Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.07.1986, Qupperneq 40
Albert Guðmundsson í bréfi: Guðmundur vissi um söfnun Björgólfs Rangt segir Guðmundur J Hallargarðurinn við Fríkirkju- veg 11 er staður sem margir minnast sem eins fallegasta garðsins í borginni. Þótt ekki sé hann sem fallegastur eins og er er ötullega unnið að þvi að koma honum í fyrra horf. Garðurinn var orðinn nokkuð biautur og ekki vanþörf á að endurnýja hellulögðu stéttirnar. Skurður- inn á myndinni er fyrir steyptan vegg sem á að koma í veg fyrir að jarðvegurinn skríði fram. Ekki er langt í að verkinu verði lokið að sinni og fólk geti tekið að sleikja sólina á þessum fallega stað við Tjörnina. RÍKISSAKSÓKNARI ritaði Rannsóknarlögreglu ríkisins tvö bréf í gær, þar sem annars vegar kemur fram að ekki sé talin nein ástæða tii málsóknar á hendur Guðmundi J. Guð- mundssyni vegna þess fjárstuðnings sem hann þáði frá Hafskip og Eimskip fyrir milligöngu Alberts Guðmundssonar og að hann tengist Hafskipsmálinu ekki með öðrum hætti, og hins vegar bréf vegna rannsóknar á þætti Alberts Guð- mundssonar, þar sem kemur fram að ríkissaksóknari telji útilokað að aðgreina rannsókn á hans þætti frá aðalrannsókn málsins. Hann endursendi því gögn er varða Albert til RLR. I kjölfar þessarar niðurstöðu hófust bréfaskriftir á milli þeirra Guðmundar og Alberts. Guð- mundur ritar Albert fyrst bréf þar sem hann segir m.a.: „Nú liggur niðurstaða saksóknara fyrir, að ég hef í engu brotið gagnvart lögum. En það er ekki allt málið, það vissi ég fyrir. Hitt er sínu verra: Hin opinbera rannsókn staðfestir, að pening- amir komu alls ekki frá þér — þeir komu með ólögmætum hætti frá þriðja aðila.“ Að þeim orðum rituðum segist Guðmund- ur því senda honum bankaávísun að upphæð 152.250 krónur, sem sé höfuðstóllinn ásamt vöxtum Kona brennd- ist illa í gas- sprengingu KONA brenndist illa er gas- sprenging varð í eldhúsbifreið í Atlavík í gærmorgun. Var hún flutt með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að konan hugðist kveikja á gaseldavél í eldhúsbifreið frá Úlfari Jacobsen, en ferðamenn á hans snærum voru í Atlavík. Þegar kon- an kveikti upp varð mikil sprenging, svo kröftug að rúða í bifreiðinni brotnaði. Brenndist konan illa, en læknanemi, sem var staddur á svæðinu, gat veitt henni fyrstu hjálp. og biður Albert að koma þessum peningum til skila. Síðar um daginn svarar Al- bert Guðmundi með bréfi þar sem hann segir m.a.: „Frá því að við töluðum um að ég reyndi að hjálpa þér til hvíldardvalar erlendis skv. læknisráði, vissir þú að ég bað Björgólf Guð- mundsson, sem vin okkar beggja, um að standa fyrir söfn- un til ferðarinnar, en aldrei var það svo skilið að ég einn léti úr eigin vasa þær 120 þúsund krón- ur, sem þú tókst við úr minni hendi.“ Albert segist jafnframt ekki treysta sér til þess að verða við ósk Guðmundar um vinar- greiða, þ.e. að koma ávísuninni til skila, þar sem hann óttist að hann gæti einnig snúist í bjam- argreiða og endursendir þar með ávísunina. í samtali við Morgunblaðið í dag segir Guðmundur að þessi bréfaskipti þeirra Alberts hafí orðið til þess að um vinslit sé að ræða á milli þeirra. Hann segist líta á bréf Alberts „sem hreint óþokkabragð" og séu það gjörsamlega rangar fullyrðing- ar, að hann hafi vitað, að peningamir kæmu ekki frá Al- bert sjálfum og að Björgólfur Guðmundsson safnaði þeim. Sjá bls. 22 og 23 m.a. samt- öl við Albert Guðmundsson og Guðmund J. Guðmunds- son, bréfaskipti þeirra og bréf