Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986
Bjarni Bjarnason
fraBæ -
Fæddur 30. júní 1925
Dáinn 15. júlí 1986
Þegar mér barst sú fregn, að
Baddi væri látinn þá komu upp í
huga minn minningar um mág
minn, hjálpfúsa reglumanninn sem
mátti ekki vamm sitt vita, dugnað-
arforkinn sem sjaldan féll verk úr
hendi. Hann var allt í einu allur,
Minnmg
en þetta er einu sinni gangur lífsins,
enginn veit hvenær kallið kemur.
Seinna legg ég síðkveld eitt
á sama veginn.
En hittumst við þá hinum megin?
(Stefán frá Hvítadal.)
Baddi fæddist í Lágadal, N-ísa-
fjarðarsýslu en á þeim bæ bjuggu
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI SIGURÐUR HELGASON,
Engjaseli 3,
andaðist aðfaranótt 29. júlí.
Margrét Bjarnadóttir,
Bjarni Bjarnason,
Tryggvi Bjarnason,
Leifur Bjarnason,
Árni Finnbogason,
Sigríður Ólafsdóttir,
Kristjana Guðmundsdóttir,
Elínborg Sigurðardóttir,
og barnabörn.
t
Dóttir mín,
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur,
Meiri-Tungu,
Holtum,
andaðist á Landspítalanum þann 29. júlí.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Arndís Eiriksdóttir.
t
Móðir okkar,
SÓLVEIG DAGMAR ERLENDSDÓTTIR,
Laugavegi 162,
lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 29. júlí.
Þórir E. Magnússon,
Alma Magnúsdóttir,
Erla Magnúsdóttir,
Erlendur Magnússon.
Systir okkar. t GUÐRÚN MILLER
(fædd GUÐMUNDSDÓTTIR),
Caldwell, New Jersey,
lést 23. júlí. Systkinin.
t
Útför mágkonu okkar og vinkonu,
OKTAVÍU SÓLBORGAR SIGURSTEINSDÓTTUR,
Hringbraut 111,
fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélagið.
Júlíana Mathiesen, Sóion Lárusson,
Marfa Jónsdóttir, Einar Siggeirsson,
Gyða Siggeirsdóttir, Egill Bjarnason.
t
Útför dóttur okkar,
SIGRÍÐAR ÞÓRU,
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Hörður Þórleifsson, Svanfríður Larsen.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR ÞÓRÐAR ÁGÚSTSSONAR,
Brimhólabraut 2,
Vestmannaeyjum.
Viktorfa Guðmundsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Haraldur Júlfusson,
Rúnar Magnússon,
og barnabörn.
foreldrar hans í nokkur ár. Þau
fluttu síðan að Gautshamri við
SteingrímsQörð í Strandasýslu og
þar ólst Baddi upp. Mér þykir til
hlýða að gera nokkra grein fyrir
föður- og móðurætt, þekkt dugnað-
arfólk heima í héraði og víðar um
land. Faðir Badda var Bjami sonur
Bjama Bjamasonar, bónda á Ból-
stað, Sigfússonar og konu hans
Bjargar Sigurðardóttur frá
Skeljavík Guðmundssonar. Móðir
Badda var Anna dóttir Áskels Páls-
sonar, bónda á Bassastöðum og
konu hans Guðríðar Jónsdóttur frá
Svanshóli. Þau hjón vom bæði af
Pálsættinni og þá um leið af Glóa-
ættinni, einnig var Áskell af
Vilborgarætt og Guðríður af Alexí-
usarættinni, en þær ættir vom
kunnar í Ámeshréppi um aldamót,
en em nú að mestu fluttar burt af
Ströndum. Eins og áður sagði ólst
Baddi upp á Gautshamri, en í landi
Gautshamars hafði myndast þétt-
býliskjami sem nefr.dist Hamars-
bæli. Atvinna íbúanna var trillu-
bátaútgerð og saltfiskverkun, auk
þess höfðu flestir lítilsháttar land-
búnað til heimilisnota. I stríðsbyij-
un 1939 bjó á svæðinu Hafnar-
hólmur-Hamarsbæli álíka margt
fólk og á Drangsnesi, en þá skyldi
á milli feigs og ófeigs. Saltfiskverk-
un lagðist niður vegna styijaldar-
innar og frystihús var byggt á
Drangsnesi. Hamarsbælið er horfið.
