Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 39 2. deild: Völsungur vann KS örugglega VÖLSUNGUR skaust upp í 3. sæti í 2. deild f gærkvöldi með 2:0-sigri á KS á Húsavfk. Sigurinn var sanngjarn og hefðu mörkin auðveldlega getað orðið fleiri. Völsungur sótti nær stanslaust allan fyrri hálfleikinn og leikmenn- irnir fengu gullin marktækifæri, en tókst samt ekki að skora. Reyndar fengu Siglfirðingar fyrsta færi leiksins, en Jóni Kr. Gíslasyni brást bogalistin. Leikmenn Völsungs mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu strax á fyrstu mínútu. Löng sending kom inn í markteig Siglfirðinga, þar sem Grétar Jóns- son skallaði út á Kristján Olgeirs- son og hann skoraði meö sannkölluðu þrumuskoti. Seinna mark Húsvíkinga kom ekki fyrr en á 85. mínútu og var það sérlega glæsilegt. Brotið var á Grétari og tók Kristján auka- spyrnuna. Hann sendi knöttinn á Björn bróður sinn, sem skaut hörkuskoti að marki. Knötturinn stefndi að fjærstönginni, en þar var Vilhelm Frederiksen og hann var ekki lengi aö átta sig, kastaði sér aftur og þrumaði knettinum í markið. Skömmu fyrir leikslok fengu Siglfirðingar gott marktækifæri, en Fyrsta tap Sovétríkjanna í 28 ár BANDARÍSKA kvennalands- liðið f körfuknattleik sigraði það sovóska, 83:60, á Friðar- leikunum f Moskvu f gær- kvöldi. Þetta var fyrsta tap sovéska kvennalandsliðsins í 28 ár. Cheryl Miller skoraði 18 stig og Katrina McClain 17 fyrir Bandaríkin, sem höfðu undir- tökin í leiknum allt frá byrjun. Mesti munur í leiknum var 26 stig. Sovésku stúlkurnar höfðu aðeins tapað tveimur leikjum af síðustu 155. Það var gegn Bandaríkjunum 1957 og Búlg- aríu 1958. Knattspyrnu- skóli UÍA KNATTSPYRNUSKÓLI ÚÍA verð- ur starfræktur að Eiðum frá 14. til 25. júlf. Skólinn er ætlaður 4. 5. og 6. flokk. Fyrir 6. flokk, 10 ára og yngri, 14. til 18. júlí og fyrir 4. og 5. flokk 21. til 25. júlí. A dagskrá eru m.a. æfingar knattþrautir og kvöldvök- ur. Kennarar verða Arsæll Haf- steinsson og Grétar Eggertsson. Enn eru nokkur pláss laus og til- kynnist þáttaka á skrifstofu ÚÍA, síma 1353. fyrst mistókst Ólafi Agnarssyni að ná til knattarins og síðan skaut Hafþór Kolbeinsson yfir Húsavík- urmarkið. Vilhelm Frederiksen var besti maður vallarins. Sigurgeir Stefáns- son var einnig góður í liði Völs- ungs, en annars var liðið jafn- sterkt. Hjá KS virtist vanta sigurviljann og erfið barátta fram- undan hjá liðinu. Colin Thacher og Jakob Kárason voru bestir Siglfirð- inga. Gylfi Orrason dæmdi leikinn ágætlega. A.B. 1. deild kvenna: UBKvann Þór 1:0 í GÆRKVÖLDI fór fram einn leik- ur í 1. deild kvenna. UBK vann Þór, Akureyri, 1:0 á Kópavogs- velli. Sigurinn var sanngjarn, en mikið var fyrir honum haft. UBK sótti iátlaust allan leikinn, en átti í mestu erfiðleikum þegar upp að Þórsmarkinu var komið. Valgerður Jóhannsdóttir, miðvörð- ur Þórs, var sem klettur í vörninni og stöðvuðust flestar sóknartil- raunir UBK á henni. Samt fengu Blikastúlkurnar nokkur góð mark- tækifæri, sem fóru í súginn. Þaö var Ásta B. Gunnlaugs- dóttir sem skoraði eina mark UBK og leiksins. Hún fékk knöttinn eftir aukaspyrnu og náði að pota fram- hjá Þórdísi Sigurðardóttur í marki Þórs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Björn Axelsson hafði forystu á Akureyrarmótinu í golfi eftir þriðja keppnisdag í gær. Hér púttar hann á 7. braut vallarins í gær — kúlan um það bil að detta ofan f holuna! Knattspyrna helgarinnar HEIL umferð verður i 1. og 2. deild karla um þessa helgi. Auk þess verða leikir í 3. og 4. deild og kvennaflokki. Laugardagur: 1. deild karla: kl. Akureyrarvöllur Þór A—Fram 14.00 Akranesvöllur ÍA—ÍBV 14.30 1. deild kvenna: Keflavíkurvöllur ÍBK—Þór A. 14.00 2. deild karla: Laugardalsvöllur Víkingur R.