Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 27
17. Ólympíuleikarnir
í eðlisfræði í London:
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
27
Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson
Séð yfir nýju flugfstöðvarbyggingnna á Keflavíkurflugvelli. Ofan við bygginguna, til hægri, er unnið að flughlöðum.
Séð úr vestri yfir bygginguna. Á myndinni sést vel afstaða Flug-
stöðvarinnaræ til flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli.
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli:
Tilboð í lóðafrá-
gang opnuð næst-
komandi mánudag
FRAMKVÆMDUM við nýju flugstöðvarbygginguna á Keflavík-
urflugvelli hefur miðað vel að undanförnu og í samræmi við
þær áætlanir sem gerðar hafa verið, að þvi er Jón E. Böðvars-
son, framkvæmdastjóri byggingarnefndar, sagði f samtali við
Morgunblaðið. Tilboð f frágang lóðar umhverfis bygginguna
verða opnuð næstkomandi mánudag.
Utanhúss er nú unnið að upps- eldhúsi Flugleiða. Meðfylgjandi
lætti á flughlöðum og vestan við myndir af flugstöðvarbygging-
aðalbygginguna er nú verið að Unni tók Guðmundur Pétursson
grafa grunn að 3.800 fermetra nu fyrir skömmu.
Góðar heimtur hjá flest-
um hafbeitarstöðvunum
Vantaði
meiri
stærð-
fræðiund-
irbúning
— sögðu íslensku kepp-
endurnir eftir að
hafa setið í fimm
tíma yfir dæmi um
sveiflur agna
í hringtengdri gormkeðju
London, frá Viðari Ágústssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
FYRRI hluta 17. Ólympíuleik-
anna í eðlisfræði er lokið með
því að keppendur hafa leyst
þijú fræðileg verkefni, hvert
í fimm liðum. Keppendumir
fengu fimm klukkustundir til
að leysa verkefnin og mátti
sá timi ekki vera skemmri.
101 drengur og ein stúlka í St.
Dominic’s-menntaskólanum í
Harrow í London, þar sem keppnin
fer fram, anda nú léttar eftir að
hafa gengið í gegnum erfiðasta
eðlisfræðipróf lífs síns. Flest voru
þau valin til keppninnar með svip-
uðum hætti og íslensku keppend-
umir §órir: með forkeppni og
úrslitakeppni í heimalandi sínu.
Síðan nutu þau þjálfunar um lengri
eða skemmri tíma.
Óvenju mikill styrr stóð um
fræðilegu verkefnin þegar þau
voru lögð fram í Ólympíuráðinu í
gær, en þar eiga sæti fararstjórar
allra keppnisþjóðanna. Lyktaði
ágreiningnum með því, að Bretar,
höfundar dæmanna og gestgjafar
leikanna, styttu verkefnin um 25%.
Var vélritun, ljósritun og þýðingu
þeirra lokið á sjötta tímanum í
morgun en sjálf keppnin hófst
klukkan hálf níu.
Verkefnin gerðu að þessu sinni
óvenju miklar kröfur til stærð-
fræðilegra vangaveltna og em að
því leyti sambærileg við þyngstu
dæmi á fyrsta ári í háskólanámi.
Fjölluðu dæmin um bylgjuvíxl í
raufagleri, ferðamáta jarðskjálfta-
bylgna og sveiflur agna í hring-
tengdri gormkeðju.
Islensku keppendumir fjórir
komu að vonum örþreyttir út úr
prófsal St. Dominic’s-menntaskól-
ans eftir hádegið í dag. „Það er
ótrúlegt hve lítið er hægt að gera
á fimm klukkutímum," sagði Eirík-
ur Karlsson, 18 ára stúdent úr
MH. Þeir vom sammála um að
lausnimar hefðu byggt meira á
stærðfræðiþekkingu en þeir hefðu
átt von á. „Meiri stærðfræðiundir-
búningur hefði komið sér betur og
ef tilraunaverkefnin á fímmtudag
em í stíl við þetta getum við eins
sleppt þeim,“ sögðu þeir.
DAGANA 22. júlí til 7. ágúst
munu 47 breskir og írskir skátar
á aldrinum 16—20 ára dvelja á
Islandi.
Tilgangur _ ferðarinnar er að
fræðast um ísland, íslendinga og
íslenska lifnaðarhætti. Skátamir
verða að ferðast gangandi um Suð-
austurland og ekki ganga skemmri
vegalengd en 200 kílómetra. Á leið-
inni eiga þeir að ljúka 12 verkefnum
upp á eigin spýtur.
