Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 47

Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 47 Handknattleikur: Sigur gegn Pólverjum ÍSLENSKA landsliðið i handknatt- leik sigraði Pólverja, 22:21, á Friðarleikunum í Moskvu f gœr. Staðan í hálfteik var 11:11. Sig- urður Sveinsson sýndi frábœran leik og skoraði 8 mörk auk þess að eiga margar línusendingar sem gáfu mörk. Leikurinn var mjög jafn allan tímann og var munurinn aldrei meiri en tvö mörk. íslendingar höfðu tvö mörk yfir, 22:20, er ein mínúta var til leiksloka og skoruðu Pólverjar sitt 21. mark er 15 sek- úndur voru eftir. íslendingar héldu síðan boltanum og tryggðu sér sig- urinn. Eins og áður var Sigurður Sveinsson í miklum ham og réðu pólsku leikmennirnir ekkert við þrumuskot hans. Aðrir sem skor- uðu voru: Valdimar Grímsson 3, Geir Sveinsson 3, Þorbergur Aðal- steinsson 3, Hilmar Sigurgíslason 2, Júlíus Jónasson 2 og Jakob Sig- urðsson 1. Ungu leikmennirnir í liðinu stóðu sig allir mjög vel í vörninni og Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður, varði mjög vel, sérstaklega í síðari hálfleik er hann varði 10-12 skot. Brynjar byrjaði í markinu en hann hefur verið slæmur í magan- um og fann sig ekki. Leiknum var að hluta til sjón- varpað til Póllands og töluðu pólsku sjónvarpsmennirnir við Bogdan, þjálfara, eftir leikinn. Bogdan var mjög ánægður með frammistöðu íslensku strákanna og hældi þeim eftir leikinn. „Við leggjum nú áherslu á að vinna Tékka á laugardaginn og ná þriðja sætinu í keppninni. Leikur- inn gegn B-liði Sovétmanna á fimmtudag skiptir ekki máli í keppninni, því þeir eru með aðeins sem aukalið í stað Spánverja, sem ekki gátu komið, og gilda leikir gegn þeim ekki í keppninni. Við ætlum því að gefa þeim yngri tæki- færi á fimmtudaginn," sagði Jón Hjaitalín Magnússon, formaður HSÍ, sem einnig er fararstjóri íslenska liðsins. Hann bað fyrir kveðjur heim og sagði að öllum liði vel. Önnur úrslit í gær voru þau að Sovétmenn unnu Bandaríkjamenn, 23:19. Ólafur þjálfar KR — Sverrir Sverrisson og Gísli Felix Bjarnason í KR • Sigurður Sveinsson hefur staðið sig vel með íslenska landsliðinu í Moskvu. Hann var besti leikmaður liðsins í leiknum f gærkvöldi og skoraði 8 mörk. ÓLAFUR Jónsson, fyrrverandi leikmaður Vfkings og landsliðsins f handknattleik, var í gærkvöldi ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KR. „Við erum mjög ánægðir með að hafa gengið frá þessu," sagði Kristján Örn Ingibergsson, for- maður Handknattleiksdeildar KR, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi. „Ólafur tekur við ungum strákum, sem miklar vonir eru bundnar við og liðið kem- ur til með að byggjast á, en innan um eru reyndir leikmenn. Sverrir Sverrisson, sem lék með Tý, Vest- mannaeyjum, og áður Þrótti, hefur skipt yfir í KR og Gísli Felix Bjarna- son er kominn aftur frá Ribe í Danmörku," sagði Kristján. 