Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /1/T UVVMI káJOL ' u II Flóknar beygingar- reglur til baga Skúli Ólafsson skrifar: „Flóknar beygingareglur fyrstu talnanna 1-4 eru mjög bagalegar í viðskiptum, sem aukast dag frá degi. Þeir sem fylgst hafa með uppboði í sjónvarpi, t.d. á fiski eða korni, hafa væntanlega gert sér ljóst að ekki gefst mikill tími til að beygja töluorð. í morgunleikfimi þarf oft að tæpa á töluorðum t.d. þrí-fjór fyrir 3-4, en í nafnaþulunni Einbjöm, Tvíbjöm, Þríbjöm, Fjór- bjöm em töluorðin einfölduð eins og er í orðunum einburi, tvíburi, þríburi, ljórburi og einnig mætti nefna Pétur þríhross. Vegna talnaflóðsins á tölvuöld getur skipt töluverðu máli að töl- urnar séu skýrar og einfaldar. Svíar, Norðmenn og Englendingar hafa einfaldar talnagerðir, en Þjóð- verjar og Danir em með talnagerðir sem kalla mætti afturvirkar, þar er t.d. 52 orðað sem 2 og 50 (hálf þriðju sinnum tuttugu) og óhentugt í vélritun. Gamansamur maður sagði að kunningi sinn væri góður í tressunum þegar hann heyrði kunningja sinn vera að þræða þessi einstigi Dana í talnafræðinni. Danir taka nýjungum opnum örmum en ríghalda í þessa sérvisku. íslensku talnastofnamir ein, tví, þrí og fjór em stuttir og skýrir en tví og þrí em of líkir í framburði og má' minna á að Þjóðveijar hafa zwei og drei fyrir sömu tölur, en þeir hafa tekið upp töluna zwo (tvo) fyrir töluna zwei, þar sem nauðsyn er á skýrri og ótvíræðri merkingu talna t.d. í veðurfræði, á uppboðum o.s.frv. Viðskiptamál (víxlar, ávísanir, visa-greiðslur) mætti gera einfald- ari og skýrari með því að taka upp fasta stofna ein, tvo þrí og fjór í staðinn fyrir 1 2 3 4 með ijölda stofnbreytinga og endinga." Hverjir eiga rás 2? Anna skrifar: „Háttvirti Velvakandi! Astæðan fyrir því að ég skrifa til þín er sú að ég er mjög óánægð með vinsældalistann á rás 2. Ekki bætti það nú úr skák þegar ég las um svindlið á listanum. Ég hef haft gmn um það lengi að svindlað hafí verið á rásinni. Það er kannski erf- itt að koma í veg fyrir svindl af ýmsu tagi en mér fannst nú alveg hámarkið þegar Ragnar Gunnars- son, söngvari Skriðjöklanna, hringdi og bað um lagið „Hestar" með félögum sínum. Stelpan, starfsmaður rásarinnar, spurði hann þá hvort hann gæti ekki valið skemmtilegra lag!!! Getur starfs- fólkið á rás 2 ekki hugsað sér að hafa lag á toppnum ef það er flutt af hljómsveit utan af landi? Það ætti nú ekki að koma mörgum á óvart að lögin „Hestar“ og „Tengja" með Skriðjöklum skuli njóta ein- hverra vinsælda því þeir em búnir að gefa um 1.500 eintök af hljóm- plötu sinni, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Enda þótt starfsliðinu á rás 2 líki ekki lagið eða vilji taka það út af listanum, hélt ég að það væri ekki í þess valdi. Heitir vin- sældalistinn ekki „Vinsældalisti hlustenda rásar 2“? Eiga starfs- Guðrún S. Jóhannsdóttir skrif- ar: yVelvakandi. I þeirri trú að sem flestir vakni til meðvitundar um hve oft er illa farið með dýr hér á landi skrifa ég þessar línur. Nú fyrir nokkmm dög- um var sagt frá í dagblöðum að deyddur hefði verið köttur með steini, þ.e. mannvillidýr hefði læðst á eftir 4 mánaða gömlum kettlingi (sem var að leita eftir yl og húsa- skjóli) og rotað dýrið til ólífís. Engin lög sem menn hafa sett em nógu menn rásar 2 e.t.v. að hafa vit fyrir hlustendum og „leiðrétta" þá ef þeir em svo ógæfusamir að velja „vitlaus" lög. ströng yfír slíkt og álíka athæfí. í Morgunblaðinu í dag ( 15. júlí) er frétt af þessu skv. upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík og einnig sagt frá tveimur öðmm málum varðandi ketti, annað þess efnis að köttur komst inn um glugga íbúðar og gerði stykki sín í hjónarúm og gardínur. Skilningsleysi og vesal- dómur þess fólks sem kvartar til lögreglunnar er stómndarlegt því allir heilvita menn vita það að kett- ir sem eiga góð heimili og gott atlæti em þrifnustu dýr sem til em, en í þessu tilviki er um „flækings- kött“ að ræða og gegnir þá öðm máli. Þó em klögumál hjóna í vest- urbæ sem „höfðu orðið fyrir ágangi kattar sem var eins og lítið ljón“ enn undarlegri. Þama er auðheyri- lega um útigangsdýr að ræða sem einhver hefur fleygt frá sér og ver- ið sett út á guð og gaddinn. Dýrið reynir auðvitað að ná sér í fæðu hvar sem er og þessi hjón hafa orð- ið fyrir ónæði af þessu. Þar sem þau segjast hafa verið hrædd vegna ungs bams síns hefðu þau átt að leita strax til lögreglu. Síðan var öllu ráðlegra að fara með litla ljón- ið á Dýraspítala þar sem það hefði