Morgunblaðið - 12.07.1986, Side 28
xr n
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
+
Móðir okkar og tengdamóöir,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist 11. júlí á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Unnur Gottsveinsdóttir,
Gunnlaugur Jóhannsson,
Jóhanna Gísladóttir,
Ólafur Guðjónsson.
t
ZÓPHANÍAS BENEDIKTSSON,
Hátúni 12,
Reykjavfk,
andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 2. júlí síöastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd barna hans og annarra vandamanna,
Ragnheiður Árnadóttir.
+
Faðir okkar.
MAGNÚS ANDRÉSSON,
bifreiöastjóri,
Hamrahlfö 1,
Reykjavfk,
lést á heimili sínu 7. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 14. júlí kl. 15.00.
Helga Magnúsdóttir,
Hulda Magnúsdóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
SALÓME ÓLAFS BJÖRNSDÓTTIR,
Sunnuhlíð, áður Álfhólsvegi 69, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 14. júií kl.
10.30.
Kristín Karlsdóttir,
Ólafía Karlsdóttir, Pálmi Ingólfsson,
Kristinn Ó. Karlsson, Ásta Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýnt hafa eiginmanni
mínum, föður, tengdafööur og afa,
KJARTANI ÓLAFSSYNI,
vörubílstjóra,
Miklubraut 28,
virðingu og okkur hlýhug vegna andláts hans og útfarar. Sérstak-
ar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landakotsspítala.
Guð blessi ykkur.
Erna Helgadóttir, Kjartan Andrésson,
Kristbjörg Kjartansdóttir, Björn Þorvaldsson,
Jórunn Lísa Kjartansdóttir, Hallur Hallsson,
Magdalena Kjartansdóttir, Þórarinn Stefánsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
AUÐBJARGAR MARÍU GUÐLAUGSDÓTTUR,
frá Ártúnum, Rangárvöllum,
Boðahlein 18,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfiröi og Landa-
kotsspitala, deild 2A.
Guðlaug Magnúsdóttir, Rögnvaldur Rögnvaldsson,
Gunnar Magnússon, Sigríður Simonardóttir,
Ragnheiður Magnúsdóttir, Árni Vigfússon,
Geir Magnússon, Sigríður Sigurbjörnsdóttir,
Ólafur Mágnússon, Sigríður Hannesdóttir.
Minning:
Maguea G. Guðmunds-
dóttir Frandsen
Fædd 30. ágúst 1941
Dáin O.júlí 1986
Hún elsta systir okkar, Magnea
Guðríður Guðmundsdóttir Frand-
sen, er dáin, sólargeisli fjölskyld-
unnar í Vogunum, besta bamið,
besta systirin, virt af öllum sem
þekktu hana — best af öllum. Að
vísu hafði hún búið í Danmörku í
22 ár og stundum er sagt að fjar-
lægðin geri fjöllin blá og mennina
mikla. En það var ekki fjarlægðin
sem gerði hana svo einstaka í okk-
ar augum, heldur hún sjálf með
alla blíðuna, góða skapið, þolin-
mæðina, gestrisnina og frænd-
ræknina.
Þegar sá deyr sem maður virðir
og þykir vænt um, koma minning-
amar upp í hugann, ein af annarri.
Fyrsta myndin sem ég sé er af
okkur systrunum í sama rúminu í
litla húsinu, þar sem þá, 11 manna
fjölskylda, deildi tveimur herbergj-
um að nóttu. Mér fannst sérstak-
lega gott að fínna hendi stóm systur
strjúka hár mitt þangað til ég sofn-
aði og að sjálfsögðu launaði ég
henni þolinmæðina og umhyggjuna
næsta kvöld á sama hátt.
