Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
„Þetta hús er byggt fyrir kött-
inn og hann á að njóta þess“
VESTUR
Svona á húsið að lita út þegar það verður tilbúið.
Hús Kattavinafélagsins eins og það lítur út í dag séð úr vestri.
Rætt við Svanlaugu
Löve formann Katta-
vinafélagsins, sem er
að reisa 651 fermetra
kattahótel
ÞE'ITA byrjaði eiginlega allt
með því að það birtist viðtal við
mig undir fyrirsögninni „Illa far-
ið með kettina". Þá var mikið
af flækingsköttum i bænum og
hafði verið rnikil umræða um þá.
Nokkrum dögum seinna hringdi
kona í mig og sagðist vera algjör-
lega sammála mér og spurði
hvort við ættum ekki að stofna
kattavinafélag.
Ég var til í það og við héldum
undirbúningsfund sem endaði síðan
með því að við ákváðum að halda
stofnfund á Hallveigarstöðum 28.
febrúar 1976.
Stofnfélagar voru 142, en nú
telur Kattavinafélagið um 900
manns, það eru alltaf að bætast við
nýir félagar. Það halda margir að
það séu bara kvenmenn í félaginu
en karlmennimir láta ekki sitt eftir
liggja. Það er mikið af karlmönnum
sem eru kattavinir.
A þessum ámm vom sem sé
margir flækingskettir í bænum.
Mikið var um að fólk auglýsti kettl-
inga gefins og svo tóku fullorðnir
við þeim til að leyfa bömunum að
leika sér að í nokkra daga en los-
uðu sig svo við þá. Það ætti enginn
maður að gefa kettlinga. Ég læt
mínar læður aldrei eiga kettlinga
bara til þess að þeim verði síðan
lógað eða þeir gefnir.
Ég hef eignast mína ketti smám
saman í gegnum árin, nú em hér
á heimilinu tveir kettlingar og fjór-
ir fullvaxnir kettir. Þann elsta
eignaðist ég fyrir tíu ámm. Það var
komið með hann glorsoltinn úr hita-
veitustokk þar sem kettir höfðust
oft við. Hann Runólf minn var ég
aftur á móti beðin að geyma í tvo
til þrjá mánuði en hann var aldrei
sóttur. Kettir virðast einhvem veg-
inn ílendast hjá mér.
Ég tók að mér að geyma ketti
frá árinu 1977 og þangað til ég
forfallaðist fyrir ári. Nú tekur dýra-
spítaiinn við köttum sem hafa
ekkert athvarf. Það hafa dvalið
héma á heimilinu á þriðja þúsund
kettir í gegnum árin.
Ég hugsa aldrei um hvað það
kostar að gefa köttunum að borða.
Ég gef þeim fisk, kjöt, kattamat
og einstaka sinnum dósamat. Þeim
finnst þurrmaturinn sérstaklega
góður.
Þetta kattahald mitt hefur aldrei
orðið til þess að nágrannamir hafi
kvartað, það hefur enginn amast
við köttunum mínum. Eg held að
fólk geri sér ekki ljóst hvað það
gerir lítið úr sér þegar það amast
við dýmnum. Maðurinn kom síðast-
ur á jörðina, það vita allir. Síðan
settist hann ofan á það sem dýrin
hafa byggt upp og amast svo við
þeim.
Ég er alin upp í sveit, í Ames-
sýslu, og ólst þar upp með fjölda
dýra. Ég hef mætur á þeim öllum
en köttinn tala ég við eins og mað-
ur við mann. Það er alveg hægt
að tala við ketti ef maður gerir sér
ljóst að þeir hafa sjálfstæða skap-
gerð og vilja.
Síðan ég fluttist til Reykjavíkur
árið 1934 hef ég alltaf haft ketti á
heimilinu. Þeir hafa fylgt mér allt
mitt líf og fylgja mér vonandi
áfram, bæði í þessum heimi og öðr-
um.
Það em nokkur ár síðan við fór-
um að ræða um að það þyrfti að
byggja yfir kettina. Við sóttum um
lóð 1978 en það gekk treglega að
fá hana. Það var skortur á lóðum
á þessum ámm.
Við fengum hana þó að lokum
árið 1982. Yndislega lóð uppi á
Ártúnshöfða á framúrskarandi góð-
um stað.
Við bytjuðum að steypa árið
1983. í fyrra var sjálft kattahúsið
steypt. Það er nú fokhelt og verið
er að byggja framhúsið þar sem
dýralæknirinn verður ásamt fleira.
Eftir er efri hæðin og að ganga frá
neðri hæðinni. Við höfum haft allar
dyr á húsinu þannig að fólk í hjóla-
stólum geti farið um allt, bæði
starfað þama, t.d. á skrifstofunni,
eða bara skoðað dýrin sér til
ánægju.
Með Guðs og góðra manna hjálp
hefur tekist að afla fjár. Við höfum
bæði fengið fijáls framlög og ann-
að. Það var mikil viðurkenning fyrir
okkur þegar við fengum 1.000 doll-
ara styrk frá bandaríska fyrirtæk-
inu Ralston Purina en það var í
fyrsta skipti sem fyrirtækið styrkir
Morgu nblaðið/Bj ami
Svanlaug ásamt kettlingunum
Kúlu og Bröndu.
aðila utan Bandaríkjanna.
