Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1986 Bandarískur þingpmaður gerir breytingartillögn við stjómarskána; Vill að Reagan bjóði sig fram í þriðja sinn Washington, AP. GUY Vander Jagt, þingmaður Repúblikanaflokksins, greindi frá því á þriðjudag að hann hefði Veður víða um heim Lsegst Hssst Akureyri 11 skýjað Amsterdam 12 23 skýjað Aþena 23 32 heiðskírt Barcelona 29 lóttskýjað Berlfn 13 25 skýjað Brflssel 14 23 skýjað Dublin 11 18 rigning Feneyjar 28 þokum. Frankturt 14 32 heiðskírt Genf 18 35 heiðskfrt Helsinki 16 24 heiðskfrt HongKong 27 31 heiðskfrt jerúsalem 16 27 heiðskírt Kaupmannah. 20 léttskýjað Las Palmas 23 skýjað Lissabon 18 32 heiðskirt London 12 21 skýjað Los Angeles 16 31 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Malaga 26 þokum. Mallorca 30 skýjað Miami 27 32 rigning Montreal 18 25 skýjað Moskva 14 20 heiðskírt NewYork 21 31 skýjað Osló 15 20 skýjað Paris 13 25 heiðskírt Peking 22 33 heiðskfrt Reykjavfk 12 léttskýjað Rfódejaneiro 15 25 heiðskfrt Rómaborg 20 35 skýjað Stokkhólmur 25 25 heiðskfrt Vínarborg 14 27 heiðskfrt Þórshöfn 12 skýjað lagt fram frumvarp til laga um að bandarísku stjómarskránni verði breytt þannig að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, geti boðið sig fram þriðja sinni. Vander Jagt kvaðst vilja „veita Reagan forseta brautargengi til að bjóða sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið og leyfa Bandaríkja- mönnum að ákveða sjálfum hversu lengi forseti skuli sitja". Nái frumvarpið fram að ganga verður 22. viðbótarákvæði banda- rísku stjómarskrárinnar ógilt. Samkvæmt henni má sami forseti aðeins sitja tvö kjörtímabil. Hún var sett 1951 eftir að Franklin Roose- velt hafði fjórum sinnum verið kjörinn til forseta. Roosevelt lést á meðan hann var forseti, í heims- stytjöldinni síðari. Reagan, sem nú er 75 ára, kveðst ætla að styðja það að 22. viðbótar- ákvæði stjómarskrárinnar verði afnumið, en hann bætir við: „Hver sá forseti, sem reynir að fá stjómar- skránni breytt, ætti ekki að gera það í eigin þágu. Hann á að gera það fyrir eftirmenn sína.“ Vander Jagt sagði fyrr í þessum mánuði að hann ætlaði að leggja frumvarpið fram ef hann fengi nægan stuðning frá 300.000 repú- blikönum, sem fengu bréf með beiðni um fjárframlög. Hann segir að gífurlegur áhugi repúblikana hafi komið í ljós síðan herferðin hófst fyrir tveimur vikum og mörg hundmð manns hafi hringt með þessum orðum: „Forsetann í fjögur ár til viðbótar." Terry Michael, talsmaður Banda- ríkjanefndar flokks demókrata, segir að tillaga Vander Jagt sé áróð- ursbrella til að efla árangurslitla fjársöfnun þingnefndar repúblik- ana. Vander Jagd er forseti þeirrar nefndar. Michael varpaði því næst fram spumingu: „Lifa Bandaríkja- menn af fjögur ár til viðbótar með Reagan í forsetastóli?" Bildthaslar sér völl Á myndinni sést Carl Bildt, 37 ára gamall sænskur þing- maður, flytja ræðu í Grissle- hamn í Svíþjóð. Margir reikna með, að hann verði næsti for- maður sænska hægri flokks- ins (Moderatema). Bildt gagnrýndi ríkisstjórn sósial- demókrata fyrir efnahags- stefnu hennar, en kvaðst sammála Carlsson forsætis- ráðherra varðandi efnahags- legar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku, einhliða við- skiptabann nokkurra ríkja væri gagnslaust, samstaða