Onnur mynd sýnir stóm systur
fara út í hinn viðsjála heim, til
Reykjavíkur, að vinna fyrir sér. Um
helgar kom hún heim í litla þorpið
með dásemdir borgarinnar í brúnum
bréfpokum. Allir litlu munnamir
heima fengu sitt lítið af hvetju af
heimsins gæðum í formi ávaxta,
brjóstsykurs eða annarra sætinda
og ekki gleymdi hún heldur mömmu
og pabba.
Seinni tíma myndir sýna stóm
systur flutta til Danmerkur, gifta
Bent Frandsen, með þrjú indæl
böm, Ivan, Lailu og Richard. Góð,
móðir, góð eiginkona, gerði aldrei
kröfu til annarra, heimtaði aldrei
sinn skerf af jarðneskum gæðum
eins og svo margir aðrir. Hógvær
og blíð á hvetju sem gekk. Svo
sannarlega hlaut guð að hafa vel-
þóknun á þessu barni sínu og víst
hlaut hún að eiga góða innistæðu
á himnum.
Stóra fjölskyldan á íslandi dró
hana til sín á hverju ári í seinni
tíð. Mamma og pabbi vom líka far-
in að geta komist til Danmerkur
árlega svo stutt var á milli vina-
funda. Bestu stundir mömmu og
pabba vom þegar þau komust frá
amstri hversdagsins í Kirkjugerði 5
í litla sumarhúsið í nágrenni stóm
systur. Þar fannst öllum gott að
vera og aldrei fannst henni hún
gera nóg fyrir sitt fólk. Hún bjó í
haginn fyrir væntanlega gesti,
þreif, málaði, gróðursetti, sló gras-
flötina og dró loks danska fánann
að húni. Velkomin til Danmerkur,
mamma, pabbi og þið öll frá íslandi.
í hvert skipti sem hún kom til
íslands í seinni tíð var hún hrædd
um að pabbi yrði horfínn yfir móð-
una miklu. Hún sagði: „Ég er alltaf
svo hrædd um að pabbi verði dáinn
næst þegar ég kem heim.“ Eins og
svo oft áður sannaðist máltækið
„enginn veit hver annan grefur".
Þó svo að pabbi hafi verið hjarta-
sjúklingur í mörg ár, en stóra systir
hraust alla tíð, þá dó hún á undan
honum. Svona getur nú lífið verið
skrítið og torskilið okkur jarðar-
börnum.
Með sorg og söknuði kveðjum
við góða systur. Við grátum ekki
hennar vegna því hún er í góðum
höndum. Við grátum af meðaumk-
un með okkur sjálfum, mömmu,
pabba og ömmu. Við grátum vegna
barnanna hennar, mannsins hennar
og allra hinna sem virða hana og
elska að eilífu.
Sesselja og öll hin.
Kveðjuorð:
Kjartan Ólafsson
vörubifreiðastjóri
Félagsmenn í Vörubílstjórafélag-
inu „Þrótti", sem starfað hafa með
Kjartani Ólafssyni, sumir um nær
fjóra áratugi, vilja ekki láta hjá líða
að senda honum hinstu kveðju.
Það fór ekki fram hjá þeim, sem
gerst þekktu hann innan félagsins,
að þar fór maður, sem vissi hve
mikils virði er fyrir menn í erfiðu
starfi að geta létt af sér daglegu
amstri og látið hugann hvarfla frá
hversdagsleikanum. Hann hafði því
lengi forustu um margs konar fé-
lagsstarf, m.a. undirbúning árshá-
tíða — jólahátíða fyrir böm
félagsmanna og vinafólks þeirra,
sem lengi voru rómaðar fyrir mynd-
arskap. Að sjálfsögðu naut Kjartan
liðveislu félagsmanna við þessi störf
enda hafði hann gott lag á að fá
menn til liðs við sig.
En Kjartan kom víðar við hvað
félagsmál „Þróttar" varðaði, það
má segja að ávallt þegar virkilega
þurfi á að halda í réttindabaráttu
stéttarinnar þá var Kjartan á sínum
stað og hopaði hvergi.
