Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 17 * a Þetta línurit sýnir að ísland hefur verið meðal þeirra ríkja sem einna minnstu fjármagni hafa varið til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Árið 1981 voruþað0,78%afþjóðarframleiðslu oger enn svipuðtala. eftir Gunnar G. Schram Um síðustu mánaðamót, þann 30. júní, gerðist ísland aðili að nýj- um alþjóðasamtökum um eflingu rannsókna og hátækni, sem hlotið hafa nafnið EUREKA. Fremur hljótt hefur verið um þann atburð í íslenskum fjölmiðlum, en full ástæða er til að vekja athygli á því hvaða hag við getum haft af því í framtíðinni að hafa gengið til þess- arar vísindasamvinnu við aðrar Evrópuþjóðir. Ekki síst mun hún geta gagnast íslenskum iðnfyrir- tækjum á komandi árum. Þróun nýrra fram- leiðsluaðferða Markmið þessara samtaka er að efla framleiðni og samkeppnishæfni iðnaðar og hagkerfa Evrópuþjóða á heimsmarkaði með nánari sam- vinnu fyrirtækja og rannsóknar- stofnana á sviði háþróaðrar tækni og styrkja þar með grundvöll vel- megunar og atvinnu. Ætiunin er að ná þessu mark- miði með því að greiða fyrir auknu iðnaðar, tækni og vísindasamstarfí, sem beinist að því að þróa nýjar framleiðsluaðferðir og vörur og þjónustu, sem byggist á hátækni. Fram er tekið að EUREKA-verk- efni miðast við almennan markað en ekki hemaðarþarfir. Það er franska ríkisstjórnin sem hefði forgöngu um þennan nýja samstarfsvettvang Evrópuþjóðanna vorið 1985. Það er ekkert leyndar- mál að grundvallarhugsunin í því efni var nauðsyn þess að Evrópa drægist ekki aftur úr Bandaríkjun- um og Japan á þessum sviðum. Með því að sameina krafta vísinda- manna, fyrirtækja og iðnaðar í Evrópulöndunum væri líklegra en ella að þátttökuríki lytu ekki í lægra haldi í hinni miklu samkeppni, sem nú á sér stað á hátæknisviðinu. Hver er hagnr okkar? ísland var síðasta ríkið sem aðili gerðist að þessari rannsókna- og vísindaáætlun, en hin Norðurlöndin voru áður öll komin í hópinn. Alls eru þátttökuríkin 19 talsins. Sú spuming hlýtur eðlilega að vakna í þessu sambandi hver sé hagur okkar að slíkri samvinnu Evrópuríkj anna. Ef málið er grant skoðað er ekki ósennilegt að aðildin að EUREKA geti orðið okkur íslendingm gagn- legri en flestum öðmm ríkjum. Ástæðan er einfaldlega sú að vegna fámennis og fjármagnsskorts hafa rannsóknir á sviði háþróaðrar tækni verið hér af mjög skornum skammti á liðnum ámm. Á hinn bóginn em þarfir okkar á því sviði engu minni en nágrannaþjóðanna. Dagar fmm- framleiðslu em ekki taldir og áfram verðum við þjóð, sem byggja mun að miklu leyti á útflutningi hráefnis. Hinsvegar er það ljóst að undir- staða bættra lífskjara í framtíðinni hlýtur að vera nýting rannsókna og hátækni á sem flestum sviðum atvinnulífs okkar. Þannig er unnt að margfalda arðinn af framleiðslu þjóðarinnar og þróa nýjar atvinnu- greinar á sviði hátækni. Menntaða vísindamenn eigum við í vaxandi mæli, en þá hefur skort aðstöðu og fjármagn fram til þessa. Aðildin að EUREKA skapar þeim nýja aðstöðu og nýja möguleika, ekki síður en þeim fyrirtækjum, sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. „Með aðildinni að EUREKA opnast íslenskum vísinda- mönnum, fyrirtækjum og rannsóknarstofnun- um nýjar leiðir til samvinnu við aðrar þjóðir á þessum sviðum ogjafnframt til fjár- mögnunar slíkra verk- efna.“ Naumir á rannsóknarfé Fram til þessa höfum við íslend- ingar verið meðal þeirra þjóða Evrópu sem minnstum fjármunum höfum hlutfallslega varið til rann- sókna og þróunarmála. Portúgal og Spánn eru þar neðar á listanum, en öll Norðurlöndin miklu ofar. Árið 1981 vörðum við 0,78% af þjóðartekjum okkar til rannsókna og þróunar og í dag er sú tala svip- uð. Það er því Ijóst að með rann- sóknarsamvinnu við aðrar þjóðir, sem hafa mun í för með sér nýtt fjármagnsstreymi inn á þetta svið, skapast nýir möguleikar fyrir íslenska vísindamenn og íslenskt atvinnulíf. Markaðshæf verkefni Á ráðherrafundinum í London, þar sem íslandi var veitt aðild að samtökunum, voru samþykktar 72 rannsóknaráætlanir, sem samtals munu kosta 2 milljarða dollara. Tvö skilyrði eru sett um slík verk- efni: í fyrsta lagi að þau leiði sem fyrst til markaðshæfrar niðurstöðu og í öðru lagi að tvö lönd að minnsta kosti standi að