Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 39

Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 39 Zóphanías Benedikts- son — Minning Fæddur 5. marz 1909 Dáinn 2. júlí 1986 Miðvikudaginn 2. júlí 1986 and- aðist í Borgarspítalanum í Reykjavík Zóphanías Elínberg Benediktsson skósmiður, Hátúni 12, eftir fjögurra daga legu þar að því sinni. Zóphanías var fæddur næstelstur í stórum systkinahópi. Voru systk- inin 13 talsins og komust 12 til fullorðinsára. Zóphanías kynntist snemma fá- tækt og harðri lífsbaráttu. Sex ára fór hann úr foreldrahúsum. Var hann á ýmsum bæjum í nágrenninu til 11 ára aldurs að hann fór að Skinnastöðum í Torfalækjarhreppi, en þar dvaldist hann næstu árin. Þegar Zóphanías var 15 ára veiktist hann af lömunarveiki og var svo illa haldinn af henni að læknir taldi vonlaust að hann kæm- ist á fætur aftur. Ekki voru þó allir sama sinnis. Grasalæknir þar í sveitinni, Ingi- mundur að nafni, taldi batavonir nokkrar og tók hann Zóphanías til meðferðar og lækningar. Og honum tókst með grasalækningum sínum og með því að vekja kjark og lífslöngun hins unga manns að koma Zóphaníasi á fætuma aftur. Ljósböð á spítalanum á Blönduósi komu og Zóphaníasi til hjálpar að ná þessum bata. Þá var Zóphanías kominn að Gunnsteinsstöðum í Langadal og naut umhyggju og vináttu bóndans þar, Hafsteins Péturssonar, og Ijöl- skyldu hans. Minntist Zóphanías oft þessa fólks með þökk og hlýju. Það var ekki auðvelt fyrir ungl- inginn að horfast í augu við veru- leikann, þegar hann var risinn upp úr lömunarveikinni, að vísu rólfær, en verulega fatlaður. En þá, eins og svo oft síðar á lífsleiðinni, varð kjarkurinn og góðir eðliskostir hon- um dijúgt veganesti. Það varð að ráði að hann fór norður til Akureyrar með það í huga að nema einhveija þá iðn sem hann gæti haft lífsviðurværi af. Snemma hafði komið í ljós að Zóphanías var hagur til allra smíða og velvirkur. Fyrst hafði hann í huga að leggja fyrir sig gullsmíði, en örlögin höguðu því svo að hann hóf skósmíðanám og lauk hann meistaraprófi í þeirri iðngrein. Hafði hann af henni atvinnu mikinn hluta ævi sinnar meðan honum ent- ist heilsa og þrek til þess. A þessum námsárum sínum á Akureyri eignaðist Zóphanías elsta son sinn, Hörð, með Sigrúnu Tijá- mannsdóttur. Þegar Zóphanías hafði lokið skósmíðanámi sínu fór hann að vinna í skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Stofnaði hann þá heimili með sambýliskonu sinni, Vilborgu Bjömsdóttur frá Eskifírði, og áttu þau saman fjögur böm, Hauk, Ragnar, Kristínu og Bimu. Þau slitu síðar samvistir. Þá fluttist Zóphanías til Reykjavíkur og þar átti hann heima síðan allt til dauðadags. Vann hann þar fyrst í Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar, en rak síðan eigið skóverkstæði í nokkur ár meðan- heilsa hans leyfði. Lyftuvörður var hann í Reykjavíkurapóteki um nokkurt skeið og „sjoppu" rak hann ásamt Ragnheiði konu sinni í rúman áratug á Langholtsveginum. Eign- aðist hann þar ýmsa góða vini og kunningja, ekki síst meðal þeirra bama og unglinga sem lögðu leið sína í „sjoppuna" til hans. Hinn 21. apríl 1947 kvæntist Zóphanías eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Ámadóttur frá Blöndu- ósi. Þau áttu bæði rætur sínar í Húnavatnssýslunni og höfðu þekkst allt frá bamæsku. Ragnheiður reyndist manni sínum afburða góður lífsförunaut- ur, var honum félagi og vinur og stóð óhagganleg við hlið hans á hveiju sem gekk. Voru þau hjónin alla tíð samhent og samhuga. Og í langri, stormasamri og oft tvísýnni baráttu Zóphaníasar um líf og dauða um áratuga skeið, var hún alltaf traust og trygg reiðubúin til að styðja hann og hlúa að honum með miídum huga og höndum. Fyr- ir það kunna allir vinir og vanda- menn Zóphaníasar henni miklar þakkir. Ragnheiður átti stálpaða dóttur. Bimu, þegar hún giftist Zóphaníasi og fylgdi hún móður sinni. Varð fljótlega kært með þeim