Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 V WM ■am Góðar endurminn- ingar frá þjóðhátíðum - segir Valtýr Snæbjörnsson, byggingafulltrúi Vestmannaeyjum. ÞEGAR þjóðhátíö í Herjólfsdal er hafin og gestir ganga til skemmt- unar og fagnaðar í fagurlega skreyttum dalnum, gera kannski ekki allir sér grein fyrir því gifur- lega starfi fjölmargra sjálfboða- liða sem liggur þar að baki. í heilan mánuð hefur stór hópur tryggra og fórnfúsra manna og Frá vinstri: Þór Vilhjálmsson formaður þjóðhátíðarnefndar, Þorsteinn Ingólfsson, Friðrik Már Sigurðsson og Guðni Sigurðsson. Brekkusviðinu breytt Vestmaunaeyjum. VESTMANNEYINGAR eru nú farnir að telja dagana fram að þjóðhátíð sem verður í Herjólfsdal um næstu helgi. Fólk er farið að viðra þjóðhátíðartjöldin og koff- ortin, mála tjaldsúlurnar og taka til vistir fyrir búferlaflutningana í dalinn. A fimmtudaginn verður tjöldun leyfð og þá hefst mikið kapphlaup um góðar „lóðir“. Um kvöldið verða síðan upphitunar- dansleikir í bænum. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel, jafnvel betur en oft áður, og hér verður allt til reiðu á föstudag- inn þegar hátíðin hefst,“ sögðu Þór Vilhjálmsson og Þorsteinn Ingólfsson í þjóðhátíðarnefnd íþróttafélagsins Þórs, þegar fréttaritari truflaði þá önnum kafna við vinnu í Heijólfsdal. Um allt hátíðarsvæðið voru menn og konur að störfum við að smíða, mála og koma upp ýmsum mannvirkjum. Rafvirkjar voru að koma fyrir um- fangsmiklum Ijósaskreytingum. Þeir Þór og Þorsteinn sögðu að góður kjarni dugmikilla félaga í Þór hefði mætt vel til vinnu og mannvirkin hefðu rokið upp. „Skreytingar í daln- um verða svipaðar og áður hjá okkur, það er ávallt ákveðinn heildarsvipur yfir svæðinu. Við höfum þó breytt brekkusviðinu verulega, snúið því og stækkað, og einnig stækkað stóra danspallinn. Þá verður nú algjör bylt- ing f hreinlætisaðstöðu á svæðinu, Þór, Týr, skátafélagið og bærinn hafa byggt hús fyrir hana og er hún nú komin í varanlegt horf.“ Dagskrá þjóðhátíðardagana þijá verður vönduð og fjölbreytt eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu. Hátíðin verður sett kl. 14 á föstudaginn og alla þijá dagana verð- ur svo til samfelld dagskrá í dalnum frá hádegi og fram á rauða morgun. Fastir og ómissandi liðir þjóðhátíða verða á sínum stað, kveikt verður í gríðarstórri brennu á Fjósakletti á miðnætti föstudags, stórfengleg flug- eldasýning verður á laugardagskvöld, varðeldur og brekkusöngur með al- þingismanninn Árna Johnsen sem forsöngvara á sunnudagskvöld. Óskar Svavarsson mun sýna bjargsig í Fiskhellanefi á föstudaginn. Sér- stakt þjóðhátíðarlag hefur verið samið og stórt og vandað þjóðhátíðar- blað kemur út. Aðgangur að hátíðinni verður 2.000 kr. og er þar innifalinn aðgangur að svæðinu og tjaldstæð- um, öll skemmtidagskrá og aliir dansleikir á tveimur pöllum. Þór og Þorsteinn voru spurðir um væntanlega aðsókn að hátíðinni. „Okkur heyrist að hingað verði straumur fólks og við finnum að það er mikil stemmning fyrir þjóðhátíð- inni. Ef veður verður gott, reiknum við með miklum mannfjölda. Allar aðstæður í Heijólfsdal eru góðar til að taka við miklum fjölda fólks en við viljum minna fólk, sem hyggst búa í tjöldum, á að koma vel útbúið fyrir útilegu." -hlý. kvenna úr því íþróttafélagi sem að hátíðinni stendur hverju sinni, unnið á hveiju kvöldi og um allar helgar við að klæða dalinn i þann skrúða sem síðan blasir við gestum þegar hátíðin hefst. Sérstök þjóð- hátíðarnefnd hefur starfað frá áramótum að margvíslegum undir- búningi. Iþróttafélagið Þór og Knattspymu- félagið Týr skiptast á um að halda þjóðhátíðina og afrakstur hennar er helsta tekjulind þeirra. Að þessu sinni er það Þór sem stendur fyrir hátíð- inni, þessari öldnu en síungu hátíð sem er fastur og órjúfanlegur punkt- ur í tilveru Eyjabúa. Hátíðin var fyrst haldin 1874 og aðeins i örfá skipti fallið niður síðan. Fréttaritari brá sér eina kvöldstund í Heijólfsdal að skoða framgang mála þar og ræða við fólk að störf- um. Þar hitti hann að máli Valtý Snæbjömsson byggingafulltrúa, sem er heiðursfélagi í Þór fyrir mikil og góð störf fyrir félagið í áraraðir, jafnt innan vallar sem utan. „Ég byijaði sem krakki að vinna við þjóðhátíðar- undirbúning fyrir Þór og var í þjóðhátíðamefnd félagsins frá 1942 til ársins 1974 þegar við héldum upp á 100 ára afmæli þjóðhátíðarinnar. Ég var því í nefndinni einar 15—16 þjóðhátíðir, var aðeins ijarverandi eina hátíð, árið 1948, en þá fór ég á síld. Þegar