rannsóknarverkefn- unum. Gert er ráð fyrir að fjármagn til verkefnanna komi frá ríkisstjóm- um þeirra landa, sem að þeim standa hvetju sinni og alþjóðlegum rannsóknarsjóðum. Hefur breska ríkisstjómin m.a. tekið þá ákvörðun að leggja fram 50% kostnaðar við þau rannsóknarverkefni sem Bretar eiga aðild að. Hvar byrjum við? íslenska sérfræðinganefndin, sem kannaði hvem hag við getum haft af aðild EUREKA, taldi að þar væri fyrst og fremst um þijú svið að ræða. Það er þátttaka okkar í verkefnum í upplýsinga- og fjar- skiptatækni, líftækni og efnistækni. Þá hefur þegar verið samþykkt verkefni sem áhugavert er fyrir íslendinga. Það fjallar um þróun fiskiskipa tíunda áratugarins, en um það hafa Frakkar og Spánveijar haft frumkvæði. Með aðildinni að EUREKA opn- ast íslenskum vísindamönnum, fyrirtækjum og rannsóknarstofnun- um nýjar leiðir til samvinnu við aðrar þjóðir á þessum sviðum og jafnframt til Ijármögnunar slíkra verkefna. Ef vel tekst til getur þessi nýi vettvangur orðið mikilvægur áfangi á leið okkar inn í hátækni- þjóðfélag framtíðarinnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjáifstæðisflokkinn Ein með rambóveiru ískaldi og óbugandi al-ameríski sigurvilji og föðurlandsást áfram að koma fjendum sínum á kné í næsta bamalegum súp- ermannmyndum sem farnar em að lykta af áróðri. I þessum myndbálki, sem farið er að kenna við kempuna Rambo, er Könum hreint ekk- ert ómögulegt og í Iron Eagle gerir unglingsstrákur sér lítið fyrir, platar öryggiskerfí í stórri flugherstöð upp úr skónum og rænur tveim F 16-ormstuþot- um, fullhlöðnum vítisvélum. Heldur síðan áfram ásamt galvöskum atvinnuhermanni (Gossett) í stríð við óvinveitt nágrannaríki og hefur að sjálf- sögðu betur. Ástæðan fyrir þessum einka- stríðsrekstri er náttúrlega ákaflega alvarleg og hjartnæm; vondu kallamir, nágrannamir, rændu sem sé ormstuflug- manninum föður stráksa og hvað skal til ráða þegar á að hengja pabba og manns eigin ríkisstjórn vill ekki lyfta hendi til hjálpar af einhveijum asna- legum, pólitískum ástæðum? Þegar best lætur má líta á Iron Eagle sem hressilega af- þreyingarmynd í hreinræktuð- um teiknimyndaanda. Loftormstuatriðin umhverfís hinar tignarlegu F 16 hrífandi glæsilegar og vel teknar. En öfgamar, skmmið, einhæfnin og rökleysan em svo yfírgengi- leg að það skaðar ánægjuna. Höfundar Iron Eagle em greinilega illa haldnir af rambo- pestinni. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: IRON EAGLE ★ ★ Leikstjóri: Sidney J. Furie. Framleiðendur: Ron Samu- els og Joe Wizan. Handrit: Kevin Elders og Furie. Kvikmyndun: Adam Green- berg. Klipping: George Grenville. Tónlist: Queen, James Brown, Twisted Sist- er, Tina Tumer, o.fl. Aðalhlutverk: Louis Goss- ett, jr., Jason Gedrick. Bandarísk. TriStar 1986. Nál. 110 mín. Enn heldur hinn stálbenti, Frá sundlauginni á Hellu. Hella, áningarstað- ur í alfaraleið Rangárvallahreppur hefur ný- verið látið gera upplýsingabækl- ing um Hellu og þá þjónustu, sem þar er í boði fyrir ferðamenn. í bæklingnum er kort af Hellu og eru þjónustustofnanir taldar upp Leiðrétting I Morgunblaðinu 8. júlí síðast- liðinn var birtur listi yfir braut- skráða stúdenta frá Háskóla íslands í vor. Þau mistök urðu við gerð listans í háskólanum, að á listanum yfír embættispróf í læknisfræði féll nið- ur ejtt nafn. Nafnið, sem féll brott, var ína Þómnn Marteinsdóttir. Hún útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði vorið 1986. og opnunartíma þeirra getið. Hella hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli orðið viðkomustaður ferðamanna og hefur í kjölfar þess verið byggð upp gisti- og veitinga- þjónusta. Gistihúsið Mosfell er með eins og tveggja manna herbergi, sumarhús af þremur stærðum, sem leigð eru með öllum búnaði og tjald- stæði með allri nauðsynlegri að- stöðu fyrir ferðamenn. Grillskálinn á Hellu veitir þjónustu við einstakl- inga og ferðamannahópa. Ýmislegt er til afþreyingar og skemmtunar á Hellu, má þar nefna sundlaug, golfvöll, stangveiði og útsýnisflug. Austurleið heldur uppi samgöngum til og frá Hellu, til Reykjavíkur, Hvolsvallar, Víkur og Hafnar í Hornafirði alla daga. Auk þess eru ferðir til Þórsmerkur og um Fjallabaksleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.