Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 ÚTVARP/ SJÓNVARP Við erum líka Símaspjall hefír færst mjög í aukana með tilkomu rásar tvö. Er slíkt spjall orðið næsta hversdagslegt en samt sperrir mað- ur nú ætíð eyrun þegar hlustendur hringja, það er jú aldrei að vita nema leyndarmál afhjúpist. Helsti ókosturinn við símaspjallið á rás tvö er hversu margir krakkar hringja og flissa einhveija andleysu í tólið. En stundum ber þó svo við að mál- æðið ýtir við gráu sellunum í höfði undirritaðs. Lítum til dæmis á til- svör tveggja hlustenda í símaþætti morgunþáttarmanna í fyrradag. Spurt um skattinn { þessum símaspjallsþætti var fólk spurt um skattinn. Að venju hringdi hópur af krökkum og voru sumir óánægðr með skattlagningu sumarvinnunnar, jafnvel þótt upp- hæðimar væru stundum ekki háar, svona 500-700 krónur á mánuði. En svo hringdi ungur maður eld- hress og kotroskinn: Ég er að vinna hjá manni sem er ekkert að segja frá því að ég vinn hér.. . Andar- taks þögn og þá spyr útvarpsmað- urinn. Og skammastu þín ekkert fyrir að segja frá því? Nei, nei. Og hvað ertu með í tekjur? 70 þúsund á mánuði. Ég rek ekki frekar sam- talið en skömmu síðar hringir miðaldra kona. Ert þú ánægð með skattinn þinn? Ég fékk engan tekju- skatt að þessu sinni, bara eigna- skatt, en mig langar að segja frá því hvað ég hafði í laun á síðasta ári. Ég hafði 157.000 krónur og af þeim launum var mér ætlað að framfleyta dóttur minni og halda íbúð. Og er þetta fyrir fulla vinnu? spyr útvarpsmaðurinn. Já, fyrir átta stunda vinnu og mig langar að spyija ráðamenn þjóðarinnar hvort þeir treysti sér til að lifa af þessum launum? Ertu í verkalýðsfélagi? f Framsókn og fæ þessi laun eftir 6 ára starf og einnig var húsmæðra- skólamenntunin loksins metin en ég hef verið húsmóðir í 21 ár. Að gamni reiknaði ég út hve lengi þessi ágæta kona væri að vinna fyrir mánaðarlaunum hæsta skatt- greiðanda höfuðborgarinnar og komst að því að það tæki hana ríflega fimmtán ár. Fréttir á síðkveldi Ég minnist þess ekki að hafa fyrr fjallað um fréttir sjónvarps er ber fyrir augu við lok dagskrár. Fyrst í stað var þessi fréttatími aðallega notaður til að rifla upp helstu atriði aðalfréttatímans og er svo enn en þó hefir mikilvægi þessa síðkveldsfréttatíma aukist nokkuð uppá síðkastið. Þannig birtast æ oftar í þessum fréttatíma glóðvolg- ar fréttir er hafa borist inn á borð fréttamannanna fyrr um kvöldið eða hver man ekki eftir því er Guð- mundur Jaki var dreginn „glóðvolg- ur“ úr flugvélinni inn í einn síðkveldsfréttatímann og í fyrra- kveld náði að birtast yfirlýsing yfirmanna í bandaríska viðskipta- ráðuneytinu þar sem Steingrímur er fordæmdur fyrir að lesa upp úr „leyniskjölum" ráðuneytisins. Slíkar fréttir eru ekki beint til að róa hugann fyrir svefninn. Þannig dreymdi mig í fyrrinótt hræðilega drauma um höfrunga er krömdust sundur þúsundum saman í túnfisks- kraftblökkum og sumir töluðu mannamál og hrópuðu á hjálp: „We are also whales!" Eða á íslensku: við eru einnig hvalir! En eins og menn vita er talið að höfrungar séu vitrastir hvala og hafi jafnvel greind á við menn. Ólafur M. Jóhannesson Reykjavík í augnm skálda Myndir af f öður mínum grátandi ■I í kvöld verður 20 tekið fyrir tíma- bilið frá árinu 1945 til ársins 1955 í þætt- inum Reykjavík í augum skálda á rás 1. Lesin verða ljóð frá þess- um tíma, sögur og frásagn- ir. Meðal annars ætlar Halldór Kiljan Laxness að lesa úr Atómstöðinni, lesið verður úr Sóleyjarsögu eft- ir Elías Mar, ljóð eftir Hugrúnu, Sigfús Daðason, Stefán Hörð Grímsson og fleiri. Umsjónarmenn eru þau Símon Jón Jóhannsson og Þórdís S. Mósesdóttir. Les- ari með þeim er Inga Hildur Haraldsdóttir. Halldór Laxness les úr Atómstöðinni i þættinum um Reykjavík í augum skálda í kvöld. WM Sagan Myndir 20 af föður mínum grátandi eftir Bandaríkjamanninn Dori- ald Barthelme er á dagskrá rásar 1 kl. 22.20. Hallberg Hallmundsson þýddi en Ámi Blandon les og flytur inngangsorð. Donald Barthelme fædd- ist árið 1931. Hann er allþekktur smásagnahöf- undur, meðal annars er mikið lesið eftir hann í háskólum i Bandaríkjun- um. í sögunni fjallar hann um blekkingu sem hann telur að búi í frelsi nútíma- mannsins, rejmir að færa nútímamanninn nær sjálf- um sér og biður hann að endurskoða mörkin á milli veruleika og ímyndunar. Hannes Baldursson og Mendelsohn-fiðlukonsertinn ■i í kvöld verður 00 flutt á rás 1 leik- ritið Hannes Baldursson og Mendel- sohn-fiðlukonsertinn í leikgerð Þórdísar Bach- mann. Verkið er byggt á sögu eftir Barry Targan og fjall- ar um miðaldra verslunar- mann, Hannes Baldursson, sem býr í litlu þorpi út á landi og leikur gjaman á fiðlu í tómstundum. Dag einn ákveður hann að veija aleigunni til að láta stóra drauminn rætast og halda tónleika í Reykjavík með sinfóníuhljómsveitinni. Fjölskylda hans, vinir og vinnufélagar eru ekki ýkja hrifín af uppátækinu og óttast að Hannes verði að athlægi um allt land. Neyta þau allra bragða til að stöðva hann. Með hlutverk Hannesar fer Aðalsteinn Bergdal en