verið svæft, sem virðist oft og tíðum skásti kosturinn fyrir þessi blessuð litlu dýr. Nei góðir meðbræður, kennið ekki neinum flækingsdýmm um hvemig komið er fyrir þeim á einn eða annan hátt, heldur því fólki sem hefur átt að sjá um þessi dýr í upphafí en bmgðist skyldum sínum í þeim efnum. Athugið, það er sama hvert húsdýrið er úr dýraríkinu. Það er alltaf og ævinlega manninum að kenna ef miður fer í samskiptum þar á milli. Þess verður að gæta að maðurinn er „æðsta" dýr jarðar- innar, eða hvað? Þökk skal til allra þeirra sem dýravinir em í raun og sannleika, þeir bjarga oft ótrúlega miklu á erfiðum stundum þessara sakleysingja." Kynntð ykkur vaðurepéna éður wi ýtt ar úr vðr. Fylgict m«ð vaðrl og vindum og t«nið akkl I tvbýnu. Kynnið ykkur siglingaraglur og aH- ar ataðbundnar aðataður. HvoM bátnum, þA roynið að komaat á kjðl og vak)a á ykkur athyglL Munið tilkynningaakyldu. — Sagðu ábyrgum aðila hvar þú atlir að sigta — hvart þú astlir og hva- nrsr þú ráðgarir að koma attur. Menn eiga sökina — ekki kettirnir Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓIIANNA KRINTJÓNSDÓTTIR %%stm(hdnmrnir WiDiam Stuart Loag * REFSIFANGARNIR BANNFÆRÐ Ástralíufaramir eftir William Stuart Long Refsifangamir og Bannfærð Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir Útg. Prenthúsið 1986 Prenthúsið er ötult við að senda frá sér reyfara sem em bersýnilega mikið lesnir og kemur þar líklega margt til; söguefnið nær til margra og bækumar em ódýrar. Mig minnir að Morgan Kane-bókin sem getið var um í þessum dálkum nýlega hafi verið númer rúmlega fimmtíu og þá má ekki gleyma ísfólksbókun- um. I þessum nýja flokki er sögusviðið England í fyrstu bókinni. Þetta er á síðari hluta 18. aldar, Ástralía er fundin og Bretar sjá að það er kjör- ið að nema landið með því að senda þangað þjófa og sakamenn. Þeir gætu þá gert hvort tveggja í senn, losað sig við óæskilega aðila og nytj- að nýja landið. Jenny Taggart, ung og saklaus stúlka, verður fómarlamb skringi- legra og óréttlátra aðstæðna og hún er ein margra fanga sem Jeggja upp í hina erfiðu sjóferð til Ástralíu að taka út hegningu sína. Á skipinu er hinn mesti óþjóðalýður, sem hrellir og hijáir góðu fangana og aðbúðin er ekki upp á maiga físka. f seinni bókinni er svo sagt frá fyrstu ámm þessara hópa í nýju landi. Jenny stendur sig eins og hetja, ræktar land og lærir veiðiað- ferð af Ástralíunegmm og lætur sig ekki dreyma um framtíð annars staðar. Hún verður stöðugt fyrir áreitni, en stendur af sér margar raunir og nýtur virðingar frammá- manna Breta í nýlendunni. Ég er ekki svo vel að mér um sögu Ástralíu á frumbýlingsáram álfunnar, að ég viti hvort á að líta á þetta sem sannferðuga frásögn. Heldur fínnst mér frásagnarmáti höfundar ósannfærandi til að maður geri það. En kannski einhveijum finnist bara gaman að renna yfír þessar bækur. A sparkling novel of high-life glamour.love and intrigue. Ariana Scott: Indiscretions Útg. Coronet Books 1985 I kynningu segir meðal annars: „Jenny Haven er goðsögn í Holly- wood, kvikmyndadís sem lifir í bláum heimi og þar sem sólin skín stöðugt. En hvorki frægðin né eign- imar né fegurðin geta forðað henni frá hörmulegum dauðdaga ...“ Lesandi telur sumsé að hér sé aðalpersónan hin hugnanlega Jenny Haven. En það kemur I ljós að hinn hörmulega dauða leikkonunnar ber að höndum áður en við kynnumst henni en þess I stað fjallar sagan um dætur hennar, París, Indland og Feneyjar. Þær era skfrðar eftir þeim stöðum þar sem þær komu undir. Svona var Jenny rómantísk og óvenjuleg. París vill verða tízku- hönnuður og slá í gegn, India er efnilegur innanhússarkitekt og Fen- eyjar er atvinnukokkur. Síðan er lýst baráttu þeirra systra að komast hver á sinn stað í tilverunni. Móðir þeirra hafði að því er virðist sóað öllum peningunum sínum, svo að það er varla króna eftir handa dætran- um. Þær spjara sig misjafnlega, en í ljós kemur að svikahrappar hafa hsit fé af leikkonunni og þá er líklegt að þær stúlkumar geti komið undir sig fótunum. Þetta er boðleg afþreyingarbók þótt hún risti ekki djúpt. Systumar era teknar fyrir í köflum, oftast til skiptis og þær hittast ósköp sjaldan, svo að sagan er eiginlega þrískipt saga þeirra systra. Baðstofan á Rifi til sölu Lítið timburhús ca. 70 fm. (Stofa, herb, eldhús, geymsla, salerni). Tilvalið fyrir sumarhús, verslun eða annan smárekstur. Upplýsingar í síma 93-6499 (Páll Ingólfsson) eða 92- 6000 (Einar Jóhannesson. j Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.