—Þróttur R. 14.00 Njaróvíkurvöllur Njarðvík—ÍBÍ 15.00 Borgarnesvöllur Skallagrímur—Selfoss 14.00 2. deild kvenna B: ísafjarðarvöllur ÍBÍ—Þór Þ. 14.00 3. deild A: Kópavogsvöllur ÍK—Fylkir 16.00 4. deild karla: Kópavogsv. Augnablik—Grundarfjörður 14.00 Stokkseyrarv. Stokkseyri—Víkverji 14.00 Ólafsvíkurv. Víkingur Ól.—Afturelding 14.00 Fellavöllur Leiknir R.—Eyfellingur 14.00 Hólmavíkurv. Geislinn—Badmint. ísafj. 14.00 Þingeyrarvöllur Höfrungur—Stefnir 14.00 Bolungarvíkurv. Bolungarvík—Hörður 14.00 Dalvíkurvöllur UMFS—Kormákur 14.00 Svalbarðseyrarvöllur Æskan—Núpar 14.00 Raufarhafnarvöllur Austri R.—HSÞ-b 14.00 Sunnudagur: 1. deild karla: Keflavíkurvöllur ÍBK—FH 20.00 Kópavogsvöllur UBK—Valur 20.00 2. deild kvenna A: Stokkseyrarv. Stokkseyri—Skallagrímur 14.00 3. deild karla A: Akranesvöllur HV—Stjaman 4. deild karía A: Gervigrasvöllur Skotf. R.—Snæfell Gervigrasvöllur Léttir—Hveragerði ísafjarðarvöllur Reynir Hn.—Hörður Mánudagur: 1. deild karia: Laugardalsvöllur KR—Víðir 14.00 14.00 16.00 14.00 Firmakeppni GSÍ FIRMAKEPPNI GÍ i golft fer fram föstudaginn 18 júlí á Grafarholts- velli. Þriggja manna sveitir eru frá hverju fyrirtæki og eru tveir sem telja með forgjöf. Þátttöku þarf að - tilkynna til skrifstofu GÍ í síma 686686 fyrir fimmtudag. Spennandi og skemmtileg keppni í meistaramóti golfklúbbanna MEISTARAMÓT golfklúbbanna stendur nú sem hæst. Hjá sum- um klúbbum lýkur mótinu i dag, en á morgun hjá öðrum. Hjá Nesklúbbnum voru Jón Haukur Guðlaugsson (149) og Tómas Sigurðsson (149) efstir og jafnir í meistaraflokki eftir 36 hol- ur. Tómas er í unglingaflokki og var þar jafnframt með forystu, en Kristján Haraldsson (159) var í 2. sæti. Jóhann Gunnarsson (155) var efstur í 1. flokki og Gunnlaugur Jóhannsson (157) var í 2. sæti. Pétur Orri Þórðarson (160) var efstur í 2. flokki, en Sveinn Einars- son (162) var næstur. Sævar Egilsson (170) var með forystu í 3. flokki, en næstir komu Ágúst I. Jónsson, RóÞert Holton og Óli B. Jónsson á 175 höggum. ( kvenna- flokki var Kristín Eide (196) í efsta sæti og Áslaug Bernhöft (198) í öðru. Gunnar Hansson (163) var efstur í drengjaflokki, en næstur var Gísli Hall (168). Mótinu hjá Nesklúbbnum lýkur í dag. Björgvin Þorsteinsson (73) hafði Sumarhátíð UÍA að Eiðum um helgina SUMARHÁTÍÐ UÍA hófst f gær að Elðum og verður fram haldið f dag og á morgun. Sumarhátíðin er mjög mikilvæg- ur þáttur í starfsemi UÍA því hún byggist á allri fjölskyldunni, þar sem fjölskyldumeðlimir koma og eru þátttakendur i gleði og leik. Á sumarhátíðinni er keppt í frjálsum íþróttum, sundi, sigling- um, ratleik, starfsíþróttum og knattspyrnu. í dag verður m.a. knattspymuleikur milli Einherja og Vágsboltfelag ( Færeyjum (VB) og hefst hann klukkan 18 og klukkan 16 á morgun leikur unglingalands- liðið gegn úrvaii UÍA. forystu í meistaraflokki hjá GR eft- ir 18 holur. Stefán Unnarsson og Jónas Kristjánsson voru á 77 högg- um. í kvennaflokki var Steinunn Sæmundsdóttir með 83 högg og Ragnhildur Sigurðardóttir með 84 högg. Jóhannes Árnason, Viggó Viggósson og Magnús Birgisson voru allir með 80 högg í keppni í 1. flokki. í 2. flokki var Steinn A. Jónsson með 79 högg, en Gunnar Árnason og Guðmundur Ragnars- son með 85 högg. Mótinu hjá GR lýkur á morgun. Keppninni hjá Leyni lýkur í dag, en eftir 36 holur var Hannes