HAFBEITARSTOÐVAR lands-
ins eru nú flestar hveijar
byrjaðar að fá inn laxa og eru
heimtur allgóðar. Næstu vikur
eru þó þær sem eiga eftir að
Þessi leiðangur er skipulagður
af skátahreyfíngum írlands og
Bretlands í samvinnu við Bandalag
íslenskra skáta. Þetta er í fyrsta
skipti sem leiðangur af þessu tagi
kemur til íslands og er það von
Bandalags íslenskra skáta að íbúar
þess svæðis sem leiðangursmenn-
imir ferðast um, svæðið á milli
Reykjavíkur og Þórsmerkur, taki
vel á móti þessum erlendu gestum
í viðleitni þeirra til að kynnast landi
og þjóð.
ráða úrslitum um heimtur sum-
arsins.
í Laxeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði em flestir laxar komnir á land
eða um 4.300 að sögn Áma ísaks-
sonar veiðimálastjóra. Þetta er
meira en heildarmagnið í fyrra
enda mun meiru sleppt. Ami sagði
ennfremur að vonir stæðu til að
heimta inn um 5-10% af sleppi-
magni en það ættu að vera ca.
10-12.000 laxar.
Hjá Pólarlaxi í Straumsvík feng-
ust þær upplýsingar að fyrsti
laxinn hefði komið þann 23. júní
og væru þeir nú alls orðnir um
1.300. Þetta væri mjög stór lax
og algeng stærð 14—20 pund. Frá
og með 5. júlí hefði þó ekkert geng-
ið, einungis fengist 21 fískur. Það
væri allt morandi í sei fyrir utan
sem klippti laxinn í sundur. Stór-
laxinn sem fengist væri líka mjög
illa farinn eftir net. Menn væm
þó ekkert famir að daprast, enda
þýddi það lítið í laxeldi annað en
að vera bjartsýnn. Vonir stæðu til
að fá um 9.000 laxa í sumar en
það væri rétt innan við 7% heimtur
af sleppimagni. I fyrra fengust
þama um 7.000 laxar og var þá
sleppt sama magni.
Um 600 laxar vom komnir inn
hjá Vogalaxi í Vogum á Reykja-
nesi. Sagði Sveinbjöm Oddson
stöðvarstjóri allt ganga mjög vel
og væri þetta um 100 löxum meira
en á sama tíma í fyrra. Þó væri
áberandi meira af eins árs laxi en
þá. Nú væri að ganga í hönd mesti
annatíminn og næstu tvær vikur
þær sem myndu ráða úrslitum um
heimtur sumarsins.
Hjá Fljótalaxi á Reykjarhóli vom
menn rétt að byija að sjá í fisk,
að sögn Guðmundar H. Jónssonar
stjómarformanns Fljótalax. Sagði
hann talsvert af laxi vera niður
undir ósnum en hann væri tregur
að fara upp í gildrumar. Þetta
væri þó bara smátilraun sem þeir
væm með þama og ekki von á
miklum árangri.
Jón Sveinsson, forstöðumaður
hafbeitistöðvarinnar Lárós á Snæ-
fellsnesi og formaður landssam-
taka fiskeldis og hafbeitarstöðva,
sagðist vera kominn með um 17—
1.800 laxa, og væri það mjög góð-
ur árangur. Raunar meira en hann
hefði vonast til að fá í byrjun sum-
ars. Það hefði komið mjög á óvart
bæði hversu snemma laxinn væri
á ferðinni og hversu góðar heimt-
umar væm, eða u.þ.b. 13% af
sleppimagni. Nú væri besti tíminn
að ganga í hönd miðað við fyrri
ár og því ástæða til bjartsýni. Jón
taldi þó best að spá engu um það
hversu miklu mætti búast við í
viðbót.
Tíbrá á
Norðurlandi
HIJÓMSVEITIN Tíbrá heldur
tónleika á Norðurlandi um næstu
helgi.
Föstudaginn 18. júlí nk. mun hún
leika á dansleik á Hótel Höfn á
Siglufírði og síðan í Húnaveri laug-
ardagskvöldið 19. júlí.
Um Verslunarmannahelgina
mun svo Tíbrá leika í Logalandi í
Borgarfírði. (Úr fréttatilkynniiigu)
Breskir og írskir skátar:
Ætla að ganga um
Suðausturland