Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
Á að hlífa trjánum á
kostnað hollustunnar?
Gísli Guðmundsson skrifar:
Velvakandi.
I merkilegum umræðum sem hér
hafa tekist um eitrun gegn skordýr-
um í skrúðgörðum borga og bæja
hefur mér fundist eitt vanta. Engin
viðbrögð hafa orðið af hálfu þeirra
manna í opinberum embættum sem
forystu ættu að hafa, eða að
minnsta kosti kunnáttu í því efni
sem um er talað, hvort þörf sé á
að nota skordýraeitur í því magni
sem hér var áður, og sem nú virð-
ist að hefjast á nýjan leik.
Eftir því sem ég fæ séð er hægt
að nota skordýraeitur í borgum og
bæjum. Fyrir utan þessi svæði sýn-
ist vera gjörsamlega ómögulegt að
beita skordýraeitri, nema þá að með
miklum fjármunum og stórvirkri
tækni, t.d. úr flugvélum.
Ég spyr: Eru skordýralyf notuð
í Hallormsstaðaskógi, Vaglaskógi,_
á Mógilsá, Öskjuhlíð, við Rauðavatn
og í Heiðmörk, t.d. í Vífilsstaðahlíð-
um, Kjamskógi?
Ég geri tæplega ráð fyrir að svo
sé. En hvort svo er gert eða ekki
hlýtur að baki ákvörðunar um það
að vera einhver ákvörðun, kunn-
átta. Að gera ekki hluti krefst
ákvörðunar ekki síður en að fram-
kvæma.
Segjum nú sem svo að skordýra-
eitrun hefjist á nýjan leik í
Reykjavík, en á því eru mjög miklar
líkur, ef dæma má af þessu vori.
Getur svo farið að við séum að ala
upp nýja og harðgerða stofna skor-
dýra? Ilver á að hafa forystu í þessu
máli?
Ætla allir forystumenn á sviði
gróður- og heilbrigðismála að þegja
þunnu hljóði þegar þessi gagnlega
umræða hefur hafíst hér í dálkum
Velvakanda.
Agætur maður, velviljaður og
athugull, Gestur Sturluson, tók hér
til máls og spurði hvort við ættum
að una því að garðaúðun afleggist
og barrtrén okkar eyðileggist. Ég
spyr á móti. Viljum við hafa þann
hátt í okkar samfélagi að við hlífum
ttjánum á kostnað hollustunnar?
Við höfum lús á grenitijám. Vitað
er að til eru skordýr sem halda
þessum lúsum í skefjum í grann-
löndunum, er þar átt við maríubjöllu
og fleiri. Með því að úða eyðum við
ekki einvörðungu grenilúsinni held-
ur einnig maríubjöllu og öllum
öðrum gagnlegum skordýrum sem
jafnframt eru fæðustofn fuglanna.
Ég er hræddur um að ef forystu-
menn heilsuvemdar kjósa hrópandi
þögn í þessu máli sem hér er á
dagskrá hefjist á ný stórvirkur eit-
urefnainnflutningur, tækjakaup
garðyrkjumanna og önnur upp-
bygging hagsmuna sem geri for-
ystulausan almenning lítils
megnugan.
Látið í ykkur heyra fyrir guðs
skuld, skordýrafræðingar, gróður-
fræðingar, náttúruverndarmenn,
heilsuvemdarmenn, eiturefnafræð-
ingar. Er þetta ekki á dagskrá
þegar rætt er um lifnaðarhættina
og „heilsu fyrir alla árið 2000“?“
Á laugardagsmorgni
Gunnar Sverrisson skrifar:
„Mig langar til sð raða hér sam-
an nokkmm orðum saman svo úr
verði ein heild, svo úr verði ein
heildarmynd um sitthvað er kannski
kemur í huga minn á þessum sólríka
laugardagsmorgni. Löngun til að
skapa gott áreiti í huga þess er ber
þessar línur augum, kannski ein-
hverjum til umhugsunar í leiðinni.
Það er heiðskírt. Morgunsólin
varpar geislum sínum víða vegu og
gefur ágætt fyrirheit um að þessi
dagjir verði hagstæður í gerandi
sinni, fyrir hvem og einn er vill lifa
lífinu ájákvæðan hátt og hefur eitt-
hvað að gefa öðmm til hvatningar
er þurfa þess með. Jákvætt hugar-
þel er fyrir öllu ef sérhver vill verða
vinsæll með þjóðinni.
Vinsæll, það var orðið - og minnir
á að í stöku tilviki getur vandi fylgt
vegsemd hverri eins og máltækið
segir. Fólk er svo misjafnt og geng-
ur stundum misvel að vinna úr
gjöfúm guðs. Gengur það þó þokka-
lega ef á heildina er litið . . .
