Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 1
48 SIÐUR
156. tbl. 72. árg.
Israel:
Saksókn-
ari skipar
lögreglu-
rannsókn
Tel Aviv, AP.
YOSEF Harish, ríkissaksóknari,
sagði hæstarétti í ísrael í gær
að hann hefði skipað lögreglunni
að hefja rannsókn á meintri til-
raun leyniþjónustunnar og
Ytzaks Shamir, utanrfkisráð-
herra, til að hylma yfir morð á
tveimur aröbum 1984. Shamir
var forsætisráðherra þá.
Shimon Peres, forsætisráðherra,
gaf í skyn í ræðu, sem hann hélt
fyrir menntaskólanema í samyrkju-
búi í gær, að Shamir myndi ekki
njóta þinghelgi í rannsókn á mál-
inu. Orðrétt sagði Peres: „Þess eru
dæmi að ráðherrar hafi verið yfir-
heyrðir og jafnvel dregnir fyrir
rétt."
Hermaður mundar byssu sína á
leið framhjá bænahúsi múham-
eðstrúarmanna í Ahmedabad.
Indland:
Mannskæð
átök milli
trúflokka
Ahmedabad/Amritsar, Indlandi, AP.
ÁTÖK hindúa og múhameðstrúar-
manna í borginni Ahmedabad á
Indlandi hafa kostað 66 manns
lífið undanfarna sex daga. Fólkið
hefur ýmist verið brennt, barið
eða stungið til bana, að sögn yfir-
valda. Rúmlega 5.200 hermenn
hafa verið sendir inn í borgina en
þeim hefur ekki tekist að bæla
niður átökin.
Átökin í Ahmedabad hófust í
síðustu viku þegar múhameðstrúar-
menn grýttu skrúðgöngu hindúa.
Ákveðið hefur verið að sérstök nefnd
rannsaki þann atburð en að sögn var
árásin á göngumenn þaulskipulögð.
í Kapurthala, um 60 kílómetra
suður af Amritsar, hinni helgu borg
síka, tókst sex hryðjuverkamönnum
síka að frelsa tvo félaga sína úr fang-
elsi. Tveir verðir féllu í árásinni en
mennimir komust undan.
Að sögn lögreglu er annar fang-
anna talinn vera einn hættulegasti
hryðjuverkamaður síka.
STOFNAÐ 1913
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
Prentemiðja Morgunblaðflins
Fjölskyldur þjóðvarðliðanna níu, sem myrtir voru í Madrid á mánudag, voru viðstaddar athöfn, er haldin var i minningu þeirra. AP/Simamynd
Sorg í Madrid við minningar-
athöfn um þjóðvarðliðana níu
ETA lýsir yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu
Madrid, AP.
ÖLL starfsemi stöðvaðist í höfuð-
borg Spánar á hádegi í gær og
ríkti þar grafarþögn í þrjár
mínútur í minningu þjóðvarðlið-
anna níu, sem létust í sprengjutil-
ræði hryðjuverkamanna úr
röðum baska á mánudag.
Öll umferð lagðist niður í Madrid,
verkamenn og starfsmenn í verslun-
um hættu störfum og gangandi
vegfarendur nájnu staðar. Utsend-
ingar hættu bæði í útvarpi og
sjónvarpi.
Minningarathöfnin um hina ungu
þjóðvarðliða fór fram í höfuðstöðv-
um þjóðvarðliða í borginni. „Enginn
málstaður getur réttlætt slíkar
blóðsúthellingar, morð og ofbeldi,"
sagði Jose Manuel Estepa, herprest-
ur, sem stjómaði minningarathöfn-
inni.
Nokkrir hinna myrtu voru bomir
til grafar í fæðingarbæjum sínum í
gær og útför hinna fer fram í dag.
Aðskilnaðarsamtök baska (ETA)
lýstu í gær yfir ábyrgð sinni á
sprengingunni á mánudag. Sprengju
hafði verið komið fyrir í mannlausri
fólksbifreið i miðborg Madrid og
sprakk hún þegar bifreiðum þjóð-
varðliða var ekið framhjá.
Tuttugu og átta manns, flestir
þeirra þjóðvarðliðar, liggja nú í
sjúkrahúsi af völdum sprengingar-
innar. Tveir þeirra liggja fyrir
dauðanum.
