Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 2

Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 Ráfaði villt- urumí hálfan sól- arhring LÖGREGLUNNI á Húsavík barst tilkynning um kl. 20 á mánudags- kvöld þess efnis, að björgunar- sveitin Stefán í Mývatnssveit væri að hefja leit að frönskum manni, sem hefði villst frá lang- ferðabifreið við Öskju. Leituðu þeir björgunarsveitarmenn ásamt tveimur lögreglumönnum frá Húsavík alla nóttina og fannst maðurinn loks í gærmorg- un, heill á húfi. Frakkinn hafði farið ásamt fé- laga sínum í áætlunarferð með bifreið úr Mývatnssveit. Þegar stöðvað var inn við Öskju gekk maðurinn frá, en tókst ekki að finna rétta leið til baka. Ráfaði hann því víða um svæðið, en um nóttina gaf hann sig á tal við tjaldbúa við Herðubreið. Ekki lét hann þá í Ijósi að hann væri villtur og þáði ekkert annað en leiðbeiningar um það hvemig hann kæmist til Herðu- breiðarlinda. Á því svæði fannst hann síðan í gærmorgun. Tveir Svisslendingar slösuðust Morgunblaðið/Júlíus. TVEIR Svisslendingar slösuðust talsvert þegar bUl þeirra fór út af veginum og valt skammt frá ReynivöUum i Kjós um kvöld- matarleytið í gær. Tveir aðrir landar þeirra voru og í bilnum en þeir sluppu ómeiddir. Hinir tveir voru fluttir á SlysadeUd Borg- arspítalans og áttu að vera þar í nótt. Ekki var ljóst í gærkvöld hver voru tildrög slyssins en helst var talið að ökumaðurinn hefði misst stjóm á bílnum í lausamöl. Vinstra megin á myndinni eru tveir Svisslendinganna, þeir sem ekki meiddust í slysinu. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur, eins og myndin ber með sér. Léstí dráttar- vélarslysi MAÐURINN sem lést í slysi við Isafjörð á sunnudag hét Guð- mundur Óskar Guðmundsson, bóndi á Seljalandsbúinu. Guð- mundur heitinn fæddist 30. júli árið 1906 og hefði þvi orðið 80 ára í lok þessa mánaðar. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að Guðmundur var að dytta að dráttarvél á hlöðulofti, sem er ofan við fjós bæjarins. Að dyrum loftsins er hallandi aðkeyrsla og virðist sem Guðmundur hafi ætlað að bakka niður aðkeyrsluna, en fengið aðsvif og misst sijóm á dráttarvélinni. Því valt dráttarvélin og varð Guðmundur undir henni. Engin öryggisgrind var á vélinni og var Guðmundur látinn er að var komið. Guðmundur Óskar Guðmundsson lætur eftir sig konu og uppkominn stjúpson. Kíló af þurrk- uðu heyi hækk- ar um 90 aura Búreikningastofa land- búnaðarins hefur áætlað framleiðslukostnað á heyi sumarið 1986. Miðað er við kostnað undan- farin ár að viðbættum hækkun- um. Kostnaður er þannig áætlaður kr. 6,40 við að koma einu kg af heyi fullþurru í hlöðu en var kr. 5,50 í fyrra. Verð á teignum er áætlað 10 til 15% lægra. Svæðabúmark ’86—’87: Fullvirðisréttur minnkar um 2 NÝ REGLUGERÐ um svæðabúmark næsta verðlagsárs verð- ur væntanlega gefin út um eða eftir næstu helgi. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að verðábyrgð á kindakjöti á næsta verðlagsári verði um 3% minni en á síðasta verðlagsári, 1985—’86, eða 11.800 tonn í stað 12.150 tonna. Þá er og gert ráð fyrir um 2,2% samdrætti í verðábyrgð fyrir mjólk á næsta verðlagsári. Verðábyrgð fyrir mjólk á síðasta verðlagsári varð alls 108,5 milljón- ir lítra en samkvæmt væntanlegri reglugerð er gert ráð fyrir að full- virðisréttur næsta verðlagsárs verði 106 milljón lítrar. Samdrátt- urinn verður jafn milli allra svæða, 2,2%. „Fullvirðisréttur einstakra framleiðenda í sauðQárframleiðslu verður ekki reiknaður út að sinni heldur er verið að búa til skerðing- arreglur og þeim verður beitt þegar séð er hve mikil framleiðslan verð- ur. Það ætti að geta orðið í nóvember," sagði Guðmundur Stefánsson, búnaðarhagfræðingur hjá Stéttarsambandi bænda, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins í gær. Við úthlutun fullvirðisréttar er landinu skipt í 26 svæði og síðan er framleiðslu skipt milli einstakra bænda. Þegar hefur verið ákveðið hvemig skiptingin verður milli svæða en endanleg úthlutun full- virðisréttar til framleiðenda verður ekki ákveðin fyrr en f næsta og þamæsta mánuði. Þær breytingar verða nú gerðar á svæðaskipting- unni að Gullbringu- og Kjósarsýsla verða eitt svæði í stað tveggja áður, Eyjafjörður verður eitt svæði í stað tveggja en Austurlandi (að A-Skaftafellssýslu undanskilinni) verður skipt í §ögur svæði: Norð- fjörður verður eitt svæði, Vopna- flörður annað, Suðurfírðimir það þriðja og Héraðið og næstu fírðir það íjórða. Miðstjórn Alþýðubandalagsins um Guðmund J. Flestir telja málinu lokið MEÐ ályktun þeirri sem birtist hér á síðunni frá Iiðlega 9 tima miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld og fyrrinótt, telja velflestir miðstjómarmenn að umfjöllun Alþýðubandalagsins um málefni Guðmundar J. Guðmundssonar sé. lokið, og staðfesti Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins það í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morg- Um