jóns veki athygli víðar en hér á landi. Síðan hann lauk viðskiptafræðiprófi í janúar hefur hann snúið sér alfarið að skákinni og haft erindi sem erfiði. hann er hvorki meira né minna en sjötti stórmeistari ís- lands, en til samanburðar má geta þess að hin Norðurlöndin eiga til samans sjö stórmeistara í karla- flokki. ísland er nú orðið eitt af fáum löndum í heiminum sem get- ur stillt upp liði á Ólympíumóti með stórmeistara í hveiju rúmi. Á síðasta Ólympíumóti í Grikklandi var Guðmundur Siguijónsson hins vegar eini stórmeistarinn í liðinu. Þrátt fyrir alla titlana verður þó að varast að vænta of mikils af íslenska landsliðinu í Dubai í haust, þeir geta einmitt þýtt það að þjálf- arar hinna stilli ávallt upp aðalliði sínu gegn ókkur og leggi meiri vinnu í undirbúning. En víkjum sögunni aftur til Vama þar sem Jón L. Ámason var í banastuði. Hann fékk óskabyijun á mótinu með því að sigra einn traustasta stórmeistara heima- manna, Nino Kirov. Síðan fylgdu jafntefli við hinn gamalreynda Júgóslava Svetozar Gligoric og heimamanninn Inkiov. Jón náði síðan forystunni með því að vinna ungan Búlgara, Kurtenkov, mjög sannfærandi. í fimmtu og sjöttu umferð gerði hann jafntefli við gömlu kempuna Wolfgang Uhlmann frá A-Þýzkalandi og að- alvon Búlgara, hinn 23ja áragamla stórmeistara Kiril Georgiev. í sjö- undu umferð lagði Jón júgóslavn- eska stórmeistarann Bozidar Ivanovic að velli í æsispennandi skák. Þar með virtist hann standa með pálmann í höndunum, því hann hafði mætt flestöllum hættu- legustu keppinautum sínum og þurfti 2 l/i vinning úr fjórum síðustu skákunum til að ná áfanga. Fjórði og síðasti vinningurinn reyndist þó ekki auðsóttur og í næstu tveimur skákum varð Jón að sætta sig við jafntefli við tvo neðstu keppenduma á mótinu, al- þjóðlegu meistarana Barbero frá Argentínu og Rasmussen frá Dan- mörku. Það virtist láta Jóni betur að eiga í höggi við búlgörsku jafn- teflisvélamar og í næstsíðustu umferð tókst honum að vinna stór- meistarann Tringov, eftir að staða hans hafði á tímabili verið var- hugaverð. Þar með dugði jafntefli í síðustu umferð, en þá átti Jon að hafa svart gegn Sovétmannin- um Khalifman, Evrópumeistara unglinga. Rússinn átti einnig til mikils að vinna, sigur hefði þýtt að hann myndi deila efsta sætinu með Jóni. En Khalifman komst ekkert áleiðis og tók þann kostinn að þráleika eftir aðeins 16 leiki. Röðin á mótinu varð þannig: 1. Jón L. Ámason l'/i v. af 11 mögulegum. 2. Georgiev (Búigaríu) 7 v. 3. Khalifman (Sovétr.) 6V2 v. 4. Uhlmann (Á-Þýzkalandi) 6 v. 5. -6. Kirov (Búlgaríu) 5V2 v. 5.-6. Inkiov (Búlgaríu) 5V2 v. 7.-10. Kurtenkov (Búlgaríu) 5 v. 7.-10. Tringov (Búlgaríu) 5 v. 7.-10. Gligoric (Júgóslavíu) 5 v. 7.-10. Ivanovic (Júgóslavíu) 5 v. 11. Barbero (Argentínu) 4V2 v. 12. Rasmussen (Danmörku) 3V2 v. Á mótinu tefldu sjö stórmeistar- ar og fímm alþjóðlegir meistarar. Það hefði þó getað orðið enn sterk- ara, því Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari, hafði boðað komu sína. Von var á honum fram á síðustu stundu, en eitthvað kom upp á svo hann varð að sitja heima. Nýi stórmeistarinn hefur löng- um teflt fullhvasst og þrátt fyrir marga glæsilega fléttusigra hefur hann stundum hlotið slæma skelli með því að leggja of mikið á stöð- una. Þótt Jón hafi ekki brugðið út af þeim vana sínum að tefla upp á sókn í Varna tókst honum jafn- framt að tefla af öryggi. Gott dæmi um þetta er skák hans við Kurtenkov. Þar blæs Jóns snemma til kóngssóknar og hrókar ekki, en sú ákvörðun reyndist byggð á rétt- um stöðulegum forsendum, Kurt- enkov fann enga haldgóða áætlun til að andæfa sókninni: Hvítt: Kurtenkov (Búlgaríu). Svart: Jón L. Árnason. Drottningarpeðsbyijun 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. Bg5 — c5, 4. e3 — Db6, 5. Dcl — Djarfari skákmenn fóma hér peði og leika 5. Rbd2. — Rc6, 6. c3 - Be7, 7. Rbd2 - d5, 8. Bd3 — cxd4, 9. exd4 — Bd7, 10. 