Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 7 Besti vinur ljóðsins: Skáldakvöld í Norræna húsinu „Besti vinur ljóðsins" stendur fyrir skáldakvöldi i Norræna húsinu í kvöld kl. 21.00. Þar verður boðið upp á vandaða dagskrá með ljóðum og tónlist. Eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum: Nina Björk Árnadóttir, Gyrðir Elíasson, Wilhelm Em- ilsson, Vigdís Grímsdóttir, Kristján Kristjánsson, Sjón, Atli Ingólfsson, Jón úr Vör, Hrafn Jökulsson og Margrét Lóa Jónsdóttir. Einnig verða stuttar kynningar Gyrðir Elíasson á ljóðum Sveins Jónssonar, fram- tíðarskálds (1892—1942) og Jóhanns Jónssonar (1896—1932). Sveinn Jónsson var á sfnum jmgri árum af mörgum talinn eitt efni- legasta skáld þjóðarinnar. Hann hætti að yrkja rúmlega tvítugur og sneri sér að viðskiptum i Dan- mörku. Flestir ljóðaunnendur þekkja „Söknuð" Jóhanns Jónssonar en kveðskapur hans umfram það er ekki á allra vörum. Það er Hrafn Jón úr Vör Jökulsson sem tekur þessar kjmn- ingar saman en ljóð Sveins og Jóhanns les Viðar Eggertsson, leikari. Þá flytur Guðpón G. Guðmunds- son fáein lög við eigin texta og texta Kristjáns Þ. Hrafnssonar, sem verður kynnir á skáldakvöld- inu. Kaffístofa Norræna hússins verður opin í kvöld og í hléi gefst gestum kostur á að kaupa bækur eftir sum þeirra skálda, sem fram koma, en þeir Gyrðir, Kristján og Sjón hafa allir nýlega sent frá sér ljóðabækur. Miðaverð á skáldakvöld „Besta vinar ljóðsins" er aðeins 250 krón- ur. (Fréttatilkynning) Vigdís Grímsdóttir Nýr bæklingur um Reykja- nesfólkvang - með korti af Reykja- nes- og Bláfjallafólkvangi STJÓRN Reykjanesfólkvangs hefur gefið út nýjan bækling um fólkvanginn. I honum er kort af Reykjanes- og Bláfjallafólkvöngum, sem liggja saman sem kunnugt er og þar merktar inn nokkrar gönguleiðir. í texta eru ýmsar upplýsingar og fróðleikur um fólkvanginn. Fjallað er um jarðsögu svæðisins, veðurfar, dýralíf, gróður, sögu, samgöngur og stungið upp á nokkrum góðum gönguleiðum þar. Þá er lýst því sem felst i friðlýsingu og náttúruvemd á svæðinu og hvatning til þeirra sem þar koma um góða umgengni. Kortið hefur Guðmundur O. Ing- varsson teiknað, en umsjón með bæklingnum hafði Elín Pálmadóttir, formaður stjómar fólkvangsins. Myndir tók Grétar Eiríksson og bæklingurinn er prentaður í Svans- prenti. Hann er í þannig broti að auðvelt er að hafa hann í vasa. Bæklingurinn mun liggja frammi hjá sveitarfélögum, svo og hjá ferðafélögum og náttúmvemdar- ráði, eftir þvi sem þau óska. Upplagið er hjá Bimi Höskuldssyni REYKJANES FÓLKVANGUR á skrifstofu borgarverkfræðings i Skúlatúni 2 í Reykjavík og er hægt að nálgast hann þar, bæði fyrir hópa og aðra aðila. Ungmennaféiagið Vaka 50 ára: Boðið til afmælishófs í Þjórsár- veri 19. júlí Selfossi. Ungmennafélagið Vaka í Vill- ingaholtshreppi verður hálfrar aldar gamalt þann 19. júlí nk. Eins og önnur ungmennafélög í dreifbýli gegnir Vaka mikilvægu félagslegu hlutverki í hreppnum. Félagið var stofnað 1936 að fmmkvæði Jóns Konráðssonar sem þá var kennari í hreppnum. Alla tíð síðan hefur félagið haldið uppi öflugri félagsstarfsemi. A fímmta áratugnum var félagið þekkt fyrir mikla glímukappa sem unnu stór afrek á sínum vettvangi. Félagið hefur alltaf átt góðan hóp íþrótta- fólks sem keppir fyrir hönd félags- ins. Félagsstarfið er nú með miklum blóma, skemmtanir haldnar í hreppnum, námskeið og íþróttir stundaðar. Félagið hefúr ákveðið að halda upp á fímmtugsafmælið með því að bjóða hreppsbúum og öllum gömlum félögum og vandamönnum til afmælishófs í Þjórsárveri kl. 21 að kvöldi afmælisdagsins. Þar verð- ur boðið upp á næringu, kaffí og kökur, og síðan verður andlega þættinum sinnt með ræðum og skemmtiatriðum. Að lokum verður dansað við harmonikkuleik fram eftir nóttu. Fólk er hvatt til að rifja upp gömul tengsl við ungmennafélagið og óska afmælisbaminu um leið til hamingju með afmælið. — Sig Jóns. Leiðrétting NAFN eins þriggja umsjónar- manna með efni um landsmót skáta í Viðey féll niður í Morgunblaðinu í gær. Hann heitir Guðmundur F. Siguijónsson. PHiLIPS wmmm i A ' í's.a siiii''S'SqV-; PHIUK Reynslá og þekking er undirstaða framleiðslu Philips-myndbandstækja. Philips-myndbönd eru sérhönnuð til að standast öll gæðapróf og bjóða aðeins það besta eins og Philips er þekkt fyrir. PHILIPS myndbandstæki fullkomnun á mynd- og hljódgæðum. Nokkrar upplýsingar um VR-6462-tækið: ★ Sjálfvirk bakspólun þegar bandið er á enda ★ Tölvustýrð mundstilling ★ 30daga minnifyrirtværupptökur ★ Hraðgeng myndskoðun fram og til baka ★ Hæggeng myndskoðun fram og til baka ★ Hæggeng myndskoðun? Skoða má hverja einstaka kyrrmynd á bandinu ★ Þráðlaus fjarstýring 5M6\6J^ fBSSSi HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 I—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.