Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 Loðnuveiðisamningur Grænlendinga og Færeyinga: Hæpinn ávinning- ur fyrir færeysk útgerðarfyrirtæki segir formaður útvegsbændafélagsins Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun TEKJUR grænlenska ríkisins vegna loðnuveiðisamningsins við Færeyinga verða aðeins 1,7 millj- ónir danskra króna (um 8,6 Frumleg- ur flótti TVEIR menn flýðu frá Tékkó- slóvakiu til Austurríkis á laugar- daginn, að sögn danska dagbiaðsins BT . Aðferðin, sem þeir notuðu var vægast sagt óvenjuleg. Mennimir smíðuðu eins konar „gondóla", sem þeir hengdu upp í kapla, er notaðir höfðu verið við uppsetningu á rafleiðslum. Síðan létu þeir sig svífa um 300 metra leið, þar til þeir voru komnir yfir á austurrískt landsvæði. fréttaritara Morgunblaðsins. milljónir ísl. kr.) á þessu ári, en voru rúmlega tvöföld sú upphæð í fyrra, að því er fram hefur komið í fréttum grænlenska út- varpsins. Fimm færeyskir nótabátar eru nú að veiðum á Svalbarðasvæðinu, og er heildarloðnukvótinn sam- kvæmt samningnum 55.000 tonn. Að sögn útvarpsins áttu Grænlend- ingar undir högg að sækja í samningaviðræðunum. Grænlenska ríkið fær þijá danska aura fyrir hvert kíló af loðnuafla Færeyinga. í samninga- viðræðunum fór heimastjómin fram á sex aura, en fékk aðeins helming þeirrar upphæðar. Ame Poulsen, formaður fær- eyska útvegsbændafélagsins, sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að ekkert hefði orðið úr loðnuveið- unum, hefði heimastjómin staðið fast á kröfunni um sex aura gjald á hvert kíló. Veiðamar hefðu þá orðið óarðbærar. Hann sagði, að verð á loðnulýsi væri svo lágt vegna mikils framboðs á jurtaolíu, að loðnuveiðisamningurinn væri hæp- inn ávinningur fyrir færeyska útgerð. Heimastjómin fékk heldur ekki framgengt þeirri kröfu sinni, að færeysku bátamir tækju fleiri Grænlendinga í áhafnir sínar til að kenna þeim nótaveiðitækni. Færey- ingar samþykktu aðeins að hafa tvo Grænlendinga á hverjum báti, eða sömu tölu og í fyrra. Bandaríkin: Handtöku mótmælt Brennandi herjeppi fyrir utan skrifstofu hemaðaryfirvalda í San Sebastían á Spáni á sunnudaginn. Kveikt var í jeppanum til að mótmæla handtöku Jose Varona, sem talinn er félagi í ETA, basknesku hryðjuverkasamtökunum. Varona var hand- tekinn í Frakklandi og seinna sendur til Spánar. Deilt um blaðamanna- námskeið fyrir Afgani Boston, AP. Uppskerubrestur vegna hitabylgju DEILDARFORSETI fjölmiðladeildar Boston-háskóla hefur sagt af sér vegna deilna um blaðamannanámskeið fyrir afganska flótta- menn. Námskeiðið verður fjármagnað af Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Atlanta, Georgíuríki, AP. BÆNDUR í Suðurríkjum Banda- ríkjanna telja að miklir þurrkar sem heijað hafa á suðausturhluta landsins, sl. tvær vikur, hafi kost- að þá um einn og hálfan milljarð dala og er. uppsprettubrestur fyrirsjáanlegur á sumum kom- tegundum. Mikil hitabylgja hefur gengið yfir landið og hafa nú 42 látist af völdum hennar. Hitastigið í suðausturhluta Bandaríkjanna hefur verið í kring- um 37,5 gráður á Celcíus í tvær og hálfa viku og þrátt fyrir að hita- stigið fari nú lækkandi, er líklegt að ekki takist að bjarga nema ör- fáum tegundum af komi. Bændur þar hafa staðið í biðröðum til að fá úthlutað heyi fyrir nautgripi sína, en bændur í Illinoisríki gáfu um 40 tonn af heyi til hjálpar bændum f Suðurríkjunum. Þrumuveður skall á í Mary- landríki og niður til Flórída á þriðjudag, en talið er að rigningin komi of seint fyrir sumar tegundir uppskeru. Bændumir telja líklegt að takist að bjarga soyabaunaupp- skemnni, en aðrar uppskerur séu ónýtar. Henry Power, bóndi í Georgíu, sagði að um fímm milljónir dala töpuðust í hverri viku, vegna þurrk- ALLS 369 manns vora látnir lausir úr fangelsi á miðvikudag, þegar lögin um almenna sakar- uppgjöf tóku gildi í Póllandi, að því er dagblöð þar í landi greindu frá í gær. Meðal þeirra, sem sakaruppgjöf hlutu, voru 150 konur og 45 ungl- ingar, að því er haft var eftir fangelsisyfirvöldum. anna og hefur því verið spáð að þurrkamir kosti bændur um einn og hálfan milljarð dala. Yfírmaður líbýska hersins, Abu