Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
37
$öll eru um 65 km frá Gullfossi og
frá vegamótunum inn i Ásskarð eru
9 km.
Tæpir 100 km eru frá Gullfossi
að Hveravöllum, þar eru skálar
Ferðafélags íslands, heit laug og
mikið hverasvæði. Frá Hveravöllum
er slóð að Þjófadölum. Óheimilt er
þó vegna náttúruvemdarsjónar-
miða að aka inn í dalina.
Frá Hveravöllum eru um 65 km
í Blöndudal. Stór hluti leiðarinnar
hefur verið endumýjaður vegna
virkjunarframkvæmda og er nú af
sem áður var, að ekið sé um moldar-
slóðir. Nú er þvert á móti ekið á
upphækkuðum vegum.
Kjalvegur liggur að mestu um
óaðlaðandi svæði. Þeir ferðamenn
sem vilja sjá Kjöl eins og hann er
fallegastur skyldu ganga frá
Hvítámesi, um Þjófadali og til
Hveravalla. Þannig fæst rétt mynd
af Kili. Hins vegar er fjallsýnin til-
komumikil. Jöklar beggja vegna,
Langjökull og Hofsjökull, reisuleg
Kerlingarfjöll og Bláfell í suðri.
Sprengisandsleið
Tæpir 200 km em frá Sigöldu í
suðri í Bárðardal í norðri. Stundum
er fólksbflum vel fært um Sprengi-
sand, en Fjórðungskvislin getur
verið þeim farartálmi, jafnvel stór-
um og vel búnum bflum. Þó ættu
fólksbílar að komast yfir Sprengi-
sand síðla í ágúst eftir þurrkatíð.
Hér er þó ekki mælt með slíku nema
í fylgd með flórhjóladrifsbfl.
Á undanfömum ámm hafa vegir
frá Sigöldu og upp á hálendið batn-
að mjög vegna virkjunarfram-
kvæmda og nú er svo komið að
góður vegur liggur svo til alla leið
að skálum Ferðafélags íslands f
Nýjadal. Þangað em um 100 km
úr Sigöldu.
Við Kistuöldu er hliðarslóð í Ey-
vindarkofaver, en þangað sækja
ferðamenn nokkuð.
Frá Nýjadal í Bárðardal em um
97 km. Sú leið er mjög greiðfær,
enda liggur hún um mela. Nyrst
við Bárðardalinn getur leiðin þó
verið torfarin vegna stórgrýtis.
Við Fjórðungsvatn liggur slóð af
Sprengisandsvegi vestur að Lauga-
felli, en þar er skáli Ferðafélags
Akureyrar. Önnur slóð liggur norð-
ar af Sprengisandsvegi, við Kiðagil,
og vestur að Laugafelli. Frá Lauga-
felli er slóð niður í Skagafjörð. Hún
er aðeins jeppafær og yfirleitt opin
í byijun ágúst.
Sama má segja um Sprengi-
sandsleið og Kjalveg, þeir liggja
ekki um gróðurmikið land. Hins
vegar er fjallasýnin í björtu veðri
dýrðleg, Hofsjökull í vestri og
Vatnajökull með skriðjöklum sínum
og Bárðarbungu í austri. Ekki má
gleyma Tungnafellsjökli, sem er svo
til miðju vegar milli áðumefndra
jökla. Ospjölluð auðnin hefur líka
sérstök áhrif á ferðamenn, jafnvel
þó hvergi sjáist gróðurvottur.
Veiðivötn og
Jökulheimar
Skammt fyrir sunnan Þórisvatn
liggur vegur í Veiðivötn og Jökul-
heima. f Veiðivötn em um 27 km,
en í Jökulheima 54 km. Vegurinnn
er fær öllum bflum, nema rétt eftir
rigningartíð. Einu farartálmamir á
leiðinni í Veiðivötn em Vatnakvíslin
og Fossvatnakvíslin, en báðar þess-
ar ár em auðveldar yfirferðar. Ekið
er um slétta sanda að Tjaldavatni
en þar er skáli, sem Ferðafélag ís-
lands reisti fyrir um 20 ámm.
Um Veiðivatnasvæðið er hring-
vegur og margir stuttir vegaspott-
ar, sem flestir em færir fólksbflum.
Jökulheimavegurinn er nokkuð
vel fær fólksbflum. Helsti farar-
tálminn heitir þó Þröskuldur, en það
er hraunhaft við suðurenda Ljósu-
fjalla. í Jökulheimum er sæluhús.
Jöklarannsóknafélags íslands.
Gæsavatnaleið
Af Sprengisandi við norðanverð-
an Tómasarhaga liggur
Gæsavatnaleið í austur um hálendið
norðan Vatnajökuls og í Öskju.
Þaðan er svo vel greiðfært í Herðu-
breiðalindir og niður á þjóðveg á
Mývatnsöræfum.
Ekið er norður fyrir Tungnafells-
jökul yfír Skjálfandafljót og kvíslar
þess. Ein þeirra verður væntanlega
brúuð síðla í sumar, þannig að leið-
in verður nokkuð auðveldari fyrii'
bragðið. Rjúpnabrekkukvísl er oft
farartálmi og erfíð yfirferðar. Þá
er farið upp á Dyngjuháls og að
Gæsavötnum, yfir Urðarháls og af
honum niður á Jökulsáraura, en um
þá var áður farið í Öskju, en nú
er farinn tiltölulega nýr vegur í
norður og þannig krækt fyrir aur-
ana. Þessi leið er miklu tryggari,
því alltaf er hætta á sandbleytu í
aumnum.