Morgunsólin skín án afláts og líf
er tekið að færast í borgina eftir
milda og bjarta nótt. Það er komin
helgi. Hvíld hveijum daglaunaþega
til handa eftir langa vinnuviku. Það
er ijallhá staðreynd að nauðsynlegt
er að taka sér frí frá störfum öðm
hvom, slaka á og taka það rólega
um stund: Það er öllum hollt, ekki
síst þeim er stunda erfiðisvinnu í
einhveijum mæli. í upphafí var orð-
ið og orð mín em á þá lund að
lögboðnir frídagar séu til að veita
þeim virku hvíld frá störfum svo
gjafir guðs verði meðteknar í stað-
inn. Það er krydd lífsins að ég tali
nú ekki um ef einhver eða ein-
hveijir af viðkomandi daglaunafólki
nýtir tómstundir sínar hveija helgi
við hlustun fagurra tónverka sem
göfga og bæta og ef til vill næsta
ólík í meðfömm og höfða því til
ólíkra þegna.
Og þar sem morgungolan niðar
við hálfopinn glugga og sólin skín,
óþreytandi í tilgangi sínum, kom í
huga mér að nú em nokkrar vikur
þar til rennur upp tvö hundmð ára
afmæli borgarinnar. Ég þykist vita
að margar hendur muni vinna að
því að gera átjánda ágúst sem eftir-
minnilegastan. Hann mun þó líða
eins og aðrir dagar og hverfa í
tímans rás eins og allir aðrir dagar
- nema tæknin, bækur og bókfell
búi svo um hnútana að hans verði
getið síðar sem dags daganna í við-
burðaríkri sögu höfuðborgarinnar.
Charles Bronson með vörumerkið sitt í höndunum — drápstólið.
Kalli o g
kvenskrattarnir
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Austurbæjarbíó: Murphy’s Law
- Lögmál Murphys ★ ★
Leikstjóri: J. Lee Thompson.
Handrit: Gail Morgan Hickman.
Kvikmyndataka: Alex Philips.
Tónlist: Marc Donahue og Va-
lentine McCalIum.
Aðalleikendur: Charles Bron-
son, Kathleen Wilhoite, Carrie
Snodgress, Robert F. Lyons,
Richard Romanus.
Cannon 1986. Sýn.tími ca. 95
mín.
„Hjálpaðu mér“, æpirmorðóður
kvenskratti, á dramatískum loka-
mínútum nýjustu bang-bang
myndar Charles Bronson, miss-
andi dauðahald á axarskafti hátt
upp á vegg. Gamla steinfésið svar-
ar með velkunnu, miskunnarlausu
glotti, búinn að þola ómældan
djöfulskap kvendisins undan-
gengna sólarhringa. „Farðu til
helvítis," orgar sniftin, þegar
höndin sleppir axarkjagginu.
„Ladies fírst,“ svarar karl að
bragði, af sinni alkunnu, stóísku
ró og ekki frítt við að glotthrukk-
an breikki á rúnum ristu andlitinu.
Ekki að undra, enda er nýjustu
mynd þessa aldurshnigna hörku-
tóls að ljúka. Og þó Bronson sé
í fínu formi er spuming hvort
hann geti leikið sér tuttugu árum
yngri töffara öllu oftar. Jafnvel
þó, ef rétt er að sem sýnist, að
hann hafi látið strekkja dulítið á
andlitsleðrinu.
í Lögmáli Murphys er sem
sagt enga stefnubreytingu að
finna á Bronson-standardnum.
Að þessu sinni gegnir hann nafn-
inu Murphy og starfar í lögreglu-
liði LA. Nýskilinn og farinn að
dreypa heldur ótæpilega á flösk-
unni. Til sögunnar kemur fyrr-
nefnd kvenpersóna, (leikin af
glaðhlakkalegum tryllingi af
Carrie Snodgress - sem einmitt
sló fyrst í gegn í myndinni Diary
of a Mad Housewife, hér um
árið), geðbilaður morðingi sem
Murphy kom lögum yfir fyrir all-
mörgum árum. Og nú, nýsloppin
úr múmum, skal leita sætra
hefnda. Kemur karli í fangelsi
með hinum lymskulegustu véla-
brögðum.
En Kalla halda engin bönd. í
slagtogi við kjaftfora stelpuskjátu
vinnur hann að lokum bug á hin-
um útsmogna andskota sínum og
sendir með honum vænan slatta
af mafíósum og öðmm ljúflingum
niður á sexfetin.
Bófahasarinn hans Kalla Bron-
son er orðin slitin formúla, hér
er reynt að styrkja hana og bragð-
bæta með tilkomu klámspúandi
götustelpu og nokkuð sóðalegri
ofbeldisatriðum en maður á orðið
að venjast. Fyrir þau líður myndin
og setja á hana leiðinda blett.
Stúlkutetrið, (hressilega leikin af
nýliðanum Kathleen Wilhoite), er
aftur á móti hin sprækasta og oft
gaman að þessu kúnstuga tvíeyki.
Þó svo að söguþráðurinn sé
jafn afspyrnu ólíklegur og tíðkast
í slíkum pródúksjónum, er hann,
til allrar guðsblessunar, kryddað-
ur kjambetri mddafyndni en
maður á að venjast af þeim and-
ans mönnum sem hafa atvinnu
af að yrkja Bronson-sóða. Því
dæmist Lögmál Murphys þegar
á heildina er litið, Bronson-stand-
ard í skárri kantinum.
NÝTT SÍMANÚMER
69-11-00
Auglýsingár 22480 • Afgreiðsla 83033