Bakr Younes Jaber, var sagður samsekur sjömenningunum, að því er Steve Cowen, saksóknari ríkisins, sagði í gær. Jaber var ekki ákærður þar sem ólíklegt er talið að hægt sé að draga hann Embættismenn stjómarinnar hafa sagt, að samkvæmt lögunum verði 20.000 almennir afbrotamenn látnir lausir á tímabilinu fram til 15. september. Svo virðist sem ekki eigi að sleppa helstu stuðnings- mönnum Samstöðu, samtaka fijálsu verkalýðsfélaganna, nema þeir undirriti yfirlýsingar um holl- ustu sína við ríkið. Markmiðið með námskeiðinu á að vera að kenna flóttamönnunum að dreifa fréttum af „tilraunum til að hneppa í þrældóm hrausta þjóð sem berst fyrir frelsi sínu“, eins og það var orðað af Jon Westling, rekt- or Boston-háskóla, en skrifstofa fyrir rétt í Bandaríkjunum. Cowen sagði aftur á móti að ekkert benti til þess að Moammar Kadhafy, Líbýuleiðtogi, ætti aðild að mál- inu. Að sögn Cowens áttu mennim- ir sjö í samningaviðræðum við Lockheed verksmiðjurnar í Atl- anta í Georgíu-fylki um kaup á tveimur flugvélum til viðbótar, fyrir 60 milljónir dollara, þegar upp komst um viðskiptin. Hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa fest kaup á tveimur Lockheed L-100-30 flugvélum. Þær vélar eru svipaðar að gerð og Lockheed C-130 herflutningavélamar. Þeir kváðust í samningaviðræðum um kaupin ætla að nota flugvélamar tii olíuleitar í Vestur-Afríkuríkinu Benin. Hið sama sögðu þeir bandaríska viðskiptaráðuneytinu og tollyfirvöidum. í ákærunni á hendur sjömenn- ingunum sagði að þeir hefðu í raun ætlað að leigja vélamar Con- trust, vestur-þýsku fyrirtæki undir stjóm líbýskra aðila, til notkunar í Líbýu. Þar hefði ætiun- in verið að breyta vélunum í hans aðstoðaði við undirbúning námskeiðsins. Áætlaður kostnaður er hálf milljón dala. Deildarforsetinn, Bemard Red- mont, var andvígur því, að nám- skeiðið yrði haldið í Peshawar í Pakistan, þar sem fjöldi afganskra eldsneytisflutningavélar, sem not- aðar eru til að setja eldsneyti á orrustuvélar í háloftunum. Cowen sagði að mennimir hefðu ekki náð samningum við fyrirtæki í Kali- forníu um að kaupa útbúnað til slíks. flóttamanna dvelst. Hann sagðist telja vafasamt, að hægt yrði að halda á lofti kennslu af nægilega háum gæðaflokki við ríkjandi að- stæður í borginni, þar sem ríkir sífelld ókyrrð og tilfínningahiti vegna ættbálkadeilna og nálægðar- innar við Afganistan. Fjölmiðladeildin hafði lagt til, að námskeiðið yrði haldið í Boston. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, lagði í febrúar algert bann við söiu bandarískra vara til Líbýu. Stefna Bandaríkjamanna hefur verið sú í nokkur ár að selja ekki bandarískar flugvélar og her- gögn til Líbýu. Óvenjuleg hjónavígsla Loule, Portúgal, AP. JOSE REVEZ, dugmikill framkvæmdamaður í smábænum Lo- ule, afréð að gera giftingu dóttur sinnar eftirminnilega og tók sig því til og bakaði köku sem er eins og kirkjubygging í lag- inu. Brúðhjónin ungu vom síðan gefin saman inni í kökunni. Kakan er 14 metrar á hæð og baksturinn en afganginn greiddi nákvæm eftirlíking af kirkjunni í Loule. Biskup nokkur lét í Ijós efasemdir um að giftingarathöfn- in væri í samræmi við reglur katólsku kirkjunnar en presturinn á staðnum féllst á að framkvæma athöfnina. Jose Reves, sem rekur gistihús á Algarve, vonast til að komast í heimsmetabók Guinness fyrir til- tækið. Fyrirtæki á staðnum greiddu helming kostnaðarins við Reves úr eigin vasa. Hann hyggst skera kökuna í 4.000 sneiðar og dreifa þeim meðal þorpsbúa. Fyrir íslenska áhugamenn um heimabakstur er uppskriftin að kökunni sem hér segir: 12.000 egg, 2.150 kíló af sykri, 900 kíló af hveiti, 100 lítrar af púrtvíni, 200 lítrar af ávaxtasafa, bætið við 3,5 tonnum af jámi og timbri til styrktar. Sakaruppgjöfin í Póllandi: 369 látnir laus- ir á fyrsta degi Varsjá, AP. Bandaríkin: Sjö menn ákærðir fyrir ólögleg flugvélakaup — í þágu Líbýumanna Atlanta, Bandaríkjunum, AP. FIMM Bandaríkjamenn og tveir Líbýumenn hafa verið ákærð- ir fyrir að leggja á ráðin um að selja Líbýumönnum tvær flutningaflugvélar frá Lockheed verksmiðjunum á ólöglegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.