aðrir leikendur eru Asdís Skúladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Erlingur Gíslason, Jakob Þór Einarsson, Karl ■I í þættinum Um 00 náttmál á rás 2 “" verður að þessu sinni rætt við þá Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmann, Einar Kárason rithöfund og Ara Guðmundsson, Valdemar Helgason, Skúli Gautason, Valdimar Öm Flygenring og Þröstur Leó Gunnars- son. Leikstjóri er Helgi Skúlason og tæknimaður Hreinn Valdimarsson. Leikritið verður endur- flutt þriðjudaginn 5. ágúst kl. 22. Kristinsson kvikmynda- tökumann. Þeir hafa allir tekið þátt í „íslenska kvik- myndaævintýrinu" svo- nefnda og em núna að vinna að nýrri mynd, „Skyttunum". Um náttmál Tónlistarkrossgátan ÚTVARP FIMMTUDAGUR 31. júlí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veöurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Góöir dagar" eftir Jón frá Pálmholti. Einar Guö- mundsson les (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann P.agnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. ■ Umsjón: Guömundur Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Siguröardóttir les (23). 14.30 I lagasmiðju Oddgeirs Kristjánssonar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Á hringveginum — Noröurland. Orn Ingi, Anna Ringsted og Stefán Jökuls- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Rapsódiur Franz Liszts. Fjóröi þáttur. Umsjón: Guö- mundur Jónsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharöur Linnet. Aöstoöarmaöur: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I loftinu. — Hallgrímur Thorsteinsson og Guölaug María Bjarnadóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Hannes Bald- ursson og Mendelssohn fiölukonsertinn". Leikgerö Þórdísar Bachmann eftir smásögu Barry Targans. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Aöalsteinn Bergdal, Ásdís Skúladóttir, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gíslason, Jakob Þór Einars- son, Karl Guðmundsson, 19.16 Á döfinni Umsjónarmaöur Maríanna Friöjónsdóttir. 19.26 Litlu Prúöuleikararnir (Muppet Babies) — Annar þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeins- son. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Rokkarnir geta ekki þagnaö Magnús Þór Sigmundsson flytur nokkur lög og Abdou leikur undir á ásláttarhljóö- færi. Umsjón: Jón Gústafsson. Valdemar Helgason, Skúli Gautason, Valdimar Flygen- ring og Þröstur Leó Gunn- arsson. (Endurtekiö nk. þriðjudagskvöld kl. 22.20.) 20.40 Óbótónlist ítalskra óper- utónskálda. Hansjörg Schellenberger og Rolf Ko- enen leika á óbó, enskt horn og píanó lög eftir Pon- chielli, Rossini, Yvon, Donizetti og Pasculli. Fyrri hluti. Kynnir: Guömundur Gilsson. (Hljóðritun frá Berlinarútvarpinu). 21.20 Reykjavík í augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdis Mós- esdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Myndir af fööur minum grátandi", smásaga eftir Donald Barthelme. Hallberg Hallmundsson þýddi. Árni Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 20.56 Bergerac — Annar þáttur Breskur sakamálamynda- flokkur i tíu þáttum. Söguhetjan er Bergerac rannsóknarlögreglumaður en hver þáttur er sjálfstæö saga. Aöalhlutverk John Nettles. Þýöandi Kristmann Eiösson. 21.65 Heimsókn á Picasso- sýningu Listahátíðar Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, skoöar sýning- una í fylgd Jacqueline Picasso. Áður á dagskrá þann 17. júni síöastliöinn. Blandon les og flytur inn- gangsorö. 23.20 Á slóöum Jóhanns Se- bastians Bach. Þáttaröö eftir Hermann Börner frá FIMMTUDAGUR 31. júlí 9.00 Morgunþáttur i umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdótt- 22.15 Seinni fréttir 22.20 Staðgengill Picones (Mi Manda Picone) (tölsk biómynd um iöandi mannlífið í Napólí. Leikstjóri Nanni Loy. Aöalhlutverk: Giancarlo Giannini og Lina Sastri. Maöur aö nafni Picone sviptir sig lifi en líkiö af hon- um hverfur. Ekkjan felur manntetri nokkru aö leita líksins. Sá kemst á snoöir um ýmislegt dularfullt á slóö Picones og fyrr en varir er hann nauöugur viljugur tek- inn aö gegna störfum hans. Þýöandi Steinar V. Árnason. 00.20 Dagskrárlok. austur-þýska útvarpinu. Þriðji þáttur. Umsjqn: Jór- unn Viöar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Sólarmegin Þáttur um soul- og funktón- list í umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri) 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guö- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin Guömundur Ingi Kristjáns- son kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tiu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Árni Þórarinsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Strákarnir frá Muswell- hæð Fimmti og siöasti þáttur þar sem stiklaö er á stóru í sögu hljómsveitarinnar Kinks. Umsjón: Gunnlaugur Sig- fússon. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 1. ágúst ur. Guöríður Haraldsdóttir sér um barnaefni í u.þ.b. 15 minútur kl. 10.05.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.