um slíkar aðgerðir yrði að nást á alþjóðavettvangi. Svíþjóð: Meiri líkur á viðskipta- banni í Suður-Afríku Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Erik Liden. VÖFLUR em nú komnar á leið- toga jafnaðarmanna í Svíþjóð varðandi stefnuna gagnvart Suð- ur-Afríku, en stjóra Ingvars Carlson hefur ekki viljað lýsa yfir einhliða viðskiptabanni á Botha-stj ómina. Sænska alþýðusambandið, kvennasamtök og ungliðahreyfing Jafnaðarmannaflokksins hafa öll krafist algjörs viðskiptabanns strax. Sama gildir um stuðnings- flokk jafnaðarmanna á þingi, Kommúnistaflokkinn, og aðra stjómmálaflokka, að undanskildum hægri mönnum (Moderatema). Jafnaðarmenn hafa nú kallað saman til fundar flokksstjómina, þingflokkinn og utanríkisnefnd þingsins, en Karl Gústaf konungur er formaður hennar. Er ætlunin að reyna að ná einhug um stefnuna í Suður-Afríkumálunum. Stjóm jafnaðarmanna segist vilja bíða með aðgerðir, þar til Oryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna hefur tekið ákvörðun um viðskiptabann, en þeirri stefnu hafa Svíar ávallt fylgt í málum af þessu tagi. Þrýst- ingur almennra flokksfélaga virðist hins vegar vera orðinn svo mikill, að leiðtogamir standist hann ekki lengur. Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóð- arflokksins, segir það hneisu, að stjómin skuli hika við að lýsa yfir viðskiptabanni og hún verði að horf- ast í augu við þá staðreynd, að nær öll þjóðin vilji nú viðskiptabann. Mörg sænsk fyrirtæki hafa þegar dregið úr starfsemi sinni í Suður- Afríku og nefna má, að í nokkur ár hafa Svíar ekki flutt inn suður- afríska ávexti. Flugslys í Danmörku KaupmannahSfn, AP. FIMM manns fómst þegar dönsk flugvél fórst skammt frá vestur- strönd Danmerkur í gær. Vélin, sem var tveggja hreyfla Cessna 421, skall í sjóinn fyrir utan Bjergestrand á Vestur-Jótlandi. Bandaríkin: Vandlæting Islend- inga á höfrunga- drápi ósanngjöm — segir talsmaður Greenpeace í viðtali við Morgunblaðið Frá Jóni Áageiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaósins í Bandarikjunum. ÁRIÐ 1972 drápust um 300.000 höfmngar við túnfiskveiðar Bandaríkjamanna. Þá vora sett lög til að draga úr höfrangadráp- inu og síðar var ákveðið að setja kvóta. Samkvæmt honum má drepa 20.500 dýr á ári. Fulltrúar umhverfisvemdunarsamtakanna Greenpeace telja að þegar hafi verið veitt upp í þennan kvóta. En Dean Wilkinson, talsmaður Greenpeace í Washington, segir í viðtali við Morgunblaðið að ósanngjamt sé að íslendingar fyllist vandlætingu yfir höfrungaveiðum Bandaríkjamanna. Hér á eftir fylgir útdráttur úr grein um höfrungadráp og túnfiskveiðar Bandaríkjamanna og viðtalið við Wilkinson. „Það er hrópað úr útsýnistunn- unni og þunglamalegt skipið hægjr ferðina. Á örskotsstundu síga 5-6 öflugir hraðbátar frá borði niður á glampandi sjávar- flötinn í austurhluta Kyrrahafs," segir í upphafi greinar um Ban- væna smölun á hafinu, sem birtist í fréttatímaritinu Time 4. ágúst næstkomandi. „Bátamir hrökkva í gang með látum og hendast jrfir öldutoppana á 35 hnúta hraða. Höfrungahópurinn framundan hrökklast undan, en bátamir ná spendýrunum skjót- lega. Þeir þeytast umhverfis hjörðina eins og smalar og króa nokkur hundruð höfrunga af.