Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
Akureyri
Skorað á ráðherra að beita
sér fyrir stofnun úti-
bús Húsnæðisstofnunar
Akureyn.
ALEXANDER Stefánsson, félagsmálaráðherra, fól Húsnæðisstofnun
ríkisins í bréfí dagsettu 6. maí síðastliðinn að aðstoða „svo sem kost-
ur er“ við að koma á fót ráðgjafarþjónustu við íbúðarbyggjendur á
Akureyri. Þetta kom fram í máli Heimis Ingimarssonar, fram-
kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Iðju á Akureyri, á fundi með Grétari
Guðmundssyni, forstöðumanni ráðgjafaþjónustu Húsnæðisstofnunar
rikisins hér á Akureyri í gær.
Forsaga málsins er sú að 28.
apríl sendi Heimir Jóhanni Ein-
varðssyni, aðstoðarmanni félags-
málaráðherra, bréf þar sem hann
fór formlega fram á að slíkri þjón-
ustu, „í líkingu við ráðgjafarétöð
Húsnæðisstofnunar ríkisins" verði
komið upp á Akureyri. Ráðherra
segir í bréfí sínu að ráðuneytið
mæli eindregið með að orðið verði
við þessari beiðni.
Útibú á Akureyri
hiðfyrsta
Á fúndinum í gær, sem Hús-
næðisstofnun boðaði til með for-
stöðumðnnum sveitarfélaga,
stéttarfélaga og lánastofnana, kom
fram eindreginn vilji Norðlendinga
að koma á fót útibúi frá Húsnæðis-
stofnun. Ráðgjafarþjónustan væri
góðra gjalda verð en það þyrfti
meira: útibú. Svohljóðandi tillaga
samþykkt samhljóða í lok fundar-
ins:
„Fundur á vegum Húsnæðis-
stofnunar ríkisins um ráðgjafar-
þjónustu á Norðurlandi, haldinn i
Alþýðuhúsinu á Akureyri 15. júlí
1986, fagnar þeirri afstöðu félags-
málaráðherra að stuðla að aukinni
ráðgjafarþjónustu á Norðurlandi.
Jafnframt bendir fundurinn á þörf
fyrir víðtækari þjónustu Húsnæðis-
stofnunar úti á landsbyggðinni.
Skorar fundurinn á félagsmálaráð-
herra og stjóm Húsnæðisstofnunar
ríkisins að beita sér fyrir því að
stofnað verði útibú frá Húsnæðis-
stofnun á Akureyri hið fyrsta.“
Mikið var um það rætt á fundin-
úm hvemig hugsanlegt útibú myndi
starfa og hver ætti að bera kostnað
af starfseminni. Það sjónarmið kom
fram að ef til að mynda einn maður
yrði staðsettur á Akureyri myndi
hann þjóna öllu Norðurlandi og
ferðast á milli staða með jöfnu milli-
bili. Yrði þetta ekki nægjanlegt yrði
starfsemin endurskoðuð — sett á
fót útibú víðar.
Húsnæðisstofnun
standi undir kostnaði
I Keflavík hefur nú starfað í eitt
ár ráðgjafarþjónusta — sjálfstæð
stofnun sem tengist Húsnæðis-
stofnun ekki — og kom fram á
fundinum í gær að bankastofnanir
á Suðumesjum standi alveg undir
kostnaði við ráðgjöf þar. Það sjón-
armið kom fram í gær að eðlilegast
væri að Húsnæðisstofnun bæri
kostnað af starfsemi útibús á Norð-
urlandi — menn töldu það sanngim-
ismál. „Ef Húsnæðisstofnun borgar
ráðgjafarþjónustu í Reykjavík eig-
um við að sjálfsögðu að fá slíka
þjónustu hér líka,“ sagði Jón Helga-
son, fyrrum formaður verkalýðs-
félagsins Einingar og fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins
Sameiningar, m.a. í gær. Jón sagði
í gær að hann hefði athugað hvem-
ig neyðarhjálpin, sem samið var um
í síðustu kjarasamningum, hefði
skipst og hélt því fram að lands-
byggðarfólk hefði ekki fengið nema
lítinn hluta hennar. „Þeir sem eru
næstir hafa forgang," sagði Jón.
Grétar Guðmundsson sagði þetta
hins vegar ekki rétt — lán frá Hús-
næðisstofnun hefðu skipst svipað
og höfðatala íbúa í hveijum fjórð-
ungi. Vom ýmsir fundarmenn
raunar alls ekki sáttir við þennan
mælikvarða.
Jón Helgason sagði: „Það á að
vera krafa okkar að Húsnæðisstofn-
un og ríkisvaldið komi upp ráðgjaf-
arþjónustu — hér á Akureyri og
Morgunblaðið/Skapti
Frá fundinum um málefni Húsnæðisstofnunar á Akureyri i gær.
annars staðar úti á landi. Fólk verð-
ur að sitja við sama borð hvar sem
það býr á landinu." Jón sagði enn-
fremur að besta ráðgjafarþjónustan
væri að sínu mati fyrirbyggjandi
ráðgjöf. Það væri hreinn glæpur
að veita verkafólki 2 milljóna króna
lán, kaupmáttur þeirra væri þannig
að það gæti ekki staðið undir slíku.
Hann tók dæmi um 3 milljónir
króna sem Lífeyrisjóðurinn Samein-
ing veitt árið 1981. Það voru 3
milljónir gamalla króna — eða
30.000 krónur. Þetta var lán til 20
ára og við síðustu áramót, þegar
greitt hafði verið 5 sinnum af lán-
inu, voru eftirstöðvamar 191.812
krónur. Það hafði hækkað um
640%.
Jón Geir Ágústsson, byggingar-
fulltrúi á Akureyri, sagðist fagna
því ef sett yrði upp útibú frá Hús-
næðisstofnun hér í bænum. „Það
eru mörg herrans ár síðan ég stakk
upp á þessu við stofnunina," sagði
hann. Hann sagðist hafa fengið þau
svör að byggingafulltrúar ættu að
vera einhvers konar sendiherrar
stofnunarínnar. Jón kvartaði undan
sambandsleysi við stofnunina. „Ég
hef aldrei fengið upplýsingar frá
Húsnæðisstofnun að fýrra bragði
og ég held ég megi fúllyrða að
þaðan hefúr aldrei verið hringt í
mig. Það er jafnvel erfítt að fá
þaðan umsóknareyðublöð — þá þarf
að hríngja oft eftir þeim og svo
koma kannski fímm eintök!"
Halla Björk Reynisdóttir flugnemi:
„Rosalega gaman“
Akureyri.
„MIG langaði bara að prófa þetta. Þess vegna dreif ég mig
í að læra og þetta er rosalega gaman,“ sagði Halla Bjðrk
Reynisdóttir, 19 ára ísfirðingur — einn nemenda Flugskól-
ans — í samtali við Morgunblaðið.
Halla sagðist eiga 20 flugtíma
að baki. „Þetta er hobbý eins og
er — ég veit ekki hvort ég kem
til með að hafa þetta fyrir at-
vinnu. Það fer eftir efnum og
ástæðum en það yrði gaman að
geta lagt flugið fyrir sig.“
Halla er nú komin með solo-
próf og sagðist stefna á einka-
flugmannspróf. Hún sagðist alls
ekkert hrædd við flugið — en
svolítið spennt.
Halla stundar nám við
Menntaskólann á Akureyri og
sagðist staðráðin í að ljúka því.
Morgunblaðið/Sveinn Ándri
Kennararnir fjórir i skólanum: Sigurbjörn Arngrimsson, Baldvin Birgisson, Jóhann Skírnisson og
Ármann Sigurðsson.
Flugskólinn 10 ára
UM ÞESSAR mundir eru 10 ár liðin frá því, að stöðug kennsla
hófst við Flugskóla Akureyrar. Flugskólinn er í eigu Flugfélags
Norðurlands.
Flugskólinn hefur með höndum
alla verklega flugkennslu; frá 0
upp í atvinnu-, blindflugs- og
kennsluréttindi — og eru Q'órir
kennarar starfandi við skólann.
Baldvin Birgisson er yfírkennari,
hinir eru Sigurbjöm Amgrímsson,
Jóhann Skímisson og Ármann
Sigurðsson.
„Flugskólinn á tvær sérsmíð-
aðar kennsluvélar af gerðinni
Tommahawk, hannaðar sam-
kvæmt kröfum flugkennara, og
einnig höfum við yfír fjögurra
sæta Warrior-vél, með öll blind-
flugstæki og lóran C, að ráða og
er hún notuð við blindflugs-
kennslu," sagði Sigurbjöm í
samtali við Morgunblaðið. Einnig
hefur skólinn aðgang að tveggja
hreyfla Piper Astec-vél.
I vetur er fyrirhugað bóklegt
einkafíugmannsnámskeið, bæði á
Akureyri og ísafírði. Einnig eru
fyrirhuguð blindflugs- og upprifj-
unamámskeið fyrir einkaflug-
menn í vetur. Núna eru námskeið
yfírstandandi bæði á Akureyri og
Isafírði og em 15 þátttakendur á
fyrri staðnum og 30 á þeim síðari.
Á síðasta ári luku 20 nemendur
sólóflugmannsprófí, 15 einkaflug-
mannsprófí, 2 atvinnuflugmanns-
prófí, einn nemandi lauk
blindflugsprófi og einn nemandi
hlaut kennararéttindi.
Tildrög kennslu skólans á
ísafirði voru þau, að ísfírðingur
hóf nám við skólann á Akureyri,
þar eð engin flugkennsla var þá
á ísafirði. Hins vegar reyndist
áhugi á flugnámi þar svo mikill,
að kennsla var þar hafín.
Flugskóli Akureyrar er rekin
sem sjálfstæð eining, en kaupir
sína þjónustu frá FN og sjá kenn-
aramir fjórir um reksturinn.
Einn flugtími hjá flugskóla
Akureyrar kostar frá 2.182 krón-
um.