2. deild: i — i . .i_ KA-menn aftur í efsta sætið - enn skorar Tryggvi KA endurheimti sæti sitt á toppi 2. deildar er þeir sigruðu Ein- herja á Vopnafirði, 2:0, f gær- kvöldi. Bæði mörkin voru gerð f seinni hálfleik. KA-menn áttu svo til allan fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Sköpuðu sér þó oft góð marktæki- færi en Hreggviður Ágústsson, markvörður Einherja, stóð sig vel og bjargaði oft meistaralega. Fyrra mark KA kom á 65. mínútu. Það var enginn annar en Tryggvi Gunnarsson sem það gerði, og var þetta 14. mark hans í deildinni. Hann fékk knöttinn inn í vítateiginn, snéri á tvo varnar- menn og skoraði af stuttu færi upp undir þaknetið. Fimm mínútum síðar bættu KA-menn við öðru marki. Hinrik Þórhallsson skoraði af stuttu færi eftir að Hreggviður, markvörður, hafði misst boltann fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu. Það sem eftir var leiksins sóttu heimamenn meira en án árangurs. Staðan f 2. deild STAÐAN í 2. deíld karla eftir 10 umferölr er þessi: KA 10 6 4 0 28:8 22 Selfoss 10 6 3 1 18:6 21 Vfkingur 10 6 1 3 27:9 19 Völsungur 10 6 2 3 16:10 17 Elnherji 10 5 3 2 13:15 17 ísafjörður 10 3 5 2 19:14 14 Njarövfk 10 3 2 5 15:21 11 Siglufjörður 10 2 3 5 14:16 9 Þróttur 10 2 2 6 15:21 8 Skallagrímur 10 0 0 10 4:52 0 Fengu þó mjög gott marktækifæri er Baldur Kjartansson átti hörku- skalla sem Torfi Halldórsson, markvörður KA, varði vel. Aðal- björn Björnsson, kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og breyttist þá leikur Einherja til hins betra. Erlingur Kristjánsson var besti leikmaður KA og Tryggvi var hættulegur í framlínunni. p.r. Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir 11 um- ferðir er þessi: Fram 11 8 2 1 25:6 26 Valur 11 7 2 2 18:4 23 ÍBK 11 7 0 4 14:14 21 ÍA 11 5 2 4 17:10 17 KR 11 3 5 3 13:9 14 Þór 11 4 2 5 14:20 14 FH 11 4 1 6 17:20 13 Víðir 11 3 2 6 7:14 11 UBK 11 3 2 5 9:19 11 ÍBV 11 1 2 8 9:25 5 Markahæstir f 1. deild eftir 11 umfeðir eru þessir: GuðmundurTorfason, Fram 11 Ingi Björn Albertsson, FH 6 Guðmundur Steinsson, Fram 6 Valgeir Barðason, ÍA 6 Kristján Kristjánsson, Þór 5 Jón ÞórirJónsson, UBK 5 Sigurjón Kristjánsson, ÍA 5 Fyrsti leikur 12. umferðar verð- ur á fimmtudagskvöld, þá mætast Valur og ÍBK á Valsvelli. Sanngjarnt á Skaganum “ - Valgeir skoraði sigurmarkið á 88. mlnútu AKRANESVÖLLUR 1. deild: lA-lBV: 1:0 (0:0) Mark ÍA: Valgeir Barðason á 88. mín. Áhorfendur: 610 Gult spjald: Sigurður Lárusson, ÍA Dómari: Porvaröur Bjömsson og stóð sig vel. EINKUNNAGIÖFIN: ÍA: Birkir Kristinsson 3, Hafliði Guðjónsson 2, Heimir Guðmundsson 3, Siguröur Lárusson 2, Siguröur B. Jónsson 2, Alexander Högnason 3, Júlíus P. Ingólfsson 2, Aöalsteinn Víglunds- son vm., lék of stutt, Ólafur Þóröarson 2, Höröur Jóhannesson vm., lók of stutt, Ámi Sveinsson 2, Guöbjöm Tryggvason 2, Valgeir Baröason 2. Samtals: 25. ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson 3, Þóröur Hall- grímsson 2, ViÖar Elíasson 3, Elías FríÖríksson 2, Jón Bragi Ármannsson 3, Sighvatur Bjarna- son 2, Ingi Sigurösson 2, Jóhann Georgsson 2, Bergur Ágústsson 1, Ómar Jóhannsson 1, Jón Atli Gunnarsson 1, Póll Hallgrímsson vm., lék of stutt. Samtals: 22. Leikurinn fór frekar hægt af stað og lítið um marktækifæri. Eyja- menn fengu tvö þokkaleg mark- tækifæri á 17. og 24. mínútu. Fyrst átti Ómar Jóhannsson fast skot sem Birkir varði vei og síðan átti Viðar Eiíasson gott skot rétt yfir, eftir að hafa einleikið upp völlinn. Tvö næstu færi voru Skaga- manna. Alexander Högnason átti fyrst skot rétt framhjá og nokkrum mínútum síðar átti Guðbjörn hörkuskot rétt yfir, eftir fyrirgjöf frá Ólafi Þórðarsyni. Besta færi hálf- leiksins fengu Skagamenn á 41. mínútu. Guðbjörn komst þá inn- fyrir vörn Eyjamanna, eftir laglegt samspil við Árna Sveinsson, en Þorsteinn Gunnarsson varði meistaralega fast skot Guöbjörns af stuttu færi. