Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
33
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Fátækt og ánauð
í Víetnam
Leiðtogaskiptin í Víetnam fyrr
í þessum mánuði eru á marg-
an hátt táknræn fyrir ástandið í
landinu. Le Duan, fráfarandi leið-
togi landsins, var 79 ára að aldri,
er hann lést 10. júlí sl. Arftaki
hans, Truong Chinh, er 80 ára.
Núverandi forsætisráðherra,
Pham Van Dong, er einnig átt-
ræður og annar helsti áhrifamað-
ur í Víetnam, Le Duc Tho, er 75
ára. Engir ungir menn eru í valda-
stöðum. Víetnam er ríki, sem lifir
í fortíðinni,' og hinir aldurhnignu
valdhafar virðast ófærir um að
laga það að nútímanum. Astæðan
er sú, að þeir eru lokaðir inni í
hugmyndaheimi nýlendutímans
og þráhyggju hinnar kommúnísku
miðstjómarstefnu. Efnahagur
landsins dregur dám af þessu.
Fátækt og skömmtun matvæla er
daglegur veruleiki fyrir allan
þorra íbúanna. Einhæfni og stöðn-
un einkennir atvinnulífíð. Hvar-
vetna sjást merki skriffinnsku,
miðstýringar og opinberrar for-
sjár. Einu vaxtarmerkin, sem
greina má, eru í „neðanjarðarhag-
kerfínu" í suðurhluta landsins.
A hádögum Víetnamstríðsins
var það mjög útbreidd trú manna
á Vesturlöndum, að tími friðar,
frelsis og farsældar rynni upp í
Víetnam, þegar Bandaríkjamenn
hættu afskiptum sínum af hemaði
og stjómarfari þar í landi. Raunin
varð önnur og dapurlegri. Hinir
snauðu urðu enn snauðari. „Þjóð-
frelsið", sem svo hátt var haft um,
reyndist fela í sér skilyrðislausa
undirgefni gagnvart hinni nýju
valdstjóm. Og merki „friðarins"
var haldið á loft með stórkostlegri
hervæðingu þessarar fátæku þjóð-
ar og hemaði gegn
nágrannaríkjunum, sem miðar að
innlimun þeirra í eitt stórt indó-
kínverskt kommúnistaríki í sam-
ræmi við „hugsjónir" víetnamskra
byltingarmanna á fyrstu áratug-
um þessarar aldar. I því sambandi
er vert að minna á, að nú eru um
200 þúsund víetnamskir hermenn
undir vopnum í Kambódíu. At-
hyglisvert er, hversu hljóðir
göngugarpar Víetnamneftidanna
svokölluðu eru um þessa atburði
alla. Þeir virðast hafa misst áhuga
á landi og þjóð, þegar Bandaríkja-
menn fóru á brott fyrir rúmum
áratug. En skyldi þeim aldrei
verða hugsað til þess, hvers vegna
spádómamir rættust ekki? Eða
getur verið, að þeir vilji ekki heyra
fréttimar frá Víetnam? Var andóf-
ið gegn Víetnamstríðinu kannski
aldrei reist á siðferðilegum grunni,
eins og þó var einatt haldið fram?
Fátækt og vonleysi er ekki hið
eina, sem Víetnamar þurfa að búa
við. Eins og fram kom í fréttatil-
kynningu Víetnömsku mannrétt-
indanefndarinnar í Genf, sem birt
var hér í blaðinu á föstudag í vik-
unni sem leið, sitja 500.000
pólitískir fangar í fangelsum og
vinnubúðum í landinu. Mál þeirra
hafa ekki komið fyrir dóm. Og
framtíðarsýn þeirra er naumast
björt í ljósi þeirra upplýsinga, að
á árunum 1975-1983 hafí 65.000
fangar verið teknir af lífí í svo-
nefndum „endurhæfíngarbúðum".
