Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 12 umferðir búnar á íslandsmótinu: GuðmundurTorfason með hæstu meðaleinkunnina - Og Fram með bestu einkunn liðanna • Guðmundur Torfason hefur forystu f stigagjöf Morgunblaðsins og er jafnframt markahæsti ieikmaður 1. deildarkeppninnar. Hér fagnar hann einu marka sínna f sumar. NÚ ER lokið tveimur þriðju hlut- um fyrstu deildar íslansdsmóts- ins f knattspyrnu. Eins og öllu knattspyrnuáhugafólki er kunn- * ugt hefur Fram nokkuð örugga forystu f mótinu, og virðist hafa haft áberandi besta liðið á landinu það sem af er sumarsins. Það hefur skorað flest mörkin, hefur hæstu meðaleinkunn f ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, á markahæsta leikmanninn og á fjóra af sex stigahæstu einstakl- ingum, og þar á meðal tvo þá efstu. Markabikar Morgun- blaðsins Morgunblaðið gefur í fyrsta sinn í sumar glæsilegan bikar því liði ^ sem flest mörk skorar í 1. deild. Gripnum er ætlaö að vera hvatning til liðanna að leika sóknarleik, og viðurkenning til þess liðs sem skorar mest. Eftir 12 umferöir í ár bendir flest til þess að Fram hljóti bikarinn í haust. Liðið hefur skorað 27 mörk í leikjunum eða rúmlega tvö mörk aö meðaltali í leik. Það er glæsilegur árangur. Skagamenn koma næstir í keppninni um Markabikarinn, hafa gert 19 mörk. Valsmenn hafa gert 18, FH hefur gert 17, Þór 16, IBK ' 15, KR 13, UBK og ÍBV 16 og Víðis- menn hafa aðeins gert 9 mörk í deildinni til þessa, eða minna en eitt mark að meðaltali í leik. Einkunnagjöf Morg- unblaðsins Eins og þeim sem fylgjast með íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins er kunnugt gefur blaðið öllum leik- mönnum sem þátt taka í leikjum fyrstu deildar einkunn fyrirframmi- stööu sína í hverjum leik frá einum og upp í fimm. Það eru íþróttafréttamenn blaðsins sem gefa þessar einkunn- ir ásamt fréttariturum þess úti á -•*. landi, sem fylgjast með leikjunum á Akureyri, Vestmannaeyjum, Suð- urnesjum og Akranesi. Jafnan er þessi einkunnagjöf til umræðu manna á meðal og sýnist sitt hverj- um um einstakar einkunnir og mat á frammistöðu leikmanna. Það er eðlilegt. Einkunnir sem þessar byggjast ávallt á persónulegri skoðun hvers íþróttafréttamanns og geta aldrei orðið algildur mæli- kvarði. Og því er ekki að neita að íþróttafréttamennirnir eru stund- um í vafa um hvaða einkunn einstakir leikmenn eiga að fá. Hvað á t.d. að gefa markverði sem stendur í marki hjá sigurliði, fær nánast ekkert að gera en gripur inní af öryggi þegar á þarf að halda. Á hann að fá 2 fyrir að gera sáralítið í leiknum, eða á hann aö fá 4 fyrir að gera engin mistök í öllum leiknum? Og hvað á að gefa miöherja í tapliði sem er mjög ógnandi allan leikinn, skapar sér og samherjum góð færi með leikni sinni og hraða — en brennir af tveimur dauðafærum? Á hann að fá 4 fyrir að vera varnarskelfir eða 2 (eða 1) fyrir að brenna af færum sem gætu hafa fært liði hans sigur- inn í leiknum? Svörin við spurning- um sem þessum eru ávallt háð persónulegu mati þess sem fjallar um leikina. En þó þessi formáli sé hafður þá fer ekki milli mála að mjög mik- ið samræmi er á milli einkunnagjaf- ar Morgunblaðsins og frammi- stöðu liöanna á íslandsmótinu. Og það kemur líklega fáum á óvart að Guðmundur Torfason skuli vera með hæstu meðaleinkunnina og að Pétur Ormslev komi næstur honum. Þessir leikmenn hafa hæstu meðaleinkunn eftir 12 umferðir: leikir GuAmundurTorfason, Fram 3,26/12 Pétur Ormslev, Fram 3,08/12 FriArilt FriAriksson, Fram 3,00/11 Óli Þór Magnússon, iBK 3,00/11 Valur Valsson, Val 3,00/11 ViAar Þorkelsson, Fram 3,00/11 Ágúst Már Jónsson, KR 2,91/12 GuAni Bergsson, Val 2,91/12 Gauti Laxdal, Fram 2,87/8 GuAjón ÞórAarson, lA 2,86/7 Og listinn yfir samanlagöa með- aleinkunn liðanna er á þessa leið: Fram 29,83 stig Valur 27,50 stig ÍBK 26,58 stig ÍA 26,58 stig Þór 26,50 stig KR 26,00 stig FH 25,91 stig Víðir 24,91 stig ÍBV 23,25 stig UBK 23,08 stig Fram Fram hefur átt gott keppnistímabil það sem af er sumri, og flestir spá þeim öruggum sigri á íslandsmótinu og vandséð hvaða lið stöðvar þá í bikarnum. Liðið er jafnt, öryggi er yfir leik þess og greinilegt að leikmennina hungrar eftir meistaratitlinum sem Fram hefur ekki unnið síðan 