Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986 Hafbeitarstöðin í Kollafirði: Hátt í 3.000 laxar skiluðu sér á einum degi í KJÖLFAR mikilla rigninga undanfarið, hefur mikið af laxi skilað sér í kistu hafbeitarstöðvarinnar í Kollafirði. Á miðvikudag skiluðu sér 2-3.000 laxar í stöðina og er það mesti fjöldi, sem skilað hefur sér í stöðina á einum degi; það mesta, sem áður hafði gerst var 800 laxar. Nú hafa um 7.-8.000 laxar skilað sér, en til saman- burðar má geta þess að rúmlega 4.000 laxar alls náðust inn i fyrra. Vegna úrkomunnar hefur Kolla- inn safnast að miklu leyti fyrir fj'arðará verið mjög vatnsmikil og því mikið vatn í frárennsli stöðvar- innar. Við hið mikla frárennsli hefur fiskurinn, sem hafði safnast í fjörunni, komist á hreyfíngu og lagt upp ána. í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag í síðustu viku, sagði Árni ísaksson, veiðimálastjóri og forstöðumaður hafbeitarstöðvar- innar, að vonir stæðust til, að heimtir yrðu 10.-12.000 laxar í stöðinni í sumar, en í samtali við blaðið í gær sagði Ámi, að líklega yrði lokatalan í hærri kantinum, en þó væri illgerlegt um það að segja. Meðalþungi fiskanna er um 2,3-2,6 kg. Pólarlax Undanfarið hefur mikill sjó- gangur verið við hafbeitarstöð Pólarlax í Straumsvík, þ.a. fiskur- utan. Síðastliðinn mánudag gekk rj vel, og náðust 340 laxar í land. sumar hafa samtals 1.700 laxar náðst inn, og er það markmiðið að ná inn 9.000 löxum. Síðastliðið sumar komu 7.214 fiskar að landi. Vogalax Síðasti mánudagur var besti dagur sumarsins í hafbeitarstöð Vogalax að Vogum á Vatnsleysu- strönd, en þá náðust að landi 335 laxar. Samtals hafa þá 1.222 lax- ar komið að landi í sumar hjá Vogalax, en þeir munu hafa verið um 1.400 sumarið í fyrra. Lárós á Snæfellsnesi Á stórstraumsflæðinu á miðviku- dag gengu 250-300 laxar í gildru hafbeitarstöðvarinnar að Lárósum á Snæfellsnesi. Mikið vatn hefur verið í ám á Snæfellsnesi undan- Morgunblaðið/Þorgerður Ásmundsdóttir Frá hafbeitarstöðinni í Kollafirði. Á myndinni eru starfsmenn stöðvarinnar þeir Ólafur Ásmundsson (fjær) og Guðjón Eiðsson. farið, jafnvel of mikið að sögn Jóns Sveinssonar að Lárósum. Um 2.000 laxar hafa komið í stöð- ina, það sem af er þessu sumri, en í fyrra voru það 4.000 laxar. Endurheimtumar síðastliðið sum- ar voru 13% og reiknar Jón með meiri endurheimt í sumar. „Flest alvarleg- slys verða vegna of mikíls hraða“ — segir Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs „LANGFLEST alvarleg umferðarslys má rekja til ökuhraða er ekki hæfði aðstæðum", sagði Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, er hann kynnti blaðamönnum átak sem gert verður til að sporna við of hröðum akstri landsmanna. Óli sagði, að ef hraði bifreiða væri minni, væri mun lengri tími til að bregðast við óvæntum atvik- um og hemlunarvegalengd yrði skemmri. Einnig yrði hraði allra bifreiða að vera jafn, því þá væri Útlit fyrir góða kartöflu- uppskeru Fer sennilega langt fram úr innanlandsneyslu BÚIST er við geysigóðri kart- öfluuppskeru í ár. „Kartöflu- bændur settu niður miklu meira í ár en áður. Ef allt fer að óskum, og ekki kemur frost- nótt, er útlitið mjög gott,“ sagði Agnar Guðnason, yfirmatsmað- ur garðávaxta. Búist er við að fyrstu íslensku kartöflurnar komi í búðir í