ég hætti í nefndinni voru strákamir mínir komnir af fullum krafti í þetta svo mér fannst tími til kominn að draga mig í hlé en ég mæti samt ailtaf í dalinn á Þórsþjóð- hátíðum og reyni að hjálpa eitthvað til. Þetta er alltaf jafnskemmtilegt og hér ríkir ávallt góður andi,“ sagði Valtýr Snæbjömsson. Hjá Þór er brú- in yfir tjömina einskonar tákn þjóðhátíðarinnar en hún er hugmynd Valtýs, hann er eini starfandi brúar- smiðurinn í Eyjum. „Já, brúin er mitt verk frá upphafi, en margir góð- ir félagar hafa unnið með mér að brúarsmíðinni, lengst framan af var það Guðlaugur vinur minn Helga- son,“ sagði Valtýr. „Þetta er traust og gott mannvirki sem þolir mikla umferð og til þess að staðfesta það fékk ég bankastjórann okkar til þess að aka yfir brúna á bílnum sínum um daginn, tvær ferðir frekar en eina.“ Valtýr sagðist ávallt hafa haft jafnmikia ánægju af því að vinna í dalnum fyrir þjóðhátíð. „Engin þjóð- hátíð er mér svo sem annarri eftir- minnilegri, ég á bara góðar endurminningar frá þjóðhátíðum í Heijólfsdal." - hkj. Morgunblaðið/Torfí Haraldsson Valtýr Snæbjörnsson, byggingafulltrúi, átti hugmyndina að brúnni í Herjólfsdal, sem nú er orðin einskonar tákn þjóðhátíðarinnar. VERSLLJNARMAN riAHELQI N »/.. *».»**"*** **■ ***./». m, m. .<m m. mv. mí. m>. immr' m*.. m. .» HEFST í EVRáFU í Sensation og Módelsamtökin koma öllum í ferðaskapið Verslunarmannahelgin hefst með réttu á morgun. Þrátt fyrir það tökum við forskot á sæluna í EVRÓPU í kvöld, því nauðsynlegt er að koma sér í rétta ferðaskapið sem allra fyrst. Við höfum haft spurnir af því að fjöldi fólks, sem ætlar á Þjóðhátíðina í Eyjum, hyggist fjölmenna í EVRÓPU í kvöld. Módelsamtökin sýna baðfatatískuna frá Sportvöruverslun Ingólfs Óskars- sonar og sólgleraugu frá Linsunni, því enginn getur farið baðfata- og sólgler- augnalaus í ferðalagið. Hollenska söngtríóið Sensation fékk frábærar móttökur um síðustu helgi, enda eru þau með stórgott atriði sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Komdu í EVRÓPU í kvöld og fáðu óska- byrjun á Verslunarmannahelgina. Opið frá kl. 22.00-01.00 Borgartúni 32 „Góð aðsókn að ferðum Smyrils“ — segir Engilbert Gíslason hjá Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja BÚIST er við miklum mannfjölda á Þjóðhátíð Vestmannaeyja um verslun- armannahelgina og ef svo fer fram sem horfir stefnir í metaðsókn að þessari elstu og þekktustu útihátíð landsins. Fréttaritari hafði samband við þá aðila sem annast um mannflutninga milli lands og Eyja um þjóð- hátíðina og bar þeim öllum saman um að mikil og vaxandi eftirspurn væri eftir ferðum til Eyja þessa helgi og fólk væri nú mun fyrri til að ákveða sig og panta far tímanlega en áður. Bragi I. Ólafsson umdæmisstjóri sagði að búinn væri að vera mikill Flugleiða í Vestmannaeyjum sagði að þegar væri búið að bóka í 14 vélar á föstudaginn og mikið fleiri ferðum annaði Flugleiðir varla á einum degi. Þá er búið að bóka í 7 vélar á fimmtu- daginn. Sagði Bragi að bætt yrði við vélum eins og unnt væri til þess að anna eftirspuminni. Hjá Heijólfi er búið að panta alla klefa og allt bílapláss i skipinu fram yfir Þjóðhátíð en skipið mun fara tvær ferðir á dag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Hugsanlega verður enn bætt við ferðum ef þörf verður á. „Við erum kátir menn þessa dag- ana og þegar er ljóst að þetta dæmi ætlar að gánga upp hjá okkur“, sagði Engilbert Gíslason hjá Ferðaskrif- stofu Vestmannaeyja þegar hann var spurður um aðsókn að ferðum Smyr- ils sem FV tók á leigu fyrir Þjóðhátíð- arumferðina. Skipið kemur til Seyðisfjarðar á fimmtudagskvöld og til Eyja á föstudagsmorgun. Engilbert erill hjá þeim síðustu dagana, þeir væru komnir með net úmboðsmanna víða um land og þá hefði verið mikið að gera við að senda miða til staða þar sem ekki væru umboðsmenn. „Það hefur komið í ljós sem við vissum fyrir, að full þörf og nægur markaður var fyrir þetta skip. Það er ljóst að Austfirðimir koma mjög sterkir út og þar og víðar á landinu hefur þetta framtak okkar mælst vel fyrir." Engil- bert sagði ennfremur að vel hefði selst í skipið í Færeyjum, betur en hann hefði reiknað með fyrirfram. Þá hefði og verið talsvert spurst fyrir um ferðir með skipinu til Færeyja aftur. Auk þeirra aðila sem hér hafa ver- ið nefndir er vitað að Leiguflug Sverris Þóroddssonar mun fljúga á klukkustundar fresti milli Hellu og Vestmannaeyja þjóðhátíðardagana. -hkj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.