Bimu og Zóphanfasi og góð vinátta sem ent- ist meðan Zóphanías lifði. Þegar Bima eignaðist elstu dótt- ur sína, Ellen, varð hún mikið „afabam" Zóphaníasar, enda átti hún sín bemskuár á heimili þeirra Ragnheiðar. A þeim ámm vom ofin traust bönd umhyggju, vináttu og virðing- ar sem aldrei biluðu né bmgðust, enda þótt leiðir þeirra Ellenar og Bimu lægju til Svfðþjóðar, þar sem þær em nú búsettar. ÖIl þeirra sam- skipti vom bæði honum og þeim ómetanlegur gleðigjafi, jafnt í blíðu og stríðu. Zóphanías Benediktsson var maður skapríkur, viðkvæmur og stórlyndur. Jafnframt var hann ró- lyndur, íhugull og traustur. Mörgum þótti gott til hans að leita, þegar syrti í álinn og lífsbaráttan harðnaði. Hann var ráðhollur og raunsýnn og góður vinur vina sinna. Zóphanías var glaður í góðra vina hópi, kfminn og góðlátlega stríðinn. Hann var félagslyndur og lét sig skipta bæði menn og málefni. Hann var einn af stofnendum Sjálfsbjarg- ar og var alltaf umhugað um þann félagsskap og lagði alltaf fúslega fram það afl sem hann átti félaginu til framdráttar. Ungur byijaði Zóphanías að tefla og var góður skákmaður. Og spila- mennskan var honum í blóð borin. Hann var hörkugóður bridgespila- maður og vann til margra verðlauna á því sviði. Þeir em ótaldir tímam- ir sem Zóphanías eyddi yfír spilum og ófáir vinir og félagar sem hann eignaðist á þeim vettvangi. Þar fann hann bæði leikgleði og lífsfyll- ingu. Nú er Zóphanías Benediktsson allur. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hans. En eftir lifir minningin um kjarkmik- inn, duglegan, þijóskan en hjarta- hlýjan mann, sem aldrei lét bugast þótt á móti blési. Vinir hans og vandamenn senda honum hinstu kveðju með þökk fyr- ir alit og allt. Guð blessi minningu hans. Elín Soffia Kristjana Einars- dóttir — Minning Fædd 12. september 1910 Dáin ö.júlí 1986 Mánudaginn 14. júlí sl. var til moldar borin hún frænka mín, Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Kristjana Ágústa Einarsdóttir Langedal. Hún frænka mín. Þessi orð eru ástarorð í eyrum mínum. Ég var svo heppin að frá blautu bamsbeini átti ég þessa hjartahlýju frænku, Sjönu móðursystur mína. Hún frænka mín var mér sem önnur móðir til fimmtán ára aldurs. Hún flutti til Noregs 1947 og giftist Knut Langedal árið 1948, og áttu þau síðan heimili þar á bemsku- stöðvum hans, Fedje, Noregi. Það var mikil raun í mínu unga Iffí að sjá á eftir henni svona langt í burtu. Eg sá hana ekki aftur fyrr en hún kom í heimsókn með eina bamið þeirra, Berthu Ragnheiði. Ég sá þau of lítið, því sjálf flutti ég af landi burt fyrir rúmum 30 árum. Þó fjarlægðin væri mikil fann ég hjartahlýju og ást hennar streyma til mfn. Knut lést f desember sl., hinn mesti gæðamaður, göfugur og góð- ur og var þar fullt jafnræði með þeim hjónum. Það er mikil sorg fyrir Berthu að missa báða foreldra sína með svo skömmu millibili. Síðustu árin bjuggu Sjana og Knut hér á vetuma en í Noregi á sumrin, en Bertha valdi að búa hérlendis. Með fráfalli þessarar göfugu, góðu frænku minnar hefur stór þáttur úr lífi mínu horfíð, en minn- ingin lifir. Nú kveð ég Kristjönu og þakka í hinsta sinn elsku bestu frænku minni. Ég votta Berthu samúð mína af öllu hjarta. Guð blessi minningu ykkar og styrki okkur sem eftir standa. Guð gefi við sjáumst öll hjá honum er jrfir lýkur. Dellý Guðrún Elísabet Jóns- dóttir — Minning Rúna, eins og ég kallaði hana, fæddist á Skriðnafelli á Barða- strönd. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ebenesarsdóttir og Jón Elíasson. Rúna ólst upp með systkinum sínum á Skriðnafelli fram yfir tvítugt. Hún fluttist þaðan með hálfbróður sínum Knúti Há- konarsyni að Suðureyri í Tálkna- fírði. Á Suðureyri bjuggu þau í sama húsi og foreldrar mfnir og var ég víst ekki há í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar til þeirra. Þau voru mér einstök. Þau bjuggu nokkuð mörg ár á Suðureyri og fluttust þaðan að Þinghóli í Tálknafírði. Ég dvaldi oft á Hóli hjá þeim og á þaðan margar ljúfar minningar. Óteljandi eru þau atvik og þættir mannlegra sam- skipta sem við hljótum að minnast, endurminningin er dýrmæt, einkum þegar hún hefur að geyma samband okkar við gott fólk. Ég mun ávallt standa í þakkarskuld við hana Rúnu fyrir þá velvild og hjartagæsku sem hún auðsýndi mér alla tíð. Ég hef leitað til Rúnu á erfiðum stundum í lífi minu og gaf hún mér ómældan styrk og veit ég að svo hefir verið með fleiri. Mig langar að lýsa henni Rúnu eins og hún var í mínum huga. Hún var ákveðin, stóð fast á sínu en ávallt sanngjöm og mild í hjarta, tilfinningarík, starfssöm og vand- virk svo af bar. Hún sóttist ekki eftir fjölmenni en sá sem eignaðist vináttu hennar átti hana alltaf vísa. Það liðu mánuðir og jafnvel ár milli okkar samfunda en tryggðin hennar Rúnu var alltaf söm. Rúna var með afbrigðum gjafmild og allt sem hún gaf var svo notalegt. Það em ótald- ir sokkamir og vettlingamir sem hún pijónaði á dætur mínar í gegn um árin. Á Hóli kynntist Rúna sínum góða og trausta lífsförunauti Hákoni Björgvini Teitssyni rennismið, frá Höfðadal í Tálknafirði. Rúna og Hákon stofnuðu sitt fyrsta heimili í Innri-Njarðvík. Hákon byggði síðan með bróður sínum, Baldri, hús á Langholtsvegi 185 og hafa þau búið þar síðan. Á heimili Hákons og Rúnu var alltaf svo góður andi. Heimilið ein- kenndist af hlýleika og snyrti- mennsku og gestrisni þeirra var einstök. Rúna og Hákon eignuðust einn son, Knút. Hann er giftur Sigfunu Einarsdóttur og eiga þau 4 myndar- leg böm. Rúna átti í mörg ár við mikla vanheilsu að stríða. Hún dvaldist oft á sjúkrahúsum en alltaf þráði hún að komast heim. Heimilið og fjölskyldan voru henni allt og henni helgaði hún lífsstarf sitt. Rúna lést á St. Jósefsspítaianum í Hafnarfirði og var jarðsungin 26. júní síðastliðinn: Hákon minn, þú getur með gleði litið til baka. Þú hefur reynst henni Rúnu með afbrigðum vel. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur feðg- unum, tengdadóttur og bamaböm- um innilegar samúðarkveðjur. Þið hafið mikið misst en eftir lifir minn- ingin um góða og göfuga konu. Ég mun alltaf minnast Rúnu með þakklátum huga og ég bið guð að geyma hana. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aUt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigurrós Jónsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham Alvara syndarinnar Hvers vegna hatar Guð syndina? Er hún í raun og veru svo alvarleg? Við erum nú öll mannleg og breysk. Já, við erum breysk, sérhver maður, og gott er að gera sér grein fyrir því. Kannski fínnst okkur við vera ósköp þokkaleg, þegar við berum okkur saman við suma þá, sem við umgöngumst. En ef við skoðum okkur í ljósi Guðs, sjáum við, að „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Róm. 3,23). Hvers vegna Guð hatar syndina? Ef til vill eru ástæðum- ar margar, en ég vil sérstaklega benda á eina: Guð hatar syndina, vegna þess hvemig hún fer með sköpun hans. Guð elskar okkur, og vegna kærleika síns vill hann það eitt, sem horfir okkur til heilla. En syndin spillir okkur. J3á, sem lifir syndinni og Satan, verður að gjalda þess dým verði. Þræll syndarinnar fínnur aldrei sanna hamingju (þó að hann kunni að ímynda sér, að hann njóti varanlegrar hamingju). Syndin rekur fleig á milli okkar og annarra manna og aftrar okkur frá því að elska hvert annað eins og okkur bæri. En fyrst og fremst hefur syndin komið með dauðann inn í heiminn, og hún skilur okkur frá Guði. Já, Guð hatar syndina vegna þess, hvemig hún leikur okkur. Þér skulið ekki trúa lygum Satans, þó að hann segi, að syndin skipti engu máli. Satan er „lygari og faðir lyginn- ar“ (Jóh. 8,44). En æðsta sönnunin fyrir kærleika Guðs til okkar er sú, að hann hatar syndina svo mjög, að hann hefur tekið til sinna ráða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.