lok júlímánaðar. Nokkrir bændur sem rækta und- ir akrýl-dúk hafa þegar tekið upp úr görðum sínum snemm- sprottnar kartöflur sem þykja ekki góðar til manneldis. Nú er búið að stöðva innflutning á kartöflum. Síðustu gámamir eru að koma til landsins. Fimm inn- flytjendur keyptu inn samtals liðlega 600 tonn í sumar. „Verðið á innfluttu kartöflunum var allt of hátt,“ sagði Agnar. „Ég fæ ekki skilið hvemig þessir menn haga sínum innkaupum." Þegar er ljóst að framleiðslan innanlands mun fara langt fram úr neyslu. Erfitt verður að koma umfram- magninu í verð. Útflutningur kemur ekki til greina, miðað við aðstæður á markaði. léttara að meta ökuhraða annarra og minna yrði um framúrakstur, sem oft á tíðum ylli slysum. Ef hraði yrði minni og allir keyrðu á jöfnum hraða yrði auðveldara kom- ist hjá slysum og slys yrðu ekki jafn alvarleg og ella. Þar skipti einnig miklu máli að notuð væru bflbelti, því í flestum dauðaslysa, þar sem ökumaður eða farþegi læt- ur lífíð, hefði beltið getað bjargað þeim. Þótt það hafí alltaf þótt stærri kostur að aka rólega en of greitt eru þó sumir hægfara ökumenn lögreglunni þymir í augum, t.d. ökumenn vinnuvéla, sem ekki hirða um að hleypa ökumönnum bifreiða fram úr sér og geta því oft á tíðum skapað hættu við framúrakstur. „Það er því miður allt of algengt að menn noti vinnuvéiar sem einka- bifreiðar", sagði Baldvin Ottósson, varðstjóri. „Ég veit dæmi þess að ,maður sem starfaði á gröfu í Mos- fellssveit, ók heim til sín á henni að loknum vinnudegi og hann bjó í Hafnarfírði!" Ökumenn eru sjálfsagt þegar famir að vera varir við aukið eftir- lit lögreglunnar, sem ætlar að leggja mikið kapp á að fá íslend- inga til að létta svolítið þungann á bensíngjöfínni. Um leið og hamlað verður gegn of hröðum akstri verð- ur sérstaklega fylgst með því að menn aki ekki drukknir. Verðhækkun á þorski í Bandaríkjunum: Gengissigið étur verðhækk- unina upp BÆÐI íslenzku fisksölufyrirtæk- in, Coldwater og Iceland Seafood, hækkuðu verð á þorskafurðum síðastliðinn mánudag og hefur verð á þeim í Bandaríkjunum aldrei verið hærra. Hækkun þessi er talin auka tekjur af frystingu bolfisks um tæpt 1%. Hins vegar hefur dalurinn lækkað um það sama frá þvi 25. júní síðastliðinn, þannig að verðhækkunin vegur upp á móti lækkun dalsins. Þjóð- hagsstofnun telur frystinguna eftir þetta rekna með hagnaði, en fulltrúar fiskvinnslunnar telja hana rekna með tapi. Bolli Þór Bollason, aðstoðarfor- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að endan- legir útreikningar á áhrifum hækkunarinnar lægju ekki enn fyrir. Þó mætti áætla að hækkunin hefði bætt stöðu frystingar bolfisks um tæplega 1%, en bolfiskur væri um 70% af hráefni til frystingar. Því gæti hækkunin á þorskinum hafa bætt stöðu frystingar í heild um nálægt 0,5%. Um stöðu frystingar eftir þetta sagði Bolli, að í júní hefðu útreikningar stofunarinnar sýnt, að fiystingin væri rekin með smávægi- legum hagnaði. Miðað við gengi dalsins og þessar hækkanir virtist sú staða óbreytt. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi hækk- unina hafa bætt stöðu frystingar bolfísks um tæplega 1%. Hins vegar bæri að geta þess, að dalurinn hefði frá 25. júní til 24. júlí lækkað um tæplega 1%, eða úr 41,35 krónum í 40,97. Því lagaði hækkunin það sem sig dalsins hefði eyðilagt á þessum tíma. Um stöðu frystingar sagði Sig- urður, að hún væri verri en útreikn- ingar þjóðhagsstofnunar gæfu til kynna og tap væri á rekstrinum. Mestu munaði um §ármagnskostn- aðinn, en hann hefði verið frystihús- unum þungur í skauti á síðasta ári. Misgengi vísitölu gengis og láns- kjara hefði verið aðalskaðvaldurinn. A síðasta ári hefði lánskjaravísitalan hækkað um 39%, en vísitala gengis um 17% og á fyrstu fímm mánuðum þessa árs hefði lánskjaravísitalan hækkað um 7,1% en vísitala gengis um 4,1%. Þegar tekjur hækkuðu svona miklu minna en fjármagns- kostnaður, snaraðist óhjákvæmilega á áburðarklámum. „Þýðingaskyldunni verður framfylgt, en þannig að efn- ið verði áfram áhugavert“ fram svo ef það á að fara að þagga niður í þulinum þá heyrum við ekki eitt einasta hljóð með mynd- inni og á þessu er verið að reyna að finna eitthvert jafnvægi á. Við vitum að íslenskur þulur eða texti þarf að koma þama inn, en jafn- framt má ekki þagga niður í þeim eðlilegu hljóðum sem fylgja svona leikjum og skapa stemningu," sagði Markús. Markús bætti því við að líklega yrði erfítt að ætla sér að fara að texta íþróttaviðburði þar sem at- burðarás væri hröð, en hins vegar yrðu öllum skilyrðum framfylgt m.t.t. þýðingarskyldunnar, en með' þeim hætti að efnið yrði áfram áhugavert fyrir þá sem á það vilja horfa. — seg*ir Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri MENNTAMÁLARÁÐHERRA undirritaði i gær reglugerð þar sem segir að íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku skuli fylgja öllu því erlenda efni sem sýnt er í sjónvarpi Ríkisútvarps- ins. I febrúar sl. var samskonar reglugerð undirrituð sem tekur til einkastöðva samkvæmt tímabundnum leyfum. Markús Öm Antonsson, út- Það hefur verið stefna okkar að varpsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnendum stofnunarinnar hefði lengi verið kunnugt um hvert stefndi varð- andi textun á erlendu efni og lengi hefði verið unnið að því að búa sjónvarpið til þess að haga sér í samræmi við þýðingarskylduna. „Aftur á móti hafa verið ákveðin vandamál sem við hafa blasað hjá íþróttafréttamönnum m.t.t. ákveðinna efnisflokka sem þeir flalla um t.d. golf og körfubolta. búa þar vel um hnútana og leysa það mál sómasamlega þannig að hægt yrði að standa vel að þýðing- um og sjá jafnframt til þess að efni þetta gæti verið áfram á boð- stólum í sjónvarpinu. Nokkrar vikur til eða frá við að koma þeim hlutum í kring skipta ekki máli því við erum að búa þetta í hag- inn til frambúðar, fullkomlega í anda ákvæða reglugerðarinnar um almennan útvarpsrekstur." Markús sagðist ekki geta full- yrt að svo stöddu hvemig staðið yrði endanlega að þýðingu er- lendra íþróttaviðburða nú eftir að reglugerðin tæki gildi, en hins vegar væri sú aðferð vel hugsandi sem beitt hefði verið við keiluspil er sýnt var fyrir stuttu í sjón- varpinu. Þá var sérfróður maður um keiluspil fenginn til þess að fjalla um atvik leiksins meðan á honum stóð. Erlendur þulur heyrðist þó í bakgrunninum og gátu íslenskir áhorfendur fylgst bæði með viðbrögðum hans og áhorfenda. „Þessir erlendu íþróttaþættir berast okkur með lýsingu erlends þular og öðrum eðlilegum hljóðum úr því umhverfí sem leikimir fara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.