Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 59 Miklar annir vegna bil- ana á jarðsíma á sumrin Jóhann Hjálmarsson, blaðafull- trúi Póst- og símamálastofnunar skrifar: „f dálkum Velvakanda (22.7. sl.) birtist kvörtun íbúa við Seilugranda vegna þess sem hann kallar „furð- anlega lélega þjónustu Pósts og síma“. íbúinn heldur því fram að fjölbýlishúsið sem hann býr í hafi verið símasambandslaust í viku. Þegar hringt hafi verið í forráða- menn Pósts og síma um helgina (væntanlega 12.—13. júlf) segir hann að þau svör hafí fengist að ekki væri gert við um heigar. Fimmtudaginn 10.7. sl. barst kvörtun um bilun á síma frá Seilu- granda 5. Við athugun bilanaþjón- ustunnar kom í ljós að um bilun á jarðsímastreng væri að ræða. Dag- inn eftir var reynt að fínna bilunina með mælingum á strengnum. Ávallt er töluvert um jarðsímabilanir, ekki síst vegna mikilla vinnufram- kvæmda á sumrin. Um sama leyti og bilunin varð við Seilugranda bil- aði m.a. 500-lína jarðsímastrengur í Breiðholti. Mikið var því að gera hjá viðgerða- og mælingamönnum. Þegar biiun verður á jarðsíma er Bréfrítari tekur undir það að það geti komið sér illa að sitja uppi með óvirkan síma, síminn sé og eigi að vera öryggistæki. gerð mæling á streng til þess að kanna nákvæmlega hvar bilunin sé liggi hún ekki í augum uppi. Áður en grafíð er þarf örugg mæling að fara fram svo að ekki sé verið að grafa á röngum stað og valda með því óþarfa raski og tjóni, sérstak- lega ef bijóta þarf upp malbikaða götu eða steypta gangstétt. Föstudaginn 11.7. fór fyrsta mæling fram, en þá var ekki unnt að staðsetja bilunina nákvæmlega. Ekki var vitað þá að allt Qölbýlis- húsið væri sambandslaust. Mánu- daginn 14.7. var mælt á ný og bilunin fundin. Bilunin, sem var margþætt, hafði orðið vegna fram- kvæmda á lóð, þegar teinar voru reknir niður til merkinga. Einnig var um að ræða bilun í svonefndum götuskápi. Viðgerð lauk miðviku- daginn 16.7. Starfsmenn Pósts og síma vinna yfírleitt ekki við viðgerðir um helg- ar, en þegar um bilanir eins og fyrmefnda bilun er að ræða, heilt fjölbýlishús verður sambandslaust, er reynt að bregðast fljótt við á helgidögum sem öðrum dögum. Hvað Seilugranda 5 varðar skorti starfsmenn upplýsingar um hversu víðtæk bilunin var og einnig má kenna um miklum önnum á sama tíma. Tekið skal undir að það getur komið sér illa að sitja uppi með óvirkan síma. Síminn er og á að vera öryggistæki." Gunnar telur að hefðbundnar landslagsmyndir hrífi útlendinga ekki upp úr skónum. Þessir hringdu . . Hraðakstur á Laugaveginum Baldur Snæiand hringdi: „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem ég kvarta undan alltof mikl- um umferðarhraða á innanverðum Laugaveginum en það virðist aldr- ei neitt gerast í þessum málum. Það er aldeilis forkastanlegt hvemig ökuþórar leyfa sér að keyra á þetta 70 til 100 km hraða með tilheyrandi hávaða og djöful- gangi. Þetta er ekki bara stór- hættulegt heldur veldur þetta líka íbúunum í nágrenni Laugavegar- ins miklum óþægindum. Það væri hægt að sekta hér fólk tugum saman fyrir of hraðan akstur en það sést aldrei lögregluþjónn hvað þá meira. Það er eins og allir keyri eins og vitlausir þegar kom- ið er upp fyrir mjólkurstöðina og jafnvel á spottanum frá mjólkur- stöðinni og niður að Hlemmi. Þótt það sé gangbraut með umferðar- ljósum við mjólkurstöðina er mikið um það að gangandi vegfarendur stytti sér leið jrfír götuna og eiga þá oft fótum fjör að launa.“ Á ríkið ekki að ganga á undan með góðu fordæmi? 6555-0199 hringdi: „Hafa menn gert sér í hugar- lund hversu örðugt er fyrir fatlaða að komast inn í og út úr mörgum byggingum hins opinbera? Á ekki ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi og búa vel að fötluðum? Sem dæmi má taka Tollstöðina í Reykjavík og Skattstofuna. Það verður ekki séð af hönnun þeirra bygginga að gert sér ráð fýrir að fatlaðir kunni að eiga erindi við þessar stofíianir.“ Menninguna framan á póstkortin Gunnar Hannesson hringdi: „Ég geri mikið af þvf að tefla bréfskák og sendi því mikið af póstkortum út um allan heim, allt frá Argentínu til Moskvu. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar um hve fábreytt val fyrirmynda á póstkort er hérlendis. Ég veit til þess að þegar hópi Bandaríkja- manna voru sýnd nokkur póstkort frá ísiandi var það eina sem vakti athygli þeirra kort af Bessastöð- um með mynd af forsetanum okkar á. Væri ekki tilvalið að framleiða póstkort með myndum sem sýndu ágæti íslensks anda, kort með myndum af stórmeistur- unum okkar, af uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og því um líku. Það væri leitt til þess að vita að útlendingar héldu að hér lifðu ein- hver andleg örverpi innan um fallega fossa, fyöll og jökla." i Kjúklingur er hollur, góður og síðast en ekki síst Iódýr matur. Við viljum að allir borði kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og velji sér kjúklingadag. Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni ÍSFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina. APPELSÍNUKJÚKLINGUR SIGRÍÐUR J. AXELSDÓTTIR 1 stórkjúklingur eóa 4-6 kjúklingalæri 1 stórlaukur 1 gulrót 1-2 sneiðar sellerírót eða 2 sellerístönglar 1 lítilpúrra 1/2 græn paprika 1-2 appelsínur 1/4 I kjúklingasoó (teningar) salt og pipar negull á hnífsoddi smjör til steikingar 2 msk. maisenamjöl Kjúklingurinn hlutaður og brúnaður í 2 msk. af smjöri, á djúpri pönnu. Kryddað með salti og pipar. Hakkið laukinn og rífið selleríið og gulræturnar. Skerið hitt grænmetið í fína strimla. Setjið grænmetið á pönnuna, einnig kjúklingasoðið og safann af 1/2-1 appelsínu. Skerið ysta lagið af appelsínunum í litla strimla og setjið á pönnuna með grænmetinu og kjötinu og sjóðið við lítinn hita í ca. 20 mín. eða þangað til kjötið er meyrt. Látið appelsínuna á pönnuna rétt áður en rétturinn er borinn fram. x Bætið síðan kryddi við eftir smekk og jafnið soðið með maísenamjölinu sem er hrært út í köldu vatni. Rétturinn er borinn fram með brauði, hrísgrjónum og salati. P.S. Þegar mikið stendur til er ekki verra, ef einhvers- staðar leynist örlítið vodka eða appelsínulíkjör, að flam- bera kjúklingahlutana eftir að þeir hafa verið brúnaðir og áður en grænmeti og soð er sett á pönnuna. Flambering: 2 msk. af víni hellt yfir kjötið og kveikt í. Pannan er hrist þar til eldurinn er slokknaður. ísfugl Sími: 666103 1 G0TT-H0LLT ’ 0GÓDÝRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.