Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 15 Loftíð á Kjarvalsstöðum, hin margfræga og umdeilda smíð. Ný reg’lugerð um búmark undirrituð „Búmarkið ónothæft til að skipta framleiðslu milli svæða eða einstaklinga“ — segir Egill Jónsson REGLUGERÐ um búmark og fullvirðisrétt mjólkur og sauð- fjárafurða fyrir næsta verðlags- ár var undirrituð á þriðjudag. Eins og kom fram í frétt blaðsins í síðustu viku verður verðlags- ábyrgð á kindakjöti um 3% minni en á síðasta ári. Fullvirðismark mjólkur lækkar um 2,2%. Á næsta verðlagsári mun ríkið. ábyrgjast fullt verð fyrir 106 millj- ónir lítra af mjólk frá bændum, í stað 108,5 milljónir lítra sl. ár. Hvað dilkakjötið varðar ábyrgist ríkið 11.800 tonn í stað 12.150 tonna. Endanleg úthlutun búmarks- ins til framleiðenda verður ákveðin á næstu mánuðum. Egill Jónsson alþingismaður sagði er Morgunblaðið leitaði álits hans á nýju reglugerðinni, að at- hyglisverðast við útgáfu nýju reglugerðarinnar væri að nú hefðu menn áttað sig á því að búvörulög- in byggðust á öðrum markmiðum en áður. „Bændur fá samnings- bundna framleiðslu greidda í stað þess að framleiðslan sé óheft og búmarkið notað til viðmiðunar þeg- ar skerða þarf útborgunarverð til framleiðenda," sagði Egill. „Reynslan sýnir að búmarkið er ónothæft til að ákveða skiptingu framleiðslunnar milli byggðarlaga og getur raunar ekki heldur gilt nema að takmörkuðu leyti þegar framleiðslunni er skipt milli ein- staklinga miðað við núverandi framleiðsluhætti." Hann taldi það ánægjuefni að nýja reglugerðin byggðist að stærstum hluta á tillög- um aðalfundar stéttarsambandsins. Það staðfesti að bændur landsins hefðu fullan hug á að aðlagast breyttum framleiðsluháttum. Egill sagði að þar sem enn væri ekki búið að að skera úr um hver fram- leiðsluréttur nokkurra bænda ætti að verða væri skiljanlegt að umtals- verð breyting væri ekki gerð á stjóm mjólkurframleiðslunnar. Reglugerðin um sauðfjárafurðir tæki vafalaust mið af þessum lær- dómi og væri þess vegna miklu einfaldari og skýrari í framkvæmd. „Ég hefí trú á að með þeim ákvörðunum sem nú hafa verið teknar og á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengist hefur af bú- vörulögunum, sé landbúnaðurinn að ganga inn í nýtt tímabil, jafn- vægistímabil. Margar ákvarðanir hafa verið teknar til að auðvelda landbúnaðinum að laga sig að nýj- um framleiðsluháttum. Ef fram- haldið verður með sama hætti má vænta að mikilsverð markmið sem búvörulögin fela í sér verði að veru- leika," sagði Egill að lokum. fólk mun eiga erfitt með að setja sig inn í þessar aðstæður og fyrir það er bókin um Gerði holl lesning. Hin mikla vinkona Gerðar, Elín Pálmadóttir blaðakona, fer nær- fæmum höndum um þau föng, sem hún hefur á milli handanna og vinn- ur úr þeim af mikilli nákvæmni og einlægni. Bókin er ekki einasta vel skrifúð og skemmtileg aflestrar, heldur hefur hún orðið til þess að opna augu ýmissa fyrir listakonunni Gerði Helgadóttur og hlutverki hennar í íslenzkri myndlist, einnig myndlistarfólki, sem áður lét sér fátt um finnast. Það er mjög ánægjulegt og þýð- ingarmikið að slíkar bækur um myndlistarmenn skuli koma út á íslenzkum bókamarkaði, ekki að- eins hávirðulegar listaverkabækur, þar sem allir setja sig í stellingar, sem f hlut eiga. Myndimar, sem prýða bókina, falla vel að efninu og eru í senn skemmtilegar og upplýsandi. Uppgangur Gerðar Helgadóttur á sjötta áratugnum í Parísarborg er mikið ævintýri og einstakt afrek. Hún telst þá einn af efnilegustu myndhöggvurum heimsborgarinnar og heldur sjálfstæðar sýningar, er mikla athygli vöktu. Landar hennar hafa efalaust glaðst og verið stoltir, en þeir voru hins vegar ekki viðbúnir að styðja rausnarlega við bakið á henni, er hún þurfti þess mest. Verkefni fékk hún hér engin að ráði, en það hefði verið gaman að vita, hvað hún hefði afrekað á sviði höggmyndalistar- innar, hefði hún t.d. fengið 5 ára styrk svo sem tíðkast víða á Norð- urlöndum. Hefi verið laus við brauðstritið og fengið gert það eitt, sem huga hennar stóð næst. í dag gera námslánin fyrir margt sama gagn. Svo sem kunnugt er, þá hóf Gerð- ur að vinna í gler og fékk hér smám saman mikil og stór verkefni, — verkefni sem tóku tíma hennar frá höggmyndalistinni