Hann undi því ávallt illa ef félög-
um hans var sýnd óbilgimi og fór
gjarnan fyrir sveit þeirra manna
sem vildu leiðrétta slíkt. Hann vildi
á sama hátt taka hart á ef viðskipta-
vinum félagsins var sýnt óréttlæti.
Oft bar það við að félagsmenn
tóku sig saman ef einhver úr hópn-
um hafði orðið fyrir þyngri báru
en annar og þurfti aðstoð. Þá var
Kjartan ávallt í forystu og undan
honum gekk.
Hann þekkti máske frekar en
ýmsir aðrir úr hópnum hvað fátækt-
in og öryggisleysið sem henni fylgir,
f'Umii ó.f
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 91-620809.
markar djúp og oft óafmáanleg
spor. Hann rétti því hvetjum lið sem
hann mátti. Honum var manna ljós-
ast hversu afgerandi nauðsyn það
er fyrir erfíðisstéttirnar að standa
saman í órofa fylkingu til bættra
kjara.
Kjartan sat í stjórn og trúnaðar-
mannaráði félagsins um árabil og
leysti þau störf sem önnur í þágu
félagsins af skyldurækni. Samtök
vörubifreiðastjóra hafa misst góðan
og traustan félaga. Þau flytja eftir-
lifandi konu hans og skyldfólki öllu
samúðarkveðjur.
Einar Ogmundsson
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar
þjónusta *
A i n ■* »,J
Dyrasimaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Fíladelfía Hátúni 2
Almenn bænasamkoma i kvöld
kl. 20.30. Dagskrá: Bæn, lof-
gjörð og þakkargjörð.
Celebrant Singers í
Fellakirkju
kl. 20.30 munu Celebrant Sin-
gers syngja í Fellakirkju. Allir
velkomnir meöan húsrúm leyfir.
KROSSINN
ALFHÓLSVLGI 32 - KÓPAVO' I
1 Samkomur á sunnudögum kl.
16.30. Samkomur á laugardög-
um kl. 20.30. Bibliulestur á
þriöjudögum kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir sunnudag
13. júlí:
1) Kl. 8.00 Þórsmörk — dagsferö
kr. 800. Sumarleyfisgestir at-
hugið að panta tímanlega.
2) Kl. 10.00 Hraunteigur — Bjól-
fell (265 m). Ekiö upp Lands-
sveit, með Ytri Rangá, i
Hraunteig og komið verður að
gamla Næfurholti. Verð kr. 750.
Farastjóri: Bjarni Olafsson.
3) Kl. 13.00 Grasaferð (fjalla-
grös). Verð kr. 350.
Miðvikudagur 16. júlf:
1) Kl. 8.00 Þórsmörk — Dagsferð
og dvalargestir.
2) Kl. 20.00 (kvöldferð). Bláfjöll,
farið upp með stólalyftunni.
Brottför frá Umferðamiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorö-
inna.
Ferðafélag (slands.
UTIVISTARFEROIR
Símar: 14606 og 23732
Sunnudagsferðir 13. júlf.
Kl. 8.00 Þórsmörk, elnsdags-
ferð. Verð 800 kr. Tilvaliö að
dvelja i sumardvöl frá sunnudegi
til miðvikudags eða föstudags.
Kl. 8.00 Hlöðufell - Brúarár-
skörð. Verö. 800 kr. Gengiö á
besta útsýnisfjall á Suðvestur-
landi (1188 m).
Kl. 13.00 Dauðadalahellar-
Helgafell. Sérstæðar hella-
myndanir. Hafið Ijós með. Frítt
f. börn m. fullorðnum. Brottför
frá BSÍ, bensínsölu. Verð 450 kr.
Miðvikudagsferð í Þórsmörk
16. júlf kl. 8.00.
Kvöldganga að Krókatjörn og
Selvatni kl. 20. Muniö simsvar-
ann: 14606. Sjáumst.
Útivist.
Mt’i.viluHm) (i Irverjtmt (L^i'