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, frekar rólega. Fyrsta mark- tækifærið kom á 60. mínútu. Valgeir Barðason komst þá upp að endamörkum hægra megin og skaut föstu skoti á nærstöngina en Þorsteinn varði mjög vel. Skömmu síðar áttu Eyjamenn þokkalegt færi er Jóhann Georgs- son skaut rétt yfir beint úr auka- spyrnu. Á 67. mínútu átti Ólafur Þórðarson hörkuskot aö marki, sem fór framhjá Þorsteini mark- veröi, en fór síðan í Eyjamann sem varði skot Ólafs á síðustu stundu. Upp úr þessu þyngdu Skaga- menn mjög sókn sína og Eyjamenn reyndu að verjast og halda hreinu. Á 75. mínútu átti Hörður Jóhann- esson góðan skalla en enn er Þorsteinn vel á verði og náði að slá boltann yfir. Árni Sveinsson var í góðu færi skömmu síðar eftir sendingu frá Hafliða en skaut rétt framhjá. Guðbjörn komst í gegn á 83. mín. eftir stungusendingu frá Árna en þegar hann var að kom- ast í dauðafæri steig hann á boltann og færið rann út í sandinn. Sigurmarkið kom síðan á 88. mínútu. Hafliði Guðjónsson átti háa sendingu fyrir mark Eyja- manna og þar stökk Valgeir Barðason hæst allra og skaliaði boltann yfir Þorstein og í netið. Eyjamenn fengu svo mjög gott færi á síðustu mínútu leiksins til að jafna. Ingi Sigurðsson átti þá lúmskt skot frá hægri sem kom hátt að marki Skagamanna og var við það að detta í markiö en Birki tókst á síðustu stundu að slá bolt- ann yfir. „Gleymi ekki að spila fótbolta11 „ÞAÐ ERU sjálfsagt ekki margir erlendir leikmenn, sem hafa verið fyrirliðar I Bundesiigunni, og óg er sjálfsagt sá fyrsti hjá Stuttgart," sagöi Ásgeir Sigur- vinsson f samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöidi, rótt nýkominn úr 10 daga æf- ingabúðum með liðinu heim til konu sinnar og tveggja barna, en þeim hjónum fæddist sonur, Ásgeir Aron, fyrir skömmu. „Ég var viðbúinn þessu og því kom mér það ekki á óvart, þegar þjálfarinn fór þess á leit við mig að ég tæki að mér fyrirliðastöð- una. Ég hafði lítinn áhuga, því um er að ræða mikla aukavinnu utan vallar. Velja mark í upphafi leiks er aðeins lítið brot af starf- inu. Það þarf að standa i alls konar samningum, tala við blaða- menn og fleira. En ég komst að góðu samkomulagi við þjálfarann um aö ég tæki aöeins að mér það sem sneri beint að knatt- spyrnunni og hann yrði mér innan handar um annað. Auk þess fæ ég tvo menn mór til aöstoðar, svo ég gleymi ekki að spila fótbolta," sagði Ásgeir. Varðandi iiðið sagði Ásgeir að það ætti að geta gert betur en í fyrra. Þeir hefðu æft tvisvar á dag í æfingabúðum uppi í fjöllum og leikiö nokkra æfingaleiki á þessum 10 dögum. Það væri mikið af nýjum mönnum í liðinu og það tæki alltaf tíma að aðlag- ast nýjum aðstæöum. „í augna- blikinu lítur þetta vel út hjá okkur, en það var slæmt aö lenda á móti Bundesliguliði úti í bikarn- um. Uerdingen er mjög sterkt • Asgeir Sigurvinsson, fyriríiði Stuttgart. núna og þetta verður tvísýnn leik- ur, en annað liðið fellur út og við því er ekkert að gera."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.