Morgunblaðið - 12.07.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
27
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti
Guðmundsson.
ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Sr. Ólafur Skúlason.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
13. Organleikari Birgir Ás Guð-
mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds-
son.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl.
10. Sr. Lárus Halldórsson.
FELLA— OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Altarisganga. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10:30.
LANDSPÍALINN: Guðsþjónusta
kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigfinnur Þorleifs-
son prédikar og þjónar fyrir altari.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Pjétur
Maack. Organisti Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
LAUG ARN ESPREST AKALL: Mu-
nið guðsþjónustuna í Áskirkju kl.
11. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11
árdegis. Orgel- og kórstjórn Reyn-
irJónasson. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.Miðvikudagur: Fyrir-
bænamessa kl. 18:20. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
SEUASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11
í Ölduselsskólanum. Þriðjudag 15.
júlí: Fyrirbænaguðsþjónusta í
Tindaseli 3 kl. 18:30. Sóknarprest-
ur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi-
stund kl. 11. Organisti Örn Falkn-
er.
HVÍTASUNNUKIRKJAN
Ffladelfía: Safnaöarguösþjónusta
kl. 14. Ræðumaður Einar J. Gísla-
son. Almenn söngguðsþjónusta kl.
20 með Celebrant Singers frá
Bandaríkjunum.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Rúmhelga daga er lágmessa
kl. 18 nema á laugardögum, þá kl.
14.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg:
Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður
Málfríður Finnbogadóttir. Gjafir í
launasjóð.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
69-11-00
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Bragi Friðriks-
Guðspjall dagsins
Mark. 8:
Jesús mettar
4 þús. manns
son messar. Garðakórinn syngur.
Organisti Þorvaldur Björnsson. Sr.
Bragi Friðriksson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma kl. 20.30. Kapt. Miriam
Óskarsdóttir trúboði í Panama
syngur og talar.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
KAPELLAN St Jósefsspítala: Há-
messa kl. 10. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30. Rúmhelga daga er messa kl.
8.
KÁFLATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friðriks-
son.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjukórar Njarðvíkur
syngja. Organisti Gróa Hreins-
dóttir. Sr. Þorvaldur Karl Helga-
son.
STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir Cand. the-
ol. prédikar. Sr. Tómas Guð-
mundsson.
HEILSUHÆLI NLFÍ Hveragerði:
Messa kl. 11. Cand. theol Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Sr.
Tómas Guðmundsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14.
Organisti Einar Sigurðsson. Sókn-
arprestur.
HALLGRÍMSKIRKJA f Saurbæ:
Messa kl. 14. Sr. Jón Einarsson.
INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Jón Einarsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju kl. 11. Guðsþjón-
usta á dvalarheimili aldraðra kl.
14. Sóknarprestur.
Grasagarður
Reykjavíkur
Grasagarður Reykjavíkur var
opnaður 18. ágúst 1961 ogverður
því 25 ára sama dag og Reykjaví-
kurborg fagnar 200 ára afmæli
sínp.
I garðinum er lögð áhersla á
að hafa eins gott safn af villtum
íslenskum plöntum og mögulegt
er. Fyrir norðaustan gróðurhúsin
í garðinum er búið að gera
smækkaða eftirlíkingu af villtri
íslenskri náttúru með litlum tjöm-
um, lækjarbunu og íslenskum
villigróðri. Þar eru allar plöntur
merktar og bera sömu númer og
eru í bókinni „Flóra íslands" eftir
Stefán Stefánsson. Þarna getur
hver semer lært á auðveldan hátt
að þekkja nöfn á kunnuglegum
plöntum, sem orðið hafa á vegi
hans. Rúmar 400 plöntutegundir
vaxa villtar á islandi. Af þeim eru
270 í garðinum.
Það hefur sýnt sig á þeim fáu
árum sem liðin eru síðan farið var
að flytja inn plöntur frá öðrum
löndum, að einangrun eyjarinnar
frá meginlöndum á mestan þátt í
fábreytni gróðurríkis landsins.
Það er því einn megin tilgangur
grasagarðsins að reyna sem flest-
BLÓM
VIKUNNAR
11
Umsjón.
Águsta Björnsdóttir
ar erlendar tegundir, sem vonir
eru bundnar við að séu nógu harð-
gerðar til að geta lifað við íslenskt
veðurfar og auka þannig fjöl-
breytni gróðurríkis landsins,
Erlendar tegundir, sem reynst
hafa best, em ekki komnar frá
ákveðnum löndum. Breiddargráð-
an er ekki algildur mælikvarði.
Plöntur sem upprunnar em sunn-
arlega á hnettinum, en lifa í
mikilli hæð, reynast margar vel.
Úr Grasagarði Reykjavíkur
Grasagarðar hafa með sér al-
þjóðleg fræskipti og senda sín á
milli lista yfir fræið, sem hver um
sig safnar og hefur upp á að
bjóða. Grasagarður Reykjavíkur
tekur þátt í þessum fræskiptum.
Arlega er safnað fræi bæði í garð-
inum og utan hans. Að haustinu
er prentaður listi yfir fræið sem
tekist hefur að safna og sendur
til 238 grasagarða í 35 löndum.
Nú em í garðinum milli 4 og
5.000 plöntutegundir.
Jafnframt því að safna sem
flestum tegundum á einn stað er
lögð áhersla á að planta þeim
þannig að þær geti jafnframt glatt
augað. í grasagarðinn eiga því
allir erindi, sem vilja njóta fegurð-
ar gróðurs.
I garðinum er lítið garðhús.
Við húsið er búið að helluleggja
svæði og setja þar borð og stóla
undir lömpum, sem gefa frá sér
hitageisla. Þar er hægt að setjast
með nesti í sumaryl þótt lofthiti
sé ekki mikill.
Aðkoman að garðinum er frá
Engjavegi, en þangað er farið
Holtaveg eða Múlaveg frá Suður-
landsbraut.
Garðurinn er opinn um sumartí-
mann kl. 8 til 22 virka daga og
10 til 22 um helgar.
Sigurður Albert Jónsson
LAN DSBAN KASYN1NG
I00ARA AFMÆLI LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAUTGAFU
28.JUNI—20.JUII I SEÐLABANKAHÚSINU
Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp
vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við
Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils
á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreldsla
bankans endurbyggð, skyggnst inn í
framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar
vélar og fylgst með hvernlg peningaseðlll
verður til.
sýningunni verða seldir sérstakir
minnispeningar og frímerki, þar er vegleg
verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur
og daglega eru sýndar kvikmyndir um
Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og
myntútgáfu.
Þá eru einnig sýndsaman opinberlega í fyrsta
sinn mélverk í eigu bankans eftir marga bestu
listmálara þjóðarinnar.
Veitingasala erá sýningunni og lelksvæði
fyrir börn.
ýningin er opin virka daga frá
kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00
um helgar.
Við hvetjum alla til þess að sjá þessa
stórskemmtilegu sýningu.
Aðgangur er ókeypis.
Landsbanki
íslands
Banki allra iandsmanna f 100 ár