Harðasti dómurinn yfír stjómar-
farinu er kveðinn upp af Víetnöm-
um sjálfum, sem reyna hvað þeir
geta að komast burt. Ein og hálf
milljón hefur þegar flúið land og
sá dagur líður vart, að einhveijir
íbúanna reyni ekki flótta.
Skýringin á því, hversu hörmu-
lega er fyrir Víetnam komið,
liggur fyrst og fremst í hinu marx-
íska stjómkerfí. Reynslan sýnir,
að leið marxismans er hvarvetna
leið fátæktar og ánauðar. Það
sannaðist í Sovétríkjunum og
Kína, í Austur-Evrópu og nú í
þeim löndum Afríku og Róm-
önsku-Ameríku, þar sem sú grilla
er opinber trúarbrögð, að Iýðræði
og velmegun fylgi í kjölfar mið-
stýringar efnahags og stjómmála.
Staðreyndin er sú, að þessu er
öfugt farið. Lífskjör eru með allt
öðrum og betri hætti í þeim lönd-
um, þar sem einstaklingamir,
fyrirtæki þeirra og samtök geta
átt frjáls viðskipti sín á miili. Um
þetta eru dæmin frá þeim ná-
grannaríkjum Víetnams, þar sem
markaðshagkerfí er við lýði, ákaf-
lega skýr. Þau ættu að geta verið
valdamönnum í Víetnam vísbend-
ing um villu þeirra, en því miður
em engar horfur á því að gömlu
mennimir í Hanoi taki minnsta
mark á veruleikanum. Þeir lifa í
heimi trúarsetninga, og eina von
Víetnams virðist, að ný kynslóð
sjái veröldina réttum augum.
Landsmót
skáta
Anægjulegt er að fylgjast með
því, hversu vel landsmót
skáta í Viðey fer fram. Hundmð
ungmenna úr öllum landshomum
sækja þetta mót, auk erlendra
gesta víða að úr heiminum. Kynni
þau, sem takast við svona tæki-
færi, hvort sem er milli Islending-
anna innbyrðis eða við útlending-
ana, eiga eftir að bera
margvíslegan ávöxt og þau em
líka þroskandi og lærdómsrík. Hið
sama má segja um skátamótið
sjálft. Leikir skáta, útilíf og nátt-
úmskoðun er til fyrirmyndar öllu
heilbrigðu æskufólki. Landsmót
þeirra virðist einkennast af félags-
lyndi, gleði, fmmkvæði og lifandi
áhuga. Allt em þetta verðmæti,
sem ástæða er til að rækta og
halda á loft, ekki síst nú á dögum,
þegar menn hafa áhyggjur af
því, að hinir fjölmörgu afþreying-
armiðlar haldi aftur af sköpunar-
gleði unga fólksins, svo ekki sé
minnst á freistingar vímuefnanna.
Hafí skátar þökk fyrir að vísa
veginn.
Franz Liszt
Hundraðasta ártíð 1986
eftirLeif
Þórarinsson
í dag em hundrað ár frá dauða
eins mesta snillings sem Evrópa
hefur alið, Frans Liszts. Það þarf
ekki að orðlengja að hann var mest-
ur píanóleikari 19. aldarinnar, og
enn er talinn mikill vafí á að nokk-
ur píanóleikari hafi orðið hans
jafnoki siðan. Hins vegar hefur
orðstír hans sem píanóljóns og hetju
allra tíma eigi alllítið skyggt á þau
þrekvirki sem hann vann á sviði
tónsmíða. Að vísu var hann á sínum
tíma talinn fremstur í flokki jafn-
ingja í „Nýja þýska skólanum", en
þar vom helstir auk Liszts Wagner,
Peter Comelius og þó Berlioz væri
franskur að ætt og uppmna, var
hann einnig talinn í þeim hópi um
sinn.