Á uppvaxtarámm Badda stóð
byggð þessi í blóma, nóg að starfa
til sjós og lands, margir karskir
strákar á svipuðum aldri, knatt-
spyma stunduð af miklum móð,
árviss keppni milli inn- og útstrand-
ar og svo sameinuðust Selstrend-
ingar á móti Tungusveitungum.
Einnig var sund stundað í Hveravík-
urlaug og skíðaíþrótt á vetmm.
Baddi varð því ágætur íþróttamað-
ur, vann þolhlaup á Héraðsmóti
HSS og keppti í skíðagöngu með
góðum árangri.
Árið 1945 hóf Baddi búskap í
bæ með eftirlifandi eiginkonu sinni
Branddísi Guðmundsdóttur, f. 28.4.
1928, af Bæjarættinni. Jarðnæðið
sem hjónakomin fengu til ábúðar
var lítið og sótti Baddi vinnu sem
til féll inn að Drangsnesi og aflaði
heimilinu aukatekna. Hann var
mjög laginn maður og síðustu árin
heima stundaði hann mest bygging-
arstörf.
Árið 1966 lá leiðin suður, settust
þau hjónin að í Hafnarfirði og vom
síðast búsett að Erluhrauni 3. Eftir
að suður kom unnu þau bæði við
iðnaðarstörf og vegnaði vel.
Einkasonur þeirra heitir Guð-
mundur Grétar, fæddur 23.7. 1946,
verkstjóri hjá Heklu. Kona Grétars
er Guðný Elíasdóttir, fædd 13.9.
1947. Böm þeirra em Elías Bjami
fæddur 2.4. 1967, Gunnar Ingi
fæddur 21.2. 1970 og Margrét Ólöf
fædd 8.5. 1975.
Afkomendur Badda em mann-
vænlegt dugnaðarfólk.
Ég hygg að hugur Badda og
Branddísar hafi löngum leitað heim.
Þau áttu sér bústað í Bæ og dvöldu
þar öllum stundum, eftir að sumra
tók á norðurslóðum. Yfir Ströndum
hvílir hijúfur þokki, sem enginn
gleymir. Allra síst sá sem dvelur
þar bestu ár ævi sinnar.
Líttu Strandafjöllin aftanroðans eldi,
skrýðast undraljóma minninganna land,
þar sem glitrar dögg á kyrru júlíkveldi,
þar sem kveður báran létt við fjörusand.
(Hermann frá Bæ.)
Að lokum bið ég Drottin himin-
hæða að styrkja syrgjendur.
Ingimar Elíasson
Bryndís Jakobs-
dóttir - Minning
Fædd 26. apríl 1932
Dáin 10. júlí 1986
Langt af fjöllum hríslast lækimir
og laða þig margir til fylgdar.
En vegurinn er einn, vegurinn
velur þig, hvert spor þitt er stigið.
Og frá upphafi allra vega
fór enginn þá leið nema þú.
Snorri Hjartarson
Enn einu sinni hefur hinn slyngi
sláttumaður verið á ferð. Eins og
oft áður gerði hann ekki boð á
undan sér. Látin er Bryndís Jakobs-
dóttir. Hún varð bráðkvödd að
heimili sínu á Framnesvegi 22b, 10.
júlí síðastliðinn, 54 ára að aldri.
Mig langar að minnast hennar ör-
fáum orðum.
Margar ljúfar minningar standa
mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um; frá skólaárunum á Akureyri
þegar við vorum enn ungar, glaðar
og frískar — greindum vart neitt
raunaþungt; gleðin yfir hinu ein-
falda og nýja varð öllu öðru yfir-
sterkari. Hjörtu okkar voru ung —
markvissar óskir og áætlanir um
framtíðina vart mótaðar. Dísa var
einkar fundvís á að skapa létt og
glaðvært andrúmsloft í kringum sig
— svo glaðvært að tíminn hvarf
okkur á stundum. Með sínum hlýju
og mildu persónutöfrum laðaði hún
til sín fólk — hafði þann eiginleika
að gera mann glaðan — hugarvíl
var henni ekki að skapi, glaðværð
hennar var þeirrar ættar að njóta
þess sem var.