hádegisbilið í gær gekk svo unblaðsins var þetta mikill nefndin á fund Guðmundar og átakafundur, þar sem tókust á ólíkar fylkingar Alþýðubanda- lagsins. Aður en fundinum lauk seint á sjötta tímanum í gærmorg- un voru ræðumar orðnar fleiri en 40 talsins. Svavar Gestsson hóf fundinn með framsöguræðu, þar sem hann lagðist eindregið gegn þvf að fundurinn ályktaði um mál Guðmundar. Kjartan Ólafsson bar upp tillögu um beina kröfu um afsögn Guðmundar, en eftir að málamiðlunartillaga Steingríms Sigfússonar og Önnu Hildar Hildi- brandsdóttur, sem gerði ráð fyrir að kosin yrði 5 manna nefnd til þess að fara á fund Guðmundar og greina honum frá umræðum á fundinum og niðurstöðum hans, var samþykkt með 44 atkvæðum gegn 20, var litið á þá samþykkt sem frávísun á tillögu Kjartans. Ólafur Ragnar Grímsson var með tillögu í sömu veru og Kjartans tillaga var, en henni var einnig vísað frá á fundinum. greindi honum frá niðurstöðum fundarins. Nefndina skipuðu Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, Ragnar Am- alds, formaður þingflokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur framkvæmdastjómar, Guðni Jóhannesson, formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, en þau tvö síðastnefndu voru tilnefnd af miðstjómarfundinum. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi: „Ég held mínu striki og sinni mínum trúnaðarstörfum og þing- mennsku. Hef raunar aldrei verið ákveðnari í því en eftir þennan fund í dag, sem ég reyndar skil ekki enn. Ég hafði hugleitt það alvarlega að hætta þingmennsku eftir þetta kjörtímabil, en nú tek ég þær hugleiðingar alvarlega til endurskoðunar, jafnvel þótt starf- ið sé illa launað. Starfíð er svo eftirsótt, sér í lagi mitt sæti.“ Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði um fundinn með Guðmundi: „Við gerðum Guðmundi grein fyrir málinu, eins og okkur var falið. Málinu er lokið hvað varðar Al- þýðubandalagið." „Ekki ástæða til að álykta frekar“ „Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundi mið- stjómar Alþýðubandalagsins að morgni 15. júlí 1986: Miðstjöm Alþýðubandalagsins minnir á að höfuð- hlutverk flokksins er að beita sér gegn auðhyggjunni og afleiðingum hennar hvar sem þær birtast, ekki síst þeirri spillingu sem afhjúpast nú í Hafskipsmál- inu og málum fleiri stórfyrirtækja. Hafskipsmálið hefur varpað skýru ljósi á eðli auðvaldsþjóðfélagsins og afleiðingar þeirrar efria- hagsstefnu sem er kjami fijálshyggjunnar. Það hefur einnig leitt í ljós þær hættur sem geta fylgt því að trúnaðarmenn launafólks og sósíalískrar hreyfíngar tengist hagsmunaböndum við forráðamenn auðfyrir- tækja og áhrifamikla einstaklinga f forystusveit íhaldsaflanna. Miðstjómin telur brýnt að allar stofnanir og trún- aðarmenn Alþýðubandalagsins helgi sig baráttunni gegn þeirri eftiahagslegu og stjómmálalegu spillingu sem Hafskipsmálið hefur afhjúpað. Hvað varðar mál Guðmundar J. Guðmundssonar ályktar mið- stjómin að fela formanni flokksins, formanni þingflokksins og formanni framkvæmdastjómar auk tveggja miðstjómarmanna sem fundurinn tilnefnir að ganga á fund Guðmundar og greina honum frá þeim umræðum sem farið hafa fram um mál hans á fundi miðstjómar og einnig eftir atvikum þeim umræðum sem urðu af sama tileftii á sameiginlegum fundi framkvæmdastjómar og þingflokks sl. mið- vikudag. Að öðm leyti sér miðstjóm ekki ástæðu til að álykta frekar í máli þessu." Togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson: Vélarskipti í september STEFNT er að vélarskiptum I togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni frá Akranesi um miðjan september. Gengið hefur verið frá kaupum á nýrri vél og niðursetning hennar verður boðin út í fyrrihluta ágústmánaðar. Vélin kostar um 13 milljónir. Sturlaugur H. Böðvarsson hét áður Sigurfari II og var gerður út frá Gmndarfírði. Fiskveiðasjóður keypti skipið á uppboði og seldi síðan Akumesingum. í fyrstu veiðiferð þess fyrir Akumesinga kom í ljós spmnga í blokk aðalvél- arinnar, sem ekki reyndist unnt að gera fyllilega við. Bráðabirgða- viðgerð hefur þó dugað enn sem komið er, en óhjákvæmilegt var talið að skipta um vél. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri H. Böðvarssonar og Co. á Akranesi, eiganda togarans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að vélarskiptin yrðu boðin út bæði innanlands og utan og því ekki vitað enn, hvar þau yrðu unnin. Vélin væri frá Hollandi af gerðinni Stork-Werkspoor og kostaði ein og sér um 13 milljónir króna. Hann sagði kostnað því mikinn, en ekki hefði endanlega verið gengið frá bótakröfum á hendur Fiskveiða- sjóðs vegna vélargallans. Ljóst væri þó, að einhveijar bætur kæmu til, en þar sem um nýja vél væri að rasða í stað 5 ára gamallar, yrði fyrirtæki hans að taka á sig stóran hluta kostnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.