Hér á landi em ófáir sem halda
að Liszt hafí aðeins samið tónverk
fyrir píanó. Og margir hafa hvorki
heyrt né séð annað en ungversku
rapsódíumar (stundum kallaðar
hreppstjórasnýtur af misheppnuð-
um húmoristum), en þær em flestar
með því ómerkilegasta sem hann
samdi, þó vissulega megi hafa af
þeim mikið gaman á góðri stund.
Liszt samdi raunar tónlist af öllu
mögulegu tagi og sum hljómsveitar-
verka hans em óumdeilanlega
meðal stórvirkja sinfóníubókmennt-
anna, tónverk sem vom ekki aðeins
byltingarkennd hvað snerti form og
hljómhugsun á sínum tíma, heldur
búa yfír eilífri fegurð sem ókomnar
kynslsoðir eiga eftir að njóta sér
til uppbyggingar og hugarhægðar.
Þar er auðvitað „Faust“-sinfónían
risavaxna (u.þ.b. 1 V2 klst.) fremst
í flokki, því þar em tilþrif og tilraun-
ir sem hafa orðið seinni tíma
tónskáldum ómetanleg gullnáma
innblástra og uppörvunar. En ekki
má samt gleyma sinfóníuljóðunum
10 eða 12, sem em vissulega mi-
sjöfn að gæðum, en t.d. Tasso og
Les Preludes þykja enn meðal
áhrifamestu tónverka í því formi,
sem svo mjög tíðkaðist á 19du öld-
inni og urðu mörgum seinni tíma
snillingum (Strauss, Schönberg
o.fl.) hvatning til stórvirlqa. Og
þessi verk, sérstaklega Les Pre-
ludes, em enn einna mest flutt allra
rómantískra hljómsveitarverka og
samanstendur þó „normal sinfóníu-
prógramm" helst af verkum úr
þeirri áttinni. En menn hefðu sann-
arlega gagn og gaman af að
kynnast öðmm tónaljóðum Liszts,
t.d. Orfeusi og Mazeppa og Dante-
sinfóníunni hans bíður maður eftir
á eftiisskrá Sinfóníuhljómsveitar
Islands með mikilli óþreyju. Annars
samdi Liszt u.þ.b. 100 hljómsveitar-
verk, svo af nógu er að taka, ef
vilji og geta er fyrir hendi.
En þrátt fyrir „hreppstjórasnýt-
umar" og ýmis „sentimental" og
„En þrátt fyrir „hrepp-
stjórasnýtur“ og ýmis
„sentimental“ og sykur-
sæt glansnúmer fyrir
píanóið, þá eru flest
píanóverk Franz Liszt
með því stórfengleg-
asta sem samið hefur
verið fyrir það hljóð-
færi.“
sykursæt glansnúmer fyrir píanóið,
þá em flest píanóverk Franz Liszts
með því stórfenglegasta sem samið
hefur verið fyrir það hljóðfæri.
Hvað sem líður snillingum á borð
við Beethoven, Chopin og Schu-
mann, þá var það Liszt sem kom
fram með þann píanóstfl, eða að-
ferð, sem enn er í gildi. Allir
píanóleikarar með metnað og hæfí-
leika byggja á sögusögnum af leik
hans í gegnum nemendur hans og
óbeina lærisveina, og svo auðvitað
tónverkunum sjálfum, sem era
óendanleg viðfangsefni baráttu-
manna á sviði eilífrar listar.
Eitt stærsta píanóverkið er Són-
ata í h-moll sem meistarinn samdi
1854. Hún er áreiðanlega með því
athyglisverðasta sem nokkum tíma
hefur verið sett á blað og stendur
Píanósnillingurinn Liszt
fyllilega jafnfætis síðustu sónötum
Beethovens hvað snertir hug-
kvæmni, formvissu og „dramatík".