Frá Tómasarahaga í Öskju em
um 112 km og niður á Norðurlands-
veg em um 208 km. Leiðin er
sérstaklega hrikalega erfið og heill-
andi enda aðeins fyrir stóra og
sterka fjórhjóladrifsbfla. Varhuga-
vert er að fara einbfla þessa leið.
Gæsavatnaleið er sjaldan fær
fyrir miðjan ágúst.
Öskjuleið
Frá Norðurlandsvegi á Mývatns-
öræfum inn í Herðubreiðarlindir em
um 60 km og þaðan inn í Öskju
em um 35 km. í Herðubreiðarlindir
er góður vegur sem yfirleitt er fær
öllum bflum, en leiðin inn í Öskju
getur verið erfíð vegna foksands
sem gjaman vill setjast í slóðina. í
Öslq'u er venjulegast fært um miðj-
an júní.
I ágúst er fyrirhugað að taka í
notkun brú yfir Jökulsá á Fjöllum,
sem byggð verður í sumar. Styttir
brúin leiðina í Kverkfjöll um 190
kflómetra.
Kverkfjallaleið
Skammt sunnan Möðmdals er
ekið suður í Kverkfjöll eftir bmna-
söndum og hraunum. Leiðin er
tiltölulega greiðfær flestum bflum.
Nokkrar minniháttar ár tefja för,
en tálma þó ekki. Brú er á Kreppu,
sem áður var aðal farartálminn.
Sigurðarskáli stendur við Virkisfell
í Kverkfjöllum, en hann er í eigu
Ferðafélags Egilsstaða. Inn í
Kverkfjöll er venjulegast fært um
miðjan júní.
Kverírijallaleið er löng og þreyt-
andi, en Qallasýn er þó fögur og
ber mest á Herðubreið og Snæfelli
og fjöllunum við norðanverðan
Vatnajökul.
Lakagigar
Slóðin að Lakagígum hefst við
bæinn Heiði á Síðu og er ekið norð-
ur með Fjarðará, um Hurðabak og
að vaði á Geirlandsá skammt norð-
an við Fagrafoss. Vaðið er ekki
teljandi fyrirstaða en þegar lengra
er komið getur slóðin verið varasöm
í rigningum vegna bleytu. Leiðin
er aðeins ætluð ú'órhjóladrifsbflum.
Fjallabaksleið nyrðri
Forðum var gamla Landamanna-
leiðin farin, en hún liggur af
Landveginum, skammt norðan við
Heklu, framhjá Landmannahelli og
að Jökulgilskvísl við Landmanna-
laugar. I Landmannalaugar eru
eftir þessari leið um 35 km. Þessi
leið er ákaflega falleg og tilkomu-
mikil.
Hin leiðin er frá Sigöldu og eru
um 25 km í Landmannalaugar.
Þessi leið er öruggari enda liggur
hún um sanda og hraun, en sú fyrri
um gróðurþekjur.
Þessar leiðir sameinast við
FYostastaðavatn og er þá haldið
áfram yfir Jökulgilskvísl á traustri
brú og um Steinsgil og Illugil, en
vötn í þessum giljum geta verið
fólksbflum erfið í rigningartíð. Að
öðru leyti má telja Fjallabaksleið
nyrðri vel færa öllum bflum. Leiðin
liggur um Eldgjá og í Skaftár-
tungu. Alls er leiðin frá Sigöldu að
brúnni yfir Tungufljót um 100 km
löng.
Fjöldi slóða liggur af fjallabaks-
leið nyrðri og eru þeir flestir aðeins
ætlaðir fjórhjóladrifsbflum. Nefna
má slóð suður á Fjallabak syðra og
Hrafntinnusker og slóð að Langa-
sjó.
Fjallabaksleið syðri
Frá Keldum á Rangárvöllum um
Fjallabak syðra og í Skaftártungu
eru um 90 km. Leiðin er einkum
ætluð fyrir fjórhjóladrifsbfla. Leiðin
er svo til torfærulaus allt að Mark-
arfljóti við Laufafell, en þar er vaðið
nokkuð djúpt og grýtt. Við Álfta-
yatn eru stórir skálar Ferðafélags
Islands og í Hvanngili er gangna-
mannakofí.
Fyrir austan Hvannagil skiptast
leiðir og liggur önnur suður um
Emstrur og yfir brú á Markarfljóti
og niður í Fljótshlíð. Hin liggur
áfram í austur um Mælifellssand
um torfærulaust land að Hólmsá.
Hún er ætfð varasöm. Þaðan liggur
síðan góð leið niður á þjóðveg í
Skaftártungu.
Fjallabaksleið syðri er ákaflega
falleg og tilkomumikil í fjölbreytni
sinni.
Höfundur starfar sem qjálfstæður
blaðamaður oghefur skrifað und-
anfarin tvö ár um innlend ferða-
mál í Morgunblaðið. Hann er
stofnandi ogfyrsti ritstjárí tíma-
rítsins Áfangar.
ist- og vetrarlistinn
kominn
VERÐ KR.19
U PONTUN