Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 23 Mannréttindi fótum troðin í Víetnam í ELLEFTU grein fjórða kafla friðarsamnings Bandarikjamanna og Víetnama frá árinu 1973 skuldbinda báðir aðilar sig til að: „__stuðla að þjóðarsátt, binda enda á hatur og óvild, banna hvers kyns hefndaraðgerðir gegn þeim einstaklingum og stofnun- um sem á einhvem hátt hafa starfað með öðrum hvorum aðilan- um.“ Ennfremur að: __tryggja lýðfrelsi; persónufrelsi, málfrelsi, fundafrelsi, frelsi fjölmiðla, trúfrelsi, ferðafrelsi, frelsi tíl þátt- töku í stjórnmálastarfi, frelsi til búsetu og séreignarrétt.“ Þrátt fyrir ákvæði samnings þessa og þrátt fyrir að Víetnamar hafí skuldbundið sig til að virða Stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna og Alþjóða mannréttindasátt- málann gerast stjómvöld í Hanoi ítrekað sek um mannréttindabrot gegn þegnum landsins. Innan Víetnam 500.000 pólitískir fangar sitja í fangelsum og vinnubúðum án þess að hafa hlotið dóm. Á árun- um 1975-1983 voru 65.000 fangar teknir _af lífí í endurhæf- ingarbúðum. í desembermánuði árið 1985 voru 6.100 handteknir í Long An héraði í Suður-Víetnam og sendir til „pólitískrar endur- hæfíngar" í þrælkunarbúðum. Trúarsöftiuðir sæta stöðugum ofsóknum. Stjómvöld hafa látið handtaka leiðtoga búddista auk þess sem réttindi kristinna manna og katólskra em fótum troðin. Prestar Jesúítahreyfíngarinnar hafa verið dæmdir til langrar fangelsisvistar og sviptir borgara- legum réttindum. Leiðtogar annarra trúarhreyfínga hafa verið pyntaðir í fangelsum. Menntamenn sæta einnig of- sóknum. Þeir em iðulega hand- teknir og færðir til yfírheyrslu auk þess sem lögreglan ógnar fjöl- skyldum þeirra. Skáldið Nguyen Chi Thien, sem m.a. hefur hlotið viðurkenningar frá samtökum rit- höfunda í Frakklandi og Dan- mörku, hefur síðustu 27 árin setið í fangelsum í Norður-Víetnam. Rúmar tvær milljónir manna hafa verið fluttar frá heimkjmnum sínum í hálendinu í mið- og norð- urhluta landsins til annarra landsvæða sem henta fólkinu illa og ógna heilbrigði þess. Utan Víetnam 200.000 víetnamskir hermenn em nú í Kambódíu og stjómvöld í Hanoi stefna markvisst að inn- limun landsins. Ein milljón Víetnama hefur sest að á land- svæðum sem tilheyra Kambódíu auk þess sem hvatt er til blóð- blöndunar íbúa landanna tveggja. Gríðarleg hækkun á verði Le Duan, leiðtogi kommúnista- flokksins i Víetnam, lést fyrr i þessum mánuði 79 ára að aldri. frímerkja í Víetnam er einn liður í ritskoðunarstefnu stjómarinnar. Venjulegt frímerki kostar nú sem nemur einum mánaðarlaunum. Rúm 1,5 milljón manna hefur flú- ið Víetnam og fær þetta fólk engar fréttir af ættingjum sínum. Bréf em einnig ritskoðuð sam- kvæmt fyrirmælum stjómvalda. Víetnamska Mannréttinda- nefndin heitir á heimsbyggðina og einkum og sér í lagi á sendi- nefndir þeirra ríkja sem aðild eiga að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að styðja réttindabar- áttu víetnömsku þjóðarinnar. Nefridin skorar á aðalritara Sam- einuðu þjóðanna að tryggja að gmndvallarmannréttindi séu virt í öllum aðildarríkjunum auk þess sem hvatt er til að sérstök nefnd kanni nú þegar ástand mannrétt- indamála í Víetnam. (Byggt á fréttatilkynningu frá fundi víetnömsku mannréttinda- nefndarinnar í Þjóðahöllinni í Genf.) Rúmar tvær milljónir manna hafa verið fluttar nauðungarflutn- ingum til nýrra heimkynna i Víetnam. Nunn efstur í Bienne Bienne, AP. BREZKI stórmeistarinn John Nunn var efstur eftir