Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
Iðnaðarmannafélagshúsið:
Stefna að endur-
byggingu baðstof-
unnar með útskurði
STJÓRN Iðnaðarmannafé-
lags Reykjavíkur, sem átti
baðstofuna á efstu hæð Iðn-
aðarmannafélagfshússins við
Vonarstræti, er skenundist
mikið í eldi í lok síðasta
mánaðar, íhugar nú mögu-
leika á að láta endurbyggja
baðstofuna með öllum þeim
útskurði Ríkharðar Jónsson-
ar, sem þar var.
„Við vitum um að minnsta
kosti tvo gamla nemendur
Ríkharðs, sem gætu tekið að sér
útskurðinn,“ sagði Siguroddur
Magnússon, ritari stjómar Iðn-
aðarmannafélagsins, í samtali
við blm. Morgunblaðsins í gær.
„Það eru til góðar myndir af
öllum útskurðinum — ljósastæð-
um, stólum, öndvegissúlum,
glugga- og hurðagereftum,
rúna- og höfðaletursútskurði og
fleiru — þannig að vitað er ná-
kvæmlega hvemig þetta ætti að
líta út.“
Siguroddur ítrekaði, að ekki
hefði verið tekin endanleg
ákvörðun um endursmíðina en
sagði að á síðasta stjómarfundi
í félaginu — og þeim fyrsta í
áratugi, sem ekki var haldinn í
baðstofunni — hefði komið fram
greinilegur vilji manna til að
ráðast í verkið.
Viðgerð á sjálfu húsinu, sem
er í eigu Reykjavíkurborgar,
miðar vel áfram. A laugardaginn
var haldið upp á það, að nýjum
sperrum hafði verið komið á sinn
stað, og var starfsmönnum ís-
taks, stjóm Iðnaðarmannafé-
lagsins og fleirum boðið í kaffi
og ijómatertur í tileftii dagsins.
Boðið var upp á rjómatertur og kaffi að dönskum sið þegar starfs-
menn ístaks höfðu reist nýjar sperrur í Iðnaðarmannafélagshúsinu
við Vonarstræti á laugardaginn.
eðlilegastar myndir. Á Akranesi
tóku þeir myndir í Sementsverk-
smiðjunni og í hraðfrystihúsi, af
fólki við vinnu. Áburðarverksmiðjan
var einnig vettvangur myndatöku,
fyrirtæki KEA á Akureyri, Mjólkur-
bú Flóamanna, kartöfluakrar í
Þykkvabæ og bóndabær í Biskups-
tungum. Þeir feðgar rómuðu sér-
stakiega móttökur í Bræðratungu,
hjá Sveini Skúlasyni og hans fólki,
þar sem þeir tóku myndir af rún-
ingi sauðfjár. „Og pönnukökumar
voru sérstaklega góðar,“ sagði Erik
litli sem verður 10 ára 20. júlí og
heldur upp á afmælið á íslandi.
Perey sagði að þessi mynd yrði
öðruvísi en aðrar myndir um ísland,
ekki væri eingöngu um að ræða
myndir af fallegu landslagi heldur
væri líf fólksins meginmálið. Hann
kvaðst byggja myndina þannig upp
að það sæist hvernig vinna fólksins
væri upp byggð. í því efni nefndi
hann rúning kindanna og síðan
meðferð ullarinnar í Álafossi og
loks hinar fínu flíkur sem gerðar
væru úr ullinni. Ekki mætti heldur
gleyma orkulindunum og í því efni
minntist hann sérstaklega á ofur-
kraftinn á Nesjavöllum.
Percy Pihl hefur gert margar
kennslumyndir um líf fólks víða um
heim og er eftirsóttur sem slíkur.
Hann kvaðst hafa haft í hyggju að
hætta þegar hann nálgaðist eftir-
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Percy Píhl mundar kvikmynda-
vélina.
launaaldur en hætt við og farið að
lesa um nýjungar í kvikmyndagerð.
„Og þá var svo margt spennandi
'sem heillaði mig,“ sagði þessi glað-
beitti Svíi. „Svona ferð er mér jafnt
skemmtiferð og sem ferð í atvinnu-
skyni. Það er alltaf sérstakt að
koma til Islands." Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Einar Falur
REISUGILDI
f KRINGL UNNI
Reisugildi var haldið í nýja Hagkaupshúsinu í Kringlunni
sl. laugardag að viðstöddum iðnaðarmönnum hússins og
fulltrúum þeirra 80 fyrirtækja og verslana sem þarna verða
til húsa auk Hagkaupa.
Áætlað er að húsið verði opnað og tilbúið til notkunar 13.