Árið 1951, þá 19 ára, lauk Dísa
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri. Hún hafði góðar gáfur,
var góður stílisti, málamaður, teikn-
ari og síðast en ekki síst hafði hún
náð góðri fæmi í píanóleik. Hún
hafði mikið listfengi til að bera.
Eftir stúdentspróf skildu leiðir —
við fórum hvor í sína áttina. Að
líkindum hófst þá hjá okkur verald-
arstríðið; við horfðumst í augu við
ábyrgð lífsins. Ósjaldan skildu okk-
ur að höf og lönd — en þrátt fyrir
það misstum við aldrei sjónar hvor
af annarri — fundumst alltaf. Fyrir
þessa vináttu, góðvild og ástúð hlýt-
ur hún nú að leiðarlokum mína
innilegustu þökk.
Ég minnist höfðingsskapar á
heimili Dísu á Akureyri; öllum
bekknum boðið heim að loknu stúd-
entsprófi. Kær er mér minning
elskulegra foreldra hennar, þeirra
Borghildar Jónsdóttur og Jakobs
Frímannssonar. Þau lögðu mikla
alúð og elsku við uppeldi dóttur
sinnar; vildu hag hennar sem mest-
an og bestan. Milli Dísu og foreldra
hennar ríkti mikill kærleikur. Ég
er ekki í vafa um að sú hlýja sem
Dísa bar ætíð með sér var sömu
gerðar og sú er hún naut sjálf í
foreldrahúsum. Raunaþungt er nú
foreldrunum í sinni.
Þegar þjáningin ristir bijóst mitt
verður mér fyrst Ijóst hve stór
gleði mín gæti verið.
Milli hennar og mín
er hið stutta
ómælisdjúp.
Vilborg D agbj artsdóttir
í hugskoti mínu á ég bjartar
minningar um Dísu og mann henn-
ar, Magnús Guðmundsson, og böm
þeirra Jakob og Borghildi; góðar
móttökur og hlýtt viðmót; þau voru
höfðingjar heim að sælqa.
Einnig eru mér ógleymanlegir
dagamir þegar við dvöldumst á
Akureyri í tilefni af 25 ára stúdents-
afmæli okkar. Enn nutum við
gestrisni Dísu og síðari manns
hennar, Gísla Jónssonar. Þau undir-
bjuggu komu okkar svo frábærlega
vel að undrum sætti. Glöggt fund-
um við fyrir samkendinni meðal
gömlu skólafélaganna, ástúð Dísu,
góðvild Gísla og hennar; sólskins-
vor!
Enginn lifir lífinu án andstreym-
is; Dísa var engin undantekning,
fór ekki varhluta af erfiðleikunum
— en mér fannst hún leitast við að
gera lítið úr því sem miður fór. I
júní síðastliðnum þegar við nokkrar
skólasystur hittumst síðast sagði
hún. „Mér finnst svo gaman að hitta
ykkur, elskurnar." Við fundum allar
fyrir þeim samhljómi sem mér
finnst einatt ríkja í hópnum sem
útskrifaðist frá MA 1951. Við töluð-
um um að hittast oftar — en örlögin
hafa hagað því svo til að Dísa verð-
ur ekki á meðal okkar, hin glóandi
gleði sem einkenndi hana í svo
ríkum mæli er nú slokknuð. En
minningin um gleðina sem hún bar
með sér mun lifa.
Fegurð og góðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
í rangsnúnum heimi
Og þó mest af öllu
og mun lifa allt
Snorri Hjartarsón
Ég votta börnum Dísu, Jakobi
og Borghildi, og fjölskyldum þeirra,
foreldrum hennar, Borghildi og Jak-
obi, djúpa samúð.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði,
að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal
hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af
marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla
er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni.