Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 Kaldadalsvegur er yfirleitt fær öllum bílum og eru engar verulegar torfærur á honum. Þó getur hann lokast vegna sandfoks við Sand- kluftavatn. Nokkrar slóðir liggja af Kalda- dalsvegi. Helst ber að nefna veginn niður í Lundareykjadal, Uxa- hryggjaveg, en hann er venjulegast fær öllum bílum. Þá má nefna að jeppaslóð liggur vestur að Hval- vatni. Svokallaður línuvegur liggur í austur af Kaldadalsvegi skammt norðan við vegamót Uxahryggja- vegar. Um þennan veg verður getið hér á eftir. Loks má nefna slóð sem liggur að Langjökli og Geitlands- jökli. Farið er á brú yfír Geitá og hægt að klöngrast á jeppa nærri því að jökulrönd. Fyrri hluti þessar- ar slóðar er venjulegast fær öllum bflum. Kaldidalur getur seint talist fal- legur. Umhverfið er víðast mjög hijóstrugt og lítt aðlaðandi. í góðu veðri er þó gaman að aka Kalda- dal, enda víða víðsýnt til jökla, s.s. Oks, Eiríksjökuls, Þórisjökuls, Langjökuls og Geitlandsjökuls. Einnig má nefna Botnsúlur, Skjald- breið og Hlöðufell, allt tignarleg fjöll og falleg. Línuvegnrinn Skammt norðan við þann stað, þar sem vegurinn yfír Uxahryggi mætir Kaldadalsvegi liggur slóð í austur. Þetta er hinn svonefndi línu- vegur, sem liggur norðan í Skjald- breið, við norðurrætur Þórólfsfells, norðan Hlöðufells, um Mosaskarð, Haukadalsheiði, niður í Haukadal og á þjóðveg við Geysi. Þetta er nokkuð góð slóð, þó varasamt sé að fara hana á fólksbfl. Hún styttir leiðina milli Vesturlands og Suður- lands að miklum mun og væri æskilegt að hún væri löguð þannig að fólksbflar ættu greiðari leið um hana. Af þessari slóð liggja nokkrar jeppaslóðir um nágrennið, en þeir eru flestir illfærir. Línúvegurinn liggur um gróður- snautt land, en þó er margt forvitni- legt að sjá. Fjallasýn er fögur í góðu veðri, þegar ekið er framhjá Skjaldbreið og Hlöðufelli með Þóris- jökul og Langjökul á hina hönd. Amarvatnsheiði Upp á Amarvatnsheiði liggur jeppaslóð og um heiðina Iiggja slóð- ir gangnamanna úr Borgarfírði og Húnavatnssýslum. Ferðamenn leggja helst leið sína um þá, sem liggur upp úr Hvítársíðu og er þá ferðinni heitið í silungsveiði í vötn- unum á Amarvatnsheiði og Tvídægru. Slóðin hefst skammt frá Kal- mannstungu. Helsta torfæran á leiðinni er Þorvaldsháls, sem er ill- grýttur. Framan af sumri verður að varast bleytur á leiðinni og slóð- in getur verið illfær eftir langvar- andi rigningartíð, enda ekið um moldarfláka. Slóðin upp á Arnarvatnsheiði liggur á köflum í gegnum miklar gróðurspildur. Útsýni er ekki til- komumikið nema til jökla. Kjalvegnr Frá Gullfossi um Kjalveg norður í Blöndudal eru um 165 km að lengd. Kjalvegur er yfírleitt orðinn fær um miðjan júlí. Kjalvegur er fýrst og fremst ætlaður fjórhjóladrifsbflum. Með nýju brúnni yfír Sandá og vega- framkvæmdum á heiðum í Austur- Húnavatnssýslu vegna virkjunar Blöndu er öryggi fólksbíla mun meira. Helsti farartálmi fólksbfla á þessari leið er Seyðisá, sem þó er meinlaus í góðri tíð. Mjög algengt er að ekið sé á fólksbflum jrfír Kjöl. Frá Gullfossi að Bláfelli er lítið um farartálma. Af veginum norðan við Sandá liggur slóð til vesturs að Hagavatni, en þar er skáli Ferðafé- lags íslands, og er slóðin yfírleitt fær öllum bflum. Yfír Hvítá er traust og góð brú. Skammt norðan við hana er afleggj- ari að sæluhúsi Ferðafélags íslands í Hvítámesi. Afleggjarinn í Kerlingarfjöll er flestum bílum fær, en þó getur Ásskarðsáin verið fólksbflum erfíð. Að vegamótunum inn í Kerlingar- Kjalvegur þar sem hann liggur efst á Bláf ellshálsi. Oft liggur snjór á Bláfellshálsi langt fram eftir sumri og tefur fyrir umferð yfir Kjöl. Áfangar: Nokkrir hálend- isvegir á Islandi — eftir Sigurð Signrðarson Meginhluti hálendisins eru gróð- ursnauðir melar, hraun, jöklar og vötn. Víða eru alls engin skilyrði til að nokkur gróður þrífist. Sumar- ið kemur ekki fyrr en nokkrum vikum síðar en á láglendi og þar haustar fyrr. Engu að síður býr hálendið yfír sérstæðri fegurð, feg- urð sem ekki er hægt að sjá annars 6 staðar, hvorki á íslandi né í nokkru öðru landi. Hálendið er ákaflega margvíslegt. Berum til dæmis sam- an Veiðivötn, Kverkfjöll, Lónsöræf- in, Landmannalaugar, Hveravelli, Nýja Jökuldal, Þjófadali, Herðu- breiðarlindir, Kerlingarfjöll og Lakagíga svo örfáir þekktir staðir séu nefndir. Viða má á þessum stöð- um fínna jarðhita, jökla, veiði, gróðurþelq'ur, dýra- og fuglalíf og ekki síst mannlíf, að minnsta-kosti að sumarlagi. Þjóðsögur 20. aldar lýsa hálend- inu á nokkuð óraunsæjan hátt. Og enn þann dag í dag trúir fólk, að á háiendinu séu paradísir svipaðar ^þeim, sem útilegumenn áttu að hafa byggt í gamla daga, þar sem eilíft sumar ríkti og smér draup af hverju strái. Þar sem sauðir voru vænni en annars staðar, mannfólkið stærra og kröftugra vegna betri lífsskilyrða. Hér verður nú stiklað á stóru um hálendisvegi íslands, en um þessar mundir er sem óðast verið að opna það til umferðar eftir snjóþungan vetur. Það getur vel verið að rangt sé að nefna þetta vegi, slóðir væri réttnefni. Vonandi koma eftirfarandi leið- ►arlýsingar ferðafólki að einhvetjum notum. Ferðafólk verður þó að hafa það í huga, að reglan er sú, að hér eru aðeins vegir sem eru færir fólksbílum, en vart er á það að treysta, nema eftir þurrkatíð. Við hveija leiðarlýsingu verður þess getið hvort mögulegt sé að komast veginn á fólksbfl. Til nánari upplýs- ingar er iesendum bent á vegaeftir- lit Vegagerðar ríkisins, ferðafélagið Útivist, Ferðafélag Islands, Bif- reiðastöð íslands og einstaka bifreiðastjóra hjá sérleyfís- og hóp- ferðafyrirtækjum. Siðareglur ökumanna Á hálendi íslands gilda sömu reglur um akstur eins og annars staðar á landinu eins og segir í lög- um. Við þær reglur má bæta sjálf- sögðum umgengnisreglum, sem ökumenn skulu hafa í heiðri. Hið sama gildir um ökumenn og gang- andi fólk, umgengni lýsir innri manni. Hér eru fímm atriði, sem öku- menn ættu að tileinka sér. 1 .Forðast ber allan óþarfa akstur utan vega eða slóða. 2. Aldrei skal aka á gróðri að þarflausu, því hjólför geta valdið gróðurskemmdum og siðar uppblæstri. 3. Ekki skal ekið utan vega að þarflausu. Hjólför um gróður- laust land stinga i augun og eru lýti á annars óspjallaðri auðninni. 4. Tjaldstæði skal velja af kost- gæfni og taka með í reikning- inn, að ýmsir gróðurblettir þola illa tjaldbúðir. 5. Virða ber allar leiðbeiningar um umgengni og akstursleiðir, enda eru þær ekki gefnar af ástæðulausu. Öryg'gi framar öllu Akstur um óbyggðir krefst að- gæslu og skynsemi og ökumenn verða að tileinka sér ákveðnar var- úðarreglur til þess að viðskipti manns og náttúru geti verið bæði landi og fólki til góðs. Flestar ár á hálendinu eru óbrúaðar og oft getur hið meinleysislegasta vatn stöðvað hið glæsilegasta farartæki, stund- um fyrir fullt og allt, eins og dæmin sanna. Varúð er nauðsynleg á heiðum uppi og eftirfarandi fímm atriði mætti' flokka undir varúðarreglur í hálendisferðum. 1. Aldrei skal leggja einbíla i lengri hálendisferð. 2. Allir ökumenn ættu að kynna sér vel fyrirhugaðar akstur- leiðir og þær hindranir, sem á henni kunna að vera. 3. Allir bílar í lengri hálendis- ferðum þurfa að vera búnir nauðsynlegustu varahlutum, s.s. til viðgerða á dekkjum, kveikju, kertum, kveikjuham- ar, viftureim, vatnskassaþétt- ingum o.s.frv. 4. Vatn eykst í jökulvötnum eftir því sem líður á dagin og sól- bráð á jöklum er meiri. 5. Sé straumvatn ekki vætt, þá er það einnig ófært. Kaldidalur í hugum flestra er Kaldadalsveg- ur talinn ná frá Þingvöllum að Húsafelli. Samkvæmt skilgreining- unni er það ekki alveg svo, því hann mun ná frá vegamótunum við Uxahryggi og að Hálsasveitarvegi í Borgarfírði. Vegurinn er um 60 km langur frá Þingvöllum í Húsa- fell, en um 40 km eru frá vegamót- unum við Uxahryggi og í Hálsasveit. Víða á hálendinu eru ár og fljót sem fara verður yfir með gát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.