Þar er sú aðferð Liszts, að um-
breyta í steftum í sífellu, þróa þau
í allar mögulegar áttir, lýrísk ást-
arvísa verður að hetjulegum sigur-
söng, harmljóð að bjartsýnisóði
o.s.frv. o.s.frv. svo þessu sé lýst
Franz Liszt — prestur og tón-
skáld á efri árum.
með einföldum orðum, mjög ljós og
aðgengileg og má raunar skoða
h-moll-sónötuna sem lykilverk að
tónhugsun Listzs. En hún er gífur-
lega erfíð í flutningi og kostar
b.eði ofurmannlega tækni og út-
hald, en þó fyrst og fremst vald
yfír óteljandi og margslungnum
blæbrigðum, sem aðeins mestu
píanóleikarar heimsins geta gert sér
vonir um að nálgast.
En það er hægt að telja upp tugi
píanóverka eftir Liszt, sem að inni-
haldi em svo rík af sannri snilld í
tónsköpun, að fátt verður við jafn-
að. Þar koma kannski fyrst í
hugann „Trancidental etydumar",
sem á sínum tíma vom reyndar
taldar óspilandi nema af meistaran-
um sjálfum, en em þrátt fyrir
„gauraganginn" ótrúlega hlaðnar
lýrískum, innilegum tilfínningum,
þ.e.a.s. séu þær vel leiknar. Og það
em þær oft núorðið, því mestu
píanósnillingarnir hafa þær flestir
ofarlega á efnisskránni. En t.d.
lagaflokkurinn „Harmonies po-
étiques et religieuses" (1853)
kemur þá í sömu andránni, með hið
ótrúlega „Pensée des morts" í miðj-
unni. Og flestir hjóta reyndar að
kannst við eitthvað af „Legend",
helgisögnunum, t.d. verkin um heil-
agan Frans talandi við fugla
himinsins eða gangandi á vatninu?
Þau verk em hveijum ógleymanleg
sem heyrt hefur.
Flest píanóverk Franz Liszts em
frá þeim tíma að hann var eftirsótt-
asti „virtúós" heimsins og á sífelld-
um tónleikaferðum milli stórstaða
Evrópu. En þar kom að hann þreytt-
ist á þessum eilífa þvælingi og fór
að langa til að setjast að við tón-
smíðar í rólegra umhverfí. Hann
hafði líka átt í tiltölulega erfíðum
ástarsamböndum og sambúð við
stórgáfaðar og glæsilegar konur af
aðalsættum (bjó m.a. með Marie
d’Agoult greifafrú í 9 ár og átt
með henni þtjú böm) og tafði það
hann eigi lítið frá skriftum. Síðast
var hann í tygjum við Seyn-Witt-
genstein prinsessu, sem var gift
rússneskum fursta og sótti marg-
sinnis um skilnað án árangurs, því
þau Liszt ætluðu að eigast ef þess
væri nokkur kostur. Hjónaband
prinsessunnar var pólitískt hags-
munahjónaband og í rauninni
andstætt hjúskaparreglum
kaþólsku kirkjunnar. En þrátt fyrir
góðan vilja í páfagarði tókst ekki
að fá skilnaðinn löglegan og mun
Rússakeisari, sem var náfrændi eig-
inmannsins, hafa haft þar hönd í
bagga.
Þegar útséð var um löglega sam-
búð Liszts og prinsessunnar leitaði
hann á náðir munkareglu heilags
Frans og dvaldi um tíma í klaustri
skammt frá Róm og tók þar lægri
prestsvígslu. Upp frá því samdi
Liszt helst kirkjuleg tónverk, mess-
ur, kantötur og tvær stórar óratórí-
ur (Elísabet og Kristur) og nokkur
orgelverk sem em full af nýjum
hugmyndum. Nokkur þeirra vom
reyndar leikin á tónleikum í Krists-
kirkju í vor, þar sem Ragnar
Bjömsson kom fram á vegum Tón-
listarfélags kaþólskra. Og það má
ekki gleyma því að sama tónlistar-
félag gengst fyrir „In memoriam"-
tónleikum í Safnaðarheimili kaþ-
ólskra á Hávallagötu í kvöld, en þar
mun sá mikli píanósnillingur Martin
Berkofsky leika nokkur frægustu
verk Liszts, m.a. h-moll-sónötuna
og fuglapredikun heilags Frans.
