Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
17
Norður-Irland:
Mótmælendur leggja
undir sig Hillsborough
Belfast, AP.
ÞRJÚ ÞÚSUND mótmælendur hernámu borgina Hillsborough á
Norður-írlandi í klukkustund á föstudag og komu öryggissveitum
að því er virtist gjörsamlega að óvörum. Lokuðu mótmælendurnir
vegum og gengu fylktu liði fram
Mótmælendurnir, sem margir
voru grímuklæddir og báru her-
klæðnað, gripu til þessara aðgerða
til að mótmæla samningi, sem
breska stjórnin gerði við stjóm
Bandaríkin:
og aftur aðalgötu bæjanns.
Irska lýðveldisins í nóvember. I
samningi þessum kveður á um að
stjóm írska lýðveldisins gegni hlut-
verki ráðgjafa í málefnum Norður-
írlands. Meirihiuti íbúa írska lýð-
Engin fjárhagsað-
stoð til Zimbabwe
- fyrr en stjórnin biðst afsökunar
Washington, AP.
BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti á fimmtudag, að ekki yrði veitt
13,5 milljóna dala fjárhagsaðstoð tíl Zimbabwe fyrr en ríkissijómin
þar hefði beðið formlega afsökunar á ræðu, sem einn ráðherranna
flutti á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Var ræðan hlaðin
and-bandarískum áróðri, að sögn bandarískra yfirvalda.
Af þeim 13,5 milljónum dala, sem
Bandaríkjastjóm hafði samþykkt
Kólumbía:
Breskur ræðis-
maður myrtur
Barranquilla, Kólumbíu. AP.
BRESKUR ræðismaður var skot-
inn til bana í miðborg Barran-
quilla í Norður-Kólumbíu á
fimmtudag. Tveir menn, sem
komu aðvífandi á bil, skutu á
hann fjóram skotum, að sögn
lögreglunnar. Arásarmennirnir
sluppu.
Ræðismaðurinn, Geofrey Huts-
hinson, var starfsmaður Land
Rover-bílaverksmiðjanna. Ekki er
vitað, hver var tilgangur morðingj-
anna.
að veita Zimbabwe, átti að veija
um 9 milljón í landbúnaðarrann-
sóknir og fjölskylduráðgjöf. Undir-
skrift samninga um þessar áætlanir
átti að fara fram í Harare í þessari
viku, en var aflýst.
Í ræðunni sem flutt var 4. júlí,
ásakaði David Kariamazira, menn-
ingar- og íþróttaráðherra Zimb-
abwe, Bandaríkin um að hafa horft
framhjá „hryðjuverkastarfsemi" í
Suður-Afríku. Bandarískum stjórn-
arerindrekum, sem hlýddu á
ræðuna, fannst hún yfirfull af and-
bandarískum áróðri og gengu
nokkrir þeirra út áður en ræðuhöld-
um var lokið. Þeirra á meðai var
Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja-
forseti og Edward Lanpher, sendi-
herra Bandaríkjanna í Zimbabwe.
Bandaríkin hafa veitt yfir 370
milljónum dala í fjárhagsaðstoð til
Zimbabwe síðan 1980.
Aþena:
Líbýska sendiráðið
dregur saman seglin
Aþenu, AP.
TALSMAÐUR grískra stjórn-
valda tilkynnti í vikunni að
libýskum sendiráðsmönnum í
Aþenu myndi fækka um 15-20
manns. Hann tók fram að
ákvörðunin um fækkunina væri
tekin að frumkvæði sendiráðsins,
en ekki vegna þrýstings af hálfu
grikkja.
Gríska rfkisstjómin hefur sem
kunnugt er, ekki viljað taka þátt í
refsiaðgerðum vestrænna ríkja
gegn Líbýu. Samkvæmt handbók
gríska utanríkisráðuneytisins eru
aðeins fjórir líbýskir sendiráðsmenn
í Aþenu, en talið er að þeir séu í
raun 56, sem njóti friðheígi stjóm-
arerindreka.
Starfsmenn líbýska sendiráðsins
vildu ekkert láta hafa eftir sér um
málið.
veldisins játar kaþólska trú, en
mótmælendur eru í meirihluta á
Norður-írlandi.
Mótmælin í gær vom vel skipu-
lögð og hafði Ian Paisley, leiðtogi
lýðræðisfylkingar mótmælenda,
forystu fyrir þeim. Leiðtogar mót-
mælenda fordæmdu samninginn og
sögðu hann svik. Með honum hefðu
verið lögð drög að því að selja Norð-
ur-írland stjóm Irska lýðveldisins á
vald.
