Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 fclk í fréttum Söngvan sveitarinnar Aston Reymers Rivaler á fullri ferð. Listilegt samspil. Inn á milli tónanna fengu brandarar að fjúka og svo virðist sem sumir þeirra hafi verið æði skondnir. Innlendir jafnt sem erlendir dönsuðu dátt og af mikilli innlifun. Morgunbiaðið/Bjami. Söngur og spil í sirkustjaldi Sumarsins ’86 munu margir eflaust minnast sem sérlega viburðaríks tíma, í það minnsta á menningarsviðinu. Það hófst með glæsilegri listahátíð, þar sem fjöldinn allur af frægum erlendum listamönnum sótti okkur heim og leyfði okkur að njóta hæfileika sinna hér norður í hafi. Hefðu þar allir átt að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því fjölbreytnin var mikil — tónleikar, myndlistar- og leiksýningar, að ógleymdum hin- um óvæntu uppákomum ýmissa hópa á götum úti, sem lífgaði all- verulega upp á bæjarbraginn. Varla höfðu svo síðustu lista- mennimir fyrr kvatt, en aðrar stjömur tóku að streyma til lands- ins og í þetta sinn allar norrænar. N’Art, er yfírskrift þeirrar nor- rænu listahátíðar sem nú stendur yfir og er hún haldin í tengslum við 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. Það sem af er henni hefur mikið verið um að vera á flestum vígstöðvum, leikhópar hafa látið ljós sín skína, tónlistarmenn kynnt okkur sínar stefnur og strauma, fræðingar haldið fyrirlestra, galdrað, dansað og allt þar á milli. Hátíðin hófst þann 18. þ.m. og lýkur þann 27., eða næstkom- andi mánudag. Meðal þeirra erlendu rokksveita, sem fram koma á hátíðinni em fínnska sveitin Sielun Veljet og sænska sveitin Aston Reymers Rivaler, fyirum kalypsósveit, sem tekið hefur suðræna taktinn með sér í rokkið. Báðar hafa hljómsveitim- ar þegar omið einu sinni fram og vöktu mikla athygli meðal við- staddra. Hljómleikamir fóm fram í stóm sirkustjaldi, sem komið hefur verið fyrir á háskólavellin- um. Morgunblaðið leit inn í gleðskap þann og festi fjörið á fílmu. Dansinn dunaði og virtust innlendir jafnt sem erlendir gestir vera vel með á nótunum. Við birt- um hér nokkrar svipmyndir frá samkomunni og bendum þeim á, sem einhverra hluta vegna létu þetta fram hjá sér fara, að i kvöld, föstudagskvöld, mun hljómsveitin Aston Reymers Riv- aler koma fram öðm sinni í tjaldinu ásamt Bjama Tryggva- syni og Fölu fmmskógadrengjun- um. Finnamir fmmlegu bíða hinsvegar til morguns — halda sína hljómleika annað kvöld ásamt þeim Bubba Morthens og hljóm- sveitinni Röddinni. Davíð Oddsson í sænsku dagblaði Do'-d Oddsson pð torget AvftvrvGtiv i Pe’/ífQYik.. Den ytkóngé tog pj $,-+f konior i emc* 6 000 mifixpgaf*lom ^^n,i & Qfí úsMtro d=te& ned borg- ta/iskonn Greinin um Davíð og Reykjavíkurborg. að er betra að hægt sé að kalla einn mann til ábyrgð- ar, en heilan hóp af fólki er haft eftir Davíð Oddssyni, borgar- stjóra í nýlegu viðtali í sænsku dagblaði. Blaðið gerir að umtals- efni persónulegt fylgi borgar- stjórans og skýrir meðal annars frá því að samband hans við kjós- endur sé svo náið, að til hans hafí 6.000 borgarbúar leitað með sín vandamál á síðasta ári. Hann er sagður þúsundþjalasmiður — stjómmálamaður, leikritahöfund- ur og skáld — maður með kímnigáfu í ríkum mæli. Þess er þá einnig getið að þrátt fyrir hvassyrta gagnrýni og mikinn mótbyr í síðustu kosningum hafi hann haldið meirihluta sínum, hann virðist hafa unnið hugi og hjörtu Reykvíkinga. Um borgina sjálfa segir dag- blaðið að félagsleg vandamál séu þar fá. Atvinnuleysi er þar ekk- ert, lítið um drykkjumenn og eiturlyfjasjúklinga — húsnæðis- skortur sé það, sem helst hái henni, enda hefur íbúum fjölgað allverulega undanfarin ár. Engin ástæða er þó til að örvænta. „Davíð lítur björtum augum til framtíðarinnar, segir borg sína standa vel að vígi,“ segir blaðið að lokum. Tom Selleck ásamt fjölskyldu sinni og fylgdarkonu fyrir framan stjörnu sína á Hollywood Boulevard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.