Franz Liszt fæddist 22. október
1811 í Raiding i Ungveijalandi.
Foreldrar hans vom af austurrísku
og þýsku bergi brotnir, en faðirinn,
Adam Liszt, var þama í þjónustu
Esterhazy fursta, sem frægur hefur
orðið fyrir að kúska Haydn og fleiri
snillinga til tónsmíðaafreka. Það
gefur augaleið að sem magnaðasti
píanisti 19du aldarinnar og í raun-
inni einskonar poppstjama lifði
Liszt býsna ævintýralegu lífi fram-
an af ævinni og engum sem skoðar
myndir af honum á yngri ámm
kemur á óvart hvflíkt kvennagull
og sjarmör hann var. Hinsvegar var
hann um leið einhver örlátasti mað-
ur sem um getur í hópi stórlista-
manna, einkum og sér í lagi við
kollega sína. Má segja að flestir
meiri háttar tónsmiðir samtímans
ættu honum skuld að gjalda. En
eins og fyrr segir var hann síðustu
árin (20?) meira og minna í þjón-
ustu kirkjunnar, þó ekki sem
prestur, heldur tónlistarmaður og
bjó til skiptis í Róm og Weimar,
með tíðum viðkomum í Búdapest.
Hann lést 31. júlí 1866 í Bayer-
uth á heimili dóttur sinnar, Cosimu.
Hún var þá ekkja orðin eftir Ric-
hard Wagner, sem kannski var sá
tónsmiður sem mest og oftast þáði
án endurgjalds gjafir af hendi
Liszts, bæði andleg og veraldleg
verðmæti.
Höfundur er tónskáld.
Veiðiþjófar við Elliðaár;
„Höfum aldrei þurft
að stug-ga við jafn
mörgum og í sumar“
— segir Jóhann Óli Gunnarsson, framkv.stj. Securitas
Öryggisvörður frá Securitas
kom um helgina auga á tvo unga
menn þar sem þeir renndu fyrir
lax ofarlega í Eiliðaám. Ekki
höfðu þeir veitt neitt er að var
komið, en lögreglan tók þá i
vörslu sína.
Jóhann Óli Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, sagði að
öryggisverðir hefðu þurft að stugga
við fjölda manna við ámar í sumar.
„Eg man ekki til þess að við höfum
áður þurft að hafa jafn mikil af-
skipti af mönnum þarna, það er
með ólíkindum hve kræft fólk er,“
sagði Jóhann Óli. „Við höfum til
dæmis rekist á menn sem em á
gangj á árbakkanum með net, en
reyna samt blákalt að halda því
fram að þeir séu á heilsubótar-
göngu. Við sýnum hins vegar fulla
hörku og menn era miskunnarlaust
færðir í hendur lögreglu ef að þeim
er komið. Gæsla við árnar hefur
verið efld stórlega og við höfum
sérstaka nætursjónauka, svo það
er mikill misskilningur ef menn
halda að þeir geti veitt lax í skjóli
nætur. Það er líka áberandi að
menn virðast miða út ferðir eftirlits-
manna og halda sig síðan sem
lengst fjarri þeim, en átta sig þá
ekki á að þeir era komnir inn á
svæði annarra varða,“ sagði Jóhann
Óli Gunnarsson að lokum.