í síauknum mæli, svo að hún náði þar aldrei sömu fótfestu og fyrr, er best lét. Þótt Gerður hafi gert ágæt verk á sviði glermynda- svo og einnig á sviði kirkjulistar almennt var hún fyrst og fremst myndhöggvari allt sitt líf, svo sem mörg verk hennar á þessum vettvangi bera með sér. Þau eru sum þannig mótuð, að maður skynjar að hér hefur mynd- höggvari verið að verki. Gerður Helgadóttir var gríðarleg atorkukona í lífi og starfi, þótt ekki væri hún mikil vexti og gerðist æ fíngerðari, eftir því sem fram liðu stundir, svo að Iítið var eftir af hinni bústnu og þreknu persónu æsku- og námsáranna. Lést svo langt fyr- ir aldur fram og í miðju lífsverki sínu. Kom þó ótrúlega miklu í verk. Þetta er enginn dómur um bókina í heild, ég vildi einungis koma því í framkvæmd, sem ég hef lengi haft hug á, og vekja athygli á þessu merka framtaki Elínar Pálmadótt- ur, blaðakonu. Hún var um árabil starfsmaður við sendiráðið í París og mikil hjálparhella landa sinna. íslendingar erlendis þurftu á þeim árum á meiri og annars konar að- stoð að halda en í dag og voru tengdari sendiráðunum sem voru líkast vin í frumskógi stórborganna. Ætti ég að finna eitthvað að bókinni, væri það helst, að nöfn nokkurra nafntogaðra myndlistar- manna voru rangt stafsett og t.d. er málarinn Jean Jaques Deyrolle sagður myndhöggvari, en slíkar vill- ur ætti að vera auðvelt að lagfæra með aðstoð uppsláttarbókar við næstu útgáfu. Helst aukinni og þá einkanlega að myndefni. Styrkir til verkfræði- og raunvísindanáms Samkvæmt erfðaskrá hjón- anna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaup- manns, hefur verið stofnaður sjóður til styrktar efnilegum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimilt er skv. skipu- lagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Nú er fyrirhugað að veita nokkra styrki úr sjóðnum og hafa þeir ver- ið auglýstir til umsóknar. Umsókn- areyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla Islands og ber einnig að skila umsóknum þangað. Umsókn- arfrestur er til 10. september nk. og verður tilkynnt um úthlutun fyr- ir 25. sama mánaðar. Lágmarks- upphæð hvers styrks mun væntanlega verða 75 þúsund krón- ur. Islensk kona í Al- þjóðasljórn málfreyja ERLA Guðmundsdóttír sem er aðili að málfreyjudeildinni Vörð- unni í Keflavík var kjörin í stjóm Alþjóðasamtaka Málfreyja á árs- þingi samtakanna í Kansasborg í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Arsþingið sátu fulltrúar deilda viðsvegar að úr heiminum. í frétt frá málfreyjum segir að fram til þessa hafi flestir aðilar verið starfandi í Bandaríkjunum og að 11 ár séu liðin síðan fyrsta íslenska deildin var stofnuð í Keflavík. Erla tekur við embætti 1. ágúst og heldur því til 31. júlí á næsta ári. Hún mun sækja stjómarfundi til höfuðstöðva Alþjóðasamtakanna í Anaheim í Kalifomíu í Banda- ríkjunum tvisvar á þessu tímabili. Erla Guðmundsdóttír sem nýlega var kjörin í Alþjóðastjórn mál- freyja. Kammerkórinn lofaður í Danmörku ÍSLENSKI kammerkórinn, sem nýverið hélt 5 tónleika, í Dan- mörku hefur fengið mjög lofsamlega dóma í danska blað- inu Beriingske Tidende. Þar er talað um úrvalskór með frá- bærum einsöngvurum. í greininni er minnst íslenskra tenórsöngvara s.s. Stefáns íslandi og Magnúsar Jónssonar, sem no- tið hafa mikillar virðingar í dönskum óperuheimi, og síðan sagt að eftir að hafa hlýtt á ís- lenska kammerkórinn undir stjóm Garðars Cortes sé einnig óhætt að dást að öðrum söngröddum. Greinarhöfundur segir kórfé- lagana 13 alla í hópi úrvalssöngv- ara sem eigi vísan frama sem óperusöngvarar á alþjóðlegum vettvangi. Sérstaklega er farið lofsamlegum orðum í Berlingske Tidende um tenórinn Gunnar Guð- bjömsson og bassann Viðar Gunnarsson, altsöngkonuna Hrönn Hafliðadóttur og sópran- söngkonumar Katrínu Sigurðar- dóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Juvena snyrtivörukynningar ídagkl. 13.00-18.00 Libía — Laugavegi 35 Hárprýði — Háaleitisbraut 58-60 Juuena snyrtivörur - Suissnesk gæðavara unnin úrjurtum fyrirþá sem láta sér annt um uelferð húðarinnar 0) JUVENA OF SWITZfkLAND Munið Juvena getraunina Viku ferð til Sviss ogJuvena vöruúttektir í verðlaun Sundaborg 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.