ákæruvaldsins. Hallargarðurinn gerður upp Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi: Þrefalt meiri fisk- sala nú en í fyrra FISKSALA dótturfyrirtækja Sambandsins í Bandaríkjun- um og Bretlandi er talsvert meiri fyrri helming þessa árs Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja: Tekur Smyril á leigu vegna þjóðhátíðarinnar FERÐASKRIFSTOFA Vestmannaeyja hefur gert samning um leigu á Smyrli, farþegaskipi sem er í eigu Strandfaraskipa landsins i Færeyjum, vegna komandi þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, sem hald- in verður dagana 1.—3. ágúst. Smyrill var, sem kunnugt er, í isiglingum fyrir nokkrum árum á milli Seyðisfjarðar og Færeyja. Skipið er nú notað í hinar ýmsu strandferðir og leiguferðir. Engil- bert Gíslason, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, sagði að af- hending skipsins yrði 30. júlí og verður því skilað aftur að kvöldi 6. ágúst. „Við fáum skipið afhent í Færeyjum og hyggjumst þar selja miða til íslands, á þjóðhátíðina. Lagt verður af stað kl. 20.00 um kvöldið og komið 17 tímum síðar til Seyðisfjarðar. Þar verður selt í skipið og eigum við von á að fylla skipið þar af Austfirðingum þar sem engin Atlavíkurhátfð er í ár. Frá Seyðisfírði verður farið beint til Eyja. Síðan er ætlunin að skipið verði í stanslausum ferðum á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á meðan á þjóðhátíðinni stendur. Á sunnudeginum er síðan ætlunin að bjóða gestum upp á a.m.k. tvær áhugaverðar skemmtisiglingar kringum Surtsey." Engilbert sagði að Smyrill tæki 800 farþega í einu og yrði tvo tíma að fara á milli lands og Eyja. Ekki er ennþá búið að fullmóta tímatöflu fyrir Smyril, en Engilbert bjóst við að farþegar með Smyrli yrðu allt að 6.000 manns. en þess síðasta. í verðmætum talið tæplega þrefaldaðist sal- an í Bretlandi og í Banda- ríkjunum var selt fyrir 20% meira en á sama tíma á síðasta ári. Aukning í magni er talsvert minni. Samanlagt seldu bæði fyrirtækin fyrir um milljarði meira þennan tíma en í fyrra. Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi seldi fyrstu 6 mánuði ársins 8.142 lestir að verðmæti 13,3 milljónir punda, 829 milljónir króna. Eftir sama tíma í fyrra höfðu 4.406 lest- ir að verðmæti 5,2 milljónir punda, 323.9 milljónir króna verið seldar. Aukning í verðmætum er tæplega þreföld og í magni 84,8%. í júní- mánuði nú voru seldar 1.695 lestir að verðmæti 2,9 milljónir punda, 180.9 milljónir króna. Er þar um að ræða tvöföldun bæði í magni og verðmætum miðað við sama mánuð síðasta árs, en þá voru seld- ar 848 lestir að verðmæti 1,2 milljónir punda, 75,9 milljónir króna. Er þá miðað við meðalgengi pundsins 62,54 krónur. Iceland Seafood Corp. í Banda- ríkjunum seldi fyrstu 6 mánuði ársins 24.720 lestir fyrir 74,7 millj- ónir dala, rúma 3 milljarða króna. Aukning miðað við sama tíma í fyrra er 20% í verðmætum talið og 8,9% í magni, en þá voru seldar 22.690 lestir að verðmæti 62,2 milljónir dala, 2,6 milljarðar króna. í júní voru seldar fískafurðir fyrir 9,9 milljónir dala, 410 milljónir, sem er 2,1% minna en í sama mánuði í fyrra. Veiðibann ásmábáta Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið að allar veiðar smá- báta aðrar en grásleppuveiðar skuli bannaðar frá fyrsta ágúst næstkomandi til og með 10. sama mánaðar. Bann þetta er samkvæmt lögum um stjórnun fiskveiða, þar sem kveðið er á um veiðitakmarkanir báta undir 10 brúttólestum að stærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.