“ Greinin í Time Qallar um höfr- ungadráp Bandaríkjamanna og tilraunir umhverfisvemdarhópa til að bjarga þessum gáfuðu spen- dýrum, sem eru ekki drepin til matar heldur notuð til að vísa á túnfiskatorfur. Af ókunnum ástæðum svamlar oft stór torfa af túnfíski undir höfrungahópnum og það er túnfískurinn sem veiði- mennimir sækjast eftir. Að sögn Time fannst nær allur túnfiskur, sem bandaríski veiði- flotinn náði á síðastliðnu ári, með því að króa höfrangahópa af. Netin era lögð þar sem höfrun- gamir byltast og leika sér í yfirborði sjávar, en takmarkið er að veiða túnfísktorfuna fyrir neð- an. Hringnót úr nælonneti, um 75 metra djúp og 1.600 metra löng, er lögð umhverfís höfrangatorf- una sem hraðbátamir gæta, en fyrir neðan hana syndir túnfiska- torfan. Nótin, sem veiðiskipið leggur umhverfis höfrungatorf- una, er dregin saman að neðan og myndar þannig poka undir túnfískatorfunni. Þúsundir höfr- unga flækjast í netunum, dragast undir yfirborðið og drakkna, þar eð þeir þurfa að anda lofti. Arið 1972 vora 304.000 höfr- ungar drepnir í netum og sama ár samþykkti Bandaríkjaþing lög- in til vemdar sjávarspendýram. Þessum lögum var ætlað að draga svo mjög úr höfrangadrápinu að því sem næst ekkert dýr yrði drep- ið. Árið 1984 samþykkti Bandaríkjaþing ennfremur að há- marksfjöldi höfrunga sem tún- fiskaflotinn mætti drepa skyldi vera 20.500 dýr. Deilt er um fjölda þeirra höfr- unga sem drepnir era við tún- fískveiðamar. Samkvæmt Time hefur sjávarútvegsdeildin viður- kennt að hámarkinu verði náð í september næstkomandi, áður en túnfiskvertíðinni lýkur. Green- peace og aðrir umhverfisvemdar- hópar telja hinsvegar að nú þegar sé búið að drepa 20.500 höfr- unga. Túnfískveiðimennimir segja að hvorir tveggja séu með of háar tölur. Minnkun höfrungadrápsins úr hundruðum þúsunda í tugi þús- unda tókst einkum vegna þess að túnfískveiðimennimir hafa, í sam- ræmi við reglugerð, reynt að bjarga höfrungunum. Þegar búið er að loka snurpuvoðinni að neðan bakkar veiðiskipið með nótina í eftirdragi, þannig að teygist á henni. Hraðbátamir fara inn í nótina og reka höfrangana úr henni. Samt drepast að jafnaði átta höfrangar í hveiju kasti. Nýlega var dregið úr þessum ströngu reglugerðarákvæðum um AP/Símamynd Japanskir veiðimenn á Iki-eyju gera að hræjum höfranga. Höfr- ungaveiðar era dýraverndunarsamtökum víða um heim þymir í augum. það hvemig skuli reynt að hlífa höfrangunum og telja umhverfis- vemdarmenn að þar með hafi drápstalan hækkað til muna. Náttúravemdarsamtökin Green- peace undirbúa nú málshöfðun í því skyni að knýja sjávarútvegs- deild bandaríska viðskiptaráðu- neytisins til __ að framfylgja lagaákvæðinu. í viðtali við frétta- ritara Morgunblaðsins sagði Dean Wilkinson hjá Greenpeace í Was- hington, að ef sjávarútvegsdeildin stijðvi ekki túnfiskveiðamar, til að binda endi á höfrungadrápið, muni samtökin höfða mál. Takist áform Greenpeace telja samtök bandarískra túnfiskbátaeigenda að stöðvun túnfískveiða muni valda 35 milljónir dollara tekju- tapi í ár. „Ég tel það á hinn bóginn ósanngjamt af íslenskum aðilum að fyllast vandlætingu jrfir höfr- ungadrápinu, þegar þess er gætt að ísland hefur hingað til lagst gegn því að Alþjóðahvalveiðiráðið fengi lögsögu jrfir Iitlum hvalateg- undum, þar á meðal höfrangum," sagði Dean Wilkinson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.