Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 JHtovgm Útgefandi nflritafcifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, símí 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakið. Ferðaútvegnr - vaxandi atvinnugrein Ferðaútvegur er að verða gildur þáttur í atvinnu- og efnahagslífi íslendinga. Ef allir þættir hans eru taldir, felast í atvinnugreininni milli 3.500- 4.000 ársverk. Þó eru tæpast öll kurl komin til grafar. Engin leið er að mæla með nokkurri nákvæmni þau áhrif, sem verzl- un og viðskipti erlendra ferða- manna hafa til atvinnusköpun- ar hér. Á áratugnum 1952-1961 þrefaldaðist tala erlendra ferða- manna. Á næsta áratug, 1962-1971, fímmfaldaðist fjöldi þeirra. Á áttunda áratugnum stóð fjöldi erlendra ferðamanna nokkuð í stað. Þannig komu nokkru færri erlendir ferða- menn hingað 1982 en 1973. Síðustu ár hefur hinsvegar færst mikill vöxtur í ferðaút- veginn. Erlendir ferðamenn, sem vóru 72.000 árið 1981, vóru tæplega 98.000 á liðnu ári og vonir standa til að talan fari um eða yfír 110.000 í ár. I Seðlabanki áætlar gjaldeyr- istekjur af erlendum _ ferða- mönnum í tvennu lagi. I fyrsta lagi fargjaldatekjur íslenzkra flugfélaga af erlendum ferða- mönnum, sem vóru 780 m.kr. 1983, 930 m.kr. 1984, um 1.360 m.kr. 1985 og væntan- lega nokkru meiri í ár. I annan stað eyðsla erlendra ferða- manna hér á landi, sem var áætluð 680 m.kr. 1983, 1.100 m.kr. 1984, um 1.760 m.kr. 1985 og væntanlega vel það 1986. Erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á landi um 14,4% milli áranna 1984-85. Sem fyrr segir vóru gjaldeyristekjur af þeim rúmir þrír milljarðir króna 1985, sem var 12,8% af heildar- útflutningi sjávarvöru, 6,3% af útflutningi vöru og þjónustu í heild og 2,7% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Auk tekna af erlendum ferðamönnum, sem hingað koma til lengri eða skemmri dvalar, höfum við gjaldeyris- tekjur af annarri starfsemi flugfélaganna, þ.e. flutningi ferðmanna milli erlendra flug- hafna. Áætlaðar gjaldeyristekj- ur af þeim starfsþætti námu 3,6 milljörðum króna sl. ár. Áætlaðar gjaldeyristekjur ferðaútvegsins í heild vóru því milli 6 og 7 milljarðar króna á liðnu ári eða 28,% af samsvar- andi tekjum sjávarvöruútflutn- ings, rúmlega 13,8% af útflutningi vöru og þjónustu í heild og um 6% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, laus- lega áætlað. Ferðaútvegurinn þjónar að sjálfsögðu einnig íslendingum, sem fara utan, en utanferðir okkar vóru á milli 90 og 100 þúsund 1985, viðskipta-, náms- og orlofsferðir. Stutt sumur, langt skammdegi og langur vinnudagur flestra Islendinga valda því, auk nauðsynlegra náms- og viðskiptatengsla við umheiminn, að við leitum í ríkum mæli utan, einkum til suðlægra. slóða. Slíkar ferðir eru hluti af nútímanum. Áhugi okkar á því að njóta þess, sem íslenzk náttúra hefur upp á að bjóða og erlendir ferðamenn sækjast helzt eftir, fer og vaxandi. Stóraukin ásókn innlendra og erlendra ferða- manna á hálendi landsins kallar hinsvegar á nauðsynlegt eftirlit — og æskilega stýringu — til að vernda viðkvæman hálendis- gróður. Gróðurlendið á í vök að veijast, af fleiri en einni ástæðu, og það á að vera keppi- kefli okkar að vemda það, sem og fjölmörg náttúruundur, sem forsjónin hefur falið okkur til varðveizlu. Samhliða því að nýta þá námu, sem ferðaútveg- ur er og getur orðið, í ríkara mæli, þurfum við að stórefla náttúru- og umhverfísvemd. íslenzkur ferðaútvegur hefur haslað sér völl sem mikilvægur þáttur í atvinnu- og eftia- hagslífí okkar. Honum fylgja langleiðina í fjögur þúsund árs- störf. Hann skilaði gjaldeyris- tekjum sem svara til rúmra sex milljarða íslenzkra króna á liðnu ári — og það munar um minna á tímum mikilla erlendra skulda og verulegs viðskipta- halla við umheiminn. Það á að vera okkur kappsmál að hlú að þessari atvinnugrein, sem og öðrum, sem varða veg okkar til aukinnar hagsældar í þessu landi. Framtíð íslenzks ferðaútvegs er hinsvegar háð framvindu efnahagsmála, bæði hér á landi og í umheiminum. Flugferðir landa á milli eru að hluta til munaður, sem fólk leyfír sér í góðæri en síður þegar harðnar á dalnum. Þetta gildir jafnt um erlenda sem innlenda viðskipta- vini ferðaútvegsins. Hörð samkeppni íslenzkra flugfélaga við erlend flugfélög vekur og margs konar spumingar. í þessum efnum, sem öðrum, gildir hið fomkveðna, að veldur hver á heldur. Við getum hald- ið áfram að byggja íslenzkan ferðaútveg upp. Við getum einnig glutrað atvinnugreininni niður, ef við höldum ekki vöku okkar og framsýni. ÉtonsiM ffiDáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Fyrst er að birta og þakka eftir- farandi bréf frá Baidri Sigurðs- syni í Reykjavík: „Kæri Gísli. Ég þakka þér ágæta þætti þína um íslenskt mál í Mogga. Tillaga þín um þýðingu á Súper-bensíni (eða Premíum) gladdi mig. Ég glímdi við þetta í fyrrasumar og komst þá að sömu niðurstöðu. Orðið kraftbensín var því notað í tékkneskum teikni- myndaflokki fyrir börn í sjón- varpinu í september 1985. Þá hafði ég ekki rekist á þetta orð, þótt það kunni að hafa sést ein- hvers staðar." Umsjónarmaður vill svo bæta við bréf þetta hvatningu til þeirra sem nú auglýsa „súperbensín" sem ákaflegast, að þeir taki upp orðið kraftbensín í staðinn. Nú er víst orðið um seinan að smíða nýyrði fyrir bensín. ★ Ekki fyrir löngu mátti lesa í viðtali í Degi: „Þessi reglugerð sýnir ákveðið tillitsleysi og þetta er í rauninni stórundarleg ákvörðun. Einkum með hliðsjón af því að það voru landbúnaðar- og fjármálaráðherra sem hana tóku, en þeir koma báðir úr Suðurlandskjördæmi sem er mikið kartöfluræktar- hérað.“ Leturbreytingin er frá umsjónarmanni. Hér er að sumu leyti ólaglega að orði komist, og vekur fyrst athygli misnotkun sagnarinnar að koma. Höfundur mun meina að landbúnaðar- og fjármálaráðherra séu báðir þingmenn Suðurlands- kjördæmis, þegar hann segir að þeir komi þaðan. Jafnvel þótt hann ætti við, að þeir, sem nú gegna þessum embættum, séu báðir ættaðir úr kjördæminu, væri þetta rangt til orða tekið. Það minnir reyndar á viðtal, þar sem gömul kona var þráspurð hvaðan hún kæmi í staðinn fyrir hvaðan hún væri. Hún var líka lengi að átta sig á því, hvað spyr- illinn átti við. Ég vísa til ágæts bréfs frá Víkingi Guðmundssyni á Akureyri í 285. þætti um þetta sama efni. Ég hygg reyndar að þessi rangnotkun sagnarinnar að koma sé dæmi um erlend áhrif í máli okkar, sbr. t.d. þýsku: Er kommt aus Bayem = hann er frá Bayem (Bæjaralandi). Þá meiðir það máltilfmningu mína að kalla Suðurlandskjör- dæmi hérað. Skilgreining hug- taksins hérað er kannski ekki hámákvæm, en ég er ekki í vafa um að í Suðurlandskjördæmi em mörg hémð, sum hver óvenju- skýrt afmörkuð, eins og Vest- mannaeyjar. Og í minni málvitund er Meðalland hérað, Rangárvellir annað hérað, Flóinn hið þriðja, svo að göslast sé yfír kjördæmið vítt og breitt og fáein dæmi tekin af mörgum. ★ Ég hef fyrr í þáttum þessum kennt að tilvísunarfomöfn (í nú- tímamáli aðeins sem og er) eigi að standa sem næst því orði, er þau vísa til, og helst alveg upp við hliðina á því. Ella er hægt að misskilja og snúa út úr. Ég skrif- aði hjá mér eftir útvarpsfréttum um daginn endurtekið orðalag, þar sem þessi kenning var ekki í hávegum höfð. En svona var kom- ist að orði: „Sigldi Laxfoss á Þómnni Sveinsdóttur í Vest- mannaeyjahöfn sem skemmdist töluvert." Ég býst við að góðfús áheyrandi og lesandi ráði það af samhengi, að skipið Þómnn Sveinsdóttir hafí skemmst við þennan árekstur, en ekki Vest- mannaeyjahöfn, en orðalagið gefur annað til kynna. Og enn fara fréttamenn ríkisút- varpsins rangt með beygingu hinna algengustu orða. Þulur í 345. þáttur sjónvarpi 4. júlí: „ .. .hvatti til réttlátrar skiptingu jarða." Hér hefði blessaður maðurinn auðvitað átt að segja: hvatti til réttlátrar skiptingar jarða. Kven- kynsorð, sem enda á -ing, fá ar-endingu í eignarfalli og ástæðulaust að láta u-ið úr þágu- fallinu (og núorðið einnig úr þolfallinu) vaða þar inn að gera beyginguna fátæklegri. ★ Bragarháttur vikunnar er stefjahrun (ferskeytluætt III): Hljóðna fuglar. Haustar