1972. Sex leikmenn Fram hafa leikið alla leikina í mótinu til þessa, einn hef- ur leikið 11 leiki, einn hefur leikið 9 leiki og þrír hafa leikið 8 leiki. Það eru því greinilega sömu leik- mennirnir sem skapa þennan árangur. Guðmundur Torfason hefur gert 13 mörk fyrir liðið í sum- ar, Guðmundur Steinsson 6, Pétur Ormslev 3, Kristinn Jónsson og Gauti Laxdal 2 hvor og Ormarr Örlygsson 1. Aðrir hafa ekki gert mörk í deildinni. Eins og fram kom á listanum hér að framan þá eru Guðmundur Torfason, Pétur Ormslev, Friðrik Friðriksson og Viðar Þorkelsson stigahæstir Framara, en Gauti Laxdal og Guð- mundur Steinsson koma skammt undan. Valur Valsmenn eru í öðru sæti í ein- kunnagjöfinni en í því þriðja í deildinni, eftir tapið fyrir Keflvíking- um á dögunum. Þeir hafa átt fremur jafna leiki, fengið mjög lítið af mörkum á sig en ekki skorað mjög mikið heldur, nema í 7:0 leiknum gegn Breiðabliki. Aðeins fjórir leikmenn liðsins hafa leikið alla 12 leikina, þeir Ársæll, Guðni, Hilmar Sighv. og Ingvar Guð- mundsson. Tveir hafa leikið 11 leiki, einn hefur leikið 10 leiki, tveir 9 leiki og 4 sex leiki. Alls hefur Valur notað 19 leikmenn í sumar. Sigurjón Kristjánsson hefur skorað flest mörkin, 5 talsins, Hilmar Sig- hvatsson 4, en aðrir færri. Valur Valsson hefur hæstu meðalein- kunnina, næstur honum er Guðni Bergsson, þá Guðmundur Hreið- arsson með 2,83, Ársæll með 2,75 og Stefán Arnarson, Hilmar Sig- hvatsson, Sigurjón Kristjánsson og Ingvar Guðmundsson hafa einnig yfir 2,50 í einkunn. ÍBK Keflvíkingar eru í þriðja sæti hjá Morgunblaðinu en í öðru sæti í deildinni. Þeir byrjuðu keppnistímabilið ekki mjög vel — áttu þá í vandræðum vegna meiðsla og veikinda leikmanna, en upp á síökastiö hefur liðið verið illstöðvanlegt. Þrír leikmenn hafa leikið alla leiki þess í sumar, Þor- steinn Bjarnason, Freyr Sverrisson og Gunnar Oddsson. Fimm hafa leikið 11 leiki, einn 10 leiki og einn 9 leiki. Alls hafa Keflvíkingar notað 18 leikmenn í sumar. Óli Þór Magnússon er hæstur í einkunna- gjöfinni, Einar Ásbjörn Ólafsson er næstur með 2,70 og Þorsteinn Bjarnason, Sigurður Björgvinsson og Valþór Sigþórsson hafa einni meira en 2,50 í meðaleinkunn. Óli Þór Magnússon hefur gert fimm mörk í sumar, Freyr Sverrisson 3 og Einar Ásbjörn tvö. ÍA Alls hafa tuttugu leikmenn leikið með ÍA í sumar. Sex hafa leikið alla leikina, einn 11 leiki og þrír 10 leiki. Það er því á Skaganum eins og víðast annarsstaðar að ákveðinn fjöldi leikmanna myndar kjarnann í liðinu, en um tvær til þrjár stöður berjast sex til átta leikmenn sem eru í 20 manna hópnum. Valgeir Barðason hefur gert sex mörk fyrir liðið í sumar, Guðbjörn Tryggvason 4, en aðrir færri. Guðjón Þóröarson, sem var meiddur framan af sumri hefur hæstu meðaleinkunn liðsins 2,85, en Guðbjörn Tryggvason með 2,75 er honum næstur. Sigurður Lárus- son og Ólafur Þórðarson hafa einnig yfir 2,50 í einkunn. Liðið hefur leikið misjafnlega í sumar, átt góða leiki og unnið góöa sigra, en síðan tapað leikjum óvænt — leikjum sem reiknað var með að liðið ynni, eins og á móti Víði uppi á Skaga. Þór Þórsarar hafa valdið sjálfum sér og aðdáendum sínum nokkrum vonbrigðum í sumar, því búist var við miklu af liðinu í vor. Þórsarar hafa þó sýnt í sumar að þeir eru orðnir rútínerað fyrstu deildarlið, og eru í öruggri stöðu í deildinni. Akureyringarnir hafa notað 17 leik- menn í leikina í 1. deild og þar hafa 7 leikið alla leikina. Tveir hafa leikið 11 leiki, einn 10 leiki og einn 9 leiki. Hlynur Birgisson hefur skor- að flest mörkin, 5 talsins og Kristján Kristjánsson sömuleiðis. Sérstaka athygli hlýtur að vekja að Halldór Áskelsson, sem var markahæsti maður liðsins í fyrra, hefur enn ekki skorað mark í deild- inni í ár. Hæstu meðaleinkunn liðsmanna hefur Baldvin Guð- mundsson markvörður 2,83. Jónas Róbertsson er honum næstur með 2,66, Árni Stefánsson og Halldór Áskelsson hafa einnig yfir 2,50 í einkunn. KR Lið KR hefur verið skipað mikið til sömu leikmönnum í allt sumar, en þrátt fyrir það hefur 21 leikmað- ur fengið að spreyta sig. Sjö menn hafa leikiö alla leikina, tveir menn alla leikina nema einn, einn hefur leikið 10 leiki og einn 9 leiki. Það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.