Elliðaár
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir VALINGIMUNDARSON
Vestur-Berlín:
Flóttamannastraum-
urinn eykst stöðugt
- hart deilt á austur-þýsk stjórnvöld
VESTUR-ÞÝSKA stjórnin hefur nú miklar áhyggjur af sívaxandi
flóttmannastraumi frá ýmsum þróunarríkjum. Samkvæmt vestur-
þýskum lögum ber 'að veita pólitískum flóttamönnum landvistar-
leyfi. Stjórnmálamenn, einkum úr stjórnarflokkunum, hafa þó
krafist þess að stjórnvöld grípi í taumana til að stemma stigu
við flóttamannastraumnum með lagabreytingu. Á hinn bóginn
saka ýmsir stjórnina um að hafa gert of mikið úr málinu og tclja
viðbrögð innanríkisráðherrans, Friedrichs Zimmermanns, fálm-
og öfgakennd.
Ef fram heldur sem horfír má
búast við því að þeim pólitísk-
um flótttamönnum, sem biðja um
landvistarleyfí, ftölgi um 27 þús-
und á þessu ári miðað við í fyrra,
eða úr 73.000 í um 100,000.
Flóttamannastraumurinn hefur
ekki aðeins valdið miklum deilum
innan Sambandslýðveldisins,
heldur einnig togstreitu milli vest-
ur-þýskra og austur-þýskra
stjómvalda. Ástæðan til þess er
sú að að mjög hefur færst í vöxt
að undanfömu að Austur-Þjóð-
veijar og reyndar Sovétmenn hafí
að eigin frumkvæði komið flótta-
mönnunum til Vestur-Berlínar.
Senda flóttafólkið
til Vestur-Berlínar
Til marks um hve stjómin lítur
málið alvarlegum augum má
nefna að utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýskalands, Hans-Dietrich
Genscher, vakti athygli á því í
viðræðum sínum við sovéska ráða-
menn í Moskvu í síðustu viku.
Sovétmenn tóku því þó fálega, og
Eduard Schevardnatze utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna sagði að
vestur-þýsk yfírvöld gætu sjálf
stöðvað flóttamannastrauminn ef
þau kærðu sig um. Eftir að flótta-
mennimir færa frá Austur-Berlín
væri í verkahring vestur-þýsku
stjómarinnar að ákveða hvort
þeim yrði hleypt inn í vesturhluta
borgarinnar eða ekki.
Sá háttur hefur verið á að aust-
ur-þýska flugfélagið Interflug og
hið sovéska, Aeroflot, hafa flutt
meirihluta flóttamannanna frá
stríðshijáðum ríkjum eins og Iran
til Austur-Berlínar. Þar er þó
staldrað stutt við, eða sjaldan
lengur en sólarhring, þar sem
austur-þýsk yfírvöld senda fólkið
rakleiðis með lest yfír til Vestur-
Berlínar. Þetta hefíir valdið miklu
öngþveiti í Vestur-Berlín, þar sem
erfiðlega hefur gengið að fínna
athvarf handa flóttamönnunum.
Kastaði tólfunum um miðjan júlí,
en þá komu alls 600 flóttamenn
til vesturhluta borgarinnar yfír
helgi. Þeim hefur verið komið fyr-
ir í tjöldum og sjúkahúsum eða
öðra bráðabirgðahúsnæði, en
ástandið þar fer síversnandi.
Flóttamennimir, sem koma m.a.
frá Iran, Sri Lanka, Pakistan og
Eþíópíu, geta þó venjulega dvalist
í borginni í nokkur ár samkvæmt
lögum, og gildir þá einu hvort
þeim verði veitt pólitískt hæli eða
ekki.
Rúmlega helmingur þeirra
43.000 flóttamanna, sem sótt
hafa um pólitískt hæli í Vestur-
Berlín eða Vestur-Þýskalandi á
þessu ári, hefur komist þangað
með þessum hætti.
Þetta mál hefur valdið yfírvöld-
um í Vestur-Berlín og Sambands-
lýðveldinu miklum vandkvæðum:
stjómmálamenn úr hinum rót-
grónu flokkum kristilegra
demókrata, sósíaldemókrata og
fijálsra demókrata hafa lýst yfir
reiði sinni vegna hlutdeildar aust-
ur-þýskra yfirvalda í að koma
flóttamönnunum til
Vestur-Berlínar og krafist þess
að bragðist verði við því af hörku.
