Morgunblaðið - 12.07.1986, Side 36

Morgunblaðið - 12.07.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 t > t/ Ef |pú ert manngeið, se™ icann ou) fara meÍ5 20-000-000 fcc árstekjur; )^á ert þú réttri maSurinntil að seija- ■fra.rnleiáálu okJcojr." Þú hefðir ekki átt að skála við alla gestina. Með morgnnkaffínu Auðvitað elska ég þig. — Afram gakk! HÖGNI HREKKVÍSI „ ÉG HÉLT AD HO/M VlLp| FÁ SEM FLBGTA FOFELORA í HElMSÓKN 'A FORFLPRAKVOLPJD." Sýnið alla leikina hægt Knattspyrnuáhugamaður hringdi: „Eg vil taka undir með Diego Maradona, sem vildi sjá alla heims- meistarakeppnina aftur. Þó fínnst mér hann ekki hafa útfært hug- myndir sínar nægjanlega vel. Knattspyma er vissulega ijölbreytt íþrótt en til að auka enn meira á þann breytileika sem hún bíður upp á mætti jafnvel sýna fyrri hálfleik á undan! Svo mætti sýna bestu leik- ina hægt þannig að öll fjölskyldan gæti skemmt sér enn lengur fyrir framan sjónvarpsskerminn. Þá yrði sýningartími leikjanna 3-4 klst eftir því hve hægt yrði sýnt. Þannig yrðu leikimir gæddir óvenjumiklu lífí og ávallt mætti sjá eitthvað nýtt. Með því að sýna ieikina á föstudags- og laugadagskvöldum gæti sjónvarpið einnig sparað sér umtalsvert fé, sem annars hefði farið í kaup á bíómynd- um sem enginn hefur löngun í sér til að horfa á.“ Víkveiji skrifar Margir hafa haft orð á því við Víkveija, að þeim þyki hinn svonefndi „Saga Class“ Flugleiða ekki peninganna virði. Þetta er ein- hver vísir að fyrsta farrými í vélum félagsins, en þó alls ekki sambæri- legt við fyrsta farrými hjá flug- félögum annars staðar en kannski meira í ætt við það, sem sum félög kalla „business class“. Það, sem farþegar á „Saga Class“ fá fyrir snúð sinn er prentaður matseðill (!), sem skiptir náttúrlega engu máli, val um rétti á sumum flugleið- um, eitthvað meira rými er á milli sæta og laust sæti á milli tveggja sæta, ef þess er nokkur kostur, svo og drykkir; sem ekki eru seldir sér- staklega. I raun er þetta svo lítil- vægt, að farþeginn tekur nánast ekki eftir því. Eins og allir vita er fargjalda- kerfi flugfélaganna mikill frum- skógur. Þeir, sem eiga erindi til útlanda í nokkra daga greiða fullt verð fyrir farseðilinn, en aðrir, sem geta betur hagrætt sínum ferðatíma geta fengið keyptan farseðil fyrir brot af þessu fulla verði. Þeir, sem neyðast til þess að greiða hæsta verð fyrir farseðilinn hafa oft haft á orði, að óeðlilegt sé að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð. Það má til sanns vegar færa. Og það er lofs- vert í sjálfu sér að félagið leitist við að koma til móts við þessa gagn- rýni. Fullt verð fyrir farseðil til Norðurlanda er feykilega hátt, raunar svo hátt, að þegar það er borið saman við fargjöld á löngum flugleiðum innan Bandaríkjanna t.d. finnst mörgum þetta nálgast óheyrilegt verð. Það er jafnvel hægt að komast í pakkaferðir til Suðaust- ur-Asíu fyrir ekki mikið hærra verð en gildir á Norðurlandaleiðum, þeg- ar fullt verð er greitt. Sennilega er fullt verð til Norðurlanda fjórum til fimm sinnum hærra en lægsta verð, sem einstaka ferðaskrifstofur hafa boðið. Sú aukna þjónusta, sem við- skiptamaðurinn fær hjá Flugleiðum á „Saga Class“ fyrir þennan verð- mismun stendur ekki undir nafni. Það væri t.d. saga til næsta bæjar ef einhver fyrirtæki eða opin- berir aðilar létu sér detta í hug að kaupa farseðla á þessu farrými, ef lengd ferðar leyfir annað. Hvaða reglur skyldu annars gilda um þetta hjá ríkinu? Ferðast opinberir starfs- menn eingöngu á „Saga Class“ á kostnað skattgreiðenda? XXX Hjólreiðar hafa aukizt mikið hérlendis hin síðari ár. Fyrir nokkrum árum greip um sig hjól- reiðaæði eins og menn muna og óskaplegt magn af reiðhjólum seld- ist á skömmum tíma. Eitthvað hefur nú dregið úr því æði! A þessu er haft orð hér vegna þess að Víkveiji ræddi við norskan kaupsýslumann á dögunum, sem hafði tekið þátt í hjólreiðaferð frá Þrándheimi til Oslóar fyrir skömmu. Þátttakendur í þessari ferð voru um 4.500. Vega- lengdin sem hjóluð var reyndist um 500 km, um mikið fjalllendi á köfl- um. Viðmælandi Víkveija var 29 klukkustundir að hjóla þessa leið. Ekki var sofíð á leiðinni en stöðvað til þess að matast. Elzti þátttakand- inn var rúmlega sjötugur. Þeir sem hraðast fóru luku þessari ferð á 13-14 klukkustundum. Hinn norski kaupsýslumaður sagði, að fyrstu 250 km væri þetta spuming um líkamlegt úthald. Eftir að búið væri að hjóla þá vegalengd væri komið í ljós, hvort það væri yfirleitt til staðar. Ef það væri á annað borð væri næsti þröskuldur á veginum sá, hvort menn hefðu einfaldlega viljastyrk til þess að halda áfram síðari 250 km. Sú eld- raun gæti orðið mörgum býsna erfið. En það hafðist í þessu tilviki. XXX Slíkar hjólreiðaferðir tíðkast um öll Norðurlönd. Þannig er efnt til hjólreiðaferða á hveiju ári hring- inn í kringum Jótland, en Danir hafa náttúrlega áratugum saman hjólað manna mest, enda landið vel fallið til þess ferðamáta. Margt getur hent hjólreiðafólk. Fyrir nokkrum ámm dvöldu þijár íslenzk- ar unglingsstúlkur sumarlangt í Kaupmannáhöfn og leigðu sér hjól þann tíma til þess að komast ferða sinn. Dag einn stóðu þær frammi fyrr því, að hjólunum hafði verið stolið. Skömmu síðar sáu þær þijá stráka á hjólunum á miðri Vester- brogade. Stúlkurnar þijár sýndu á þessari stundu mikinn skömngskap og réðust á þjófana út á miðri göt- unni, en þeir urðu svo skelkaðir að þeir tóku til fótanna! Hafa sjálfsagt ekki búizt við slíkri framkvæmda- semi hjá kvenfólki. En þetta var útúrdúr. Arlega er efnt til hjólreiða- ferða með fjöldaþátttöku á öllum Norðurlöndunum utan íslands. Eftir því sem þjóðvegir okkar batna auk- ast möguleikar okkar á að efna til slíkra ferða. Það gæti t.d. verið skemmtilegt framtak að efna til hjólreiðaferðar árlega milli Hafnar í Homafirði og Reykjavíkur — eða jafnvel hringveginn um landið allt. Svartsýnn viðmælandi Víkveija taldi hins vegar, að það mundi ekki geta orðið fyrr en við lok næstu aldar, það mundi taka svo langan tíma að koma varanlegu slitlagi á þjóðvegina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.