Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986
ÚTVARP / SJÓNVARP
Barna-
sjónvarp
Enn einu sinni rita ég um bama-
dagskrá sjónvarpsins og þykir
máski einhveijum nóg að gert en samt
hef ég merkt af viðbrögðum lesenda
að margir foreldrar fylgjast grannt
með bamaefni sjónvarpsins þótt menn
séu nú duglegri við að lyfta símtóli
en stílvopni nú til dags. Virðist mér
áhuginn fyrir bamaefninu ekki síður
ná til þeirra foreldra er eiga „mynd-
iða“ (myndbandstæki — nýyrði
samsett af mynd og sögninni að iða).
Hvað um það þá vil ég nú freista þess
að kíkja á bamadagskrána. Eins og
menn muna þá ríkti heimsmeistara-
keppnin í knattspymu á skerminum í
sumar og kom í veg fyrir að fremur
rýr dagskrá sjónvarps opinberaðist
landsmönnum í allri sinni nekt, en
sumir dagskrárstjórar virðast telja sér
skylt að fljúga ögn lægra í sól og
sumaryl. Bamadagskrárstjóramir
unnu það afrek að sigla fram hjá
Bjama Fel. og leið bamadagskráin lítt
vegna heimsmeistarakeppninnar. Ber
að þakka það þótt stundum hafi út-
sendingartíminn verið ókristilegur. En
skoðum nú að gamni næstu viku
bamasjónvarpsins.
Á laugardögum er nýhafinn þáttur
er nefnist: Ævintýri frá ýmsum lönd-
um. Þessi þáttur lofar góðu því honum
fylgir íslenskt tai sem ætti að fylgja
hveijum einasta barnaþætti nema
máski Andrési og Tomma og Jenna.
Á sunnudögum skarta Andrés, Mikki
og félagar við miklar vinsældir en
þessi þáttur er því miður aðeins 25
mínútna langur. Á dögunum brugðu
umsjónarmenn bamaefnis á það ráð
að sýna úr safni sjónvarpsins þá fé-
laga Karíus og Baktus í beinu
framhaldi af Andrési, Mikka og félög-
um. Sannarlega snjallræði hjá umsjón-
armönnum bamaefnisins og mætti
gera meira af þvi að sýna valið bama-
efni úr myndasafni sjónvarpsins. Á
mánudögum er miðvikudagsþátturinn
Úr myndabókinni endursýndur. Ég tel
það ekkert ofverk hjá þeim sjónvarps-
mönnum að opna myndabókina tvisvar
í viku með nýju efhi. Myndabókin er
vinsæl og þá máski einkum vegna
þess hversu fjölbreytt hún er en þar
má jafnt fínna innlent, frumsamið efni
einsog hann Kugg blessaðan, sem
Sigrún Eldjám hefír fest á mynd, og
bamamyndir frá ýmsum löndum svo
sem fályndu prinsessuna, franskt
meistaraverk, og þá er vænn slatti af
a-evrópskum teikni- og brúðumyndum
ásmt hinum vestræna bleika pardus.
Á þriðjudögum er svo unglingaþáttur-
inn Fame á dagskrá.
Ég er þeirrar skoðunar að bama-
efnið verði að skipa fastan sess í
dagskránni og að það sé ætíð sent út
á sama tíma því þannig kemst regla
á bömin og sjónvarpið verður hluti
af hversdagstilverunni. Finnst mér vel
koma til greina að þættir fyrir stálpuð
böm séu sýndir í beinu framhaldi af
bamaefninu sem gæti þá færst eitt-
hvað fram, til dæmis klukkan 18:00.
Unglingaþættir svo sem Fame og
poppþættir ýmiss konar gætu hins
vegar flust að lokum dagskrár þannig
að viðtalsþættir, skemmtiþættir og
bíómyndir nytu sín á skikkanlegum
tíma. Á föstudögum er svo á dag-
skránni nýr brúðumyndaþáttur Litlu
Prúðuleikaramir, ættaður úr smiðju
Jim Henson. Ég vona bara að íslenskt
tal fylgi þessum þætti og að hann
verði ekki jafn langdreginn og enda-
leysan í Búrabyggð. Annars er brýn
þörf á að lengja bamadagskrána um
helgar og vanda til hennar á allan
máta en þar er nú komið efni í nýja
grein.
Að lokum bið ég bara að heilsa
umsjónarmönnum bamaefnis sjón-
varpsins og þakka heimboðið á deild-
ina. Ég veit að þið hyggið á
landvinninga og ekki má gleyma því
að forráðamenn nýju einkasjónvarps-
stöðvanna hyggja líka á landvinninga,
til dæmis með því að senda út bama-
dagskrá á laugardagsmorgnum. Gangi
ykkur öllum allt í haginn.
