Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 fclk í fréttum Fyrst við erum á annað borð farin að birta myndir af hátíð- arhöldunum 17. júní er ekki úr vegi að við látum fljóta hér með mynd- ir, sem teknar voru á æfingu hópsins, sem stóð fyrir götuleikhúsi í höfuðborginni þann ágæta dag. Málefni æskufólks þessa lands hafa að undanfömu verið mjög til um- ræðu. Athyglinni hefur þá venju- lega verið beint að skuggahliðum þeirra mála, vímuefnaneyslu og öðrum vanda. Þrátt fyrir að endan- leg lausn á vímuefnavandanum sé langt frá því að vera í sjónmáli ber flestum fræðingum þó saman um að áhrifamesta forvamarstarfið fel- ist einmitt í félagsmálum. Krakkar leiðist síður út í misnotkun eiturefna eigi þau sér áhugamál, þar sem bæði hugur og hönd fá notið sín. Það er því ætíð gleðiefni að sjá ungmenni taka höndum saman og gera góða hluti, hrinda í fram- kvæmd gömlum draumi. Það var mikið um að vera er við litum inn á æfingu hjá þessurn kátu krökkum, daginn áður en þau þrömmuðu um götur bæjarins. Ver- ið var að leggja síðustu hönd á alls kyns furðufígúrur, litskrúðuga orma, fána og flögg. Ánægja og áhugi skinu úr hveiju andliti, þrátt fyrir þreytu. „Þetta hefur verið al- veg heilmikið ævintýri," sagði okkur ein stúlkan. „Reyndar hefur þetta tekið allan tíma manns svo svefn hefur fengið að sitja á hakan- um. Til að mynda svaf ég aðeins 3 tíma í nótt og sé varla fram á að festa blund þá næstu. En það er sko vel þess virði. Andinn í hópnum hefur verið alveg frábær og kom það mér mjög á óvart, því við kom- um víða að. Töluverður hópur kemur frá leikfélagi æskunnar, „Veit mamma hvað ég vil“ og dá- góður slatti ofan úr Fellaskóla. Það voru þeir Ágúst Pétursson og Ámi Pétur Guðjónsson sem yfír- umsjón höfðu með verkefni þessu. Þeir þeyttust um svæðið og leið- beindu listamönnunum, gáfu góð ráð og lögðu hönd á plóg. „Það er síðasta æfing fyrir ormakvikindin núna," gargaði Ami Pétur, „og all- ir eiga að koma út,“ bætti hann við. „Erum við ekki ákveðin í að gera þetta með glæsibrag?" öskraði hann á hópinn sem var vissulega vel með á nótunum, því þau svör- uðu fullum hálsi „JÚÚÚU“. „Fínt, þá byijum við, 1,2,1,2 ...“ Krakk- amir þeystu um svæðið með miklum látum. „Hverslags dauðyfli eruð þið?“ hrópaði Ámi, „við viljum lif- andi orma svo reynið þið að hreyfa ykkur." Krakkamir tóku þessum vinsamlegu tilmælum með jafnað- argeði og lögðu sig enn meira fram. Ormarnir voru rúmgóðir svo ekki sé nú meira sagt. Þijár manneskj- ur nægðu þeim ekki sem magafylli. Feikifjör og læti — hópurinn sem stóð að baki götuleikhúsinu. „Ég vil fá að sjá almennilega hreyfingu á ykk- ur,“ gargaði Arni Pétur. Gestgjafamir Ema Geirdal Cordova. íslendingar í Mexíkó í sannköliuðu hátíðarskapi. heiðurshjónin og Alfonso Frá Andrési Péturssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins í Mexíkó: Þjóðhátíðardagur okkar íslendinga rann upp bjartur og fag- ur í Mexíkó. Á undanfömum árum hefur ræðismaður íslands hér, hr. 17. júní í Mexíkóborg David Wiesley boðið öllum íslend- ingum í Mexíkó til heimilis síns á þessum degi, til að fagna sjálfstæði landsins. Áf óviðráðanlegum orsök- um gat hann ekki haldið þessa veislu ( ár og leit því út fyrir að íslendingamir þyrftu að halda upp á daginn, hver í sínu horni. En það fannst þeim heiðurshjónum Ernu Geirdal de Cordova og Alfonso Cordova alveg ómögulegt og ákváðu því að bjóða öllum mann- skapnum heim til sín. Þar sem flestir fslendingamir eru miklir knattspyrnuaðdáendur og fjöl- skylda Ernu þar meðtalin, var ákveðið að hittast eftir leik Frakk- lands og Ítalíu, sem leikinn var þann 17. Flestum til mikillar ánægju bar Frakkland sigur úr býtum ( leiknum og því skunduðu menn, í tvöföldu hátíðarskapi, heim til þeirra hljóna, sem búa ekki langt frá Olympíuleikvanginum í Mexí- kóborg, þar sem leikurinn fór fram. Eins og við mátti búast voru veit- ingarnar ekki af skomum skammti hjá þeim Emu og Alfonso og voru m.a.s. á boðstólum reyktur íslensk- ur lax,' (slensk sfld og harðfiskur. Erlendum gestum þeirra hjóna var boðið að smakka þjóðardrykk okkar íslendinga, blessað brennivinið og voru viðtökurnar æði misjafnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.