0-0 - Hc8, 11. Dbl - h6,12. Bh4 - Rh5,13. Bg3?! - Gefur svörtum kost á óvæntum sóknarmöguleika á kóngsvæng. Oruggara var að skipta upp á e7 í staðinn og skákin er í jafnvægi. — Rxg3, 14. hxg3 — h5! Það er fyllilega í anda stöðunnar að tryggja sér yfírburði í rými á kóngsvæng. Næstu leikir hvíts eru of hægfara, svo úr verður kóngs- sókn. 15. Hel - g5, 16. Rfl?! I mörgum kennslubókum segir að sókn á væng skuli svara með árás á miðborði og hér var gagn- sókn með 16. c4! vafalaust bezta vömin. Nú tryggir Jón sér varan- legt fmmkvæði. - g4, 17. Re5 - Rxe5, 18. Hxe5 - Bd6, 19. He2 - Dd8!, 20. Re3 - Kf8, 21. Dcl - h4, 22. Rfl - Df6. Hvítur hefur teflt án áætlunar og getur nú lítið aðhafst á meðan svartur kemur enn fleiri mönnum í sóknina. 23. De3 - Hh5, 24. Heel - Bílaflotinn stækkaði um B.915 bíla í fyrra í ÁRSSKÝRSLU Bifreiðaeftirlits ríkisins fyrir árið 1985 er margan fróðleik um bilaflota landsmanna að finna. Alls áttu íslendingar í árslok 104.376 fólksbifreiðir og 12.741 vörubíl. Bifhjól voru 865. Alls voru afskráðir 3.727 fólksbílar og 290 vörubílar á árinu. í staðinn komu 6.461 nýskráður fólksbíll. Alls fjölgaði bílum landsmanna um 3.915 á árinu, þar af um 2.734 folksbila. Bflar endast mjög mismunandi, bæði eftir tegundum og löndum. Bflar hérlendis virðast vera með lífseigara móti. í athugun sem gerð var um 1970 reyndist ending bfla vera á bilinu 10 '/2 ár að meðal- tali eins og í Bandaríkjunum og upp í 14 V2 ár í Noregi. Bifreiðaeft- irlitið áætlar að 1971 hafí meðal- ending bfla á íslandi verið um 14 >/2 ár. Árið 1985 var meðalald- ur íslenska bflaflotans 16.2 ár og hafði lækkað úr 16.5 árum frá árinu á undan. Af línuriti sem fylgir skýrslunni og sýnir líkur á endingu fólksbíla út frá afskráningum ársins 1985, má ráða að helmingur bílanna mun endast rúm 16 ár ef svo heldur áfram sem horfír. Um 90% bílanna mun þá ná 10 ára aldri og má búast við að um 20% nái 30 ára aldri. Tveir af hveijum þremur bílum munu ekki ná 20 ára aldri. Ef gert er ráð fyrir 16 ára meðal- endingu þarf að flytja inn um 6.500 bíla á ári til að halda bílaflotanum við. Þegar aldur bílaflotans er skoð- aður sést að endumýjun og aukning bílaflotans hefur gengið í miklum bylgjum. Árið 1974 var metár, en þá voru nýskráðir 9.667 fólksbílar. Það var nærri helmingi meira en fjórum árum áður, 1970. Árið eftir voru svo aðeins nýskráð- ir 3.009 fólksbílar. Bílainnflutning- ur var aftur mikill á árunum 1978 til 1982, en þá voru árlega nýskráðir um 8.200 fólksbílar á ári. Efnahagsþrengingar endur- speglast yfírleitt vel í bifreiðainn- flutningi. Það sannaðist enn einu sinni á árunum 1983 til 1985. Þá voru nýskráðar að meðaltali 6.400 fólksbifreiðir á ári. Ör fjölgnn bíla Bflaeign landsmanna hefur auk- ist hratt síðustu hálfa öldina. Árið 1940 áttu landsmenn bara 7,9 fólksbíla á hveija þúsund íbúa. Vörubflar voru þá fleiri eða 9,3 á hveija þúsund íbúa. Landsmenn voru þá helmingi færri en nú, eða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.