Ólafur M.
Jóhannesson
Unglingarnir í frumskóginum:
Víða leitað fanga
■■■■ Á dagskrá sjón-
OA40 varps í kvöld er
þáttur Jóns
Gústafssonar „Ungling-
amir í frumskóginum". Að
þessu sinni er ætlunin að
kynna helstu útihátíðir sem
haldnar verða um verslun-
armannahelgina. Farið
verður á helstu staði, s.s.
Þjórsárdal, Viðey, Galta-
lækjarskóg, Vestmanna-
eyjar og Laugar og rætt
við forráðamenn úti-
skemmtananna og nokkra
skemmtikrafta sem koma
munu fram, þ. á m. Bubba
Morthens og Faraldur.
Bergerac:
Nýr framhalds-
myndaflokkur
■■■■ í kvöld hefur
91 45 nýr breskur
" -I ” sakamála-
myndaflokkur göngu sína
í sjónvarpi. Nefnist sá
Bergerac og greinir þar frá
samnefndum rannsóknar-
lögreglumanni sem oft
kemst í hann krappann.
Hver þáttur er sjálfstæð
saga. Lögreglumanninn
Bergerac leikur breski leik-
arinn John Nettles. Þýð-
andi er Kristmann Eiðsson.
John Nettles
Fijálsar hendur:
Þáttuinn helgaður
Samuel Beckett
^■■H Þátturinn er
OQOO helgaður Samu-
"O el Beckett sem
varð áttræður á þessu ári.
Rakinn er æviferill Bec-
ketts fram að þessu og
sagt frá helstu verkum
hans. Flutt verður brot úr
leikritinu „Beðið eftir God-
ot“ og lesin smásagan „Ég
gafst upp fyrir fæðing-
Lágnætti
■■^■i í þætti sínum
0/105 Lágnætti ræðir
Edda Þórarins-
dóttir að þessu sinni við
Hörð Áskelsson organista
Hallgrímskirkju en gestir
hennar í þáttum þessum
eru starfandi tónlistar-
menn. Talið berst að
kirkjutónlistinni, hvemig
megi hleypa nýju lífí í hana
annaðhvort með nýsköpun
eða ennþá eldri tónlist en
nú er iðkuð. Einnig kemur
Mótettukór Hallgríms-
kirkju við sögu en Hörður
stofnaði kórinn um leið og
hann tók við starfi organ-
ista við kirkjuna er hann
kom heim frá námi í Þýska-
landi 1982. M.a. fá hlust-
endur að heyra kafla úr
frægustu mótettu Jóhanns
Sebastians Bach „Jesu,
meine FVeude" í flutningi
kórsins. Önnur tónlist í
þættinum er eftir Schubert,
Poulenc, Gounod og Moz-
art.
Tvær þokkadísir við nokkuð sem vart getur talist
barna með færi. Birgitte Bardot og Jeanne Moreau
við alsjálfvirka hríðskotabyssu.
Þokkadísir og
róstuseggir
■■■■ Föstudagsmynd
00 50 sjónvarpsins
“ ^ nefnist Viva
Maria. Hún er
frönsk-ítölsk, frá árinu
1965. Með helstu hlutverk
fara Birgitte Bardot,
Jeanne Moreau, George
Hamilton, Gregor von
Rezzori, Paulette Dubost,
Claudio Brook og hinn
víðfrægi Carlos Lopez
Moctezuma. Leikstjóri er
Louis Malle. Sagan gerist
í ónefndu ríki í Mið-
Ameríku um síðustu alda-
mót. Bylting er í uppsigl-
ingu. Nöfnur tvær, önnur
dansari en hin hryðju-
verkakona, kynnast og
slást saman í för. Þær
kynnast ungum byltingar-
manni, sem þær fella þegar
hug til og veita honum lið-
sinni er byltingin hefst.
Kvikmyndahandbókin gef-
ur þessari mynd eina
stjömu sem þýðir „sæmi-
leg“.
UTVARP
FOSTUDAGUR
25. júlí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
8æn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veðurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Pétur Pan og Vanda"
eftir J.M. Barrie.
Sigríður Thorlacius þýddi.
Heiðdís Norðfjörð les (23).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úrforustugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guömundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Sögusteinn. Umsjón:
Haraldur Ingi Haraldsson.
(Frá Akureyri.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir og Þórar-
inn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan:
„Katrín", saga frá Álands-
eyjum eftir Sally Salminen.