að, hélar gula fold. Roðnar lyng, en bliknar blað. Bráðum stirðnar mold. (Jakob Jóhannesson Smári) Viltu smella kossi á kinn, kæra Eyjalín, og vita hvort það vekur minn veiðihug til þín? (Bjöm á Botnastöðum) ★ Af hvetju í ósköpunum em menn famir að tala um lýðveldi- stöku í staðinn fyrir lýðveldis- stofnun? Jafnvel háembættis- menn bera sér þetta orð í munn. Við tókum kristni á sínum tíma, menn taka nefnilega trú, og höm taka tennur. Þess vegna er talað um kristnitöku og tanntöku. Við stofnuðum hins vegar lýðveldið og fengum fullveldið viðurkennt. Vonandi hverfur þetta fátækta- reinkenni úr málinu, eða eigum við kannski að vænta hins, að farið verði að tala um fullveldi- stökuna 1. desember 1918 og töku hæstaréttar 1920? Nei, við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944, og sú athöfn heitir lýðveldisstofnun. Við fengum heimastjóm 1904, fullveldi okkar var viðurkennt 1918, og hæsti- réttur var stofnaður 1920. Nafnorð í stíl við kristnitaka eiga ekki við í þessum samböndum. „Komnir 614 plötutitlar þar af aðeins eitt eintak af 50 þeirra — segir Þorsteinn Hannesson, sem nú safnar 78 snúninga hljómplötum fyrir Ríkisútvarpið „ÞAÐ ERU komnir 614 plötutitlar í safnið síðan við auglýstum fyrst fyrir tveimur árum eftir íslenskum 78 snúninga hljómplötum," sagði Þorsteinn Hannesson, söngvari og fyrrverandi tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði að ákveðið hefði verið að gera gangskör í því að bæta plötusafn Ríkisútvarpsins fyr- ir tveimur ámm, þrátt fyrir ágætt plötusafn stofnunarinnar, „en það vantaði alltaf þessar gömlu íslensku 78 snúninga hljómplötur, sem gefn- ar vom út frá 1907 til 1955. Með íslenskum plötum á ég við hljóm- plötur, sem gefnar vom út af íslenskum útgefendum, þar sem íslenskir söngvarar komu við sögu eða íslensk tónskáld." Þorsteinn sagði að sumar þessara platna væm illa famar og því væri æskilegt að eiga a.m.k. þrjú eintök af sama titlinum. „Af 50 titlum eig- um við aðeins eitt plötueintak, en af öðmm er mismunandi hversu mörg eintök hafa borist — allt upp í 60 eintök af sumum. Mér barst hljómplata fyrir nokkm sem Stefán íslandi söng inn á og gefín var út í Kaupmannahöfn og er ég nokkuð viss um að ekki séu til fleiri eintök af þeirri plötu. Þá hafa mér borist ákaflega sjaldgæfar hljómplötur, t.d. ein þar sem Kjartan Ólafsson, fyrrverandi bmnavörður, kveður rímur og gefín var út af Fálkanum Þorsteinn Hannesson, söngvari og fyrrverandi tónlistarstjori Ríkisút- varpsins, hefur í tvö ár safnað 78 snúninga hljómplötum fyrir Ríkisútvarpið. Hér er hann með sjaldgæfar plötur Sveinbjörns Svein- bjömssonar, sem leikur á plötunni eigin lög á píanó, og einsöngsplötu Einars Hjaltested, sem gefin var út árið 1916. árið 1933 undir Columbia-merkinu. Einnig er ég búinn að fá hljómplötu með píanóleik Sveinbjöms Svein- bjömssonar tónskálds, þar sem hann leikur eigin lög og var hún gefín út árið 1925, en Sveinbjöm er, sem kunnugt er, höfundur þjóð- söngsins. Þá hafa mér borist einsöngsplötur Einars Hjaltested frá 1916 og eintak af hljómplötu Engel Lund, en allar þessar plötur em sjaldgæfar og í leiðinni verð- mætar." Þorsteinn sagði að fólk hefði hent 78 snúninga plötum í stómm stíl að undanförnú þar sem það ætti ekki lengur plötuspilara til að spila þær á. Meðal annars hefði honum borist eintak af hljómplötu Sigurðar Skafield, sem fundist hafði í raslagám í borginni og var sú plata ekki til í safninu fyrir. „Þetta er því miður sorgleg staðreynd, en ég vil benda fólki á að koma með þess- ar plötur hingað til mín í stað þess að fara með þær á haugana. Ætlun- in er að taka af plötunum afnt á segulbandi þegar flutt verður í nýja útvarpshúsið á næsta ári, en þar hefur verið útbúið sérstakt hljóðver vegna þessa." Safnið er að Suðurlandsbraut 12 og tekur Þorsteinn þar við piötun- um. Þar er einnig safn erlendra 78 snúninga hljómplatna og upptöku- platna Ríkisútvarpsins sem notaðar vom áður en stálþráður og segul- band komu til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.