Þor- steinsson meö 154 högg, en hann er eini keppandinn í meistara- flokki. i 1. flokki var Reynir Þor- steinsson (162) efstur, Sigríður Ingvadóttir (191) var efst í kvenna- flokki, Þorsteinn Þorvaldsson (169) var efstur í 2. flokki og í 3. flokki var Jón Pétursson (180) efstur. Jóhannes Árnason (165) var efstur í unglingaflokki og í drengjaflokki var Hjalti Nielsen (148) með for- ystu. Hjá Keili er keppni iokið í drengja- og öldungaflokki en mót- inu iýkur í dag. í drengjaflokki sigraði Húbert Ágústsson á 340 höggum. Kristján Þór Helgason var á 404 höggum og Vignir Þór Traustason hafnaði í 3. sæti á 409 höggum. Sigurberg Elentínusson var með besta skor í öldunga- flokki, 178 högg, og sigraði með forgjöf á 134 höggum. Kári Þormar varð í 2. sæti á 140 höggum eftir bráöabana viö Þóri Ólafsson, sem einnig var á 140 höggum. Hjá Golfkiúbbi Suðurnesja lýkur mótinu í dag. Að loknum 36 holum var Magnús Jónsson (157) efstur í meistaraflokki. Hallur Þórmunds- son (159) og Gylfi Kristinsson (160) komu næstir. í 1. flokki var Guð- mundur Sigurjónsson á 157 höggum, Hafsteinn Sigurvinsson hafði forystu í 2. flokki (162) og Steinar Sigtryggson var efstur í 3. flokki. í kvennaflokki var Gerða Haildórsdóttir (197) efst og Karl Vilbergsson hafði forystu í drengjaflokki eftir 54 holur á 282 höggum. Hjá Golfklúbbi Grindavikur er keppni lokið í unglingaflokki. Guð- mundur Örn Guðjónsson sigraði á 158 höggum, Sigurður Jónsson fór á 172 höggum og Marel Guðlaugs- son á 185 höggum. Eftir 36 holur var Guðmundur Bragason efstur í karlaflokki á 155 höggum, en Tóm- as Baldursson (164) og Jakob Eyfjörð (172) komu næstir. Keppn- inni lýkur í dag. Hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja voru Gylfi Garðarsson (145), Eivar Skarphéðinsson (147) og Haraldur Júlíusson (148) efstir í meistara- flokki eftir 36 holur. ( 1. flokki var Eyþór Harðarson (154) efstur og Bjarni Baldursson (164) var efstur í 2. flokki, en Grétar Jónatansson (169) og Bergur Sigmundsson (170) voru næstir. Einar Erlends- son (170) var efstur í 3. flokki. í meistaraflokki kvenna eru tveir keppendur og var Sjöfn Guðjóns- dóttir á 166 höggum og Jakobína Guðlaugsdóttir á 174 höggum. Kristín Einarsdóttir (202) var efst í 1. flokki kvenna, Katrín Harðar- dóttir (246) og Ásta Finnbogadóttir (293) voru töluvert á eftir. Á Akureyri var Björn Axelsson (231) efstur í meistaraflokki eftir 54 holur, en mótinu lýkur í dag. Þórhallur Pálsson (236) og Sverrir Þorvaldsson (237) komu næstir. ( meistaraflokki kvenna voru efstar Inga Magnúsdóttir (257), Jónína Pálsdóttir (263) og Erla Adolfs- dóttir (292). í piltaflokki hafði Magnús Karlsson (238) forystu, en síöan komu Jón B. Árnason (249) og Eggert Eggertsson (261). Andrea Ásgrímsdóttir (317), Elísa- bet Stefánsdóttir (447) og Halla Árnadóttir (468) leiddu stúlkna- flokkinn, en Þórleifur Karlsson (292), Örn Arnarson (307) og Jón S. Árnason (309) voru efstir í drengjaflokki. Ekki var vitað um röð efstu manna og kvenna annars staöar, en nánar verður greint frá meist- arakeppninni eftir helgi. Mjólkurbikarinn: Dregið á mánudag LEIKIRNIR í 8-liða úrslitum Mjólk- urbikarsins í knattspyrnu fara fram miðvikudaginn 23. júlí. Dregið verður f beinni útsendinu í íþróttaþætti sjónvarpsins á mánudagskvöld. Það eru eingungis lið af Faxa- flóasvæöinu sem eftir eru í keppninni og aðeins eitt þeirra leikur í 2. deild, Víkingur. Hin liðin eru Fram, Valur, KR, Keflavík, Breiöablik, FH og (A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.