Jón Helgason þýddi. Stein-
unn S. Sigurðardóttir les
(19).
14.30 Nýtt undir nálinni. Eiín
Kristinsdóttir kynnir lög af
nýútkomnum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum —
Austurland. Umsjón: Inga
Rósa Þórðardóttir, Örn
Ragnarsson og Ásta R. Jó-
hannesdóttir.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síödegistónleikar.
a. „Porgy og Bess", svita
eftir George Gershwin. Sin-
fóníuhljómsveitin í Dallas
leikur: Eduardo Mata stjórn-
ar.
b. Slavneskir dansar eftir
Antónín Dvorák. Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins í
Múnchen leikur; Rafael Ku-
belik stjórnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Sólveig Pálsdóttir.
Aðstoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 í loftinu — Hallgrímur
Thorsteinsson og Guðlaug
María Bjarnadóttir.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Náttúruskoðun. Einar
Egilsson flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Val-
týr Björn Valtýsson kynnir.
20.40 Sumarvaka.
a. Skírnardagur
Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla-
stöðum les frásögn úr bók
Arnfríðar Sigurgeirsdóttur
„Séð að heiman".
b. Tvísöngur. Jóhann Dani-
elsson og Eiríkur Stefáns-
son syngja við undirleik
Guðmundar Jóhannssonar.
c. Af dulrænum fyrirbærum.
Jón R. Hjálmarsson ræðir
við Pétur Þórarinsson á Sel-
fossi. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum. Atli
Heimir Sveinsson kynnir
tónverkið „Helfró" eftir
Áskel Másson.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísnakvöld. Ingi gunnar
Jóhannsson sér um þáttinn.
23.00 Frjálsar hendur. Þáttur
i umsjá llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
00.05 Lágnætti. Spilað og
spjallað um tónlist. Edda
Þórarinsdóttir ræðir við
Hörð Áskelsson organista
við Hallgrímskirkju.
1.00 Dagskrárlok. Næturút-
varp á rás 2 til kl. 3.00.
9.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: ÁsgeirTómas-
son, Kolbrún Halldórsdóttir
og Páll Þorsteinsson.
12.00 Hlé
SJÓNVARP
19.15 Á döfinni
Umsjónarmaður Marianna
Friöjónsdóttir
19.25 Litlu Prúðuleikarnir
(Muppet Babies)
Fyrsti þáttur. Nýr flokkur
teiknimynda eftir Jim Hen-
son. Hinir þekktu Prúðuleik-
arar koma hér fram sem
ungviöi — gris, hvolpar og
lítill froskur. Þýðandi: Guðni
Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Unglingarnir i frumskóg-
FOSTUDAGUR
25. júlí
Umsjónarmaöur Jón Gúst-
afsson. Stjórn Upptöku:
Gunnlaugur Jónasson
21.10 Kastljós
Þáttur um innlend. málefni
21.45 Bergerac — Fyrsti þátt-
ur.
Breskur sakamálamynda-
flokkur í tíu þáttum. Sögu-
hetjan er Bergerac
rannsóknarlögreglumaður
en hver þáttur er sjálfstæð
saga. Áðalhlutverk John
Nettles. Þýðandi: Kristmann
Eiðsson.
22.45 Seinni fréttir
22.50 Viva Marial
Frönsk-itlösk biómynd frá
árinu 1965. Leikstjóri: Louis
Malle. Aöalhlutverk: Birgitte
Bardot, Jeanne Moreau og
George Hamilton. Sagan
gerist i ónefndu riki i Mið-
Ameríku um síöustu alda-
mót. Söngkona í farandleik-
hópi kynnist írskri hryöju-
verkakonu og býður henni
að slást i för með sér. Þær
kynnast ungum byltingar-
manni og veita honum
liöveislu sína. Þýðandi: Ólöf
Pétursdóttir.
00.50 Dagskrárlok
14.00 Bót í máli
Margrét Blöndal les bréf frá
hlustendum og kynnir óska
lög þeirra.
16.00 Fritiminn
Tónlistarþáttur með feröa
málaivafi í umsjá Ásgerðar
Flosadóttur.
17.00 Endasprettur
Ragnheiður Daviðsdóttir
kynnir tónlist úr ýmsum átt-
um og kannar hvað er á
seyði um helgina.
18.00 Hlé.
20.00 Þræöir
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
21.00 Rokkrásin
Stjórnendur: Snorri Már
Skúlason og Skúli Helga
son.
22.00 Kvöldsýn
Valdís Gunnarsdóttir kynnir
tónlist af rólegra taginu.
23.00 Á næturvakt
með Vigni Sveinssyni og
Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16 00
og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.