fjórar umferðir á skákmótinu í Sviss. Hann sigraði Svisslendinginn Werner Hug í þriðju umferð og gerði jafntefli við Alon Green- feld frá ísrael í þeirri fjórðu. Lánið lék ekki við stigahæsta mann mótsins, Viktor Korchnoi, í þriðju umferð, því þar tapaði hann fyrir Greenfeld og var það annar ósigur hans á mótinu. Úrslit í þriðju umferð urðu annars þau, að Joseph Klinger tapaði fyrir Tony Miles, en jafntefli varð hjá Vlastimil Hort og Eric Lobron. Úrslit í fjórðu umferð urðu þau, að Klinger tapaði fyrir Hort, en jafntefli varð hjá Hubner og Lobr- on, Greenfeld og Nunn og Pol- ugajevsky og Cebalo. Skákir þeirra Hugs og Miles og Rogers og Korchnois fóru í bið. Staðan eftir ijórar umferðir er þannig, að Nunn er efstur með 3 vinninga, næstir koma Cebalo, Lobron, Polugjevsky og Hort með 2 '/2 vinning hver, en síðan Greenfeld og Húbner með 2 vinn- inga hvor. Miles er með 1 V2 vinning og eina biðskák, en síðan koma þeir Korchnoi og Rogers báðir með 1 vinning og eina biðskák. Klinger er með 1 vinning, en lestina rekur Hug, sem er með með V2 vinning og eina biðskák. Meintu kosningasvindli enn mótmælt: Stórfelld fjárhags- aðstoð við Mexíkó Washington, AP. GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi milli Mexíkó annars vegar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fleiri aðila hins vegar um lána- fyrirgreiðslu, sem gerir landinu Ideift að greiða afborganir og vexti af erlendum skuldum lands- ins. Þær nema nú um 98 milljörð- um Bandaríkjadala. í samningnum er kveðið á um viðbótarlán, er nema allt að 12 milljörðum dala. Fjármálaráðherra Mexíkó, Gustavo Petrocioli, upplýsti, að Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn myndi útvega meira fjármagn, ef olíuverð færi niður fyrir níu dali tunnan á alþjóðamarkaði, en minna, ef verðið næði 14 dölum. Gjaldeyristekjur Mexíkana eru helstar af olíuvinnsl- unni, en vegna verðfalls að undan- fömu er búist við að olíutekjumar verði helmingi minni í ár en í fyrra. Aðstoðin er veitt með því skil- yrði, að landsmenn geri ýmsar róttækar breytingar í efnahagslíf- inu. Halli á fjárlögum skal minnkað- ur, dregið úr innflutningshömlum gagnvart Bandaríkjunum og fleiri löndum, vextir og gengisskráning verður í samræmi við raunveruleik- ann og verð á opinberri þjónustu hækkað. Petricioli sagði einnig, að mörg fyrirtæki í ríkiseign yrðu seld einka- aðilum til að auka afköst í efna- hagslífí landsins. I borginni Chihuahua heldur borgarstjórinn, Luis Alvarez, áfram hungurverkfalli sínu, sem staðið hefur í þijár vikur. Alvarez vill með þessu mótmæla meintu kosninga- svindli stjómarflokksins, PRI, í fylkis-og borgarstjómarkosningun- um sjötta júlí síðastliðinn. Ýmsir aðilar, þ. á m. stjómarandstöðu- flokkurinn PAN, kaþólskir prelátar og samtök um lýðræðisleg réttindi, reyna nú að fá stjómvöld til að ógilda kosningamar. Beitt er ýms- um aðferðum, settir upp vegatálmar á þjóðvegum, haldnir mótmæla- fundir, verslunum lokað um tíma og sparifjáreigendur hvattir til að taka fé sitt út af bankareikningum. Ekkert lát virðist á stjómvöldum enn sem komið er. MEIRA EN VENJULEG MÁLNING STEINAKRÝL____ hleypir raka mjög auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veöurheldin málning og hefur frábært alkalíþol og viöloöun við stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sinu. ÓSA/51A í H-húsinu Audbrekku Kópavogi Opið 10-19 á virkum dögum, 10-17 á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.