Þess má geta að Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, og Garret FitzGerald,
forsætisráðherra írska lýðveldisins,
undirrituðu samninginn. í Hillsbor-
ough 15. nóveber 1985.
Nicholas Scott, aðstoðarinnan-
ríkisráðherra, sem ber ábyrgð á
lögum og reglu á Norður-írlandi,
kveðst ekki hafa miklar áhyggjur
vegna þessara mótmæla.
„Þetta var snjallt og augljóslega
vel skipulagt, en hefur lítil áhrif á
stjómmál á Norður-írlandi. Við
höfum alltaf vitað að andstaða var
gegn samkomulaginu. Þessi mót-
mæli fóru friðsamlega fram og hafa
í hreinskilni sagt litla sem enga
þýðingu," sagði Scott í viðtali við
breska útvarpið BBC.
Jazz gegn
hungri
í Banda-
ríkjunum
Los Angeles, AP.
NOKKRIR þekktir jazzlista-
menn hafa nú lagt sitt að
mörkum til hjálpar hungruðum
í heiminum. Þeir líta sér nær,
en poppararnir hafa gert og
miðar framlag þeir að því að
hjálpa nauðstöddum Banda-
ríkjamönnum.
Sarah Vaughan, Kenny Rank-
in, Cleo Laine, Herbie Hancock
og fleiri listamenn hafa tekið upp
jazzlag og gefið út á plötu. Aðst-
endur vonast til að safna einni
milljón Bandaríkjadollara. Rúm-
lega áttatíu listamenn leika á
plötunni.
Michael Mclntosh skipulagði
þetta framtak. Hann kveðst hafa
orðið fyrir vonbrigðum yfir því
að jazzinn fékk ekki inni á „Live
Aid“ tónleikunum: „Til eru annál-
aðir jazzleikarar, sem vildu hjálpa,
en aldrei voru beðnir. Vissulega
eru Cyndi Lauper og Madonna
sætar, en þær komast ekki með
tæmar þar sem Sarah Vaughan
og Cleo Laine hafa hælana," seg-
ir Mclntosh.
Kálfarair sem fluttir voru til Thule vega á bilinu 100 til 130 kíló.
Fullvaxið sauðnaut er hins vegar um 300 kíló að þyngd.
Grænland:
Sauðnaut til Thule
GRÆNLENSKA heimstjórnin og danskir dýrafræðingar hafa, með
aðstoð Bandaríkjahers, flutt 27 sauðnaut til Thule á Grænlandi.
Þaðan verður siglt með dýrin, sem mestmegnis eru kálfar, til nýrra
heimkynna þeirra í norðvestur hluta landsins. Þess er vænst að með
tíð og tíma muni stofnin stækka og veiðimenn á svæðinu geti veitt
dýrin sér til viðurværis.
Aætlað er að veiðamar geti haf-
ist eftir 12 ár. Þetta er þó ekki í
fyrsta skipti sem slíkir flutningar
fara fram því ámð 1961 vora 27
dýr flutt frá norðaustur Grænlandi
til Syðri Straumsfjarðar að tilhlutan
danska dýrafræðingsins Dr. Christ-
ian Vibe. Flutningamir gáfust vel
því nú era um 1.200 sauðnaut á
þessu svæði.
Það era afkomendur þessara
dýra sem nú hafa verið fluttir til
hins geysistóra landsvæðis norður
af Thule. Sauðnautskáalfamir vora
fluttir með flugvél frá Bandaríkja-
her til herstöðvarinnar í Thule en
þaðan silgdi ísbijótur með þá lengra
til norðurs.
Atta menn starfa að þessum
flutningum og hafa þeir þijár þyrl-
ur, þar af tvær frá Bandaríkjaher,
til umráða.
Að sögn Dr. Christian Vibe hafa
augu manna á Grænlandi opnast
fyrir þeim möguleikum sem sauð-
nautaveiðar komið fram óskir um
að sauðnaut verði fluttir til fleiri
staða, en Dr. Vibe segir að af því
geti ekki orðið á þessu ári.
Skriðuföllin í Japan:
íl líkfundin
og sjö
manna saknað
Tokyo. AP.
ELLEFU manns fundust látnir
og sjö er enn saknað eftir skriðu-
föll, sem urðu á 46 stöðum
suðvestur af Tokyo á f immtudag.
Mörgum var bjargað úr húsum,
sem farið höfðu á kaf í eðjuna.
A.m.k. 86 hús gereyðilögðust og
550 til viðbótar vora umflotin vatni.
Atta manns slösuðust, að sögn lög-
reglunnar.
Á fimmtudag mældist úrkoman
á svæðinu 192,5 mm eftir sex og
hálfrar klukkustundar rigningu.