Einnig óttast margir að útlend-
ingahatur fari vaxandi meðal
almennings.
Yfírvöld í Vestur-Berlín geta
lítið gert til að spoma við flótta-
mannastraumnum. Ástæðan er sú
að samkvæmt skilgreiningu vest-
ur-þýsku stjómarinnar og banda-
manna, sem formlega hafa yfírráð
yfir Vestur-Berlín, liggur leið
flóttamannanna milli borgarhlut-
anna, þ.e. ekki yfír landamæri,
heldur borgarmörk. Genscher
sagði eftii viðræður sínar við
Schevardnadze að markmið Sov-
étmanna væri að fá framgengt
gömlu baráttumáli: að borgar-
mörk vestur- og austurhluta
Berlínar yrðu gerð að landamær-
um, eða að opinber viðurkenning
fengist á skiptingu borgarinnar í
tvo hluta.
Vilja breyta lögum um
pólitíska flóttamenn
Afar ólíklegt er að vestur-þýska
stjómin taki það til greina, en
nokkrir flokksmenn úr hægri armi
kristilegra demókrata hafa krafíst
þess að lögum um landvistarleyfi
handa pólitískum flóttamönnum
verði breytt til að spoma við
flóttamannastraumnum.
Friedrich Zimmermann innan-
ríkisráðherra og Franz Josef
Strauss formaður systurflokks
kristilegra demókrata og forsæt-
isráðherra Bæjaralands vilja gera
róttækar breytingar á lögunum.
Strauss lagði t.a.m. til í síðustu
viku að flóttamenn frá ákveðnum
löndum, þ.e. einkum frá kommún-
istalöndum, yrði nær eingöngu
veitt pólitískt Jiæli í Vestur-Berlín
og Vestur-Þýskalandi, en hinum
yrði vísað frá. Hefur verið deilt
hart á Strauss fyrir þessi um-
mæli, enda biýtur tillagan að
margra dómi í bága við Genfar-
samþykktina um flóttamenn.
Nokkram dögum síðar dró
Strauss nokkuð í land með því
að segja að mikilvægast væri að
koma á ströngu eftirliti með þeim
flóttamönnum, sem koma frá
Austur-Berlín.
Vestur-þýsku stjóminni hefiir
einnig verið borið á brýn að æsa
upp í fólki útlendingahatur og
laeða þeirri hugmynd að því að
pólitískir flóttamenn séu þegar of
margir og koma verði í veg fyrir
flóttamannastrauminn með öllum
ráðum. Talsmenn ýmissa þjóð-
félagsstofnana eins og kaþólsku
kirkjunnar hafa t.d. sakað Zimm-
ermann um að hafa farið rangt
með fjölda þeirra pólitísku flótta-
manna, sem fengið hafa hæli í
Vestur-Þýskalandi og Vestur-
Berlín. Innanríkisráðherrann
staðhæfír að þeir séu um 700
þúsund. Hins vegar segja aðrir
að þeir séu a.m.k. helmingi færri,
sem með réttu gætu talist flótta-
menn.
Ljóst er að hér er um að ræða
mikið deiluefni, og því hefur verið
spáð að málið eigi eftir að verða
ofarlega á baugi í næstu kosn-
ingabaráttu, en þingkosningar
fara fram í Vestur-Þýskalandi í
upphafi næsta árs. Þar sem
Zimmermann hefur sagt að
stjómin muni ekki taka ákvörðun
um hvemig bragðist skuli við vax-
andi flóttamannastraumni fyrr en
í september má búast við því að
flóttamönnum fari enn fjölgandi
um sinn, hvort sem lögum um
komu þeirra til Vestur-Berlínar
verði breytt eða reglur hertar.
Flóttamenn frá Asíulöndum i Vestur-Berlín.
9
♦