Felipe Gonzales, forsætisráðherra
Spánar, sagði harmi sleginn við
blaðamenn í gær að hann myndi
aldrei gleyma árásinni og lofaði að
nú yrði gripið til aðgerða „til að
stöðva hryðjuverkastarfsemi í eitt
skipti fyrir öll“.
S^óm Gonzales var harðlega
gagnrýnd í spænskum dagblöðum í
gær fyrir að vera þess ekki umkom-
in að leysa upp sveitir ETA í Madrid.
Þær bera ábyrgð á dauða nítján
MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, sagði í gær að það
ylti á afstöðu Bandaríkjamanna til
afvopnunarmála hvort bann Sovét-
manna við kjarnorkuvopnatilraun-
manna í höfuðborginni á þessu ári.
Gagnrýnin beindist fyrst og fremst
að Jose Barrionuevo, innanríkisráð-
herra, og er talið að hann missi
sæti sitt í ríkisstjóminni þegar
Gonzales tilkynnir nýja stjóm til
næstu fjögurra ára.
um yrði haldið Iengur en til 6.
ágúst.
Gennady I. Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins, lýsti
yfir ánægju Sovétmanna yfir því að
Bandaríkjamenn og Sovétmenn ætl-
uðu í næstu viku að ræða Salt-2-
samninginn. En hann lagði á það
áherslu að stjómvöld í Moskvu teldu
mikilvægara að Ronald Reagan,
Bandarílqaforseti, svaraði tillögum
Sovétmanna um að fækka langdræg-
um og meðaldrægum eldflaugum.
Gorbachev ræddi í gær við tals-
menn 150 vísindamanna frá 34
löndum, sem komu saman í Moskvu
í síðustu viku til að krefjast alþjóð-
legs banns við kjamorkuvopnatil-
raunum. Þeir hvöttu Gorbachev til
að framlengja bann Sovétmanna við
kjamorkutilraunum og Bandaríkja-
menn til að hætta slíkum tilraunum.
Bann Sovétmanna hefur þegar
verið framlengt þrisvar og rennur nú
út 6. ágúst.
Bandaríkjamenn ætla að gera
kjamorkutilraun á fimmtudag. Til-
raunin verður gerð í holu um 640 m
neðan yfirborðs jarðar. Þetta er fjórt-
ánda tilraun Bandaríkjamanna síðan
Sovétmenn lýstu yfir banni. Sprengj-
an verður um tólf sinnum öflugri en
sú, sem varpað var á Hiroshima.
Paul Watson i viðtali við Morgunblaðið:
Snýr brynvarinn
aftur til Færeyja
Röðin kemur að Islandi næsta sumar
„FÆREYSKA lögreglan skaut með vélbyssum að Sea Shepherd
og átti sök á átökunum við Færeyjar,“ segir skipstjóri Sea
Shepherd, Paul Watson, m.a. í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Þar segir hann ennfremur að hingað til lands í sumar.
Watson segir að mótmælin séu
einungis einn liður í baráttunni
gegn hvalveiðum, og nú standi yfir
herferð í Bandaríkjunum og Ástr-
alíu og fleiri löndum til að fá
almenning til að hætta að kaupa
færeyska vöru.
Færeysk yfirvöld hafa staðhæft
að skipverjar á Sea Shepherd hafi
hann hyggist snúa brynvarinn til
Færeyja á ný eins fljótt og kostur
er til að mótmæla hvalveiðum
Færeyinga. Ekki væri þó í ráði að
fara til íslands í þeim tilgangi fyrr
en næsta sumar. Hins vegar hafi
hann haft spumir af því að um-
hverfisvemdarsamtök, eins og
Greenpeace, ætli að senda skip
hellt bensíni í sjó og reynt að
kveikja í gúmbátum með því að
skjóta neyðarblysum að þeim, en
Watson segir að þetta eigi ekki við
nein rök að styðjast.
Sjá viðtal við Paul Watson á
bls. 20.
Gorbachev á þingi um kjarnorkutilraunir:
„Framlengt bann
veltur á Reagan“
Moskvu/Las Vegas, AP.