ágúst 1987.
Samkeppní um gerð
listaverks á lóð
nýja útvarpshússins
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að tilstuðlan Listskreytingasjóðs
ríkisins, að efna til samkeppni um gerð listaverks er sett
verði upp á lóð nýs húss Ríkisútvarpsins. Öllum íslenskum
myndlistarmönnum er heimil þátttaka í samkeppninni. Til-
lögfum ber að skila í síðasta lagi 17. nóvember nk. Veitt
verða verðlaun að fjárhæð allt að 400.000 krónum, þar af
nema fyrstu verðlaun 250.000 krónum.
Listaverkið skal staðsett
framan við aðalinngang hússins
við Efstaleiti í Reykjavík. Stærð
samkeppnissvæðis er 5x8 m, eða
40 fermetrar. Að því er stefnt
að listaverkið verði upplýst. Kalt
vatn og frárennsli er á staðnum.
Útboð á frágangi lóðar hefur
farið fram og verður því verki
lokið nú í haust. Formaður dóm-
nefndar er Markús Öm Antons-
son útvarpsstjóri, og aðrir í
dómnefnd eru Vilhjálmur Hjáim-
arsson arkitekt og Kristján
Davíðsson myndlistarmaður, til-
nefndur af Sambandi íslenskra
myndlistarmanna. Dómnefnd
hyggst ljúka störfum í lok þessa
árs og þegar úrslit liggja fyrir
verður haldin sýning á tillögun-
um.
Trúnaðarmaður dómnefndar
er Þórhallur Þórhallsson, skrif-
stofustjóri SÍM, Ásmundarsal,
Freyjugötu 41 í Reykjavík. Gögn
skulu afhent trúnaðarmanni
gegn skilatryggingu að fjárhæð
1.000 krónum. Keppnisgögn
skulu innihalda keppnislýsingu,
afstöðumyndir í mkv. 1:200 og
1:100, útlitsmyndir hússins í
mkv. 1:200 og sneiðingar í mkv.
1:100. Fyrirspumir skulu berast
trúnaðarmanni dómnefndar
skriflega fyrir 11. ágúst nk. og
mun hann síðan senda þátttak-
endum skriflegt yfirlit yfir þær
spumingai-, sem berast, ásamt
svörum dómnefndar.
Afhenda skal einfalt líkan af
Iistaverkinu í mkv. 1:20. Það
skal standa á plötu, sem er
25x40 cm. Einnig skal afhenda
stutta greinargerð um hugmynd
verksins, uppbyggingu, efnisval,
festingar og annan frágang.
Greinargerðin og annar texti
skal vera vélritaður.
Auðkenna skal líkan og önnur
tillögugögn með fimm stafa ein-
kennistölu í reit í hægra homi
að neðan. Ógagnsætt umslag,
merkt sömu einkennistölu, fyigi
tillögunni, en í því sé nafn og
heimilisfang tillöguhöfundar eða
höfunda. Umbúðir skulu merkt-
ar á sama hátt. Keppandi skal
með símskeyti tilkynna trúnað-
armanni að tillagan hafi verið
send og fær hann þá til baka
kvittun merkta einkennistölu til-
lögunnar. Sérhver tillaga verður
bmnatryggð á 150.000 krónur
meðan hún er í vörslu dómnefnd-
ar. Dómnefndinni er áskilinn
réttur til innkaupa á tillögum
fyrir allt að 100.000 krónur.
Framkvæmdum við hið nýja
hús Ríkisútvarpsins miðar vel
áfram, að sögn útvarpsstjóra,
og er gert ráð fyrir að starfsemi
útvarps flytji af Skúlagötu 4
snemma á næsta ári en húsnæði
sjónvarpsins verði fullbúið
tveimur ámm síðar.
Morgunblaðið/Börkur
Tillögum að listaverki, sem setja á upp við aðalinngang nýja útvarps-
hússins, skal skilað i síðasta lagi 17. nóvember nk.
í'.>V ' ^ !
Viö bjóðum ævintýra-
þyrstum (slendingum á
öllum aldri, stúdentum
jafnt sem öðrum, í ótrú-
lega ódýrt ferðalag til
Zurich í Sviss
NÚNA Á LAUGARDAGINN!
(19/7).
Verð frá kr.
fyrirflug-f gistingu í 1 nótt.
FlugvallarsKattur ekkl innifalinn.
Svona tilboð kemur
ekki aftur á næst-
unni, - það máttu
bóka!
Hafið samband!
SKRIFSTOFA
STUDENTA
Hringbraut,
sími 25822 og 16850