Við höfum haldið basara, vomm
með tjald niðri í miðbæ á 17. júní
og svo höfum við haldið kattasýn-
ingu.
Kettirnir tóku sýningunni bara
vel. Þeir em með fastmótaða og
dula skapgerð en hugsa þeim mun
meira. Það er mjög gott að lynda
við flækingskettina, þeir em mjög
þakklátir þegar þeim er boðið inn
í hlýjuna og gefið að borða.
Villtu kettimir em verri viður-
eignar, þeir tryllast bara af
hræðslu. Villt kattamóðir getur
bara sagt sínum kettlingum það
sem móðir hennar sagði henni; að
maðurinn sé hættulegur.
Það fer ekki á milli mála að
Kattholt mun standa undir sér. Við
vonumst til að geta tekið sjálft
kattahúsið í notkun á næsta ári og
áætlum að því verði endanlega lok-
ið eftir þijú ár en það fer auðvitað
eftir ýmsu.
Þama verður aðstaða fyrir ekki
minna en 200 ketti, húsið verður
geysilega stórt. Auk þess verða
tvær íbúðir í húsinu og aðstaða
fyrir dýralækni. Það er mikið um
það að kettir fari til dýralæknis,
þeir fá alveg samskonar sjúkdóma
og við.
Það er ætlunin að ef smádýr
þurfi á læknisaðstoð að halda verði
hún veitt og þau fái að dvelja á
staðnum á meðan þau em í gjör-
gæslu en alls ekki lengur.
Það er einfaldlega ekki hægt
fyrir okkur að taka við öllum dýr-
um. Það gengur til dæmis ekki að
hafa hunda og ketti saman. Kettir
em logandi hræddir við hunda.
Þetta hús er byggt fyrir köttinn og
hann á að njóta þess.
„Reyni að fá rétta mynd
af fólkinu o g lífi þess“
— segir Percy Pihl sem vinmir að kennslukvikmynd um ísland
Selfoiwi.
HÉR Á landi er nú staddur
sænskur kvikmyndagerðarmað-
ur, Percy Pihl, sem vinnur að
gerð kennslukvikmyndar um ís-
land. í myndinni ieggur Percy
áherslu á að ná fram réttri mynd
af lífi fólksins f Iandinu og hefur
þann háttinn á að dvelja hér í tvo
mánuði og ferðast milli staða.
Percy Pihl er sjálfur framleiðandi
myndarinnar og gerir allt sjálfur,
annast myndatökur, klippingu,
hljóðsetningu og allt sem að fram-
leiðslu myndarinnar lýtur. Hann
kom til landsins í byijun júní og
þegar tal náðist af honum á Sel-
fossi hafði hann farið víða um landið
og kvikmyndað landsmenn við störf
og leik.
Percy sagði að um væri að ræða
kennslukvikmynd fyrir 10 til 15 ára
böm, til sýninga í skólum, en auk
þess yrði myndin sýnd hjá félögum
og klúbbum í Svíþjóð, bæði á mynd-
bandi og á 16 mm filmu. Myndin
kemur til með að verða seld til
Englands og Bandaríkjanna sem
hluti af myndaröð um Norðurlöndin.
Hann sagði og að Norðurlandaráð
hefði lagt drög að því að fá mynd
um ísland inn í myndaröð um öll
Norðurlöndin en mynd af íslandi
vantaði þar.
Myndin sem Percy gerir heitir
„ísland, Nordens yngsta stat“. „Ég
legg áherslu á það í myndinni hvað
íslendingar em duglegir í þessu litla
landi," sagði Percy. „Ég hef þann
háttinn á þegar ég geri svona mynd-
ir að ég fer til viðkomandi lands
og dvel þar til þess að fá rétta
mynd af fólkinu og lífi þess. Þann-
ig fær maður mun betri mynd af
hlutunum en ef maður skipuleggur
vandlega fyrirfram ákveðna staði
til að heimsækja og mynda á. Það
er margt sem ber fyrir augun á
hveijum stað og gefur myndunum
sérstakt líf,“ sagði Percy. Hann
sagðist hafa tekið eftir því að ungl-
ingar vom við vinnu á Selfossi og
þegar hann fékk að vita að um
væri að ræða sérstaklega skipu-
lagða unglingavinnu þá tók hann
myndir af krökkunum við vinnu
sína. Ennfremur kvaðst hann hafa
komist í feitt á Hellu á Landsmóti
hestamanna og fengið þar góða
mynd af útiskemmtun fólks og
nefndi sérstaklega hvað allir hefðu
verið þar ánægðir og glaðlegir. Á
Akranesi hefði hann verið á ferð
um fallegt íbúðahverfí þar sem
hann náði mynd af bömum að leika
sér fyrir utan hús. „Allt eins eðli-
legt og óþvingað og hugsast gat,“
sagði Percy.
Sonur Percy og sonarsonur,
Bjöm og Erik, komu hingað til að
aðstoða hann við kvikmyndatökum-
ar og til að hafa ánægju af dvölinni
á íslandi. Þeir félagar rómuðu allar
móttökur og sögðust hvarvetna
vera boðnir velkomnir og allt gert
til þess að þeir gætu tekið sem
Percy Pihl kvikmyndatökumaður, sonarsonur hans Erik og Björn
sonur hans.